Morgunblaðið - 15.05.2012, Síða 27

Morgunblaðið - 15.05.2012, Síða 27
ferðarráðs 1992-2002, sat í stjórn NTK, Nordisk Traffik Sikkerheds Kommite 1995-2002, varaformaður 1997-2000 og formaður nefndarinnar 2000-2001 og sat í stjórn PRI, Al- þjóðasamtaka umferðarráða 1997- 2002. Á vegum PRI stýrði hann starfshópi um gerð umferðarörygg- isáætlana en hér á landi starfaði hann á árunum 1994-95 með nefnd sem vann að gerð fyrstu umferðarörygg- isáætlunarinnar. Hann var síðan for- maður umferðaröryggisnefndarinnar sem vann að áætlanagerð í umferð- aröryggismálum frá 1996 til 2001. Alvöru fjallgöngumaður Þórhallur hefur starfað í björg- unarsveitum frá unga aldri, starfar nú í björgunarfélaginu Árborg á Sel- fossi og starfar mikið með Ferða- félagi Íslands. Hann er forfallinn fjallagarpur, er fyrsti og líklega eini maðurinn sem gengið hefur á öll þau fjöll sem lýst er í bók Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifs- sonar, Íslensk fjöll – 151 tindur. Hann fór þá á eitt fjall á viku eða 50 fjöll á ári í þrjú ár og lagði þá að baki 10.000 kílómetra. Þá hjólaði hann Jakobsstíginn í fótspor Thors Vil- hjálmssonar sl. haust. Fjölskylda Þórhallur kvæntist 9.8. 1980 Gróu Dagmar Gunnarsdóttur, f. 10.4. 1955, bankamanni við viðskiptastofu Landsbankans. Hún er dóttir Gunn- ars V. Hannessonar prentara, sem er látinn, og Sigurjónu Símonardóttur verslunarmanns. Synir Þórhalls og Gróu Dagmarar eru Jón Gunnar, f. 27.1. 1976, varð- stjóri við lögregluna í Reykjavík, kvæntur Valgerði Jónsdóttur og á hann þrjú börn; Einar Karl, f. 19.4.1980, verkfræðingur hjá AGR en kona hans er Hildur Þórarinsdóttir. Systkini Þórhalls eru Steinþór, f. 8.7. 1950, búsettur í Reykjavík; Einar Jón, f. 21.4. 1954, hagfræðingur, bú- settur í Reykjavík; Þorgeir, f. 18.2. 1956, listfræðingur og deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu; Sigrún, f. 13.7. 1963, kennari í Reykjavík; Arn- ar Már, f. 5.5. 1966, golfkennari í Þýskalandi; Hólmfríður Ólöf, f. 20.4. 1968, sagnfræðingur og starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, búsett í Reykjavík. Foreldrar Þórhalls: Ólafur H. Jónsson, f. 27.4. 1927, d. 1984, skipa- fræðingur í Kópavogi, og k.h., Hólm- fríður Þórhallsdóttir, f. 17.8. 1930, d. 2000, leiðsögumaður og bókasafns- fræðingur. Úr frændgarði Þórhalls Ólafssonar Guðmundur Lárusson fv. sjóm. og trésm. á Bíldud. Guðrún Jónsdóttir frá Skáleyjum Guðmundur Hallsson b. á Sveinseyri í Tálknaf. Jóna Thoroddsen húsfr. í Efri-Tungu HermannWendel kaupm. á Þingeyri Þórhallur Ólafsson Ólafur H. Jónsson skipafr. í Kópav. Hólmfríður Þórhallsdóttir húsfr. í Kópav. Þórhallur Guðmundsson b. í Bakkadal í Arnarf. Marta Guðmundsdóttir húsfr. í Bakkadal Herþrúður Hermannsdóttir húsfr. í Rvík Jón Eiríksson skipstj. í Rvík Eiríkur Eiríksson b. í Efri-Tungu í Örlygshöfn Helgi H. Eiríksson skólastj. Iðnskólans Margrét Einarsdóttir húsfr. á Sveinseyri Björgvin Sighvatsson skólastj. á Ísaf. Sighvatur Björgvinsson fyrrv. ráðh. Kristjana Einarsdóttir húsfr. á Patreksf. Feðgar á jökli Þórhallur, ásamt sonum sínum Jóni Gunnari og Einari Karli. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 95 ára Páll Sigurðsson 85 ára Eyþór Jónsson Páll M. Aðalsteinsson Sverrir Haraldsson 80 ára Elísabet Ohl Guðmundur H. Sigurðsson Hilda Fanney Nissen Ragnheiður Kristófersdóttir 75 ára Anna Jóhannesdóttir Anna Magga Sigurðardóttir Bjarni Dagbjartsson Guðrún Árnadóttir Ragnheiður A. Friðriksdóttir Ragnhildur Gunnarsdóttir Unnur Gunnarsdóttir 70 ára Árni V. Þórsson Bjarni Guðmundsson Gréta S. Jónsdóttir Guðmundur Guðnason Guðrún I. Magnúsdóttir Helga Karlsdóttir Sigrún Jóhannsdóttir Unnur Jónsdóttir Þóra Kristjánsdóttir 60 ára Anna Sigrún Böðvarsdóttir Gestur Kristjánsson Gunnlaugur F. Lúthersson Hallfríður Jónasdóttir 50 ára Ásdís Arthúrsdóttir Dariusz Boguslaw Lusiak Eyþór Þorbergsson Guðmundur B. Ólafsson Gunnlaugur Oddsson Hans V. Guðmundsson Heimir Ríkarðsson Helga Hrönn Þorleifsdóttir Hjördís Henriksen Hólmfríður B. Marinósd. Hrefna Hlín Karlsdóttir Jóhann Sigurður Gestsson Karl Bryngeir Karlsson Mjöll Flosadóttir Ólafur Johnson Rakel Guðbjörnsdóttir Sjöfn Karlsdóttir Stefanía Hauksdóttir Stefanía Jörgensdóttir Sveinn Ævarsson Unnar Garðarsson Ævar Rafn Kjartansson 40 ára Alexander Magnússon Catherine D. Marie Mercy Davíð Halldórsson Dofri Jónsson Elín Margrét Gunnarsdóttir Guðrún Hrafnkelsdóttir Halla Björg Björnsdóttir Lien Thi Nguyen Lipei Wang Magnús Freyr Valsson Pálmi Bernhardsson Linn Sigrún Vöggsdóttir 30 ára Agnieszka Zofia Loll Árni Guðmundsson Ásgeir Þór Kristinsson Baldvin Þór Magnússon Daði Þór Halldórsson Iwona Zofia Lempicka Leó Rúnar Alexandersson Magnús Kristjánsson Marý Karlsdóttir Ólafur Björgvin Hilmarsson Ragnar Már Stefánsson Valdís María Össurardóttir Viðar Örn Victorsson Til hamingju með daginn 30 ára Áslaug ólst upp í Reykjavík, lauk BSc.-prófi í bókasafns- og upplýs- ingafræði í Danmörku 2005 og er nú MSc-nemi í tölvunarfræði við HR. Eiginmaður Kristján Oddur Sæbjörnsson, f. 1979, verkfræðingur. Dætur Sesselja Fanney, f. 2007, og Birna, f. 2009. Foreldrar Sesselja Árna- dóttir, f. 1961, kennari, og Eiríkur Ingólfsson, f. 1960, viðskiptafræðingur. Áslaug Eiríksdóttir 30 ára Pálína fæddist í Reykjavík en hefur búið á Dalvík frá 2007. Hún er verkefnastjóri Fé- lagsmiðstöðvar Dalvíkur. Maður Guðmundur A. Pálmason, f. 1983. Börn Íris María, f. 2002, Adam Breki, f. 2006 og Orri Freyr, f. 2009. Foreldrar Karitas S. Neff, f. 1959, félags- og menn- ingarfulltrúi Fjallabyggðar, og Lárus A. Brown, f. 1944, leigubifreiðastjóri. Pálína Ósk Lárusdóttir Ingólfur Jónsson ráðherra fædd-ist í Bjóluhjáleigu 15. maí 1909.Foreldrar hans voru Jón Jóns- son, bóndi á Bjóluhjáleigu í Holtum, og k.h., Anna Guðmundsdóttir hús- freyja. Ingólfur var bróðir Ragnars Jónssonar alþm. Ingólfur stundaði nám við Hvít- árbakkaskóla en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Hann vann m.a. við landbúnað í Noregi, var á vertíðum í Vestmannaeyjum og var um skeið barnakennari. Ingólfur óx af sjálfum sér og eigin verðleikum. Hann var einn þeirra sem beittu sér fyrir stofnun Kaup- félagsins Þórs á Hellu árið 1935 og varð framkvæmdastjóri þess. Kaup- félagið varð í hans tíð að versl- unarstórveldi á Suðurlandi og með kaupfélaginu byggðist upp kaup- túnið og varð á margan hátt miðstöð landbúnaðarins í kring. Ingólfur var alþm. fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á árunum 1942-78, var viðskipta- og iðnaðarráðherra í fjórða ráðuneyti Ólafs Thors, sam- steypustjórn sjálfstæðismanna og Framsóknar 1953-56 og landbún- aðar- og samgönguráðherra í Við- reisnarstjórninni, samfellt, á ár- unum 1959-71. Hann var þá löngu orðinn helsti oddviti sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi. Auk landbúnaðarmála, sem Ing- ólfur lagði mikla áherslu á allan sinn stjórnmálaferil, beitti hann sér með- al annars fyrir rafvæðingu sveitanna og varanlegri vegagerð út frá að- alþéttbýlissvæðum landsins. Ingólfur var jarðbundinn stjórn- málamaður, virðulegur ásýndum og í háttum, stilltur, orðvar og orðheld- inn, vinafastur og prýðilegur manna- sættir. Það kom m.a. í ljós þegar sund- urþykkja flokksforystu Sjálfstæð- isflokksins, milli Gunnars Thorodd- sen og Geirs Hallgrímssonar, var sem mest og alvarlegust. Ingólfur var því maklegur þess mikla trausts sem hann ætíð naut á Suðurlandi og í Sjálfstæðisflokknum. Minnisvarði um Ingólf Jónsson, kaupfélagsstjóra, alþingismann og ráðherra, var afhjúpaður á bakka Rangár á Hellu árið 2004. Staðsetn- ingin er engin tilviljun enda er iðu- lega vísað til hans sem Ingólfs á Hellu. Ingólfur lést 14. júlí 1984. Merkir Íslendingar Ingólfur Jónsson 30 ára Snævar ólst upp í Reykjavík, er margfaldur Íslandsmeistari í júdói, yngsti Norðurlandameist- ari okkar í júdói og starfar nú við ferðamannaþjón- ustu. Kona Unnur Lind Kon- ráðsdóttir, f. 1983, við- skiptafræðingur. Foreldrar Sigríður Sig- urðardóttir, f. 1954, smur- brauðsdama, og Jón Hlíð- ar Guðjónsson, f. 1953, starfsmaður Icelandair. Snævar Már Jónsson NÝ www.avon.is Glæsileg heimasíða og vefverslun Frábær opnunartilboð Skráðu þig á póstlista www.avon.is Þú gætir dottið í lukkupottinn og unnið Avon Gjafabréf að verðmæti 10.000 kr. Nýjir sölufulltrúar velkomnir! Þær sem gerast sölufulltrúar fyrir 11. maí fá glæsilegar gjafir. Sjá nánar á www.avon.is Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Baðolían frá AVON er komin aftur. Baðolían sem beðið hefur verið eftir!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.