Morgunblaðið - 15.05.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.05.2012, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 „Þetta er fyrsti afmælisdagurinn sem ég man eftir sem ég er ekki í próflestri og það er nokkuð skrítin tilfinning sem ég gæti vel van- ist.“ Ragnheiður segir að hún hafi oftast verið að lesa undir próf í stærðfræði á afmælisdaginn en það hafi ekki komið að sök þar sem hún er einstaklega lunkin í stærðfræði enda stundar hún nám í iðn- aðarverkfræði við Háskóla Íslands í dag og er stúdent af stærð- fræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þá hefur hún fengið inngöngu í sumarnám hjá Stanford University í Bandaríkjunum en hann er einn besti tækni- og raungreinaskóli í heiminum og aðeins afburðanemendur fá inni í þeim virta skóla. Auk þess að vera afburðanemandi stundar Ragnheiður hernaðar- æfingar í Elliðaárdalnum eins og hún orðar það sjálf en hún á að sjálfsögðu við þrekæfingar hjá líkamsræktarstöðinni Bootcamp. „Bootcamp er ekki komið í dalinn en þetta hefur fengið mikla um- fjöllun í fjölmiðlum að undanförnu.“ Þá æfði hún og spilaði hand- bolta með Stjörnunni frá barnsaldri. „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Landsvirkjun þannig að lunganum af afmælisdeginum verður varið í vinnunni en því sem eftir lifir af honum ætla ég að eyða með fjölskyldunni. Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að eyða sjálfum afmælisdeginum í rólegheitum með fjöl- skyldunni en halda síðan síðar upp á tímamótin með vinum.“ Ragnheiður Björk Halldórsdóttir er 21 árs Afmæli Bauð vinum sínum í matarboð um helgina í tilefni afmælisins. Stefnir á nám í Stanford í sumar Þ órhallur ólst upp í Kópa- voginum. Hann lauk námi í tæknifræði frá Köbenhavns Teknikum 1979 og stundaði nám við University of Colorado í Boulder 1986. Þórhallur hóf störf hjá Áætlunar- deild Vegagerðar ríkisins 1979, var umdæmistæknifræðingur á Austur- landi 1980 og á Suðurlandi frá 1981- 95, var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu 1995-99 en tók þá við sem framkvæmdastjóri Neyðarlín- unnar. Umferðaröryggisáætlanir Þórhallur var ritstjóri og ábyrgð- armaður héraðsblaðsins Suðurlands 1987-92 með hléum, var formaður blaðstjórnar kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi frá sama tíma, sat í stjórn Knattspyrnu- deildar Ungmennafélags Selfoss 1988-91 og í stjórn Skákfélags Selfoss í tvö ár, var formaður sjálfstæð- isfélagsins Óðins á Selfossi 1989-96, sat í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi, var formað- ur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu, í stjórn samgöngu- nefndar Sjálfstæðisflokksins um margra ára skeið, var formaður um- ferðarmálanefndar Selfoss 1990-94, var forseti Rótaryklúbbs Selfoss 1992-93, var félagi í Rótaryklúbbnum Görðum, Garðabæ, var formaður um- Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, 60 ára Á Baulu Talið frá vinstri: Guðmundur „stóri“ Jónsson, starfsmaður 112; Jón Helgi Guðmundsson slökkviliðsm.; Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbj.; Afmælisbarnið; Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögum. og rith.; Páll Guðmunds- son, framkvæmastj. FÍ; Auður Elva Kjartansdóttir snjóflóðafr. og Rósa Sigrún Jónsdóttir, leiðsögum. og rith. „Þú bláfjallageimur ...“ Við Gerpi Þórhallur Ólafsson og eiginkona hans, Gróa Dagmar. 50 ára Stefanía Jörgensdóttir er fimmtug í dag, 15. maí. Í tilefni þess opnar hún málverkasýningu í Gróskusalnum, Garðatorgi 3, á morgun, 16. maí kl. 17. Sýningin heitir: Töfrandi tónar Ítalíu. Myndirnar á sýningunni eru undir áhrifum frá bænum Lucca í Toscana-héraði á Ítalíu en þar sótti Stefnía námskeið í málun og menningu haustið 2011, ásamt listakonum af vinnustofunni Art 11 í Kópa- vogi. Sýningin verður opin til 20. maí frá kl. 14 til 18. Mál- verkin verður einnig hægt að skoða á vefsíðunni: www.artwanted.com/stefa. Stefanía er gift Einari Ein- arssyni svæfingalækni og á tvo syni 18 og 20 ára. Árnað heilla Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kópavogur Viðar Óli fæddist 26. júlí kl. 16.29. Hann vó 3.440 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Inga Lára Ólafsdóttir og Gunnar Bjarni Viðarsson. Reykjavík Bryndís Halldóra fæddist 1. mars kl. 10.48. Hún vó 2.930 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Að- alheiður M. Steindórsdóttir og Stefán Halldórsson. Nýir borgarar Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.