Morgunblaðið - 15.05.2012, Page 19

Morgunblaðið - 15.05.2012, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Aðstoð Litlir líkamar geta ekki borið miklar þyngdir. Þegar farangurinn er orðinn mikill getur verið gott að fá aðstoð einhvers sem eldri er og með sterkara bak. Ómar Hagkvæm nýting sjávarauðlinda er afar mikilvæg fyrir íslenskt hag- kerfi. Verðmæti afla upp úr sjó 2010 var 133 milljarðar króna (þar af á Íslandsmiðum 117 milljarðar), útflutningsverðmæti sjávarfangs 2010 nam 220 milljörðum og loks er áætlað að velta sjávarútvegsklas- ans 2010 sé u.þ.b. 425 milljarðar. Uppsprettan er sjávarfangið, en af- koman ræðst af því með hvaða hætti við nýtum það. Óskir við- skiptavina eru mismunandi; sumir vilja ferskan fisk, aðrir frosinn, saltaðan, léttsalt- aðan, heilan í flökum eða bitum í ákveðinni stærð eða þyngd. Að auki eru gerðar kröfur um um- hverfisvottun. Þessar þarfir eru ekki aðeins mismunandi milli viðskiptavina heldur skiptir ekki síður máli á hvaða árstíma salan fer fram. Verð sjávarafurða lýtur lögmálum um framboð og eftirspurn og verð getur sveiflast mikið eftir því hvenær ársins salan fer fram. Tengsl veiða við þarfir markaða er því algjör forsenda fyrir því að ná sem mestum verð- mætum fyrir þann fisk sem dreginn er á land. Virðiskeðjan skiptir máli Virðiskeðjan frá því að fiskur er veiddur þar til að hann kemur á disk neytenda er mjög mikilvæg og í raun ákvarðar hún verð á fiski upp úr sjó. Hún nær til veiða, vinnslu, flutninga, sölu- og markaðssetningar, framhaldsvinnslu, vörumerkja, uppruna og fleiri þátta. Allir hlekkir innan virð- iskeðjunnar verða að vinna vel saman og enginn þeirra má bresta. Margra ára starf íslenskra fyr- irtækja og erlendra samstarfsaðila ásamt mjög nánu sambandi við útgerðarfyrirtæki hafa gert það að verkum að meðalverð á fiski frá Íslandi á mörkuðum í Evrópu er mun hærra heldur en frá nágrönnum okkar í Færeyjum og Noregi. Verð- mæti fisks upp úr sjó ræðst af þessari virðiskeðju. Sem dæmi um slíkt er að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er um 7-10 prósentustigum hærri hjá íslenskum útgerðum en þeim norsku. Lykillinn að því að hin öfluga virðiskeðja virki með þessum hætti er að unnið sé með fisk sem er veiddur á réttum tíma ársins og tryggt sé að sá ferskleiki sem fiskurinn býr yfir er hann er dreg- inn úr sjó sé viðhaldið í gegnum virðiskeðjuna. Neysla á fiski sveiflast mjög mikið innan ársins og hefur veðurfar innan vikunnar áhrif á kaup- hegðun neytenda. Það er nauðsynlegt að taka til- lit til þessa og stýra framboði í samræmi. Mesti virðisauki er við sölu á ferskum flök- um og til að hún takist vel þarf að tryggja vandaða meðhöndlun á fiski við veiðar og að þær fari fram á rétt- um tíma. Gæðaímynd Íslands eykur verðmætin Það er nauðsynlegt að huga að þessum þáttum þegar rætt er um fyr- irkomulag fiskveiða við Ísland og setja í samhengi við þá verðmæta- sköpun sem skapast í gegnum alla virðiskeðjuna, þ.e. frá veiðum að borði neytandans. Sem dæmi um hversu alvarlegar af- leiðingar það hefur í för með sér þegar virð- iskeðjan brestur þá vil ég benda á eftirfarandi: Icelandic Group er einn af stærstu fiskverkendum í Grimsby í Bretlandi og fyrirtækið hefur fylgst náið með fiskmörkuðum þar um langa hríð. Tals- vert magn af fiski kemur þangað frá Íslandi og hefur gert í áratugi. Á síðastliðnu ári brá svo við að fiskur barst á markaðinn frá Íslandi af gæðum sem reyndustu menn höfðu ekki séð um langt árabil. Þetta þótti mikið undrunarefni þar sem fiskur frá Íslandi hefur ákveðna sérstöðu vegna mikilla gæða afurða. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að þessi fiskur kom úr sumar- og haustveiði við Ísland og svo virtist sem ekki hefði verið gætt nægjanlega að því að viðhalda fersk- leika fisksins frá veiðum að uppboðsmarkaði í Grimsby. Slík vinnubrögð koma óorði á gæða ímynd íslensks fisks sem tekur langan tíma að vinna upp aftur. Við ákvörðun um fyrirkomulag veiða við strendur Íslands þarf að hafa í huga mikilvægi gæða og hvernig við hámörkum verðmæti í gegn- um alla virðiskeðjuna. Verðmæti sjávarauðlind- arinnar stýrist af því að koma afurðum hennar til neytenda á hæsta mögulega verði, en ekki endi- lega með hvaða hætti er staðið að því að draga fiskinn úr sjó eins og umræðan hefur verið. Eftir Lárus Ásgeirsson »Neysla á fiski sveiflast mjög mikið innan ársins og hefur veðurfar innan vikunnar áhrif á kauphegðun neytenda. Það er nauðsynlegt að taka tillit til þessa og stýra framboði í samræmi. Lárus Ásgeirsson Höfundur er forstjóri Icelandic Group. Veiðar og verð- mætasköpun Ilmandi rjúpa á að- fangadag, reyktur lundi á þjóðhátíð, hreindýrasteik til há- tíðarbrigða. Fyrr á öld- um voru nytjar á villt- um dýrastofnum landsins eitt af því sem gerði fólki kleift að draga fram lífið í harð- býlu landi. Nú eru þessar veiðar mik- ilvægur hluti af matarmenningu Ís- lands. Forsenda þess að svo megi vera áfram er að við berum gæfu til að skipuleggja veiðar og aðra nýt- ingu villtra dýra þannig að viðgangur stofnanna sé tryggður. Þetta er markmið svokallaðra villidýralaga. Samkvæmt lögum er almenna reglan sú að villt dýr eru friðuð, en umhverfisráðherra getur með reglu- gerð leyft veiðar á vissum tegundum. Þar er jafnframt kveðið á um að allar fuglaveiðar til nytja skuli vera sjálf- bærar. Ljóst er að veiðar úr stofnum þar sem langvarandi fækkun á sér stað geta aukið á vandann og ber að draga úr eða hætta veiðum á meðan það ástand varir, svo veiðarnar geti talist sjálfbærar. Á undanförnum ár- um hefur verið gripið til aðgerða vegna fækkunar rjúpu með mikilli fækkun veiðidaga, sölubanni og ákalli til veiðimanna um að gæta hóf- semi. Veiðar á blesgæs voru bann- aðar 2003 vegna mikillar fækkunar í stofninum. Þegar gripið er til að- gerða til verndunar dýrastofna skiptir sam- vinna og samstarf við veiðimenn miklu máli. Þar ber m.a. að þakka forystuhlutverk Skot- veiðifélags Íslands í þágu ábyrgra veiða og siðbótar meðal skot- veiðimanna. Und- anfarin misseri hafa talsmenn Skotvís hins vegar æ oftar séð sig knúna til að gagnrýna ákvarðanir umhverfisyfirvalda. Þessi gagnrýni er að sumu leyti skiljanleg; löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum er að ýmsu leyti úrelt og brýn þörf á að endurskoða hana. Sú vinna er í gangi í nefnd á vegum ráðuneytisins. Þá eru upplýsingar um stöðu fugla- og dýrastofna oft af skornum skammti, víða skortir þekk- ingu á áhrifavöldum í afkomu þeirra. Sérstök staða svartfugla Vísindamenn hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fækkun í til- teknum stofnum sjófugla og við- komubresti hjá þeim. Mælingar sýna viðvarandi fækkun undanfarin ár og vísbendingar eru um hraða nið- ursveiflu nú um stundir. Sl. haust skipaði ég starfshóp í því skyni að leita leiða til að snúa þessari nei- kvæðu þróun við og stuðla þannig að verndun og endurreisn þeirra. Orsakir fækkunar og við- komubrests sjófugla virðast að mestu leyti vera fæðuskortur, en fuglarnir lifa einkum á sandsíli og loðnu. Hrun varð í sandsílastofninum árið 2000 og hefur hann ekki náð sér á strik síðan. Loðnustofninn hefur verið í lægð sl. áratug og breytingar hafa verið á göngumynstri loðnunn- ar. Breytingar í umhverfi sjávar, m.a. vegna hnattrænnar hlýnunar, hafa haft líka áhrif á stofna og göng- ur þessara fisktegunda. Þá getur samkeppni um fæðu spilað inn í, en fiskar og önnur sjódýr sækja í marg- ar sömu tegundir og svartfuglarnir. Vernd Flest bendir til þess að við núver- andi ástand sé nýliðun í svart- fuglastofnum ekki nægjanleg til að vega upp á móti afföllum vegna veiða. Slíkt er skv. villidýralögum forsenda þess að ráðherra geti leyft veiðar. Flestum virðist ljóst að til ein- hverra aðgerða þarf að grípa og þótt veiðar á sjófuglum séu ekki taldar hafa megináhrif á fækkun í stofnum þeirra, eru veiðar sá þáttur sem stjórnvöld geta mest haft áhrif á til að milda áfallið. Í skýrslu fyrrnefnds starfshóps er lagt til að efla vöktun og rannsóknir, svo upplýsingar um stöðu stofnanna verði betri og að auka samstarf við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið til að meta betur heild- armyndina. Þá eru lagðar til ýmsar verndaraðgerðir – ýmist tímabundn- ar eða til langframa. Á grundvelli skýrslunnar hefur umhverfisráðuneytið gripið til tveggja aðgerða til að bregðast við bágri stöðu svartfuglastofnanna. Annars vegar liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á ákvæðum villidýralaga um nýtingu hlunninda, svo stjórnvöld geti gripið til aðgerða til að tryggja viðkomu tiltekinna stofna, ef ástand þeirra krefst þess. Hins vegar var veiðitímabil svart- fugls stytt um 15 daga nú í vor, til að tryggja varpfugli betra næði til að koma sér fyrir á varpstað. Næstu skref Umræðan sem hefur skapast í kjölfar skýrslunnar er af hinu góða. Fjölmargir hafa komið að henni – vísindamenn, hagsmunaaðilar, bændur og veiðimenn. Margþættar skoðanir hafa verið á lofti og best væri auðvitað ef niðurstaðan sætti sem flest sjónarmið, þótt sennilega verði ekki á allt kosið í þeim efnum. Vegna þess hversu mörg erindi og athugasemdir bárust við frumvarpið óskaði ég sérstaklega eftir umsögn utanaðkomandi aðila á þeim. Þær at- hugasemdir voru einkum frá hlunn- indabændum víða um land sem töldu vanda einstakra tegunda fremur staðbundinn en almennan. Frumvarpið sem lagt var fram snýst um heimild umhverfisráðherra til að banna veiðar en í því felst ekki ákvörðun um bann. Engin slík ákvörðun liggur fyrir. Vöktun verður hinsvegar sett í forgang og ef af banni verður yrðu veiðar leyfðar að nýju þegar stofnar taka að braggast á ný. Aukin vöktun og rannsóknir eru forsenda skynsamlegra ákvarðana í þessu efni. Þar þarf einnig að sækja í brunn veiðimanna og hlunnindarétt- arhafa, t.d. með því að vinna úr veiði- dagbókum og gögnum um hlunn- indanytjar í samvinnu við þá sem þau hafa. Heildstæð stefnumótun í þessum málaflokki er brýn en hún þarf m.a. að taka mið af tillögum nefndar um endurskoðun villidýralaganna og at- hugasemdum og umræðum um svartfuglafrumvarp. Mikilvægt er að sem víðtækust sátt náist til að tryggja samstarfsvilja allra sem að málinu koma. Loks kemur til greina að skipa nýjan starfshóp til að meta frekari gögn með fulltrúum allra sem hagsmuna eiga að gæta, þannig að til viðbótar þeim fulltrúum sem voru í fyrri starfshópi komi t.d. fulltrúi bjargveiðimanna. Sátt og saga Um aldir hefur þjóðin haft sitt lifi- brauð af náttúrunni og þeim gæðum sem hún hefur upp á að bjóða. Þekk- ing á lögmálum hennar og samspili við manninn er hluti af sögu og menningu sem ber að varðveita og halda til haga. Þegar ráðum er ráðið og ákvarðanir teknar þarf meðal annars að gæta að þessari sögu. Samráð við hagsmunaaðila er mik- ilvægt í þessu efni sem öðrum, en al- mannavaldinu ber síðan að hafa heildarhagsmuni í huga og láta nátt- úruna njóta vafans. Þannig er grunn- ur góðrar niðurstöðu. Eftir Svandísi Svavarsdóttur »Um aldir hefur þjóð- in haft sitt lifibrauð af náttúrunni og þeim gæðum sem hún hefur upp á að bjóða. Svandís Svavarsdóttir Höfundur er umhverfisráðherra. Ábyrgar veiðar og vernd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.