Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 23
leiklistinni um skeið, starfar sjálf- stætt við menningarráðgjöf og er framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands. Félagsstörf Hallmar var fulltrúi nemenda í stjórn Dramatiska Instituted, fulltrúi D.I. í Nordiskt scenskoleråd, í stjórn Íslendingafélagsins í Stokk- hólmi. Þá var hann í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands, í stjórn Sænsk – íslenska félagsins í Reykja- vík, í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík, í stjórn Leiklist- arsambands Íslands, í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi (lengstum for- maður eða gjaldkeri). Hann var einn- ig stjórnarformaður Stak ehf., fulltrúi nemenda í Háskólaráði Við- skiptaháskólans á Bifröst. Hann hef- ur setið í nokkrum fagráðum við út- hlutun styrkja á vegum Menningarmálanefndar Reykjavík- urborgar (síðast formaður fagráðs 2007). Hann var fulltrúi Reykjavík- urborgar í samráðsnefnd um starf- semi leikhópa í Borgarleikhúsinu, sat í ýmsum samningarnefndum, m.a. fyrir Félag leikstjóra á Íslandi og Ríkisútvarpið. Hann var formaður kynbótanefndar Sörla og Sóta, for- maður fræðslunefndar Sörla, hefur annast ýmis dómnefndarstörf, s.s. vegna í leikritasamkeppni EBU vegna Prix Europa í Berlín í þrjú ár og í dómnefnd 2008 vegna framlags Íslands til Norrænu leikskáldaverð- launanna. Hallmar og hestarnir Hallmar ólst upp við hesta- mennsku föður síns og erfði áhuga hans hestum. Hann hefur haldið hesta nánast alla tíð en þau hjónin eru með hesthús í Hafnarfirði og að- stöðu í Borgarfirði fyrir útbeit og úti- göngu. Þá má geta þess að Hallmar hefur verið gæðingadómari á hestamótum. Þau hjónin eiga sumarhús í Hey- holti í Borgarfirði þar sem Hallmar málar og þau njóta náttúrunar. Fjölskylda Eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir, f. 30.6. 1953, arkitekt. Foreldrar hennar: Sigþór Þór- arinsson, látinn, bóndi og hreppstjóri í Einarsnesi í Borgarhreppi í Mýr- arsýslu, og Sigríður Guðmunds- dóttir, húsfreyja en þau eru bæði lát- in. Dóttir Hallmars og Sigríðar er Herdís, f. 10.9. 1972, lögmaður í slit- astjórn Landsbankans, búsett í Kópavogi en maður hennar er Magn- ús Orri Schram og er dóttir hennar Sigríður María Egilsdóttir en sonur Herdísar og Magnúsar Orra er Hall- mar Orri Schram. Systkini Hallmars: Katrín, f. 1.9. 1957, söngkona og söngkennari og minkab. í Ásaskóla í Gnúpverja- hreppi en maður hennar Stefán Guð- mundsson, söngvari, söngkennari og minkab.; Aðalbjörg, f. 23.2. 1964, læknaritari, búsett á Húsvík, en maður hennar er Ragnar Emilsson rafvirki. Foreldrar Hallmars eru Sigurður Hallmarsson, f. 24.11. 1929, fyrrv. skólastjóri og fræðslustjóri, og Her- dís Kristín Birgisdóttir, f. 15.7. 1926, húsfreyja, þau eru búsett á Húsavík. Úr frændgarði Hallmars Sigurðssonar Jón Helgason vkm. á Húsavík Herdís Benidiktsdóttir frá Auðnum Kristín Jónsdóttir húsfr. á Túnsbergi Steingrímur Jónsson b. á Túnsbergi. Jóhanna Jóhannsdóttir húsfr, á Húsavík Sigurður Jónsson b. á Hrafnsst. í Kölduk. Guðrún Marteinsd. af HraunkotsættHallmar Sigurðsson Sigurður Hallmarsson fv. skólastj. og fræðslustj. á Húsavík Herdís Birgisdóttir húsfr. á Húsavík Birgir Steingrímsson skrifstofum. KÞ á Húsavík Aðalbjörg Jónsdóttir húsfr. á Húsavík Jónina K. Sigurðard. húsf. á Húsavík Hallmar Helgason sjómaður á Helgast. á Húsavík Helgi Flóventsson sjóm. eftirherma og skemmtikr. á Húsavík Guðrún Steingrímsdóttir söngkona á Húsavík Jóna Helgadóttir form.Verkakvennafél. Húsav. Kristrún Helgad. form. kvennréttindafél. Nönnu Hallmar Sigurðsson ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 85 ára Hulda Þorsteinsdóttir Pernille Alette Hoddevik 80 ára Edda Helgadóttir Örn Helgason 75 ára Sigrún I. Karlsdóttir 70 ára Grímur Markússon Hrefna H. Hagalín Sonja Sofie Danielsen 60 ára Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir Björg Jónasdóttir Hallmar Sigurðsson Haraldur Guðmundsson Martin Leonard Grabowski Páll Gunnlaugsson Víglundur Þorsteinsson 50 ára Aðalheiður Eiríksdóttir Anna Eðvarðsdóttir Anna Þóra Gísladóttir Björn Rúnar Albertsson Guðm. A. Hermannsson Guðný Björk Eydal Hafþór Björgvin Jónasson Hjördís Harðardóttir Hlynur Vigfús Björnsson Jónína Valgerður Reynisdóttir Sigurlaug B. Arngrímsdóttir Snæbjörn Jónsson Súsanna S. Forberg 40 ára Bjarni Sigurður Ásgeirsson Bjarni Þorsteinsson Brynja Bergsveinsdóttir Guðný Sigríður Björnsdóttir Helgi Már Björnsson Hilmar Ágústsson Hulda Björg Jóhannesdóttir Jón Björnsson Kristinn Hallur Sveinsson Linda Mary Stefánsdóttir Magnús Sæmundsson Sif Ásthildur Guðbjarts- dóttir Skúli Þórðarson Snjólaug Elín Árnadóttir 30 ára Avia Diane Earle Bjarni Aðalgeirsson Bryndís Ester Ólafsdóttir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir Hildur Jana Júlíusdóttir Hilmar H. Guðmundsson Hrund Jóhannsdóttir Ingvar Helgason Jón Gunnarsson Karen Ósk Sigþórsdóttir Magnús Björnsson Svala Bergmann Hjalta- dóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigfús ólst upp á Laxárdal. Hann starfar sem tæknimaður hjá tölvu- og rafeindaþjón- ustu Suðurlands og nem- ur kerfisfræði við HÍ. Maki Helena Steinþórs- dóttir, f. 1984, grunn- skólakennari. Sonur Hrafnkell Máni, f. 2010. Foreldrar Hörður Harð- arson, f. 1953 og María Guðný Gunnarsdóttir, f. 1953, bændur á Laxárdal. Sigfús Harðarson 30 ára Snædís Scheving Aðalsteinsdóttir fæddist á Egilsstöðum en ólst upp á Reyðarfirði. Hún er nemi í þroskaþjálfafræði við HÍ. Maki Óli Valur Guð- mundsson, f. 1980, hús- gagna- og húsasmiður. Sonur Hlynur Örn Óla- son, f. 2010. Foreldrar Anna Björg Björnsdóttir, f. 1961, og Aðalbjörn Scheving, f. 1953, d. 2009. Snædís S. Aðalbjörnsdóttir Torfi Hjartarson, tollstjóri ogríkissáttasemjari, fæddist áHvanneyri í Borgarfirði 21. maí 1902. Foreldrar hans voru Hjört- ur Snorrason alþm., skólastjóri á Hvanneyri og bóndi á Skeljabrekku og í Arnarholti í Stafholtstungum, og k.h., Ragnheiður húsfreyja. Hjörtur var sonur Snorra, b. á Skerðingsstöðum, bróður Sigríðar, langömmu Jóns M. Samsonarsonar handritafræðings. Meðal systkina Ragnheiðar var Ás- geir efnaverkfræðingur, Markús, b. í Ólafsdal, og Áslaug, móðir Ragnars H. Ragnar tónlistarmanns. Ragn- heiður var dóttir Torfa, skólastjóra í Ólafsdal Bjarnasonar. Bræður Torfa Hjartarsonar voru Snorri, skáld og bókavörður, og Ás- geir, kennari og bókavörður. Börn Torfa og k.h., Önnu Jónsdóttur hús- móður: Hjörtur, fv. hæstaréttardóm- ari; Ragnheiður, kennari og fv. rektor Menntaskólans í Reykjavík, Sigrún, sem var húsmóðir í Kanada, og Helga Sóley, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík. Torfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1930 og dvaldi í London við framhaldsnám 1930-31. Torfi naut mikils trausts sem traustur og vandaður embættis- maður, enda tollstjóri í Reykjavík á árunum 1943-72, sáttasemjari á sama tíma frá 1945 og til sjötíu og átta ára aldurs og oddviti yfirkjörstjórnar við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík á árunum 1949-70. Þá kom hann eitt sinn sterklega til greina sem borg- arstjóraefni sjálfstæðismanna og sem ráðherra í utanþingsstjórn. Hann varð fyrsti formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna sem var stofnað 27. júní 1930 og hélt eft- irminnilega ræðu á afmæli SUS á Þingvöllum, 1990. Þar mælti hann skörulega gegn ESB-aðild og sagði Íslendinga ekki hafa brotist undan Dönum til að láta þá stjórna sér aftur í gegnum Brussel. Torfi var látlaus og hressilegur í viðmóti, hélt góðri heilsu fram á elliár og ók eins og herforingi sínum hálfrar aldar gamla Willys-jeppa, er hann sjálfur var kominn á tíræðisaldur. Hann lést 8. október 1996. Merkir Íslendingar Torfi Hjartarson Torfi Hjartarson. 30 ára Ástmar Reynisson er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur. Hann starf- ar nú sem aðstoðarverk- efnisstjóri hjá íþrótta- og tómstundanefnd Hafn- arfjarðar. Maki Íris Ósk Jónsdóttir, f. 1991, nemi. Foreldrar Halldóra María Gunnarsdóttir, f. 1957, stuðningsfulltrúi á sam- býli og Einar Guðnason, f. 1958, bílamálari. Ástmar Reynisson 112 Grafarvogi - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is Kojur íbjarga málunum Margar stærðir og gerðir af kojum og rúmum, litlum og stórum, breiðum og mjóum fyrir barnaherbergið og sumarbústaðinn! Sérverslun með kojur og fylgihluti Vefverslun husgogn.is erum á Facebook Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.