Morgunblaðið - 15.05.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.05.2012, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Bréf til blaðsins „Tíu ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl á Öldugötu í Hafnarfirði í dag þeg- ar hann fór yfir gangbraut á rauðu ljósi.“ Úr fréttatíma Rásar 1, 13. sept. 2011. Mikið hefur ver- ið fjallað um gagn- semi þess að skylda hjólreiða- fólk til að nota hjálma. Rökin með notkun þeirra eru ekki ótvíræð. Aðal- atriðið er að notk- un hjálma er ekki skylda fyrir full- orðna. Flest reiðhjólafólk er þó með hjálma í öryggisskyni. Það er sér- kennilegt að sjá vel búið reiðhjólafólk með hjálma og allar græjur æða yfir götur á rauðu ljósi. Það er, öfugt við hjálmaleysi, bannað. Þessi lögbrot eru algeng og virðast vera regla fremur en undantekning. Ástæðan fyrir þessum pirringi yfir að sjá fulltíða fólk ganga eða hjóla yfir götur á móti rauðu ljósi er þessi: Í leikskólum læra börn ýmsa góða siði. Þar er þeim kennt að virða lög og reglur samfélagsins. Eitt af því sem þau læra vandlega og ná á endanum fullkomnum tökum á er að ganga aldrei yfir götu á rauðu ljósi. Þau læra að bíða þangað til komið er grænt ljós. Þá má ganga yfir. Síðan gerist það einn góðan veðurdag að leik- skólabarn, sprenglært í umferð- arreglunum, lítur út um gluggann á bílnum eða herberginu sínu og sér fullorðið fólk fremja lögbrot með því að hjóla eða ganga yfir götuna á rauðu ljósi. Smám saman áttar barnið sig á þessu: Það má brjóta lög og reglur! Og vel á minnst: Margir af þessum fullorðnu lögbrjótum eru foreldrar, og jafnvel líka afar og ömmur. Það væri nær að kenna leik- skólabörnum að umferðarljósin séu bara svona heils árs jólaskraut. Það er betra en að kenna þeim að það sé aulaháttur að virða lög og reglur. Börnin taka þessar reglur alvarlega og þau verða fyrir áfalli þegar þau sjá fullorðnu lögbrjótana. Fyrir nokkru stóð ég við Kringlu- mýrarbrautina og beið eftir grænu ljósi. Rétt er að taka fram að ég var með bakpoka. Þetta hvorttveggja hef- ur þótt grunsamlegt. Nema hvað, maður nokkur sem var á leið yfir Kringlumýrarbrautina eins og ég vatt sér að mér og spurði: „Are you a tour- ist?“ Nei, svararði ég. „Huh,“ sagði þá maðurinn og skáskaut sér á milli bílanna á rauðu ljósi yfir Kringlumýr- arbrautina. Nokkru síðar stóð ég aft- ur við þessa sömu götu, gegnt Aust- urveri, ýtti á hnappinn góða og beið eftir grænu ljósi. Kemur þá kona ask- vaðandi, á sömu leið og ég. Hún kunni ekki við að láta vaða yfir götuna þega hún sá mig híma þarna og bíða eftir græna ljósinu. Þess í stað vatt hún sér að mér og hreytti út úr sér: „Geturðu ekki ýtt á takkann!“ Ég sagðist vera búinn að því. „Trúú-legt“ hreytti kon- an út úr sér, vatt sér að takkanum og ýtti hraustlega á hann. Eftir þennan hamagang kunni hún ekki við annað en að bíða eftir grænu ljósi en mikið þjáðist hún á meðan. Foreldrar, afar, ömmur, frænkur og frænkur leikskólabarna: Hættið að kenna þeim að hunsa lög og reglur. Bíðið eftir grænu ljósi, þið missið ekki af neinu. ÓLAFUR HALLDÓRSSON, afi og náfrændi nokkurra leikskóla- nemenda. Á rauðu ljósi Frá Ólafi Halldórssyni Ólafur Halldórsson Hinn 6. maí sl. birt- ist á fréttavef Morg- unblaðsins frásögn af umsögn Styrmis Gunnarssonar, fyrr- verandi ritstjóra blaðs- ins, í „Silfri Egils“ sama dag. Þar sagði Styrmir: „Leggja ætti forsetaembættið niður, það er úrelt fyr- irbrigði, hégómaskap- ur og tildur.“ Síðar segir hann: „Ég furða mig á því að umræðurnar skuli vera í þess- um farvegi en ekki beinast í þá átt að segja sem svo, sem mér finnst blasa við, að þetta er auðvitað gersamlega úrelt fyrirkomulag, að einhver einn maður sem kosinn er til að búa á Bessastöðum í fjögur ár skuli ráða því hvort einhverju máli skuli vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Ég er sammála Styrmi um það að þetta er gersamlega úrelt fyr- irkomulag sem ætti að vera búið að endurskoða fyrir löngu. En þar er við Alþingi að sakast. Alþingi hefur að mínu mati vanrækt það nú í 68 ár að endurskoða þetta ákvæði stjórn- arskrárinnar. Það hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. Ég þykist hafa góðar heimildir fyrir því að við lýðveldisstofnunina hafi það verið hugmynd þingmanna að þessu ákvæði yrði aldrei beitt af forseta eins og konungur hafði aldrei neitað að staðfesta lög frá Alþingi allar göt- ur frá 1918, eða lög frá danska þinginu síðan einhvern tíma á 19. öld. Enda hafa íslenskir forsetar á undan Ólafi Ragnari aldrei neitað að undirrita lög. Hliðstæð ákvæði mun vera í mörgum stjórnarskrám kon- ungsríkja í Evrópu og þau eins framkvæmd, þ.e. neitunarheimildin aldrei notuð. Mér er sem ég sjái upplitið á breskum þingmönnum ef drottningin tæki upp á að neita að undirrita lög. Hún yrði varla drottning í mörg ár eft- ir það. Að mínu mati á forseti Alþingis að staðfesta lög og þau að öðlast gildi við undirskrift hans. Það er sami háttur og hafður er á í Svíþjóð, þar sem forseti sænska þingsins, Riksdagens, staðfestir lög með und- irskrift sinni. Sænski konungurinn kemur þar hvergi nærri. Hann kem- ur hinsvegar fram fyrir Svíþjóð gagnvart þjóðhöfðingjum annarra ríkja. Hitt er svo allt annað mál að Al- þingi hefði gott af meira aðhaldi kjósenda. Hugsa mætti sér að eftir eitt ár eða meira frá alþingiskosn- ingum gætu 60% eða svo kosn- ingabærra manna afturkallað umboð Alþingis og krafist nýrra kosninga. Slíkt ákvæði gæti verið alþingis- mönnum hollt aðhald. Hlutfallið 60% er það hátt að spjátrungar eða sér- vitringar gætu ekki knúið fram kosningar. Allt um þetta tel ég að forseti Ís- lands hafi hlutverki að gegna. Hann á að vera þjóðhöfðingi Íslands og koma fram sem slíkur gagnvart þjóðhöfðingjum annarra ríkja. Hugmynd í tilefni af umsögn Styrmis Eftir Jakob Björnsson Jakob Björnsson »Mér er sem ég sjái upplitið á breskum þingmönnum ef drottn- ingin tæki upp á að neita að undirrita lög. Hún yrði varla drottning í mörg ár eftir það. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. Hr. Friðrik H. Guð- mundson verkfræð- ingur skrifaði eftirtekt- arverða grein í Fréttablaðið 8. apríl. Hún er á þá leið að sjávarútvegsfyrirtækin haldi greininni í skuldaklafa, þ.e. sam- kvæmt mínum skiln- ingi: kaupa fullkomin skip fyrir milljarða og láta alla innkomuna í kaupin um ókomin ár og borga þ.a.l. ekki skatt af innkomu skipanna. Ég tek aðeins mig og minn rekst- ur til viðmiðunar. Ég keypti hús- næði ásamt vélum fyrir rekstur minn og gerði upp umrædd kaup á 5 árum í stað 20 og gott betur því upphæðin margfaldaðist vegna inn- heimtu lögmanna þegar á tímabili hnökrar urðu á greiðslum frá mér. Til kaupanna hafði ég innkomu sem ég borgaði af aðstöðugjald, virðisauka- og tekjuskatt en restin fór í kaupin. Annars hefði ég skrítna tilfinningu fyrir þeim lágu fjár- hæðum sem greidd eru fyrir þessi stóru skip með fullkomnum verksmiðjum innan- borðs. Innkoman fer að sjálfsögðu öll í kaupin, eða þar til skipin eru úrelt eftir því sem mér virðist. Af innkomunni eignast samfélagið minnst fyr- ir vikið. F.H.G. minnist á að allur afli ætti að fara í gegnum fiskmarkaði hér á landi og finnst mér það eðlilegt (nema óvenjuleg tilfelli kalli á annað). Eins minnist hann á að fisk- veiðistefnan sé ekki á réttri braut af einhverjum ástæðum og hefi ég ákveðna skoðun á því. Það er botn- varpa (botntroll) sem valtar yfir botninn og breytir honum og öllu á honum að ég held í eyðimörk og gæti ég best trúað að því að fisk- urinn sem hér veiðist komi þess vegna annars staðar frá, eins og grásleppan sannaði sem kom synd- andi frá Nýfundnalandi um 3.000 sjómílna leið. Eins eru hugmyndir F.H.G. varð- andi uppstokkun og útdeilingu veiði- heimilda til skemmri tíma en núver- andi hugmyndir gera ráð fyrir, mjög verðar skoðunar að mínu mati. Eins þarf Hafrannsóknastofnun ekki að vera í endalausri talningu á syndandi fiski, heldur gera meira af að skoða frekar þróunina á lífríki sjávar þ.e. á og við sjávarbotninn. Einnig að setja grimmd í merkingar fiska til glöggvunar á hreyfanleika fiskistofna um hafsvæðin. Gerum okkur grein fyrir að verið er að valta yfir lífríkið með stórvirk- um tækjum, því spyr ég: er verið að slíta lífkeðju fiskistofna með þessu eða raska uppeldisstofnum með þessu? Vona að Hafró komi með svörin og án utanaðkomandi þrýstings. Stjórn fiskveiða Eftir Jóhann Boga Guðmundsson »Eins minnist hann áað fiskveiðistefnan sé ekki á réttri braut af einhverjum ástæðum. Jóhann Bogi Guðmundsson Höfundur er sjómaður, húsasmíða- meistari og bifvélavirki. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 Hofsá og Laxá í Aðaldal Veiðiklúbburinn Strengur ehf Veiðiklúbbur Íslands ehf Skipholti 35 - 105 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Orri, orri@icy.is Laxveiðileyfi Lausar stangir í sumar Hofsá í Vopnafirði • 21/7 - 24/7 • 6/8 - 9/8 • 10/9 - 13/9 Laxá í Aðaldal Núpasvæðið • 7/8 - 9/8 • 13/9 - 16/9 Laxá í Aðaldal svæði Laxárfélagsins • 10/7 - 14/7 • 17/8 - 19/8 • 27/8 - 31/8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.