Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 13
fyrr en um hálffjögur og þú getur ímyndað þér hvernig manni leið þá í maganum. Oftast var um að ræða soðna kjúklingalifur og kjúklinga- hálsa. Stundum hrísgrjónasletta með og grænmeti. Þetta var mjög lítill og ólystugur matur,“ segir hann og greinilegt að hann hryllir enn við. Þegar þarna var komið sögu var hann farinn að fá fé frá ættingjum og vini á Íslandi. Féð var sent frá utan- ríkisráðuneytinu, til sendiráðsins í Washington og þaðan til ræð- ismannsins en maðurinn hrósar þess- um aðilum öllum fyrir gott starf. Hann gat nú keypt sér meira af matvælum í fangelsinu. „Þá gat ég fyrst farið að borða almennilega, ég keypti mikið af eggjum og osti. Og við fengum meira af brauði en í hinu fangelsinu. Þarna var mjög góður geðlæknir og ég komst loksins á rétt geðlyf vegna geðrænna vandamála minna og er enn að nota nákvæmlega sömu geðlyf sem geðlæknir minn við Land- spítalann skrifar upp á,“ segir hann. Högg og spörk dundu á honum Aðbúnaðurinn var vissulega betri en ofbeldið var skammt undan. „Í þessu fangelsi varð ég fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu fanga- varða. Það varð vatnslaust á deildinni minni og ég fór til þess fangavarðar sem var á vaktinni og sagði honum að það væri vatnslaust. Hann sneri buxnavösunum úthverfum og sagði við mig: „Ég á ekkert vatn.“ Það fauk eitthvað í mig, ég hvessti mig og síðan var það bara búið. Ég hef kannski sagt eitthvað ógætilegt, ég man það ekki. Ég fór síðan til klefa míns, lag- aði mér kaffi og var að vefja mér síg- arettu, það var ódýrast að kaupa tób- ak sem maður vafði sjálfur en þá birtist skyndilega inni í klefanum hópur fangaverða og fremstur fór fangavörður sem bar titilinn in- spector. Hann sló mig með krepptum hnefa á vinstri vanga, þannig að aug- að sökk og vanginn varð helblár og bólginn. Síðan tóku þeir á mér og sneru mjög illa upp á hægri hand- legginn. Ég man að þeir drógu mig út úr klefanum og þá missti ég meðvit- und. Svo rankaði ég við mér, kominn um 50 metra frá deildinni minni, þar sem fangaverðirnir drógu mig áfram í handjárnum. Ég var dreginn inn á gang þar sem er engin eftirlits- myndavél og þar voru högg og spörk látin dynja á mér. Ítrekað var spark- aði í ökklana á mér. Á endanum féll ég í gófið við þungt högg í kviðinn. Við það varð ég að kasta þvagi og ein- hvern veginn tókst mér að toga bux- urnar niður og kasta vatni á gólfið. Þarna var ég geymdur eiginlega það sem eftir lifði dags, reyndar var ég tekinn úr handjárnunum en ég fékk hvorki mat né drykk,“ segir hann. „Um mánuði eftir líkamsárásina kom í heimsókn til mín vinur minn frá Íslandi og lét hann mér í té fatnað auk þess að kaupa handa mér nauð- synjar og leggja fé inn á reikning minn við verslun fangelsisins. Þetta var á afmælisdegi aldraðs föður míns og gladdi mig meira en orð fá lýst.“ Afleiðingar árásarinnar hrjá hann enn. „Ég er skaddaður á hægri oln- boga eftir þá, ég lyfti til dæmis ekki símaskrá með hægri handlegg. Vinstri ökkli er skaddaður og vinstra hné sömuleiðis. Ég fæ mikinn verk í ökkla og hné þótt ég gangi bara stutt- ar vegalengdir.“ Hann sækir enn meðferð hjá geð- lækni og bæklunarlækni. Fjárhag- urinn er slæmur og hann á ekkert fé til að endurgreiða ræðismanninum. „Vinir mínir og fjölskylda hafa staðið eins og klettar við bakið á mér frá því ég kom aftur til landsins og kann ég ekki nein orð til þakka þeim, en orð ein nægja ekki til.“ Nokkrum mánuðum eftir árásina lauk afplánuninni. Um leið var úr- skurður kveðinn upp um að hann mætti ekki snúa aftur til viðkomandi lands í um áratug. „Það er allt í lagi. Ég er ekkert á leiðinni þangað aftur.“ FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Da lve gu r esvegur SkógarlindSmáratorg hvammsvegur Re yk ja ne sb ra ut KORTIÐ GILDIR TIL 31. maí 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is. MOGGAKLÚBBSTILBOÐ BÓNSTÖÐIN BÝÐUR 50% AFSLÁTT AF ALÞRIFUM OG DJÚPHREINSUN TIL 31. MAÍ Opnunartími: mánud. - föstud. frá kl. 8:00–17:00. Laugardagar: sérpantanir. Bónstöðin, Dalvegi 16c, 201 Kópavogur, sími: 571 9900 / 695 9909. TILBOÐ 1 Alþrif á fólksbíl Fullt verð: 9.000 kr. Moggaklúbbsverð: 4.500 kr. TILBOÐ 3 Alþrif og djúphreinsun á fólksbíl Fullt verð: 16.000 kr. Moggaklúbbsverð: 8.000 kr. TILBOÐ 2 Alþrif á jeppa Fullt verð: 12.000 kr. Moggaklúbbsverð: 6.000 kr. TILBOÐ 4 Alþrif og djúphreinsun á jeppa Fullt verð: 22.000 kr. Moggaklúbbsverð: 11.000 kr. VIÐ ERUM HÉR FRAMLENGTTILBOÐ! Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri rekstrar- og þjón- ustusviðs utanríkisráðuneytisins, segir að ráðu- neytið aðstoði íslensku fangana á ýmsan hátt, m.a. við að fá lögmann og gætir að því að fylgt sé alþjóðlegum reglum um réttindi handtekinna manna. Ísland er nú með 21 sendiskrifstofu eða fastanefndir erlendis og því lendir það oft á herð- um kjörræðismanna Íslands (heiðurskonsúla), sem eru alls um 250 talsins, að aðstoða Íslend- ingana. Þá biðji ráðuneytið oft sendiráð annarra norræna ríkja um að veita Íslendingum aðstoð. Pétur segir að það geti verið vandkvæðum bundið fyrir Íslending sem er dæmdur til refs- ingar erlendis að fá leyfi til að afplána dóminn hér á landi. Ísland er aðili að samningi Evrópu- ráðsins um flutning dæmdra manna og fullnustu refsinga, eins og flest önnur Evrópuríki og nokk- ur ríki utan álfunnar einnig. Ef Íslendingur er dæmdur til refsingar í landi sem er aðili að samn- ingnum hefur hann rétt á að óska eftir flutningi til Íslands. Öðru máli gegnir um þau lönd sem ekki eru aðilar að samningnum, þá eru engin slík réttindi til staðar, m.a. Taíland, Perú, Brasilíu og fleiri ríki S-Ameríku. „Við höfum reynt að fá ís- lenskan fanga fluttan frá Brasilíu en viðbrögðin þaðan voru þau að fyrst þyrfti að gera samninga um flutning dæmdra manna og fullnustu refs- inga.“ Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um aðstæður í fangelsinu í Taílandi þar sem íslensk- ur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi. Pétur segist ekki geta rætt um málefni ein- stakra fanga, nema þeir hafi sérstaklega falið ráðuneyti að gera það. Á almennum nótum geti hann þó sagt að fordæmi séu fyrir því að menn sem eru dæmdir í fangelsi í Taílandi geti afplánað hluta af dómnum í sínu heimalandi. Forsenda fyr- ir slíku sé að samningur um flutning dæmdra manna sé í gildi. Gerð slíks samnings er nú í undirbúningi við Taíland og önnur ríki. Erfitt að fá flutning ef samningur er ekki fyrir hendi KEMUR OFT Í HLUT HEIÐURSKONSÚLA AÐ AÐSTOÐA ÍSLENDINGA SEM LENDA Í FANGELSI ERLENDIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.