Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 LAUGAVEGI 32 · SJADU.IS SÍMI 561 0075 Full búð af nýjum og flottum gleraugum KOMDU OG SJÁÐU Kröftugur jarðskjálfti skók norð- austurhluta Ítalíu í gærmorgun. Að minnsta kosti sex manns létu lífið í skjálftanum og tugir slösuðust alvar- lega. Eignatjón vegna skjálftans er gríðarlegt, en bæði heimili, verksmiðj- ur og kirkjur eru gjöreyðilögð eftir skjálftann sem mældist 6,0 stig. Skjálftinn varð um nóttina og þús- undir manna þustu út á götur í borgum og bæjum á Emilia Romagna-svæðinu á Norðaustur-Ítalíu. Fjölmennar björgunarsveitir leituðu að fórnar- lömbum í rústum bygginga, en vegna nokkurra öflugra eftirskjálfta sem urðu 1-2 klukkustundum eftir aðalsk- jálftann voru aðstæður til leitarinnar erfiðar. Tjón á sögulegum byggingum Fjórir hinna látnu voru vaktastarfs- menn í verksmiðjum sem hrundu, þeirra á meðal tveir sem urðu undir þaki sem gaf sig í keramíkverksmiðju. Meðal hinna látnu eru einnig 37 ára gömul þýsk kona og rúmlega hundrað ára gömul kona sem sögð er hafa látist vegna áfalls. Ljóst er að tjón á sögulegum bygg- ingum og minnisvörðum er umtalsvert. Margar fornar byggingar eru orðnar að rústum einum, þar á meðal þrjár kirkjur. Hundruð bíla krömdust undir hrundum steinhleðslum. Fulltrúar al- mannavarna fluttu hundruð eldri borg- ara, sem vistaðir voru á elliheimilum, í bráðabirgðaathvörf, þar sem þeir biðu þess að hættuástandi yrði aflýst. Að sögn ítalskra yfirvalda var skjálftamiðjan í Finale Emilia, 36 kíló- metra norðan við Bologna-hérað, en dýpt hans var aðeins 5,1 kílómetri sem þykir lítið miðað við öfluga skjálfta af þessu tagi. Skjálftans varð vart í 100 kílómetra fjarlægð í Feneyjum, þar sem íbúar hafa lýst því að þeir hafi fundið híbýli sín skjálfa. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hafa engar vísbendingar borist um að Íslendingar hafi slasast í jarðskjálftanum. Gríðarlegt tjón varð í öflugum skjálfta á Ítalíu AFP Öflugur Skjálftinn mældist 6,0 stig og voru sjúkrahús, skólar og elliheimili rýmd í öryggisskyni  A.m.k. sex fórust og tugir slösuðust alvarlega  Margar byggingar rústir einar 6 dauðsföll áttu sér stað í norðausturhluta Ítalíu, í þorpinu Emilia-Romagna þar sem skjálftinn mældist sterkastur. Bologna 6.0 á richter Ferrara Skjálftinn á Ítalíu RÓM ÍTALÍA 50 km Sextán ára göm- ul stúlka lést þegar sprengja sprakk við skóla í borginni Brindisi á Ítalíu á laugardag. Fimm ungmenni særð- ust auk þess al- varlega. Sprengjunni hafði verið kom- ið fyrir í ruslafötu við skóla í borg- inni og sprakk hún rétt fyrir klukk- an 8 að morgni þegar nemendur voru á leið í skólann. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins að sögn fréttastofunnar AFP. Grunur leikur á að mafían standi á bak við tilræðið, en skólinn er í hverfi þar sem Unita-mafían ræður ríkjum. 16 ára stúlka lést og 5 slösuðust í sprengjutilræði Áfall Fólk syrgir um alla Ítalíu. ÍTALÍA Þjóðernissinninn Tomislav Nikolic var kjörinn forseti Serbíu um helgina. Hann vann nauman og óvæntan sigur á Boris Tadic sem hefur verið forseti landsins síðastlið- inn áratug. Kannanir höfðu sýnt að Tadic hefði um 58% fylgi en Nikolic tók fram úr honum á lokasprett- inum. Talið er að loforð Nikolic, sem eitt sinn var bandamaður Slobodans Milosevic, um að tryggja Serbíu að- ild að Evrópusambandinu hafi ráðið miklu um úrslitin. Serbía sótti form- lega um aðild í mars á þessu ári. Nocolic sagðist vilja ljúka þeirri veg- ferð sem forveri hans hóf og tryggja fullan samruna við ESB, en einnig leysa efnahagsvandann sem þjóðin glímir við um þessar mundir. Þrautseigur Nikolic sigraði loks í þriðju atlögu að forsetaembættinu. Þjóðernissinni sigraði óvænt SERBÍA AFP Réttarhöld vegna málaferla Tchenguiz-bræðra gegn efnahags- brotadeild bresku lögreglunnar (SFO) munu hefjast í vikunni, að því er fram kemur á vef Telegraph. Með- al þeirra saka sem bræðurnir bera á efnahagsbrotadeildina eru meintar ólögmætar húsleitir sem fram- kvæmdar voru í húsakynnum þeirra bræðra í mars á síðasta ári. Lög- reglan hefur síðan beðist afsökunar á aðgerðunum vegna óáreiðanleika þeirra upplýsinga sem húsleitar- heimildirnar voru byggðar á. Efna- hagsbrotadeildin hætti rannsókn sinni á málum bræðranna snemma á þessu ári, en fram hefur komið að SFO hafi boðið þeim að málið yrði látið niður falla gæfu þeir 50 millj- ónir punda til góðgerðarmála. Að öðrum kosti gæti rannsóknin tekið 5-10 ár. Ástæða rannsóknarinnar var meðal annars grunur um ólög- mætar lántökur Roberts Tchenguiz hjá Kaupþingi. Krafa bræðranna nemur milljónum punda. Samkvæmt upplýsingum af breska fjármála- vefnum This is Money er búist við að bræðurnir muni gera kröfu í þrotabú Kaupþings, en áður hefur kröfu þeirra um tveggja milljarða greiðslu úr þrotabúinu verið hafnað. Í hefndarhug Bræðurnir fullyrða að málaferlin muni „leiða niðurlægjandi upplýsingar um bresku efnahagsbrotadeildina í ljós“. Málsókn Tchenguiz- bræðra fyrir dóm „Ég vaknaði við skjálftann um fjögurleytið í nótt, þá hristist allt heimilið,“ segir Emil Hallfreðsson, atvinnumaður í fótbolta sem er búsettur í Veróna á norðanverðri Ítalíu, í um 150 kílómetra fjarlægð frá þungamiðju skjálftans. „Þetta var talsverður hristingur, og svo fann maður smávegis fyrir eftir- skjálftunum sem fylgdu,“ segir Emil, sem leikur með liðinu Hellas Verona. Hann segir íbúa Veróna fylgjast náið með fréttum af skjálftanum og fátt annað sé rætt manna á milli. „Heimilið hristist“ SKJÁLFTINN FANNST Í 150 KM FJARLÆGÐ Emil Hallfreðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.