Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 makes a difference F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Vatnsdælur Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn GP 60 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting BPP 4500 Dæla með þrýstikút og þrýstijafnara SPP 6D Inox Ryðfrí og öflug borholu- og brunndæla SDP 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn SCD 12000 Dæla - fyrir ferskvatn. Stillanlegur vatnshæðarnemi S tillanlegur vatnshæ ðarnem i Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Flestir sem smakka niðursoðna þorskalifur eru sammála um að þetta er herramannsmatur, og áferðin og bragðið ekki ósvipað og á franskri gæsalifur. Sjálfur er ég duglegur að borða lifrina og börnin á heimilinu eru alveg vitlaus í þetta,“ segir Ingv- ar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Ice-West í Grindavík. Ice-West er í hópi fyrirtækja sem standa að Ís- lenska sjávar- klasanum og kynna munu starfsemi sína á fundi í Bláa lón- inu á mánudag. Af öðrum fyrir- tækjum sem taka þátt má nefna Genís ehf., Lýsi hf., Taramar ehf., Kerecis ehf., Ensímtækni ehf. og Greenin Blue ehf. Öll eiga fyrirtækin það sameiginlegt að stunda nýsköp- un í fullvinnslu sjávarafurða. Saga Ice-West nær allt aftur til ársins 1995. Fyrirtækið, sem áður hét ÁB-lýsi, sérhæfir sig í fram- leiðslu vöru úr þorskalifur og er niðursoðin lifur í dag aðalsöluvaran: „Salan hefur vaxið hægt og bítandi undanfarin ár og skýrist m.a. af því að vinnsla á niðursoðinni þorskalifur hefur nær alveg lagst niður í Eystra- salti eftir að díoxín í lifur af svæðinu tók að mælast yfir viðmiðunarmörk- um ESB. Samhliða því að framleið- endur við Eystrasalt hafa aðlagað sig nýjum aðstæðum hefur íslensk framleiðsla sótt á og nú er þorska- lifur nær eingöngu framleidd á Ís- landi og í Noregi.“ Bragðgóð og næringarrík Þorskalifrin þykir mikið lostæti víða um Evrópu. „Hún hefur stund- um verið kölluð „foie gras fátæka mannsins“. Áferðin, útlitið og bragð- ið eru á margan hátt eins nema þorskalifrin gefur vitaskuld ákveð- inn fiskkeim. „Við höfðum fyrir góða stöðu á mörkuðum í V-Evrópu s.s. Spáni, Frakklandi og Þýskalandi, þar sem þorskalifrin er mjög vinsæl í ýmis salöt ekki með ólíkum hætti og túnfiskur er notaður. Bæði þykir hún bragðgóð og næringarrík auk þess sem hún er talin heilsu- og út- litsbætandi. Fyrir nokkrum áratug- um var „í tísku“ að nota þorskalifur og virðast þær vinsældir vera að koma aftur,“ segir Ingvar. „Nú erum við smám saman að sækja á markaði í Austur-Evrópu, þ.e. sérstaklega Rússland, Úkraínu og Tékkland. Ekki er óalgengt að í þeim löndum sé þorskalifur líkt og makríll eða an- sjósur hluti af morgunverði auk þess sem hún er mikið notuð í salöt.“ Ingvar áætlar að íslenskir fram- leiðendur eigi allt að 70% hlutdeild í þorskalifrarmarkaðinum í V-Evrópu og landvinningar á öðrum mörkuð- um gefi góða von: „Við reiknum ekki með að neysla á niðursoðinni þorska- lifur aukist á þeim mörkuðum þar sem við erum þegar búnir að koma okkur fyrir, en sömuleiðis teljum við ólíklegt að salan dragist saman. Niðursoðin þorskalifur er vara sem fólk er alið upp við og eftirspurnin mun haldast nokkuð stöðug.“ Sóknarfærin liggja í því að gera enn betur á mörkuðum t.a.m. út frá frekari vöruþróun og rannsóknum á heilnæmi vörunnar. „Því hefur verið haldið fram að þorskalifrin, sem rík er af Omega 3 og D-vítamíni geti haft góð áhrif á sykursýki, liðagigt, lækkun kólesteróls og alhliða styrk- ing fyrir ónæmiskerfið svo eitthvað sé nefnt. Áhugavert væri að vinna með vísindamönnum að rannsóknum sem geta staðfest þetta,“ segir Ingv- ar. „Auk A-Evrópu vinnum við nú að útflutningi til Bandaríkjanna, eink- um á austurströndina,“ segir Ingvar en í fyrra framleiddi fyrirtækið um fimm milljónir dósa af þorskalifur. Áhersla á gæði mun skila hærra verði Ingvar segir einhverja möguleika á því að vöruverð geti fari hækkandi vegna mikilla gæða lifrar sem kemur úr íslenskum þorski. „Við teljum ár- íðandi að íslenskir framleiðendur séu samtaka um að byggja upp orðspor sem byggist á gæðum – að áherslan verði á gæðin frekar en magnið. Við- tökurnar sem við höfum fengið eru mjög jákvæðar og vísbendingar um að innistæða sé fyrir því að sækja hærra verð á markaði,“ segir hann en í dag er niðursoðin þorskalifur nokkuð ódýr matur. Uppbyggingin og mark- aðsstarfið hjá Ice-West ásamt öðrum fyrirtækjum sem vinna úr innmat s.s. lifur og hrognum segir Ingvar að skili sér m.a. í auknum tekjum fyrir útgerðir og sjómenn. „Hér áður fyrr var megninu af slíkum afurð- um einfaldlega hent. Skilaverð á þorskalifur hefur á undanförnum árum hækkað úr 35 kr. upp í allt að 90 kr. Betri nýting á hliðarafurðum sjávarfangs skilar sér því í aukinni verðmætasköpun fyrir íslenska þjóð.“ „Foie gras fátæka mannsins“  Íslensk þorskalifur með sterka stöðu í V-Evrópu og með A-Evrópu og Bandaríkin í sigtinu  Tíu ný- sköpunarfyrirtæki í fullvinnslu sjávarafurða halda samstarfs- og kynningarfund í Bláa lóninu í dag Ef lesendur vilja smakka þorskalifrina sem Frakkarnir kunna svo vel að meta, þá má finna vörur Ice-West til sölu í matvöruverslunum á borð við Melabúðina, Miðbúðina, í verslunum Hagkaups og Krón- unnar. Ingvar segir tilvalið að snæða lifrina með Ritz-kexi, góðu „chutney“ og glasi af Al- sace-hvítvíni eða freyðivíni. „Um 70% af innihaldi dós- arinnar eru lifur en afgang- urinn er lýsi sem verður til við suðuna. Sumir drekka lýsið með skeið, enda meinhollt, en flestir nýta eingöngu lifrina sjálfa,“ útskýrir hann. Elda má lifrina á marg- víslegan hátt: „Forsetafrúin matbjó einmitt úr þorskalifur frá okkur í þætti Mörthu Stew- art á dögunum, en þar var lifr- in steikt á heitri pönnu í eigin safa, síðan létt flam- beruð í safa af grand mar- nier og rús- ínum. Þetta er ódýr herramanns- matur og al- gengt verð á dós- inni hér á landi um 290 kr.“ Fer vel með kexi og freyðivíni ÓDÝR SÆLKERAFÆÐA Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verðmæti Áður fyrr var slógi oft hent en það er nú orðið veruleg búbót fyr- ir sjómenn. Skilaverð á þorsklifur hefur þrefaldast á undanförnum árum.Ingvar Vilhjálmsson Bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett þykir ákaflega glöggur og framsýnn þegar kemur að fjárfestingum og fylgist við- skiptalífið náið með hvert hann tekur stefnuna. Nú hefur Buffett aftur hrist upp í fjármálaheiminum með stórum fjárfestingum í banda- rískum dag- blöðum. Þykir fjárfest- ing Buffets ekki hvað síst merki- leg í ljósi þess að margir álits- gjafar hafa spáð dagblöðum allt öðru en blóm- legri framtíð. Financial Tim- es birti í liðinni viku stutta úttekt á dagblaðafjárfestingum Buffets, en í gegnum flókna samninga mun hann verja um 142 milljónum dala til að eignast 63 dagblöð sem rekin hafa verið undir hatti Media Gene- ral. Til viðbótar mun veldi Buffets leggja blöðunum til endur- fjármögnun að upphæð um 445 milljónir dala. Stutt er síðan Berkshire Hat- haway, sem Buffett stýrir, keypti útgáfufyrirtæki Omaha World Herald fyrir 200 milljónir dala, og átti þá fyrir hluti í Buffalo News og Washington Post. „Í bæjum og borgum með sterka samfélagskennd er engin stofnun jafnmikilvæg og staðardagblaðið,“ sagði Buffett um kaupin og bætti við að hann gæti fundið í sínu stað- arblaði upplýsingar um nærsam- félagið sem hann gæti hvergi fund- ið annars staðar. ai@mbl.is Buffett fjárfestir í bandarískum dagblöðum Warren Buffett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.