Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég byrjaði minn kaffi-barþjónsferil á kaffihúsi íReykjavík sem heitirKaffi Roma, en svo flutt- ist ég til Svíþjóðar og vann þar sem kaffibarþjónn um tíma. Ég flutti aftur heim á hinu margumrædda hrunári 2008, og stofnaði ári seinna fyrirtæki ásamt tveimur öðrum sem heitir Kaffibíllinn ehf., en það er kaffihús á hjólum. Þar hef ég unnið á sumrin enda einvörðungu sumar- starfsemi, en verið í háskólanámi á veturna,“ segir Hrönn Snæbjörns- dóttir en hún stóð fyrir málþingi nýverið í samstarfi við Kaffi- barþjónafélag Íslands. Yfirskrift málþingsins var: Hinir ólíku vegir til kaffibollans, og var kaffimenning Íslendinga skoðuð frá ýmsum hlið- um. Ræddu nokkrir af reyndustu kaffibarþjónum landsins um fjöl- margt sem tengist kaffi, allt frá samskiptum við kaffibændur í fjar- lægum heimsálfum til samskipta og tryggðar viðskiptavina hér á landi. Málþingið var hluti af lokaverkefni Hrannar í hagnýtri menningar- miðlun við sagnfræði- og heim- spekideild Háskóla Íslands. Áríðandi að baunir séu ný- malaðar þegar hellt er upp á Hrönn segir það hafa verið gaman að geta sameinað kaffiáhuga sinn og námið í þessu lokaverkefni. „Mér fannst kjörið að halda mál- þing um íslenska kaffimenningu af því að mér fannst vanta að varpa ljósi á hina ungu fagstétt kaffibar- þjóna. Á málþinginu fjölluðum við um þjónustu á kaffihúsum, hvernig viðskiptavinurinn og kaffibarþjónn- inn tala saman og einnig var fjallað um grunnþætti í kaffigerð. Til dæmis er athyglivert að hún er aft- ur orðin vinsæl gamla góða aðferðin að hella upp á kaffi í gegnum trekt. Og það er mjög mikilvægt að kaupa gott hráefni því það skiptir öllu máli í kaffigerð að hráefnið sé gott og baunirnar nýmalaðar. Enn eitt at- riðið sem skiptir máli er að hafa rétt hlutföll milli vatnsmagns og kaffimagns þegar hellt er upp á.“ Þurfa að vita allt um kaffið Hrönn segir að Íslendingar séu mjög framarlega þegar kemur að kröfum um gæðakaffi og þeir verða æ meðvitaðri um hvað þeir setja í kaffibollann sinn. „Fólk sem kaupir sér kaffisopa á kaffihúsum gerir kröfur um að fá þar gott kaffi og treystir sínum kaffibarþjónum til að standa undir nafni þegar þeir laga kaffið. Þeir sem vinna á kaffihúsum þurfa því að huga að mörgum þátt- um öðrum en þeim að vanda til verka þegar kaffið er lagað. Góður kaffibarþjónn þarf að vita allt um kaffið sem boðið er upp á og þekkja uppruna hráefnisins. Tengslin við kaffibóndann sjálfan eru alltaf að verða sjáanlegri, sum kaffihús á Ís- landi versla meira að segja beint við kaffibændur og vita nákvæmlega frá fyrstu hendi hvernig kaffið er unnið, brenna það sjálf og afgreiða Ást og umhyggja skipta máli í kaffi Íslendingar eru mjög framarlega þegar kemur að kröfum um gæðakaffi og þeir verða æ meðvitaðri um hvað þeir setja í kaffibollann sinn. Mjólkurkaffidrykk- irnir latte og cappucino sem voru hvað vinsælastir eru að víkja fyrir svörtu. Hrönn Snæbjörnsdóttir hélt nýverið málþing um kaffimenningu Íslendinga. Ljósmyndir/Berglind Mari Valdimarsdóttir Hrönn Sameinaði kaffiáhugann og námið í lokaverkefni sínu við háskólann. Á vefsíðunni canadianliving.com er hægt að finna innblástur að ýmsum skemmtilegum hlutum sem kryddað geta hversdaginn. Ef þú ætlar t.d. að baka bollakökur um helgina get- ur þú fundið hugmyndir að fallegum skreytingum á kökurnar á þessari vefsíðu. En þar er lesendum kennt að búa til býflugur og litrík blóm úr pappír, líma á pinna sem stungið er í kökurnar. Einföld en frábær hug- mynd í barnaafmælið eða sum- arpartíið. Hagkvæm ráð er líka að finna á vefsíðunni eins og t.d. hvernig spara megi í matarinn- kaupum. Á canadianliving.com er líka að finna helling af girnilegum uppskriftum þar á meðal tíu skot- heldar uppskriftir að hamborgurum. Það er hægt að gleyma sér á þess- ari vefsíðu enda er hún suðupottur af öllu því er viðkemur daglegu lífi okkar. Vefsíðan www.canadianliving.com Morgunblaðið/Frikki Matarinnkaup Hagkvæmt og gott er að nýta sér matarmarkaði. Innblástur fyrir daglegt líf Á morgun, þriðjudag, eru loka- tónleikar fyrir sumarfrí í tónleikaröð Edrúhallarinnar, Kaffi, kökum og rokki og róli. Langi Seli og Skuggarnir munu koma fram sem og Retrobot, sem eru nýbakaðir sigurvegarar Músíktilrauna. Gera má ráð fyrir að rokkabillígleðin verði við völd hjá Sela og félögum og að næg orka verði meðal ungviðisins í Retrobot. Tónleikaröðin fer svo í sum- arfrí en verður með viðvist á sum- arhátíð SÁÁ í ágúst. Fyrir þá sem ekki vita er Edrúhöllin í Efstaleiti 7 og hús- ið verður opnað 20. Tónleikar hefjast 20.30. Kostar aðeins 500 kr. inn og nóg til af kaffi og kökum. Endilega … … njótið Sela og Retrobot Morgunblaðið/Ernir Góður Langi Seli er ofursvalur. Marianne Christensen sagnaþulur, dáleiðslutæknir og leiðbeinandi segir viskusögur í Merkigili á Eyrarbakka næstkomandi föstudagskvöld 25. maí kl 20. Yfirskrift sagnakvöldsins er: Geta sögur heilað og læknað? Marianne er dönsk og hefur undan- farin ár notað menntun sína sem sagnaþulur, dáleiðslutæknir og NLP- leiðbeinandi. Marianne ætlar að deila sögum af því hvernig hún tókst á við sorgina þegar maður hennar veiktist og féll frá. Að auki gefst tími til að ræða saman um hvernig sögur geta verið læknandi. Marianne segir sögur sínar á ensku. Einnig koma fram þær Jóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir og Áslaug Jóhannesdóttir. Jóhanna er kennari og sjúkraliði og hefur mikla og góða tilfinningu fyrir skjólstæð- ingum sínum. Jóhanna segir sögu af því hvað kom henni á lappirnar eftir stofnfrumuskipti. Áslaug nuddari, heilari, dáleiðslutæknir og sagnaþul- ur deilir heilunarsögum sínum. Sögur geta aukið skilning, bent á leiðir til að bregðast við aðstæðum á nýjan hátt og geta verið umbreytandi. Sagnakvöld í Merkigili Geta sögur heilað og læknað? Sagnaþulur Marianne Christensen segir viskusögur. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.