Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Hátækniherskip Stórt franskt herskip, Monge, liggur nú við akkeri úti fyrir ytri höfn Reykjavíkur. Skipið er nokkuð óvenjulegt útlits, alhvítt og búið fjölda gervihnattadiska. Að sögn Landhelgisgæslunnar hefur skipið heimild til nokkurra daga dvalar vegna rannsóknarstarfa við landið. Á vefsetrinu Military Today segir að Monge sé eitt örfárra fjarskiptaskipa í heiminum. Ómar Árið 2010 í október var á forsæt- isráðstefnu ESB undri forystu Belga sjónum beint sérstaklega að gigt- arsjúkdómum og öðrum stoðkerf- isvanda í Evrópu. Þetta var í fyrsta skipti sem málefni gigtsjúkra komst á dagskrá æðstu ráðamanna í Evrópu. Í yfirlýsingu frá ráðstefnunni má lesa að „langvinnir gigtarsjúkdómar og annar stoðkerfisvandi snertir líf nær fjórðungs allra Evrópubúa. Gigt- arfólk býr við skert lífsgæði, lík- amlega skerðingu af ýmsu tagi og oft ótímabæran dauðdaga. Gigt- arsjúkdómar eru dýrasti út- gjaldaliður heilsugæslu og fé- lagslegrar þjónustu. Í Evrópu einni hafa gigtarsjúkdómar í för með sér fjárhagslegar byrðar sem nema rúm- lega 240 milljörðum evra á ári í rík- isfjárlögum m.a. vegna kostnaðar við heilsugæslu, örorku, veikindaleyfa og ótímabærra starfsloka. Gert er ráð fyrir því að áhrif þessara sjúkdóma muni aukast gríðarlega vegna lýðfræðilegra breytinga og nýs lífs- stíls.“ Á ráðstefnunni gerðu sérfræðingar á sviði rannsókna, fulltrúar vísindafélaga, samtaka sjúklinga og stjórnvalda (sjúkra- og félagslegra trygginga- yfirvalda) aðildarríkj- anna, með sér sam- komulag um stefnumarkandi að- gerðir, er snertu um- bætur á þjónustu við gigtarfólk. Í samkomulaginu var fjallað um sértækar aðgerðir í Evrópu við þess- um stóra heilsufarsvanda. Ef litið er á tillögurnar má sjá að þær ná til sex sviða íhlutunar. Gigtarsjúkdómar og annar stoð- kerfisvandi verði forgangsmál við mörkun heilbrigðisstefnu. Réttindi sjúklinga til gæðaheilsugæslu og fullrar aðildar í fjár- mála- og félagslífi verði tryggð. Tillögur um snemmtækar forvarnir, s.s. hreyfingu, snemm- greiningu o.fl. Tillögur er varða gagnreynda meðferð og umönn- unarstaðla. Tillögur um þátttöku sjúklinga í mótun, framkvæmd og mati á þjónustu í heilsu- gæslu. Tillögur um aukna fjármögnun til rannsókna á sviði gigt- sjúkdómafræða. Tillögunum lauk svo með áskorun um gerð heildaráætlunar um gigt- arsjúkdóma á vegum ESB og að- gerðaáætlana á landsvísu. Tilefni upprifjunar á þessari merku ráðstefnu er sú vinna sem nú stendur yfir varðandi gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar og gilda á til 2020. Af þeim vinnubrögðum get ég ekki séð að gigtarsjúkdómar og ann- ar stoðkerfisvandi sé í nokkrum for- gangi við þá stefnumörkun. Gigt- sjúkir, þessi stóri hópur, á ekki sérstakan hóp sem vinnur að mál- efnum þeirra, eins og mér sýnist aðr- ir hópar hafa, en fullyrða má að þriðj- ungur heimsókna á heilsugæslu í landinu sé vegna þessa stóra vanda sem gigtin er. Hingað til hefur Gigt- arfélaginu verið boðin þátttaka í ein- um stórum fundi, einn fulltrúi í hópi sem vissulega tók fyrir vanda ákveð- ins hóps gigtarfólks, en þeir eru mun fleiri. Val fulltrúa sjúklingafélaga á þann fund hef ég ekki skilið, né lélega mætingu þeirra sem þangað var boð- ið. Í fyrri áætlun og fyrirmynd þess- arar nýju sakna ég markmiða á sviði annars stigs forvarna sem gigtsjúkir þurfa svo sannarlega á að halda, s.s. snemmgreiningu sjúkdómanna, á sviði viðhaldsendurhæfingar, og skyldu endurmenntunar heilbrigð- isstarfsfólks varðandi gigtina sér- staklega. Það má vera að í nýrri áætlun séu þessi atriði komin inn og fagna ég því þá innilega. En ég er nær fullviss um að svo er ekki. Því skora ég á þá sem að stefnumörkun þessari koma og velferðarráðherra að koma á lagg- irnar þverfaglegum hópi er móti þrjú til fjögur markmið sem lúta að gigt- arvandanum einum og sér og tekin verði inn í nýja heilbrigðisáætlun er gilda mun til 2020. Eftir Emil Thoroddsen »Evrópa hefur gert sér grein fyrir mikilvægi markvissrar stefnu- mörkunar á sviði gigtar. Eru þau vinnubrögð við- höfð við gerð nýrrar heil- brigðisáætlunar? Emil Thoroddsen Höfundur er framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands. Gigtarsjúkdóma á að taka alvarlega Vegna umfjöllunar sumra fjölmiðla um veiðar skipa í eigu Ís- lendinga við strendur Máritaníu og víðar langar mig til þess að leggja orð í belg. Ég legg ekki í vana minn að elta ólar við slíkan fréttaflutning og læt því greinarstúf þennan nægja. Helst er að skilja á þessum skríbentum að þarna fari samfélags- og umhverfisníðingar af verstu gerð og ekki bara í Máritaníu heldur einnig á Íslandi. Undirritaður tilheyrir sjálfur þessum hópi, ásamt ágætum vinum og félögum úr sjómannastétt. Hvergi hef ég séð nefndan ávinn- ing veiðanna fyrir Íslendinga og enn síður fyrir máritanska samfélagið. Ég leyfi mér því að benda á hreinar og beinar rangfærslur sem virðast hafa þann tilgang einan að sverta veiðarnar og þá sem að þeim standa. Ég bendi á losun afla skipanna sem landa á afmörkuðum svæðum uppi við land og undir eftirliti her- manna frá Máritaníu en ekki eftirlitslaust og þar sem best þykir henta útgerðinni. Það sama á við um áhafna- skipti, og móttöku að- fanga. Sagt hefur verið og skrifað að skip Íslend- inganna séu í sam- keppni við smábáta og beitt sé rányrkju og sóðaskap við auð- lindina. Því er líka haldið fram að heima- menn hafi engan hag af veiðunum. Stundum er seilst svo langt að bera saman þessar veiðar og landhelgisbaráttu okkar Íslend- inga en sá samanburður er út í hött eins og eftirfarandi staðreyndir sýna. Í fyrsta lagi: Allhá veiðigjöld eru greidd heimamönnum og veiðarnar eru í fullri sátt og samvinnu við þar- lend stjórnvöld. Í öðru lagi: 30% áhafna skipanna eru innfæddir sem njóta alla jafna aðbúnaðar og launa sem þeir ættu ekki annars kost á. Eftirlitsmenn frá Máritaníu eru einnig um borð í skip- unum á veiðum. Í þriðja lagi: Íbúar Afríku fá hlut- deild í aflanum, enda er hann seldur til framhaldsvinnslu í þessum lönd- um og oftast endar hann á borðum Afríkubúa. Í fjórða lagi: Skip í eigu Íslend- inga landa öllum afla í Máritaníu. Í flestum tilfellum skapar það atvinnu fyrir innfædda. Í fimmta lagi: Við hverja afskipun, er fátækum gefið ákveðið hlutfall af fyrsta flokks fiski. Hvort sú úthlutun skilar sér á rétta staði er háð stjórn- völdum hverju sinni og fyrir utan lögsögu þeirra sem að veiðunum standa og fiskinn gefa. Svona mætti lengi telja. Undirritaður hefur stundað veiðar á skipum í eigu og yfirstjórn er- lendra og íslenskra aðila. Ólíku er saman að jafna aga, metnaði og fag- mennsku Íslendinga og hinna sem minna kunna. Þeir sem gera út dýr skip verða að fá hæsta verð fyrir aflann. Því ber að sækja verðmæt- asta fiskinn og ég fullyrði að íslensk- ar áhafnir úti fyrir Máritaníu og víð- ar gera sitt besta til að mæta þeirri kröfu. Þennan fisk er oftar en ekki að finna á miklu dýpi þar sem smábáta- floti innlendra nær ekki, auk þess sækjast sjómenn í Máritaníu ekki eftir sömu tegundum og íslenskar áhafnir. Útgerðir frá ríkjum Evrópusam- bandsins og Kína eru hins vegar í beinni samkeppni við afríska sjó- menn um vissar tegundir. Íslensku skipin eru útbúin svo- kölluðum Argos- og Ais-staðsetning- artækjum sem senda til gervitungla upplýsingar um auðkenni, staðsetn- ingu, stefnu og hraða. Almenningur um heim allan og yfirvöld í viðkom- andi landi hafa því fulla yfirsýn yfir aðgerðir og ferðir skipanna. Það er því útilokað og fjar- stæðukennt að skipin fari inn á frið- uð svæði smábáta. Sumar útgerðir og skipstjórn- armenn hafa þá vinnureglu að koma aldrei nær landhelgislínum, sem yf- irleitt eru 12-13 sml. frá strand- lengju en 0,5-1,0 sml. til þess að forð- ast vandræði. Vissulega eru dæmi þess að menn hafi farið offari en það er sem betur fer fátítt. Namibía er gott dæmi um Afríkuríki hvar Íslendingar hafa komið að veiðum og vinnslu til hags- bóta fyrir þjóðfélagið í áratugi og er enn. Í Marokkó og Vestur-Sahara eru verksmiðjur í notkun sem Íslend- ingar komu á fót ásamt sjómönnum sem hafa tileinkað sér þekkingu um borð í íslenskum skipum og eru farn- ir að gera út undir eigin merkjum. Mikið hefur verið fjallað um málefni Vestur-Sahara eftir umdeilda inn- limun Marokkó á því svæði. Stór togskip í eigu og rekstri Íslendinga eiga almennt ekki veiðiheimildir þar, en það á hins vegar við um skip skráð í ríkjum Evrópusambandsins og Rússlandi. Í nafni niðurrifs og neikvæðrar umfjöllunar hafa menn leitað aftur til ársins 1993 er íslenskir togarar veiddu í Smugunni og við Svalbarða. Sá sem þetta ritar tók fullan þátt í þeim veiðum, en ekki sem ræningi og ribbaldi heldur vegna aflabrests á Íslandi og ekki síður í þeirri trú að þjóðinni bæri réttur til veiða á því svæði, bæði vegna sögunnar og ná- lægðar við miðin. Ríkjandi óvissu varð ekki eytt nema með aðgerðum sem voru um- deildar, en hafa orðið til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag allar götur síðan. Eftir Hallgrím Hallgrímsson » Þennan fisk er oftar en ekki að finna á miklu dýpi þar sem smábátafloti inn- lendra nær ekki, auk þess sækjast sjómenn í Máritaníu ekki eftir sömu tegundum og íslenskar áhafnir. Hallgrímur Hallgrímsson Höfundur er fyrrverandi skipstjórn- armaður við strendur Afríku og víðar. Ræningjar og ribbaldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.