Morgunblaðið - 15.05.2012, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012
Jólin eru minningar og myndabrot
sem minnið hefur safnað í sinn mal.
Þessar línur úr ljóði eftir Guð-
mund Óla Gunnarsson hafa
sveimað í huga mínum undan-
farna daga þar sem ég hef verið
að grúska í minningum og
myndabrotum um föður minn,
Sigurð Óskar Pálsson, sem lést
þann 26. apríl síðastliðinn. Minn-
ingarnar eru margar og ekki
vinnandi vegur að telja þær allar
upp, en nokkrar ætla ég að setja
hér á blað.
Fyrst er minningin um pabb-
ann. Að sitja á háhesti og hné í
snörpu buxunum og lauma köld-
um fingrum í hlýja hönd og fá
stuðning þegar fæturnir voru
orðnir lúnir.
Þá er minningin um bóndann
og gamla Kubb, að slóðadraga,
slá og raka og draga garða í beðj-
ur. Pabbi að kasta þurru heyi upp
á vagn þar sem einhver hlóð því
og tróð niður, svo var bundið yfir
og smáfólkið fékk að sitja ofan á
hlassinu heim að hlöðu og á tóm-
um vagninum til baka til að sækja
meira hey. Gefa fénu á garðann
og troða heyi í poka handa kún-
um. Ég reyndi oft að troða eins
fast og pabbi en tókst það aldrei.
Kennarinn er ofarlega í minn-
ingunni. Skólaganga bernskunn-
ar dálítið sérstök þar sem pabbi
og Silla systir hans voru kennar-
arnir. Læra að lesa, reikna og
skrifa, læra að syngja lög sem
greypt eru í hugann, leika sér úti í
frímínútum í „yfir og uppfyrir“
sem kennarinn tók þátt í.
Minningin um skáldið og
fræðimanninn. Ég sá pabba ekki
oft við skriftir en ég vissi að hann
skrifaði á kvöldin þegar við börn-
in voru farin að sofa. Litli svarti
Goggur, Sigga og brúðan hennar,
Ása og skuggastelpan og Palli
litli og jólasveinarnir, allar þessar
sögur streymdu úr pennanum
hans pabba og svo las hann eða
mamma þær fyrir okkur. Ég fékk
áhuga á ættfræði sem barn þegar
ég heyrði pabba tala um hinn og
Sigurður Óskar
Pálsson
✝ Sigurður Ósk-ar Pálsson
fæddist í Breiðuvík
við Borgarfjörð
eystra 27. desem-
ber 1930. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Hlíð 26. apríl 2012.
Útför Sigurðar
fór fram í kyrrþey.
Jarðsett var á
Borgarfirði eystra.
þennan sem væri
ættingi okkar og svo
fletti hann upp í
Ættum Austfirð-
inga og sýndi mér
hvernig ég gæti rak-
ið ættirnar.
Minningar um
stjórnmálaáhuga-
manninn. Ég vissi
að pabbi fór í fram-
boðsferðir með
mönnum sem töluðu
mikið. Ég man líka að það komu
jólakort heim frá formanni eins
flokksinns og mér fannst afar
merkilegt að pabbi þekkti þennan
mann sem talaði stundum í út-
varpið og voru myndir af í
blaðinu.
Minningar um pabba að spyrja
mömmu um blómaheiti. Hann
kallaði öll stofublóm pelargoníu
og sagðist bara þekkja eitt haga-
blóm og það væri hrafnaklukka.
Minningar um rauðmagaveiði í
Stóra-Lóninu, þar sem pabbi
klöngraðist um skerin með rauð-
magasting.
Endalaust væri hægt að halda
áfram en hér læt ég staðar numið
og geri pabba eigin orð að loka-
orðum þessara minninga og
myndabrota.
Ég mætti í kvöld
manni morgundagsins
með grásleppu
sem hann hafði gómað í Lóninu,
fingrum traustlega
krækt í tálknaop,
svipurinn einbeittur
en sporðurinn dróst
í fjörusandinum.
Þetta var lágvaxinn maður
með fyrstu veiðina sína.
Með virðingu og þakklæti fyrir
59 ára samfylgd.
Þuríður Sigurðardóttir.
Nóttin kemur þögul, mild
og mjúklega breiðir
dögga værðarvoð
yfir þreytta menn,
sest við gluggann minn
og svarta hárið greiðir.
(SÓP)
Með óminn af slögum gömlu
klukkunnar frá Breiðuvík í eyr-
um kvaddi faðir minn þennan
heim aðfaranótt 26. apríl sl. Tif
gömlu klukkunnar ómaði í hljóð-
látri vorkyrrðinni sem ríkti jafnt
utan- sem innandyra og yfir and-
artakinu var friður og fegurð.
Hann var til moldar borinn heima
á Borgarfirði þar sem hann átti
sín uppvaxtarár og þar sem ræt-
ur hans lágu djúpt í sverðinum.
Hinar óslítanlegu borgfirsku
rætur.
Ég kveð nú fræðimanninn föð-
ur minn og sakna þess að hafa
ekki í gegnum tíðina drukkið í
mig meira af fróðleik hans og
þekkingu. Hann bjó yfir viða-
miklum fróðleik á mörgun sviðum
og nú gríp ég í tómt, þar sem ég
get ekki lengur borið undir hann
hlutina eða fengið eitthvað stað-
fest sem ég er að vafstrast með.
Með honum og kynslóð hans týn-
ast gersemar sögu okkar og þjóð-
ar.
Börnin mín kveðja nú afa sem
þau áttu, vegna nábýlis við for-
eldra mína alla tíð, margt að
þakka. Afa sem átti í fórum sínum
mörg sérstök orð og talaði fallegt
mál. Þau kveðja afa sem t.d. lá
„vembilfláka“ í sófanum í stað
þess að liggja út af og „kríka-
jórtraðist“ um í stað þess að rölta
og kallaði mig Kringiltrýnu þeg-
ar ég var lítil stelpa, sagði að and-
litið á mér hefði verið jafnt á allta
kanta.
Friðjón kveður tengdaföður
sem hann hefur umgengist og bú-
ið í nálægð við frá því að hann var
16 ára og flutti til mín á Eiðum.
Þeir tengdafeðgar voru alla tíð
miklir mátar.
Við kveðjum orðsnillinginn
Sigurð Óskar, sem af næmi og
með einstæðum hætti dró upp
skýrar myndir í ljóðum sínum og
frásögnum, myndir af upplifun
sinni af tilverunni og lífsgöngunni
sem stundum var á fótinn.
Við kveðjum kennarann sem
helgaði sig kennslu og upp-
fræðslu og sem af natni og alúð
sinnti þeim nemendum sínum
sem ekki voru „fyrir bókina“ eins
og hann orðaði það. Hann átti
sjálfur í æsku við rit- eða skrif-
blindu að stríða og þekkti vand-
ann.
Og við kveðjum mann sem ekki
hreykti sér hátt, raupaði af afrek-
um sínum né hljóp nokkurn mann
um koll á göngu sinni um lífið,
hljóðlátan húmorista sem var
stálminnugur á orð og athafnir
manna og næmur á litbrigði lífs-
ins.
Og ég kveð manninn sem nú
hin síðari ár með metnaði lét gera
upp bæinn sinn Skriðuból. Það
gaf honum lífsfyllingu, þegar
hallaði undan fæti og veikindi
settu honum skorður, að geta af-
hent börnum sínum og afkom-
endum gamla húsið svona gler-
fínt. Það var honum sérstakt
gleðiefni að finna og sjá hvílíku
ástfóstri börn hans, tengdabörn
og barnabörn hafa tekið við
gamla staðinn hans og njóta þess
að eyða þar tíma sínum.
Mér var það heiður að fá að
uppfylla eina af hans síðustu ósk-
um sem var að koma bókasafninu
hans heim á Skriðuból þar sem
það sómir sér nú vel í gömlu
skrifstofunni hans.
Og síðast en ekki síst kveð ég
með virðingu og þökk hann pabba
minn, sem þrátt fyrir veikindi og
ýmis áföll gegnum árin stóð klár
á öllu sínu fram undir það síðasta.
Sigríður Sigurðardóttir.
Faðir minn Sigurður Óskar
Pálsson lést hinn 26. apríl sl. Með
þessum orðum vil ég kveðja hann
og þakka samfylgdina.
Í minningunni eiga kvöldsögur
pabba heiðurssess. Hann hafði
þann sið að ljá hverri söguper-
sónu sérstaka rödd, jafnvel þjóð-
þekktra einstaklinga. Ekki sak-
aði ef þeir voru andstæðingar
hans í pólitík. Hann hefur eflaust
skemmt sér konunglega yfir að
láta þá eða broddborgara sam-
tímans takast á í persónusköpun
sinni. En það vissi ég ekki þá. Í
minningunni stingast kollar und-
an hverri sæng, opinmynnt börn
með augun ljómandi og ótal radd-
ir pabba í eyrunum.
Í fjárhúsunum hans frænda
áttum við systkinin hvert sína
kind. Heill heimur ævintýra. Ég
heyri enn jórtrið og stappið í
kindunum og nauðið í sveitanaut-
inu. Ég man eftir fjárhúsferð í
stórhríð þar sem ég, stelpuskott á
fjórða ári, linnti ekki látum fyrr
en pabbi stakk mér ofan í tóman
heypoka og bar mig á bakinu
fram í fjárhús. Ég kúrði í pok-
anum, örugg á baki pabba, gnauð
vindsins í eyrum, lykt af heyinu í
vitunum.
Skólastjórinn faðir minn
kenndi mér alla barnaskólagöng-
una. Mikilvægustu lexíuna
kenndi hann mér þó utan skóla.
Lexíuna um grínið. Lærðu að
taka gríni áður en þú gerir grín
að öðrum. Það snuggaðist í 12 ára
dömunni sem hafði ætlað að
hefna orða um föður sinn. Lærð-
ist smám saman að horfa glettn-
um augum á mig og mína, hafði
góða fyrirmynd.
Íslensk tunga var honum
hjartans mál. Þegar ég kom heim
eftir ársdvöl sem skiptinemi í
Bandaríkjunum sat faðir minn
þögull og íhugull, hlustaði. Loks
brosti hann breitt, dæsti og sagði:
„Þú hefur ekki náð þér í hreim.“
Það var margs að spyrja eftir
það. „Hvernig var það, þegar þú
varst fyrir vestan Sesselja …“
Þannig hófust samræðurnar,
gjarnan pólitískar, um stöðu lág-
stéttarinnar og minnihlutahóp-
anna í allsnægtaþjóðfélaginu.
Dóttursynir hans Ingi Jóhann
og Matthías Pétur fengu að kynn-
ast afa á einstakan hátt. Hann
hafði unun af því að umgangast
þá frændur þar sem ferðir þeirra
á myndbandaleigur líða seint úr
minni. Þeir frændur pexuðu og
rökræddu til að ná sáttum um val
á mynd en gamli maðurinn lagði
við eyrun og kímdi. Alltaf náðust
sættir og afi brosti í kampinn yfir
að hafa fengið tækifæri til að
hlusta á rökræður þeirra. Ekki
kom til greina að taka tvær
myndir, þá hefðu allir misst af
dýrmætum skoðanaskiptum.
Síðasta árið veittu yngstu af-
komendurnir honum hvað mesta
gleði. „Ertu kominn frændi sæll,“
voru kveðjur hans þegar Cæsar
Barri, tveggja ára dóttursonur
minn, kom í heimsókn. Stafurinn
hans langafa varð fjörugur hest-
ur. Handaband í heimsóknarlok,
„vertu sæll frændi“.
Skriðuból, athvarf fjölskyld-
unnar. Pabbi var ákaflega stoltur
af að geta staðið þar fyrir fram-
kvæmdum á gamalsaldri. Eftir að
hann hætti að koma með í ferð-
irnar austur spurði hann frétta af
gangi mála, hvort lækurinn hefði
hjalað hátt, brosti kankvís: „Var
nokkuð hlegið?“
Pabbi átti ekki von á að ég
kæmi lifandi í heiminn og á ég
honum og handtökum ljósu minn-
ar lífið að launa. Ég kveð hann því
með orðum Kjarvals: „Þakka þér
fyrir að ég kom.“
Sesselja Sigurðardóttir.
Þökk fyrir að vera þú.
Ég man þá daga er ég stóð með staf í
hendi og hatt á höfði með gerviskegg
og vasaúr
og vildi vera þú.
Þú kenndir mér að tjá mig
og kenndir mér að skilja,
þú mótaðir mig meira heldur en nokkur
annar maður.
Þótt ég hafi ekki getað tjáð mig upp á
síðkastið
eins og ég gerði áður,
þá varst þú og munt alltaf verða mín
fyrirmynd.
Allir hafa kosti og allir hafa galla og ég
veit að þú varst ekki gallalaus,
en þú horfðir á heiminn og sást það
sem aðrir gátu ekki séð.
Þú tjáðir þig með listformi sem enginn
annar gat,
þú málaðir myndir með orðum og
pennastrikum,
myndir sem jafnvel þekktustu lista-
menn gætu aldrei náð að fanga,
og þú horfðist í augu við heiminn þótt
heimurinn hunsaði þig,
En heimurinn er skeikull og þú sást
það.
Ég man þá daga er ég stóð með staf í
hendi og hatt á höfði, með gerviskegg
og vasaúr
og ég vildi vera þú.
Ingi Jóhann Friðjónsson.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför
SIGURÐAR ÓSKARS PÁLSSONAR
frá Borgarfirði eystra.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
dvalarheimilisins Hlíðar fyrir alúð og
umhyggju síðustu misserin.
Jónbjörg Sesselja Eyjólfsdóttir,
Þuríður Sigurðardóttir, Víkingur Daníelsson,
Anna Sigurðardóttir, Guðmundur Eiríksson,
Sigríður Sigurðardóttir, Friðjón Jóhannsson,
Páll Sigurðsson, Sigrún Bjarnadóttir,
Sigþrúður Sigurðardóttir, Þórarinn Ragnarsson,
Hannes Sigurðsson, Hildur R. Stefánsdóttir,
Sesselja Sigurðardóttir, Davíð Jens Hallgímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
BENEDIKT KARL BACHMANN,
Kirkjuteigi 29,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudag-
inn 9. maí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 16. maí
kl. 13.00.
Margrét Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Bachmann, Rannveig Jónsdóttir,
Hrefna Bachmann, Ólafur Þór Vilhjálmsson,
Gabríel Benedikt Bachmann,
Bjartur Örn Bachmann,
Auður Drauma Bachmann,
Margrét Björk Ólafsdóttir,
Sara Sigríður Ólafsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
BRAGI ÞÓR JÓHANNSSON,
Skagfirðingabraut 39,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
miðvikudaginn 9. maí.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 19. maí kl. 11.00.
Guðríður Vestmann,
Guðný María Bragadóttir.
✝
Minningarathöfn um systur okkar og mág,
SVANDÍSI JÓNSDÓTTUR
og
RAYMOND WITCH,
verður haldin í Kópavogskirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 11.00.
Sama dag verður útför Svandísar í London.
Ingimar G. Jónsson, Ester Eyjólfsdóttir.
Tómas Jónsson,
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
DAGBJARTAR JÓNSDÓTTUR,
Nesvöllum,
áður Sýrfelli Bergi, Keflavík.
sem lést mánudaginn 23. apríl.
Ólafur J. Guðmundsson, Halla J. Guðmundsdóttir,
Sveinbjörn G. Guðmundsson, Hildur Jóhannsdóttir,
Aðalsteinn K. Guðmundsson, Auður H. Jónatansdóttir,
Brynjólfur S. Guðmundsson, Elín R. Ólafsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir, Sverrir G. Hauksson,
Guðmundur Á. Guðmundsson, Hafdís L. Guðlaugsdóttir,
Dagbjartur H. Guðmundsson, Tatjana Latinovic,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlý-
hug og vináttu við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður afa og lang-
afa,
ERLENDAR MAGNÚSSONAR,
Skógarseli 17a,
Egilsstöðum.
Elfríð Pálsdóttir,
Antonía Erlendsdóttir, Guðmundur Baldursson,
Regína M. Erlendsdóttir, Jóhann Egilsson,
Helga Erla Erlendsdóttir, Björn Einar Gíslason,
Hörður Erlendsson, Guðrún Ásgeirsdóttir,
Marsibil Erlendsdóttir, Heiðar W. Jones,
Erna J. Erlendsdóttir, Bára Stefánsdóttir,
Herdís Erlendsdóttir, Jón Trausti Traustason,
barnabörn og barnabarnabörn.