Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • 14 nátta ferð - einstakt tækifæri Benidorm Frá kr. 109.900 með fullu fæði Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 14 nátta ferð til Benidorm þann 5 júní. Í boði er m.a. Mont Park hótelið með fullu fæði. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í sumar- byrjun á Benidorm á ótrúlegum kjörum. Allra síðustu sætin 5. júní Hotel Mont Park Kr. 109.900 - með fullu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi með fullu fæði í 2 vikur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með fullu fæði kr. 139.900. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. HHH Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eyða þarf mörgum óvissuþáttum í at- vinnulífinu eigi að skapast góð skil- yrði fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum. Um þetta eru bankastjór- ar stóru bankanna sammála. Áform um eignasölu eru rakin í nýrri fjárfestingaráætlun ríkisstjórn- arinnar en þar er áætlaður hluti rík- isins í eigin fé í Landsbankanum um síðustu áramót metinn á 162,3 millj- arða, 14,4 milljarða í Arion banka og 6,1 milljarð í Íslandsbanka, saman- lagt 182,8 milljarða króna. Til samanburðar eru útlán bank- anna þriggja til útgerða áætluð um 300 milljarðar og er hlutur Lands- bankans 135 milljarðar. Fjármagna á umrædda áætlun með sölu eignarhluta ríkisins í bönk- unum og nýju veiðileyfagjaldi. Áhrif gjaldsins á rekstur útgerða gæti sett strik í reikninginn og áætl- að verðmæti eignarhlutanna. Byrja á „litlu hlutunum“ Dagur B. Eggertsson, varafor- maður Samfylkingar, hefur sagt að horft sé til greiningar Bankasýslu ríkisins í söluferlinu, þ.e. að farið verði í „sölu á litlu hlutunum í Arion banka og Íslandsbanka fyrst og síðan hluta af Landsbankanum rólega“. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að enn sé talsvert í nýskráningu í kauphöllinni. „Eins og við höfum sagt held ég að Arion banki sé kominn í þá stöðu að geta verið áhugaverður fjárfestingar- kostur fyrir fagaðila. Ég tel hins veg- ar að það sé ekki komið að því að skrá bankann á hlutabréfamarkað og dreg raunar í efa að það sé hægt með aðra banka. Ekki í bili. Öll óvissa í um- hverfinu gerir eignasölu sem þessa erfiðari en ella. Það er því mikið atriði að létta af óvissu. Þá verða markmið um sölu eignahluta í bönkunum væn- legri. Það er óvissa á mörgum sviðum. Það er mikil óvissa um gengisdómana sem og um fiskveiðistjórnunarfrum- vörpin. Almennt er mikil óvissa um nýtingu á auðlindum. Þá er óvissa um afléttingu gjaldeyrishafta, svo ég nefni enn annað dæmi af mörgum. Það er því mikilvægt að fækka óvissuþáttum,“ segir hann. Myndu lenda í greiðsluvanda Má í þessu samhengi rifja upp að í umsögn bankans um fiskveiðistjórn- arfrumvörpin segir að fyrirhuguð veiðigjöld muni „veikja stöðu fyrir- tækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar“. Talið berst að hugsanlegri sölu á bréfum í bankan- um til almennings og telur Höskuld- ur þá rétt að stilla væntingum í hóf. „Hvað snertir hlutabréfamarkað held ég að menn eigi að vera með hófsam- ar væntingar og spara hástemmdar yfirlýsingar í þeim efnum. Þetta er að gerast heldur hægar en vonast var til. Það er aðeins ein nýskráning komin frá hruni, nýskráningin á Hög- um sem tókst mjög vel. Það eru áform um að ljúka fleiri skráningum á þessu ári og ég held að hægt sé að vera bjartsýnn á að það gangi eftir.“ Eigið fé sterkt Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka, sér einnig fyrir sér að eignarhlutur ríkisins í bankanum verði seldur til fagfjárfesta. Hvað varðar tímasetningu á nýskráningu í Kauphöllinni sé það eigandans að ákveða hana. „Ég tel Íslandsbanka góðan fjárfestingarkost. Það er hins vegar mikilvægt að eyða óvissu um sjávarútvegsmálin og gengisdómana. Eigið fé bankans er sterkt eins og áð- ur hefur komið fram í umræðum um kvótamálin og gengisdómana,“ segir Birna og svarar því aðspurð að sam- þykkt fyrirhugaðra fiskveiðistjórn- unarfrumvarpa yrði að óbreyttu „áfall“ fyrir bankann. „Við höfum reyndar líka sagt að við erum með mjög sterk sjávarútvegs- félög í viðskiptum og erum því bjartsýn á að geta unnið þetta með þeim.“ Horfa til stórra fagfjárfesta  Bankastjórar stóru bankanna þriggja telja nokkurn tíma í nýskráningu á hlutabréfamarkaði  Ríkið hyggst selja hlut sinn í Arion banka og Íslandsbanka fyrst  Kvóta- og gengismál valda óvissu Mikil verðmæti Hlutur ríkisins í eigin fé stóru bankanna þriggja er metinn á ríflega 180 milljarða króna. Við það bætist eiginfjárstyrking Landsbankans. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er verið að kaupa stuðning. Það á að framlengja líf ríkisstjórnar- innar,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um nýja fjárfest- ingaáætlun stjórnvalda, nánar til- tekið þau áform að verja auknu fé til samgangna á landsbyggðinni, m.a. með fé sem sótt verður í veiðigjöld. Fram kemur í áætluninni, í liðn- un Fjármögnun með sérstöku veiði- gjaldi, að verja eigi 7,5 milljörðum til samgangna á árunum 2013-2015, með sérstaka veiðigjaldinu sem ætl- unin er að leggja á útgerðina. Halldór gagnrýnir harðlega að fyrirhugaðar samgöngu- bætur, þar með talið jarðgöng, skuli skilyrtar með þessum gjöldum, en hann tekur fram að hann tjái sig um málið per- sónulega en ekki sem formaður samtakanna sem hann fer fyrir. Óvissa um fjármögnunina „Það er illa gert hjá stjórnvöld- um að stilla málum upp á þennan hátt, fyrir utan að fulltrúar stjórn- valda hafa sjálfir sagt að það þurfi að endurskoða veiðigjöldin. Það er því mikil óvissa um fjármögnun fjárfest- ingaáætlunarinnar. Svo er rangt að ofurskattleggja eina atvinnugrein til að koma öðrum af stað. Ég tel að það muni koma niður á landsbyggðinni. Annars vegar með því að soga pen- inga úr atvinnugrein sem ella færu í nýsköpun og þróun og svo hins veg- ar með loforði um að rétta pínulítið af þeim fjármunum til baka. Ég tek þó fram að í tillögunum er að finna ýmislegt jákvætt. Ég geri hins vegar athugasemdir við fjármögnunina.“ Atkvæðakaup og liður í að framlengja líf stjórnvalda  Veiðigjöld borgi jarðgöng Skapandi greinar » Í fjárfestingaáætluninni er tilgreint í hvað fé sem fæst með arði og eignasölu verður varið í á árunum 2013-15. » Eiga þar af 2,2 milljarðar króna að fara í skapandi grein- ar og 3,85 milljarðar króna í „græna hagkerfið“. Halldór Halldórsson ,,Ef sjávarútvegsfrumvörpin verða samþykkt í óbreyttri mynd hefði það mikil áhrif á Landsbankann. Þau draga úr virði bankans og þar með verðmæti eignarhluta rík- isins. Ég vona því að lögin verði þannig úr garði gerð að þau kosti samfélagið ekki of mikið og hafi ekki neikvæð áhrif á bankann og atvinnulífið,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. „Ég tel að það geti tiltölulega fljótt orðið af skráningu [í kauphöllinni], jafnvel strax á næsta ári. Mesta óvissan er í kringum gengislánadómana. Við þurfum að fá þau mál aftur fyrir okkur. Ríkið þarf sem stærsti eigandinn að hafa skýra framtíðarsýn með sinn eignarhlut, þannig að þeir sem kaupa hlut viti að hverju þeir ganga, hvernig ríkið hyggst haga málum og hversu hratt það ætlar að minnka sinn hlut í framtíðinni. Þeir sem eiga minnihluta í fyr- irtæki með ríkinu þurfa að hafa tryggingu fyrir því að þeir séu jafnsettir og þeir væru, ef þeir fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, m.ö.o. að það sé í lagi að eiga fyrirtæki með ríkinu og sömu leikreglur gildi um slík fyrirtæki og önnur á markaði. Því miður er tilhneiging til hins gagnstæða varðandi Landsbankann eins og málum er háttað. Hvað þetta varðar þurfa stjórnmálamennirnir að standa sig betur. Þegar þeir koma þessu í lag verður hins vegar hægt að laða fjárfesta að bankanum,“ segir Steinþór og víkur að auknu eigin fé ríkisins í bankanum. „Nýi Landsbankinn gerði samning við kröfuhafa í gamla Landsbankann vegna ákveðinna lánasafna. Þau hafa reynst verðmætari en talið var og mun ríkið að óbreyttu eignast stóran hlut þess hlutafjár sem gamli bankinn heldur á um næstu áramót þegar uppgjör mun eiga sér stað. Eigið fé ríkisins í bank- anum mun því væntanlega aukast úr ríflega 160 milljörðum króna í ársbyrjun og verður hugsanlega ríflega 200 milljarðar í lok þessa árs ef ekki koma til einhverjar kollsteypur eins og t.d. með samþykkt laga sem rýra verulega stöðu viðskiptavina bankans og þá um leið verðmæti hans.“ Veiðigjöldin myndu draga úr verðmæti eignarhluta ríkisins LANDSBANKINN VILL SKÝRARI FRAMTÍÐARSÝN Höskuldur Ólafsson Birna Einarsdóttir Steinþór Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.