Morgunblaðið - 15.05.2012, Side 18

Morgunblaðið - 15.05.2012, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþjóðlegsaga sýnirað fólk fylgir foringjum sínum svo lengi sem það treystir þeim. Í löndum þar sem upplýs- ingagjöfin var miðstýrð gátu leiðtogar komist af án slíks trausts miklu lengur en í sæmi- lega opnum þjóðfélögum. Þeir þurftu ekki að endurnýja um- boð sitt í raunverulegum kosn- ingum og studdust við afl hers og leynilögreglu. En jafnvel slíkir féllu þegar allt traust var fokið. Fall múrsins var dæmi um þetta og atburðir í Túnis, Líbíu og Sýrlandi eru enn ný- legri sannindamerki. En í lýð- ræðisríkjum er þörfin á trausti ennþá brýnni. Og það þarf ekki svo mikið til að það fari. Það nægir að almenningur sann- færist um að þetta litla sé dæmigert fyrir innræti, viðhorf og stefnu viðkomandi leiðtoga. Richard Nixon var öflugur stjórnmálamaður og á marga lund vel heppnaður forseti. En Watergate kemur jafnan upp í hugann þegar nafn hans er nefnt. Þessi byggingarklasi fyrir hótel, skrifstofur og íbúð- ir og þess háttar gerir útslagið. Ekki sú staðreynd, að Nixon lauk Víetnamstríðinu, sem demókratinn Kennedy startaði og demókratinn Lyndon John- son gerði að stórstríði, dugar gegn Watergate. Ekki opnun samskipta við Kína né heldur önnur mál sem Nixon gat fært sér til tekna. En þó kom Nixon ekki nálægt innbrotinu í Wat- ergate og njósnatilburðum þar. Þegar hann loks frétti af því hafði hann á því öllu hina mestu skömm. Ekki endilega af sið- ferðisástæðum einum enda kallaði Nixon ekki allt ömmu sína. Þetta var í hans huga eins og hver önnur endileysa, sem gat aldrei haft neitt með for- setakosningar að gera, þar sem Nixon var að auki með yfir- burðastöðu. En Nixon ákvað að þagga málið niður, hylma yfir og nota vald og áhrif forseta- embættisins til þess. Það aug- ljósa dómgreindarleysi sann- færði meirihluta Bandaríkja- manna um að Nixon væri ekki traustsins verður. Hversu hæf- ur sem hann kynni að vera sýndi sú gjörð persónu sem væri ekki hæf til að vera forseti Bandaríkjanna. En það þarf ekki svona mikið til, eins og gauraganginn Wat- ergate, svo að leiðtogi tapi sinni tiltrú. Það dugar að hann sé úti á þekju gagnvart þjóð sinni. Hann viti ekki hverjar raunverulegar þarfir hennar séu. Og sé í raun sama. Þekki ekki eða hafi ekki áhuga fyrir vilja hennar eða vonum. Sé ekki á sömu rás og allur al- menningur þegar hann talar. Þess háttar þættir verða ekki endilega ljósir með einu atviki og af- leiðingum þess. Þessi tilfinning sí- ast smám saman inn og eftir það verður engu breytt. Þetta er það sem hefur verið að gerast á Íslandi. Af hverju er núverandi ríkis- stjórn svo illa þokkuð sem hún er? Hún komst ekki til valda fyrr en eftir að búið var að beina björgunaraðgerðum eftir fall banka í tiltekinn farveg. Hún tók ekki þá þýðingar- mestu ákvörðun. En það var ekki komið í ljós þá. Hún hefur fram til þessa getað kennt fyr- irrennurum sínum um allt sem miður fer hjá henni sjálfri. „Það varð hér hrun“ er setn- ingin sem fylgir öllum afsök- unarræðunum. En hún brást sjálf algjörlega í því svigrúmi sem hún fékk til að standa að uppbyggingu að sínu leyti, fyrst barsmíðabyltingin skolaði henni í ráðherrastóla. Hún efndi til óeiningar og ill- inda hvar sem hún kom því við þegar samstaða var hin raun- verulega krafa dagsins. Þess vegna hefur allt dregist. Þess vegna lenti þjóðin í svo mörg- um ógöngum í eftirleiknum. Fráleitt var að gera kröfu um aðild að ESB, uppskrift að óeiningu og átökum. Atlaga að sjálfri stjórnarskránni, sem ekkert hafði gert af sér, var næstum því jafnfráleit. Heima- tilbúið uppnám í sjávarútvegi sem ríkisstjórn landsins ýtir undir allt kjörtímabilið er óbærilegur skaðvaldur. Und- irlægjuháttur í Icesave, þvert á þjóðarvilja, ekki aðeins óskilj- anlegur heldur ófyrirgefan- legur. Sóun á hálfum milljarði króna til að hræra upp í stjórn- arráðinu óþörf, svo vægt sé til orða tekið. Stjórnlagafúskið, Icesavesamningabrölt og stjórnarráðshræringurinn hafa þegar kostað um þrjá milljarða króna og engu skilað. Alls engu. Og enn segjast ráðherr- arnir vera að hugsa um lausnir vegna skuldugra heimila, eftir þriggja ára athafnaleysi í stól- unum! Þjóðin skynjar að þessi rík- isstjórn talar ekki hennar máli og ekki heldur mál sem þjóðin skilur. Hún er ekki að leita að hennar vilja né að leysa hennar þarfir eftir hennar eigin von- um. Hún snertir ekki þá strengi sem eru í brjósti fólks- ins í landinu. Hún er á eigin róli og í takti sem fáir vilja slá með henni. Hún eyðir miklum fjár- munum og ennþá meiri og mik- ilvægari tíma í gæluverkefni sín og þeirra sem hún hefur raðað á jötuna hundruðum saman. Hún á ekki neina sam- leið með fólkinu sem hún er á framfæri hjá. Þess vegna er hún svona illa liðin. Hvers vegna er rík- isstjórnin svona illa þokkuð?} Fokið traust Á aldamótári sáu Hríseyingar ástæðu til að lofa stjórnvöld fyrir þá framsýnu hugmynd að setja þar á laggirnar fjölbýli fyrir fatl- aða. Einn af ráðherrum ríkis- stjórnar lét þau orð falla að sér þættu fatlaðir frekir á fóðrum og því þyrfti að leita ódýrari leiða við vistun þeirra. Í Hrísey var húsnæði og því beindust sjónir þangað og töldu eyjar- skeggjar sig hafa himin höndum tekið á við- sjárverðum tímum þegar verið var að loka frystihúsinu. Fyrirséð þótti að áfram yrði nóg að gera; fatlaðir kæmu í staðinn fyrir fisk. Hugmynd þessi var – fyrir orð aðstandenda hinna fötluðu – snarlega slegin út af borðinu en eftir stóð samt absúrdleikrit með því inntaki að flestu mætti kosta til við atvinnusköpun. Nokkru áður en Hríseyjarmálið kom upp var kynnt að fjöllistahvalurinn Keiko skyldi fluttur frá Oregon í Bandaríkjunum til fyrri heimkynna hér við land. Í kjölfar þessa hófst kapphlaup þar sem áhrifa- menn austur á fjörðum og Vestmannaeyingar tefldu fram hinum ýmsu sjónarmiðum um hvar hvalurinn skyldi vera. Þóttust báðir málsaðilar hafa nokkuð til síns máls og væntu „faglegrar ákvörðunar“ eins og slíkt væri kallað í dag. Keiko fór til Eyja, fjarðamenn töldu sig svikna og leiksoppa fyrirgreiðslustjórnamála enda hefðu þeir orðið af tækifærum í ferðaþjónustu sem hefðu skap- að ófáum atvinnu. Síðustu mánuði hafa Grímsstaðir á Fjöllum verið brennidepill þjóðfélagsumræðunnar. Kín- verski athafnamaðurinn Huang Nubo hyggst reisa þar lúxushótel og fleira fínirí. Eftir alls konar vendingar og kerfistregðu virðast fyr- irætlanir Nubo á beinni braut sem er í sjálfu sér ágætt. Óvenjulegar hugmyndir eru sam- félagi okkar bráðnauðsynlegar sem og erlend áhrif og framandlegir straumar. Skiljanlega telja Norðlendingar miklu skipta að fyrirætlanir Kínverjans raungerist. Fjallahótel væri fín viðbót í flóru ferðaþjón- ustu og myndi skapa mörgum vinnu. Hins vegar þarf að ræða málið út frá öllum vinklum og taka tillit til margra þátta. Því er einfeldn- ingslegt þegar þeir sem gæta hagsmuna í mál- inu senda fjölmiðlum ályktanir til þess, eins og það var orðað, að bregðast við „neikvæðri um- ræðu“ um góðgætið sem Nubo hyggst bjóða. Oft er talað um „korter í þrjú gæja“; gaura sem rétt fyrir lokun skemmtistaða gerast örvæntingarfullir í stelpuleit, setja út króka, þreifa, þukla og leika allskonar hundakúnstir. Hvötin er skiljanleg – en hallærisleg. Strákar sem sjá sæta stelpu í dauðafæri missa oft dóm- greind. Og í öðrum efnum er ágætt að staldra við og halda sönsum. Trúa ekki sjónhverfingum erlendra auðmanna sem nýju neti. Líta ekki á fatlaða sem fé á fæti, gjalda var- hug við sirkushvölum og spyrja sig spurninga um hinn kínverska Fjalla-Bensa. Það er ástæðulaust að verða sér til skammar og fara á límingum – þó að stelpan sé sæt! sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Korter í þrjú á Grímsstöðum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is E f að líkum lætur eru enn á ný í uppsiglingu harðvítugar deilur um stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og ekki síður vegna áforma um að veita Samkeppniseftirlitinu auknar heimildir til íhlutunar í rekstri fjöl- miðlafyrirtækja. Andstæðar skoðanir og hörð gagnrýni kemur fram í um- sögnum sem sendar hafa verið til Al- þingis við frumvörp mennta- og menningarmálaráðherra um Rík- isútvarpið og við fjölmiðlafrumvarpið, sem bæði eru til meðferðar í alls- herjar- og menntamálanefnd. Einkaaðilum útrýmt á fjölmiðlamarkaði að lokum Viðskiptaráð heldur því fram að ákvæði sem miða að því að takmarka svigrúm RÚV á auglýsingamarkaði með styttri auglýsingatíma séu að mestu til málamynda „þar sem með- alnýting auglýsingatíma hjá RÚV er langt undir mörkum frumvarpsins. Áhrif frumvarpsins í þá átt að efla samkeppni eru því óveruleg. Þvert á móti er svigrúm RÚV til auglýs- ingasölu aukið til muna með frum- varpinu, en verði það samþykkt fellur brott það bann sem félagið býr nú við hvað varðar auglýsingar á vefsíðu sinni“. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla ehf., tekur dýpra í árinni í umsögn við fjölmiðlafrumvarpið. Segir hann 365 miðla hafa reynslu af ósanngjarnri samkeppni við RÚV og fullyrðir að „ef þeim einkaaðilum sem ná að tóra í þessari ójöfnu samkeppni er skipt upp eða bakland þeirra veikt með þeim hætti sem óskýrar valdheim- ildir eftirlitsaðila samkvæmt frum- varpinu bera með sér verður að lok- um einkaaðilum útrýmt á íslenskum fjölmiðlamarkaði“. Ari segir varhugavert ef það sé svo að Ísland ætli að vera eina ríkið þar sem svo víðtækar heimildir séu fyrir hendi gagnvart fjölmiðlamark- aðinum, sérstaklega í ljósi þess „að hvergi í heiminum nýtur ríkisfyr- irtæki á fjölmiðlamarkaði svo aug- ljóss samkeppnisforskots“. Það kveður við annan tón í um- sögn Páls Magnússonar útvarps- stjóra. „365-miðlar eru langstærsta fjölmiðlafyrirtaki landsins og er markaðsráðandi á íslenskum auglýs- ingamarkaði í heild og undirmörk- uðum hans. Markaðshlutdeild 365- miðla er um 55%, en RÚV er með um 19%. Á ljósvakamarkaði í auglýs- ingum ríkir nánast „tvíveldi“ eða „duopoly“ þar sem 365-miðlar og RÚV eru sameiginlega með yfirgæf- andi hluta af markaðnum,“ segir Páll í umfjöllun um takmarkanir á auglýs- ingasölu RÚV. „Það er álit óháðra sérfræðinga að við þessar aðstæður þýði skerðing á hluta RÚV á þessum markaði einfaldlega samsvarandi til- flutning á tekjum ti1 365-miðla. Slík skerðing sé ekki ti1 þess fallin að auka lífsmöguleika annarra og smærri miðla, né heldur auðveldi hún innkomu nýrra aðila inn á þennan markað. Skerðing á hlut RÚV þýði fyrst og fremst styrkingu á þeirri yf- irburðastöðu sem 365-miðlar hafa fyrir – og styrki það félag enn frekar í samkeppni við aðra einkarekna fjöl- miðla, m.a. í blaðaútgáfu,“ segir hann. Skerða á auglýsingatekjur RÚV með tvennum hætti. Með því að minnka hámarksfjölda mínútna á klukkustund úr tólf í átta og með því að takmarka auglýsingar inni í dag- skrárliðum. Fram kemur hjá Páli að samanlagt beint tekjutap vegna þessa sé áætlað 150-200 milljónir. Það síðarnefnda gæti svo haft í för með sér mun meira tekjutap til lengri tíma litið og sé til þess fallið að minnka innlenda dagskrárgerð. Morgunblaðið/Ernir Upptökur Staða RÚV á fjölmiðlamarkaði er umdeild. Útvarpsstjóri gagnrýnir að fjölmiðlanefnd fái ríkari heimildir til að sekta RÚV en aðra fjölmiðla. Gagnrýni á báða bóga um RÚV og 365 Samkeppniseftirlitið hefur gagnrýnt stöðu RÚV á auglýs- ingamarkaði og talið að um samkeppnislega mismunun sé að ræða. Í nýrri umsögn eft- irlitsins er ítrekuð sú skoðun Samkeppniseftirlitsins að til að ná fullum samkeppnislegum jöfnuði verði RÚV að hverfa af auglýsingamarkaði og starf- semi þess verði alfarið kostuð af opinberum fjárframlögum. Frumvarpið gangi skemur en eftirlitið telji nauðsynlegt þótt ýmislegt stefni í rétta átt. Telur Samkeppniseftirlitið nauðsyn- legt að skilið verði á milli fjöl- miðlaþjónustu í almannaþágu og annarrar starfsemi RÚV. Gerðar eru alvarlegar at- hugasemdir við þá undanþágu frá ákvæði um takmörkun á mínútufjölda auglýsinga, að kostunartilkynningar teljist ekki til auglýsinga. Telur eft- irlitið að kostun eigi að vera al- farið óheimil hjá RÚV. Af auglýs- ingamarkaði SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.