Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er um-hugsunar-efni hve nú- verandi ríkisstjórn virðist hafa mikla andúð á heilbrigðu atvinnulífi og hversu illa hún rækir þær skyldur að skapa vinsamlegt umhverfi fyrir það. „Hið opinbera“, eins og það er kallað, skapar ekki störf, sem varanlega standa mönnum til boða, nema að standa undir þeim með sköttum sem eru jafn varanlegir ef ekki varanlegri. Hækkandi skattar, hvort sem þeir eru lagðir á einstaklinga eða fyrirtæki, í þeim göfuga til- gangi að minnka atvinnuleysi, sjúga svo mikinn þrótt úr þjóð- lífinu að þar fækkar störfunum meir en þeim fjölgaði vegna skattheimtunnar. Þessi sann- indi eru vel þekkt. Þegar ríkissjóður er skuld- ugur eins og nú, er forgangs- atriði að nota sölu eigna ein- göngu til að minnka skuldsetninguna og um leið sligandi vaxtabyrði ríkisins. Þetta var gert með góðum ár- angri á árunum 1993-2003. Þess vegna var ríkissjóður fær um að axla sitt við fall bankanna. Um leið og erlendar skuldir voru lækkaðar var greitt inn á lífeyrisskuldbindingar ríkisins. Steingrímur J. Sigfússon fór hins vegar þá leið í sinni fjár- málaráðherratíð að færa ekki einu sinni slíkar byrðar til bók- ar. Það er þó skylt að lögum og rök ráðherrans um að enginn vissi nákvæmlega hversu háar þessar skuldbindingar væru, fyrr en dæmið yrði endanlega gert upp, halda ekki vatni. Ríkisendurskoðun hefur ekki fylgt þessu máli eftir eins og henni ber. Laust fyrir helgi hélt ríkis- stjórnin enn einn blaðamanna- fundinn til að kynna atvinnu- átak, sem rétt eins og öll hin eiga að skila þúsundum starfa. Slíkir fundir eru fyrir löngu orðnir aðhlátursefni. Margur hefur gert sér til gamans að leggja saman slík loforð ríkis- stjórnarinnar síðastliðin þrjú ár. Ef helmingurinn af þeim hefði verið efndur þá þyrfti vís- ast að flytja inn fólk til að manna öll þau störf sem lofað var að skapa. En minna en ekk- ert hefur orðið úr. Þau störf sem á hinn bóginn hefðu orðið til án afskipta rík- isvaldsins hafa hins vegar ekki komið vegna þess, að ríkis- stjórnin setti aftur og aftur steina í götu slíkra áforma. Er sama hvert horft er. Og sama gildir um viðleitni einstaklinga til að fá nýja viðspyrnu eftir áföll sem margur hefur orðið fyrir. Ungur þingmaður flutti framsýna tillögu í upphafi þessa kjörtímabils um að tryggja flýti- meðferð dómstóla í málum sem sneru að grundvallar- spurningum sem varða almenning miklu. Ekki síst það fólk sem berst við skuldir sem tóku stökk- breytingum í kjölfar banka- hrunsins. Þessi þarfa tillaga var kæfð á þinginu, eins og kunnugt er. Nú, þremur árum síðar, eru stjórnarliðar að tala um að samþykkja slíka tillögu. Þeir eru ekki lengra komnir. En þeir halda þinginu uppi í snakki um furðuhluti kvöld eft- ir kvöld á lokadögum þess. Fyrir fáeinum vikum var þinginu haldið í gíslingu af stjórnarliðinu til að klára heim- ild til að eyða enn hundruðum milljóna króna, sem er brýn þörf fyrir annars staðar, í óþarft hringl með innra kerfi stjórnarráðsins. Áður var búið að eyða hundruðum milljóna króna í slík verk. Til þess að geta sóað slíkum fjármunum tryggir ríkisstjórnin t.d. að læknislaust sé heilu dagana í þeim héruðum sem liggja fjærst bráðaþjónustu heilbrigð- iskerfisins! Og nú er þinginu haldið frá nauðsynjamálum vegna þess að ríkisstjórnin vill að fá afgreidda tillögu um að láta þjóðina segja álit sitt á sérkennilegum drög- um að breytingum á stjórn- arskrá. En það eru hrein ósannindi. Ekkert slíkt stendur til. Ríkisstjórnin þorir ekki fyr- ir sitt litla líf, og smáttið er það, að sýna þjóðinni þann texta og láta hana kjósa. Í staðinn er bú- inn til einfeldningslegur spurn- ingalisti til hliðar við málið en atkvæðagreiðslan um hann hef- ur enga eiginlega merkingu. Líklegast er því að þjóðin muni leiða þennan óvitagang hjá sér. En þó mun þetta brölt kosta einar 200 milljónir í viðbót við þau hundruð milljóna sem þeg- ar eru farnar. Verður þá heill milljarður fokinn út í buskann til að kosta árásina á stjórn- arskrána. Það er opinbert leyndarmál að leikurinn í kringum þá árás er settur á svið til þess eins að fela að ríkisstjórnin á í því að- eins eitt erindi. Hún vill fá heimild til að semja frá þjóðinni drjúgan hluta af fullveldi henn- ar. Í því furðulega krossaprófi sem á að láta þjóðina fást við nú er þó ekki minnst á þetta atriði, sem allt bröltið snýst þó um! Þegar þannig er staðið að öll- um málum hlýtur illa að fara. Kannski þess vegna ákveður ríkisstjórnin að halda enn einn blaðamannafundinn um stór- brotið atvinnuátak. Það á að standa næstu þrjú árin. Rík- isstjórnin á eftir tæpt eitt. Svo hugsanlega gæti eitthvað gerst síðustu tvö ár „átaksins“. Krossaprófið sem þjóðin á að leysa snýst ekki um stjórnarskrárdrögin sem liggja fyrir} Átakanlegt átak E inhvern veginn er það svo, að allir knattspyrnuleikir Þjóðverja og Englendinga verða ákaflega dramatískir. Og það virðist einnig eiga við um viðureignir enskra og þýskra félagsliða. Það er eins og gjörvöll mann- kynssagan sé undir þegar gömlu heimsveldin eigast við. Á það er raunar bent í hinni stórgóðu bók „Why England Lose“ að í fimm af síðustu sjö heimsmeistarakeppnum var England slegið út af gömlum stríðsfjendum, ýmist Þýskalandi eða Argentínu. Þar kemur einnig fram, að Joe Gaetjens, sem skoraði sigurmarkið fyrir Bandaríkin gegn Englandi árið 1950, var af þýsk-haítískum uppruna. En Bretar hafa svo- sem háð orrustur við Bandaríkin líka. Og jafnan þegar England hefur verið slegið út, þá hefur óheppnin elt liðið. Fyrrnefndur Gaetjens skoraði af slysni er hann ákvað allt í einu að beygja sig og boltinn skoppaði af höfðinu á honum í markið, eins og Billy Wright, fyrirliði Englendinga, lýsti síðar. Goðsögn- in Gordon Banks fékk magakveisu fyrir leikinn gegn Vestur-Þjóðverjum 1970, Maradona skoraði með „hendi Guðs“ árið 1986, England tapaði í vítakeppni 1990 og 1998. Ronaldinho skoraði „óvart“ er hann ætlaði að gefa fyrir árið 2002 og Wayne Rooney hefði aldrei verið rek- inn út af fyrir að traðka á Carvalho ef Ronaldo hefði ekki snúist gegn liðsfélaga sínum frá Manchester. En óhætt er að segja að lánið leiki við ensku félagsliðin í viðureignum við erkióvinina þýsku. Sumir segja sigur Manchester United á Bayern München vorið 1999 leik aldarinnar, en þá var þýska lands- liðsfyrirliðanum Lothar Mattheus skipt út af „heiðursskiptingu“ þegar örfáar mínútur lifðu af leiknum og Bayern var marki yfir. Það hef- ur nætt um hann á hliðarlínunni er hann fylgd- ist með Sheringham og Solskjaer skora fyrir United þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma og hrifsa bikarinn af Bayern. Og það hefur hríslast ónotahrollur um þýska landsliðsmanninn Thomas Müller eftir að hon- um var skipt út af í leiknum gegn Chelsea á laugardag. Þá hafði hann komið Bayern yfir, skammt var til leiksloka og sigurinn virtist í höfn. Þar til Didier Drogba lyfti sér hæst í vítateignum og skallaði í markið. Það var fyrsta hornspyrna Chelsea, en Bayern hafði fengið sautján hornspyrnur og ekki náð að nýta neina þeirra. Það er gáfulegra að útkljá málin í fótbolta en stríði. Á því hafa Evrópubúar áttað sig. Stundum er heppnin með, stundum ekki. Merkilegt nokk, þá vann Chelsea víta- keppnina. Áður var það trú manna að Þjóðverjar töpuðu ekki vító, eins og sonur minn kallar það. Drogba innsigl- aði sigurinn. Ég á góðan nágranna, Óskar Hrafn Þor- valdsson, sem ég spyr gjarnan um fótbolta. Fyrir úr- slitarimmu Manchester-liðanna undir lok tímabilsins sagði hann að United ætti einfaldlega ekkert svar við miðjumanninum öfluga Yaya Toure. Það kom á daginn. Fyrir leik Chelsea gegn Bayern sagði hann að úrslitin yltu á Drogba – hann væri stórleikjamaður. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Heimsveldin eigast við STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áfiskmörkuðum hafa í vorfengist 70-75 krónur fyrirkíló af hrognalausri grá-sleppu. Aflaverðmæti grá- sleppunnar á vertíðinni gæti því orð- ið rúmlega 300 milljónir króna og útflutningsverðmætið rúmlega tvö- föld sú upphæð, samkvæmt áætlun Arnar Pálssonar, framkvæmda- stjóra Landssambands smábátaeig- enda. Þessi verðmæti skipta grá- sleppukarla verulegu máli og ljóst að á þennan hátt fá þeir fyrir olíu á bátana og rúmlega það. Í heild nam útflutningsverðmæti grásleppu og hrogna rúmum 2,6 milljörðum í fyrra. Nú eru grásleppukarlar í fyrsta skipti skyldugir að koma með fiskinn allan að landi, en ekki aðeins hrogn- in, sem eru eftir sem áður verðmæt- asta afurðin. Grásleppan er því ekki lengur skorin um borð í bátunum, heldur fer sú vinna að mestu fram í landi og hefur skapað atvinnu. Markaðir hafa á síðustu árum opn- ast fyrir grásleppu í Kína. Útlit er fyrir að vertíðin í ár verði í góðu meðallagi og afli gæti orðið hátt í tólf þúsund tunnur. Það er nokkru betra en var í fyrra, en talsvert fyrir neðan metárið 2010. Meðalvertíð undanfarin 10 ára hefur gefið tæplega 11 þúsund tunnur. Fiskistofa hefur í ár gefið út 309 leyfi til grásleppuveiða og er það 10 leyfum færra en á sama tíma í fyrra. Hver leyfishafi má veiða grásleppu í 50 daga og er vertíð víðast hvar langt komin. Innanverður Breiða- fjörður er þó undantekning, en þar mátti leggja grásleppunetin í gær. Einhverjir þeirra sem sækja á þessi mið byrjuðu vertíð fyrir utan línu, en færa sig nú innar í Breiðafirðinum. Áætlanir um afla á vertíðinni miðast við meiri veiði á innanverðum Breiðafirði heldur en á síðasta ári, sem hafði oft verið betri. Hrognin unnin í kavíar Kavíar er unninn úr grá- sleppuhrognum í fjórum verk- smiðjum hér á landi, en einnig í verksmiðjum í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Spáni. Mest af kavíarnum er síðan selt til Frakk- lands og Svíþjóðar, en einnig víðar í Evrópu. Örn segir að á markaðnum virðist vera tilhneiging hjá framleið- endum til að bjóða lægra verð held- ur en í fyrra, en þá fengust 190-200 þúsund krónur fyrir tunnuna. Örn segist ekki sjá rökin fyrir verðlækkun þar sem grásleppu- vertíð bæði í Grænlandi og Noregi sé lakari en var á síðasta ári. Grá- sleppusjómenn séu tæpast tilbúnir í verðlækkun og þá sé spurning hvort menn leiti annarra kaupenda. Eftir- spurn sé eftir hrognum í heiminum og þá í aðrar afurðir en kavíar, sem grásleppuhrognin hafi nánast ein- göngu verið notuð í. Menn séu stöð- ugt að leita markaða fyrir utan hinn hefðbundna Evrópumarkað og hugsanlega sé slík tækifæri að finna í Kína. Miklar sveiflur í veiðinni Miklar sveiflur hafa verið í grá- sleppuafla síðustu áratugina. Árið 2010 voru veidd um 8.700 tonn af grásleppu sem er mesti afli síðan ár- ið 1987. Afli náði hámarki árið 1984 og varð um 13 þúsund tonn, en var í lágmarki árið 2000, um 2.500 tonn. Aflinn 2010 var um 50% meiri en árin 2008-2009 og um 40% hærri en meðalafli áranna 1971-2009. Þref um hrognaverð, olía fyrir grásleppu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Frá Siglufirði Vinnsla á grásleppu hefur skapað vinnu í landi, en fram til þessa hafa sjómenn yfirleitt skorið grásleppuna um borð í bátum sínum. Í skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar á síðasta ári er fjallað um ástand stofnsins og segir að ým- is atriði valdi áhyggjum. Þau eru helst talin aukin sókn, lækkun afla á sóknareiningu, lækkun stofnvísitalna beggja kynja (grá- sleppu í lífmassa, rauðmaga í fjölda) og hækkun vísitölu veiði- hlutfalls. Stofnunin lagði því til talsvert minni afla en útlit er fyr- ir að veiðist í ár. Niðurstöður vorralls voru hins vegar jákvæðar en um gráslepp- una segir í frétt frá Hafró: „Magn hrognkelsis í vorralli jókst á ár- unum 2001-2006, en hefur farið minnkandi síðan. Rallvísitalan nú hækkaði nokkuð frá fyrra ári þegar hún var í lág- marki og er nú svipuð og árin 2009-2010.“ Ýmis atriði valda áhyggjum LAGÐI TIL MINNI AFLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.