Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Sumarkortin komin í sölu 11.900 kr. Gilda til 10. ágúst Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og f áðu frían prufutím a Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur lagt til að þjóðar- atkvæðagreiðsla verði haldin um nokkur ný ákvæði stjórnarskrár í tillögum stjórnlaga- ráðs. Meðal þeirra er spurningin: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Ís- lands verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?“ Vægi atkvæða Jafnt vægi atkvæða gæfi kjör- dæmum höfuðborgarsvæðisins 40 þingmenn og landsbyggðarkjördæm- unum (NV, NA og SU) 23 þingmenn. Núverandi hlutfall er 33:30 og verður í næstu kosningum 34:29 samkvæmt ákvæðum núverandi kosningakerfis. En spyrja má hvort Alþingi stefni að jöfnu vægi atkvæða og hlutfallinu 40:23 milli nefndra svæða? Því skv. 39. gr. tillagna stjórnlagaráðs á að fella niður kjördæmi að hluta eða að öllu leyti og að taka upp persónukjör. Þessi ákvæði ganga hvort í sína átt- ina, eitt jafnar atkvæðisrétt en hin leiða til ójafns vægis atkvæða í raun. Höfuðborgarbúum í hag. Forsendur kjördæma- skipulags og persónukjörs eru aðrar en vægis at- kvæða og þeim málum má ekki blanda saman og framkvæma jafnt vægi at- kvæða með niðurfellingu kjördæmaskipulags. Í kosningunum til stjórnlagaþings kom að- stöðumunur íbúa svæð- anna skýrt fram við nýtt kosningaskipulag og fulltrúar landsbyggðar- innar urðu afarfáir. Ef íbúar lands- byggðarinnar fengju svipað hlutfall þingmanna í alþingiskosningum (land- ið eitt kjördæmi og persónukjör) yrði hlutfall svæðanna 59:4. Ef kjördæma- listar yrðu boðnir fram og persónu- kjör haldið (annar valkostur stjórn- lagaráðs) yrði hlutfallið við jákvæð- ustu skilyrði fyrir landsbyggðina 46:17. Félagsvísindaleg sjónarmið Með stjórnarskrártillögunum er því ekki lagt til jafnt vægi atkvæða. Raun- verulegar aðstæður almennings sýna, mældar með aðferðum félagsvísind- anna, að aðstöðumunur íbúa þessara tveggja svæða er gríðarmikill og miklu meiri en aðstöðumunur kynjanna, sem samkvæmt sömu til- lögum á að jafna með lagasetningu. Menntunarmunur milli hópanna er mikill (allt að sjö ár eftir skyldunám), en menntun er lykilbreyta í upplýs- ingasamfélaginu og aðstöðumunur gagnvart fjölmiðlum afar mikill. Sam- kvæmt Sameinuðu þjóðunum er menntunarmunur og ójöfn aðstaða gagnvart fjölmiðlum helstu forsendur við greiningu minnihlutahópa. Hér er einnig umtalsverður launamunur (tvö- föld meðallaun á höfuðborgarsvæð- inu) og eignamunur (200-800% hærra eignaverð á höfuðborgarsvæðinu). Áhrif greiningarinnar Ef þessi greining á stöðu íbúa landsbyggðarinnar er rétt þá hefur hún mikil áhrif á framkvæmd þjóðar- atkvæðagreiðslna og beins lýðræðis. Þá er ekki með sama hætti hægt að kjósa um öll mál s.s. réttindi minni- hlutans og beita meirihlutavaldi til þess að draga úr þeim, bæði vegna hættu á harðræði meirihlutans og þess hversu siðlaust það er. Minnt skal á að samkvæmt grein- ingu Sþ reynir meirihluti í frum- stæðum samfélögum stundum að veikja lýðræðisleg áhrif minnihluta og að ná til sín auðlindum hans. Dæmi er jafnvel að finna í Eistlandi, en staða rússneskumælandi minnihlutans þar er skipulega veikt með beinu lýðræði, netnotkun og netkosningum. Skyldur ríkisins Samkvæmt jafnræðisreglu hefur ríkisvaldið bæði skyldur til þess að styrkja stöðu minnihlutahópa og að koma í veg fyrir mismunum. Það get- ur því komið til kasta ríkisins að verja íbúa landsbyggðarinnar gagnvart meirihlutanum á höfuðborgarsvæðinu. Þótt ójafnt vægi atkvæða í núver- andi kerfi sé óréttlátt þá rímar það vel við áhrif menntunarmunar á stjórn- málaþátttöku á netinu, því vægi at- kvæða er mest þar sem menntun er minnst. Ríkið hefur mörg úrræði til þess að jafna lýðræðislega aðstöðu landsbyggðarfólks á netinu og á öðr- um vettvangi, m.a. að auka menntun þess smám saman með skipulegum að- gerðum, en misjafnt vægi atkvæða er sennilega ódýrasta leið samfélagsins til að ná því markmiði. Ef íbúar landsbyggðarinnar eru minnihlutahópur samkvæmt skil- greiningu má telja líklegt að mögu- legt verði að kæra umtalsverða veik- ingu atkvæðisréttar þeirra til dómstóla og að fylgja málinu eftir hjá alþjóðlegum mannréttinda- dómstólum. Yrði það nokkuð söguleg uppákoma ef íslenska ríkið yrði ákært fyrir mannréttindabrot við setningu nýrrar stjórnarskrár. Lokaorð Hér er því brýnt fyrir stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd Alþingis að gæta varúðar. Að halda þjóðar- atkvæði um réttindi minnihlutahópa er ekki mjög lýðræðisleg máls- meðferð eins og hér hefur verið nefnt. Enda þótt eðlilegt geti verið að jafna vægi atkvæða. Þótt yfirgnæfandi vilji sé fyrir jöfn- un vægis atkvæða má ekki heldur nota svör við þeirri spurningu til þess að réttlæta niðurfellingu eða veikingu kjördæmaskipulags og taka upp per- sónukjör, sem myndi leiða til gagn- stæðrar og ennþá meiri og óréttlátari mismununar á vægi atkvæða en nú er. Það væri siðlaus ákvörðun sem gæti brotið á mannréttindum og gengi gegn skyldum ríkisins. Slík af- leidd ákvörðun lítur líka út eins og misbeiting valds við val á leiðum. Ekki gengur heldur að jafna fjölda fulltrúa milli kynja en veikja í sömu lagasetningunni stöðu annarra minni- hlutahópa. Alþingi verður að fara fram með jafnræði og samræmi í til- lögugerð. Eftir Hauk Arnþórsson Haukur Arnþórsson »Ríkur vilji til jöfn- unar vægis atkvæða réttlætir ekki niðurfell- ingu eða veikingu kjör- dæmaskipulags og upp- töku persónukjörs. Málsmeðferð Alþingis í stjórnarskrármálinu – Vægi atkvæða Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Friðurinn hefur verið rofinn og sáttin hefur ekki verið virt. Lögin eru ekki virt, heldur hefur ógnin ein ráðið í samskiptum fjár- málastofnana og al- mennings í skulda- uppgjöri heimilanna. Falsið og blekkingar hafa verið uppi hjá stjórnvöldum sem hafa tekið sér stöðu gegn al- menningi og eiga stærstan hluta skuldanna og eru stærstu hags- munaaðilar í þessu skuldauppgjöri á móti almenningi. Hagsmunir stjórn- valda liggja í Íbúðalánasjóði, með skuldsettri stöðutöku í eignum fjár- málafyrirtækja og ekki síst í gegnum Seðlabanka Íslands og spilaborg dótturfélaga bankans. Um leið eru fjármálastofnanir og þrotabú látin innheimta með vafasömum aðgerð- um. Sáttin er margrofin og friðurinn er úti. Blekkingarnar og falsið eru forsendur ógnana og ólögmætrar eignaupptöku. Ef lögin einbeita sér að sáttinni en ekki hagsmunum er hægt að finna lausn Fjármálastofnanir geta ekki haldið svona áfram. Það verður að finna sanngjarnar lausnir á skuldavanda heimilanna. Fólk og fyrirtæki verða að fá valkosti um það hvernig hægt er að vinna úr málum og aðstoð út frá því vali. Annars verður enginn ábyrg- ur, hvorki fyrr né síðar. Ábyrgðin verður að koma af frjálsu vali ein- staklinganna en ekki þvinguðum að- gerðum fjármálastofnana eða vald- boði ofan úr Stjórnarráðinu. Stjórnvöld verða að setja lög og reglur þar sem tekið er á málunum með almennum hætti En stjórnvöld hafa farið fram með skuldsettri yfirtöku á bankakerfinu, með Íbúðalánasjóðinn yfirveðsettan og eru stærsti eigandi allra skulda heimilanna í gegnum spilaborg dótt- urfélaga Seðlabankans. Stjórnvöld geta ekki horft undan og tekið stöðu gegn almenningi. Al- menningur í landinu er ekki hreindýr eða eins og hver önnur veiðbráð sem erlendum vogunarsjóðum eru seld veiðileyfi á. Það gilda lög um neytendavernd, um eft- irlit og eftirlitsskyldu opinberra stofnana og þá þar með talið alþing- ismanna um að takast á við lögbrot af slíkri stærðargráðu. Ein- staklingurinn á rétt til raunhæfra úrbóta eða man engin alþjóða- samninginn um borg- araleg réttindi frá 1979 eða er þegar búið að leggja af stjórnarskrána frá 1944? Gildir félagsmálasáttmáli Evr- ópu eða þarf ekki að virða rétt barna? Eru öll þessi lög bara skraut, því ógn- in ein ræður þegar kemur að skulda- uppgjöri heimilanna? Á að breyta sýslumönnum og dómstólum í böðla? Eða á að beita réttarkerfinu til að finna sátt í málinu þannig að þjóðin fái að fara í gegnum þessar umbreyt- ingar með reisn? Ef dómar ganga fjármálastofnunum í óhag er það ekki virt og innheimtan tekur ekki mið af þeim skilaboðum sem dómstólarnir sendu. Veruleikafirringin er svo mikil að því er ekki trúað að dómar geti fallið fjármálastofnun í óhag. Reglurnar verða að vera almennar og skýrar Það vantar eftirlit með frágangi skuldamála þannig að almenningur geti treyst því að það sé verið að ganga í málin með sanngirni að leið- arljósi en ekki klíkuskap og sérhags- muni. Annars er siðurinn úti og frið- urinn brotinn. Og ógnarstjórnin er ljóslifandi í huga fólks. Starfsmenn fjármálastofnana og aðrir þurfa að muna að ábyrgð þeirra er mikil. Bregðist fólk sinni ábyrgð- arskyldu í þessu uppgjöri getur kom- ið að því að gengið verði að málum síðar og þau skoðuð. Það eru í gildi neyðarlög og það eru gjaldeyrishöft og mögulega má skilgreina ástandið sem „force majeure“ eða hamfaraað- stæður sem gildir líka fyrir ein- staklinginn og aðstæður hans og það ber að virða. Það er engin afsökun fyrir óábyrgum aðgerðum eða að- gerðaleysi að einhver hafi sagt þeim að haga sér með óábyrgum hætti. Ábyrgðin er alltaf þess sem fram- kvæmir ekki síður en þeirra sem skipa fyrir og stjórna, það mun líka gilda þótt ekki sé skrifað undir bréf eða skilaboðin send munnlega. Það er þannig að hver og einn og einstakur þingmaður og meirihluti þeirra er að sönnu ábyrgur fyrir því að unnið sé í lausnum og sáttin sé sett í forgrunn í uppgjöri einstaklinganna við lánastofnanir, en ekki ógnin ein látin ráða. Það skapar alþingis- mönnum ekki frípassa að horfa fram hjá og gera ekki neitt. Það er ekki víst að landsdómur horfi til hliðar þegar þetta mál verður tekið upp, því almenningur mun ekki fyrirgefa þessa aðför þegar þar að kemur. Allir sem horfðu á en meðvitað gerðu ekki neitt eru meðsekir. Það væri öllum mönnum hollt að íhuga hvort lögleysi og ógn sé framkoma sem þeir sjálfir vildu verða fyrir og þá sérstaklega þeir sem eru í ábyrgðarstöðu í fram- kvæmd á skuldauppgjöri heimilanna. Það er ekki til of mikils ætlast að farið sé eftir lögum og stjórnvöld fari að átta sig á því til hvers er er ætlast af þeim. Ef það verður engin sátt sköpuð, gilda engin lög né siðir og það verður enginn friður. Stjórnvöld verða að koma sér undan hagsmuna- tengslum og beinum afskiptum af fjármálamarkaði og aðilar á markaði verða að taka yfir. Það er stjórnvalda að sjá til þess að það sé farið að lögum í málinu, en ekki að taka þátt í leikn- um með beinum eða óbeinum hætti eins og þau eru að gera. Þannig hafa stjórnvöld gert sig aðalógnvaldinn í aðgerðum gegn heimilunum í land- inu. Það er af stjórnarheimilinu sem skilaboðin koma, því ógnin kemur alltaf að ofan. Eftir Björn Óskar Vernharðsson »Ríkið hefur tekið sér stöðu gegn almenn- ingi í landinu í skulda- uppgjöri heimilanna. Lánastofnunum er síðan beitt til að innheimta með vafasömum hætti. Björn Óskar Vernharðsson Höfundur er sálfræðingur. Sáttin er ekki virt og friðurinn hefur verið rofinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.