Morgunblaðið - 21.05.2012, Side 32

Morgunblaðið - 21.05.2012, Side 32
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 142. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Aftur á forsíðu Playboy 2. Hent fram af svölum á 4. hæð 3. Banaslys í Skorradal 4. Á gjörgæslu eftir líkamsárás »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sýning á verkum eftir þýsk- svissneska listamanninn Dieter Roth verður opnuð í Galleríi Fold á föstu- daginn kemur kl. 17-19. Sýnd verða grafíkverk og verk unnin með bland- aðri tækni. Sýning á verkum Dieters Roths  Myndbands- verk, sem er upp- taka af tólf klukkustunda löngum óp- erugjörningi Ragnars Kjart- anssonar, Bliss, verður sýnt í fullri lengd á tjaldi á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag frá klukkan tólf á hádegi til miðnættis. Gestir geta komið og farið að vild meðan á sýningunni stendur. Tólf stunda langur gjörningur sýndur  Sópransöngkonan Hallveig Rún- arsdóttir og píanóleikarinn Antonía Hevesi flytja söngflokkinn Stúlkuna á heiðinni eftir Edvard Grieg í Norð- urljósasalnum á morg- un, þriðjudag, kl. 12.15. Þetta eru síð- ustu hádegis- tónleikarnir hjá Ís- lensku óperunni í vor. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Hallveig syngur Stúlkuna á heiðinni Á þriðjudag Austan og suðaustan 8-13 m/s. Rigning, einkum suð- austanlands en þurrt á Norðausturlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 3-9 m/s, en 11-17 við suður- og suðausturströndina. Rigning sunnan- og austanlands. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast suðvestantil. VEÐUR Nýliðar Skagamanna héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu. Þeir tóku á móti Kelflvíkingum og fóru með sigur af hólmi, 3:2, þar sem Garðar Gunnlaugsson skor- aði sigurmarkið á lokamín- útu leiksins. Akurnesingar hafa þar með unnið alla fjóra leiki sína á Íslands- mótinu og tróna í toppsæti deildarinnar. »2-5 Skagamenn á mikilli siglingu Chelsea-menn eru enn í sigurvímu eftir fyrsta sigur liðsins í Meistara- deild Evrópu. Lundúnaliðið vann Bay- ern München í dramtatískri víta- spyrnu- keppni í München þar sem Petr Cech og Didier Drogba voru hetjur liðs- ins. »7 Cech og Drogba tryggðu Chelsea Evrópubikarinn Þórsarar eru einir á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu eftir tvær um- ferðir en þeir lögðu Þrótt á heimavelli sínum um helgina. KA-menn gerðu góða ferð til Reykjavíkur þar sem þeir höfðu betur gegn Leiknismönnum og nýliðar Hattar náðu jafntefli gegn Haukamönnum fyrir austan. Hjörtur Júlíus Hjartarson var svo hetja Vík- inga í sigri gegn ÍR-ingum. »8 Þórsarar byrja vel í 1. deildinni í fótbolta ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skúli Hansen skulih@mbl.is Hjónakornin Barrie og Bungon O’Sul- livan giftu sig við hátíðlega athöfn í Kópavogskirkju síðastliðinn laugar- dag. Þetta væri raunar ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að þetta er fimmta brúðkaup þeirra hjóna á jafnmörgum árum. Barrie og Bungon giftu sig fyrst í Taílandi, heimalandi Bungon, fyrir fimm árum en síðan þá hafa þau ferðast einu sinni á hverju ári til þess að endurtaka leikinn. Þannig hafa þau gifst á Íslandi, í Papúa Nýju- Gíneu, Ástralíu og tvisvar í Taílandi. Veisluhöld í hvert skipti Að sögn Barries fagna þau brúð- kaupsdeginum almennilega í hvert skipti en að þessu sinni var brúð- kaupsveislan haldin á veitingahúsinu Lækjarbrekku. „Algjörlega. Við ger- um þetta almennilega. Við keyptum nýjan brúðarkjól á hana á Íslandi og ég keypti mér virkilega falleg kjólföt,“ segir Barrie spurður hvort þau end- urnýi brúðkaupsfötin í hvert skipti. Hann bætir við að giftingarhringarnir hafi einnig verið endurnýjaðir en brúðurin fékk splunkunýjan demants- hring fyrir brúðkaupið á Íslandi. Bar- rie segir þau hjónin jafnframt fara í nýja brúðkaupsferð eftir hvert brúð- kaup. „Við förum um næstu helgi á hótel uppi á íslenska hálendinu,“ segir Barrie. Spurður hvernig sú hugmynd að gifta sig aftur á hverju ári hafi komið til segir Barrie: „Við töldum að það myndi vera mjög rómantískt að giftast einu sinni á ári, fagna því sem endurnýjun ástar okkar. Okkur fannst þetta vera dásamleg hugmynd og eitt- hvað sem annað fólk gerir ekki.“ Að sögn Barries ferðast þau Bungon um með stórt og fallegt kerti sem er áletrað með nöfnum þeirra og dagsetningu upphaflega brúð- kaupsdagsins en þau kveikja á því á hverju ári þegar þau gifta sig að nýju. Hann segir þau hafa bæði gifst í kirkjum og að búddista sið en annað tveggja brúðkaupa þeirra í Bangkok fór fram að sið búddista. Uppáhaldsbrúðkaupið „Enn sem komið er þá er þetta brúðkaup í uppáhaldi,“ segir Barrie spurður hvaða brúðkaup sé hans uppá- haldsbrúðkaup. „Við fórum beint upp að eldfjalli, við fórum allan gullna hringinn og við höfum jafnframt skemmt okkur vel á skíðasvæðunum ykkar, við elskum skíðasvæðin,“ segir Barrie og bendir á að þau hafi einnig skoðað seli. „Einhver sagði við okkur að það væru engir rostungar á Íslandi en því er ég ósammála vegna þess að við tókum myndir af tveimur rost- ungum hér á Íslandi. Nema að hér séu vampýruselir, þeir voru með mjög stórar tennur.“ Gifta sig úti um heim allan  Barrie og Bungon O’Sullivan hafa gift sig fimm sinnum á jafnmörgum árum  Halda stórveislu í hvert skipti sem þau endurnýja ást sína hvort á öðru Morgunblaðið/Ómar Ástfangin Barrie og Bungon O’Sullivan giftast á hverju ári og fagna þannig endurnýjun ástar sinnar. „Yfirleitt eru þetta vinir og vanda- menn okkar vegna þess að vinnan mín dregur mig út um allan heim og því bjóðum við vinnufélögum, vinum o.fl. til þess að fagna með okkur,“ segir Barrie en hann er fæddur á Írlandi og starfar sem heilsu- verndar- og umhverfis- fulltrúi í olíu- og gasiðn- aði. Að sögn Barries mættu 42 gestir á Lækj- arbrekku síðastliðinn laugardag til þess að fagna nýjasta brúðkaupi þeirra hjóna. „Lækjarbrekka er ynd- islegur veitingastaður, yfir- kokkurinn og starfsfólkið voru dásamleg, maturinn var frábær og að mínu mati framúrskarandi,“ segir Barrie um brúðkaupsveisl- una. Spurður hvort hann og Bungon verði aldrei þreytt á þessu segir Barrie: „Nei, við elskum að vera saman.“ Hann segist ánægður með athöfnina. Kópavogskirkju segir hann einstaklega fallega, sérstaklega að innanverðu. Elska að vera saman YFIRLEITT VINIR OG VANDAMENN SEM FAGNA MEÐ ÞEIM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.