Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 www.golfkortid.is Einstaklingskort 9.000 kr. Fjölskyldukort 14.000 kr. golfvöllur - eitt kort31 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, segir að beit- arhagar fyrir hross séu víða of mikið bitnir. Ástandið nú sé jafnvel verra en fyrir rúmum tuttugu árum þegar land fór víða illa vegna ofbeitar. „Það eru dæmi um allt frá litlum gjafahólfum upp í heilu jarðirnar sem eru of mikið beittar. Þetta er trúlega mesta ofbeit í hrossahögum í meira en tuttugu ár. Það er að minnsta kosti vitað um 180 tilvik ofbeitar og ljóst er að það liggja mörg þúsund hektarar af landi undir skemmdum vegna þessa. Því er ljóst að ástandið í heild- ina er óviðunandi,“ segir Andrés. Hann segir að vandamálið sé um allt land en Suðurlandið líti þó verst út og hægt sé að sjá tugi jarða sem hafa orðið fyrir ofbeit á milli Hvols- vallar og Selfoss. Frá þjóðveginum milli Selfoss og Hveragerðis megi sjá a.m.k. tíu dæmi ofbeitar Andrés segir að ástæðurnar fyrir þessu ástandi séu margar. Helsta skýringin er sú að slæmt vor í fyrra kom illa niður á beitarþoli. Lítið var af heyi í landinu eftir síðasta sumar og því var hrossum haldið lengur á beit en eftir góð sprettusumur. „Þetta vandamál er tiltölulega al- gengt hjá þeim sem eru nýbyrjaðir í hestamennsku en þó ber líka á þessu hjá hrossabændum. En það er á hreinu að það er langtímaverkefni að fyrirbyggja slíka ofbeit þar sem þetta eru margir staðir og margir sem koma við sögu. Fyrst og fremst þarf meiri fræðslu þar sem svo virðist sem ekki sé nægjanleg þekking hjá mörg- um á því hversu mikið landið þolir. Einnig þarf að efla eftirlitskerfið til muna en á sumum þeirra staða þar sem ofbeitin er hvað mest er hreinlega um illa meðferð á dýr- um að ræða þar sem hrossin eru höfð í svelti,“ segir Andrés um ástandið á beitarhögum. Mesta ofbeit í yfir tuttugu ár  Beitarhagar fyrir hross eru víða um land í slæmu ásigkomulagi vegna ofbeitar  Bregðast þarf strax við ástandinu  Dæmi um heilu jarðirnar sem eru ofbeittar Ljósmynd/Sveinn Runólfsson Ofbeit Hross hafa oft ekki nóg að éta þar sem jarðir hafa orðið fyrir ofbeit. Það leiðir einnig oft til landrofs sem getur orðið illviðráðanlegt. Eldur kom upp í Kaffi Láru á Seyð- isfirði á áttunda tímanum í gær- kvöldi. Vert staðarins, Eyþór Þórisson, var innandyra þegar eld- urinn kom upp en komst út af sjálfsdáðum. Hann hringdi sam- stundis á slökkvilið sem tókst að ráða niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Að sögn Einars Braga Bragasonar, skólastjóra Tónlistar- skóla Seyðisfjarðar, er húsið ekki gjörónýtt eftir brunann. „Eyþór er þekktur fyrir að vera vinur vina sinna og ljóst að Seyðfirðingar munu launa honum greiðviknina í gegnum árin með því að hjálpa til við uppbygginguna.“ Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Eldur Slökkvistarf í fullum gangi. Kaffi Lára á Seyðisfirði brennur  Eitt af elstu hús- unum í bænum Sólþyrstir Íslendingar kepptust við að njóta veð- urblíðunnar sem ríkti um allt land yfir helgina. Þessir spræku krakkar kældu sig niður í sundi, en gott er að hafa bæði kúta og góða aðstoð sér til stuðnings í mesta hasarnum. Hiti fór mest upp í rúmar 15 gráður á Þing- völlum, en var í kringum 11 gráður víðast hvar um landið. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu halda hlýindin áfram næstu daga. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Sumarið loksins komið „Mikilvægt er að auka fræðslu um meðferð á beitarlandi til að koma í veg fyrir ofbeit. Margir hafa ekki nógu gott landlæsi og átta sig því ekki á hversu mikið landið þolir. Fræðsla er því mik- ilvægasta forvörnin,“ segir Andrés en hann hrósar sér- staklega Félagi hrossabænda og Fagráði í hrossarækt fyrir að hafa unnið gott starf í því að hafa byggt upp gæðastýr- ingu í hrossarækt sem m.a. er ætlað að fyrirbyggja of- beit en slíkt er mikilvægt til þess að tryggja jákvæða ímynd hestamennsk- unnar. Bæta þarf jarðlæsi FRÆÐSLA MIKILVÆG Teiknarinn, uppfinn- ingamaðurinn og vél- stjórinn Sigmund Jó- hannsson Baldvinsen er látinn, 81 árs að aldri, eftir erfið veik- indi. Sigmund teiknaði skopmyndir fyrir Morgunblaðið í 44 ár og þær sköpuðu sér fastan sess í huga þjóðarinnar. Hann fæddist 22. apríl 1931 í Noregi, faðir hans var íslensk- ur en móðir hans norsk. Þriggja ára gamall flutti Sigmund til Íslands. Hann var búsettur í Vestmanna- eyjum og var valinn Eyjamaður ársins 2011. Fyrsta skopmynd hans í Morg- unblaðinu birtist hinn 25. febrúar 1964 og tengdist fyrstu landgöngu í Surtsey. Í Heimaeyj- argosinu árið 1973 var Sigmund fastráðinn við blaðið. Sigmund var einnig þekktur fyrir uppfinn- ingar sínar og starfaði sem vélstjóri um ára- bil. Hann hannaði meðal annars sjálf- virkan sleppibúnað fyrir björgunarbáta, en honum var sérlega umhugað um á öryggi sjómanna. Sigmund lætur eftir sig eiginkonu, Helgu Ólafsdóttur, og þrjá syni, þá Ólaf Ragnar, Hlyn og Björn Braga. Að leiðarlokum þakkar Morgunblaðið Sigmund mikilsmetin störf hans fyrir blaðið um áratugaskeið og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Andlát Sigmund Jóhannsson Andrés Arnalds Eldri kona lést í umferðarslysi í Skorradal síðdegis á laugardag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi valt bifreiðin sem konan ók á veginum milli Indriðastaða og Hreppslaugar. Eiginmaður konunnar, sem var farþegi í bifreiðinni, var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelg- isgæslunnar en ekki fengust upplýs- ingar um líðan hans við vinnslu frétt- arinnar. Rannsóknarnefnd umferðarslysa fer nú með rannsókn á slysinu en við fyrstu sýn virðist sem konan hafi misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl. Ekki er hægt að gefa upp nafn kon- unnar að svo stöddu. Banaslys í Skorradal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.