Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Framtíð lífeyrismála á Íslandi RÁÐSTEFNA › GRAND HÓTEL REYKJAVÍK › mánudagur 21. maí 2012 › kl 13:00-16:00 DAGSKRÁ: 13:00 Setning: Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands 13:10 Uppbygging íslenska lífeyrissjóðakerfisins Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða 13:40 Lífeyrismál frá sjónarhorni vinnumarkaðarins Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ 14:00 Samspil lífeyrissjóða og almannatryggingakerfisins; horft til framtíðar Árni Gunnarsson, formaður nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins 14:20 Kaffihlé 14:50 Allt er gott sem endar vel Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins 15:10 Er framtíðin björt eða svört? Ásmundur Stefánsson, löggiltur ellilífeyrisþegi 15:30 Pallborðsumræður framsögumanna 16.00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Rannveig Guðmundsdóttir, formaður Samstarfsnefndar um málefni aldraðra og fv. ráðherra ALLIR VELKOMNIR – AÐGANGUR ÓKEYPIS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað við eigum margt sameig- inlegt þó að þetta séu ólíkir staðir að mörgu leyti,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, sem bindur miklar vonir við vinabæjarsamband Akureyrar og Denver í Colorado í Bandaríkj- unum, en viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð á dögunum. Um 20 manna sendinefnd frá Denver var á Íslandi fyrir skömmu og í kjölfarið fóru fulltrúar Akur- eyrar til Denver með fyrsta flugi Icelandair til Denver. „Þetta hefði aldrei komið til nema vegna beins áætlunarflugs Icelandair til Denver og vegna þess að Akureyri er orðin einn af áfangastöðum Icelandair á Íslandi,“ segir Eiríkur Björn um sambandið, en í yfirlýsingunni er lögð áhersla á samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og við- skipta. Hann bendir á að bæirnir eigi greinilega margt sameiginlegt á sviði menningarmála og það hafi berlega komið fram á nýliðnum dögum, bæði á Akureyri og í Den- ver. Borgarstjórnin í Denver leggi til dæmis áherslu á að koma listinni á framfæri með því að hafa lista- verk sýnileg, rétt eins og bæj- arstjórnin á Akureyri reyni að gera. Akureyri er útivistarbær og þar er Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Allt sem tengist útivist og heil- brigðu líferni er einkennandi fyrir Denver og nágrenni enda leggja heimamenn áherslu á að þeir séu þeir grennstu í Bandaríkjunum. „Mér finnst þessi útivistarvinkill mjög skemmtilegur og spennandi og hann er til staðar á báðum stöð- um þó ég sjái mig ekki vigta íbúa Akureyrar sérstaklega,“ segir Ei- ríkur. Svalasti borgarstjórinn Denver er þjónustuborg fyrir stórt útivistarsvæði og Eiríkur seg- ir að engum hafi dulist áhugi Mich- aels B. Hancocks borgarstjóra á að fá beint flug með Icelandair frá Ís- landi og þannig aukna tengingu við Evrópu. Hann hafi áhuga á að kynnast því hvernig samskiptin gangi milli borgarinnar og hinna ýmsu útivistarsvæða. Akureyri vilji nýta Akureyrarflugvöll með svip- uðum hætti til þess að þjónusta Norðurland og jafnvel stærra svæði. „Þetta er mjög spennandi samstarfsvettvangur,“ segir hann. Eiríkur segir að fyrstu kynni lofi góðu. „Denverbúar voru mjög góðir heim að sækja og mér fannst ég vera á heimavelli. Borgarstjórinn er engum líkur, sá svalasti sem ég hef hitt.“ Vinabæir á flugi í ferðamennsku  Akureyri og Denver stilla saman strengina Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tveir svalir Eiríkur Björn Björgvinsson segir að Michael B. Hancock, borg- arstjóri í Denver, sé engum líkur. Hann sé sá svalasti. Denver er 10. vinabær Akureyrar, en fyrir eru Álasund í Noregi, Lahti í Finnlandi, Randers í Dan- mörku, Västerås í Svíþjóð, Vogar í Færeyjum, Grimsby í Englandi, Murmansk í Rússlandi, Narsaq í Grænlandi og Gimli í Kanada, en samskiptin við Gimli hófust 1975 í tilefni 100 ára afmælis land- náms Íslendinga í Manitoba. Samstarf Akureyrar við nor- rænu vinabæjakeðjuna hófst 1953. Samstarfið hefur verið stöðugt, bæði formlegt og óformlegt með þátttöku bæjar- yfirvalda, félaga og hópa. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að samstarfið sé mest við norrænu vinabæina. Bæjarstjórarnir og fulltrúar bæjarstjórnanna hittist einu sinni á ári og fundurinn í ár verði á Akureyri í tilefni 150 ára afmælis bæjarins. Denver 10. vinabærinn VINABÆJAKEÐJA Samtök rann- sókna- og há- skólaneta í Evr- ópu eða Trans-European Research and Education Net- working Asso- ciation (TE- RENA) munu standa að árlegri ráðstefnu samtakanna í Háskólabíói dagana 21.-24. maí næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem ráð- stefnan er haldin á Íslandi. Ráðstefnan er sú stærsta og virt- asta sinnar tegundar í Evrópu en í ár verða haldnir fyrirlestrar m.a. um netöryggi, netleynd, grænan rekstur tölvukerfa, hvernig megi nota sam- tökin til frumkvöðlastarfsemi og framfara í efnahags- og samfélags- málum og hvernig tölvunet koma að smíði og þróun nýs stjörnusjónauka sem er í smíðum. Um 500 sérfræð- ingar, aðallega frá Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu, á sviði tölvuneta munu heimsækja ráðstefnuna og halda þar fyrirlestra. Terena-ráðstefnan haldin á Íslandi í fyrsta skipti Birgitta Jóns- dóttir, ásamt sex öðrum, stefndi á dögunum banda- rískum stjórn- völdum fyrir rétt í New York vegna nýrra laga sem gefa Banda- ríkjaher heimild til að handtaka almenna borgara hvar sem er í heiminum og hneppa í varðahald án dóms og laga, segir í tilkynningu frá Hreyfingunni. Dómsúrskurður í málinu var les- inn upp í síðustu viku þar sem segir að tvær greinar laganna standist ekki stjórnarskrá landsins og þar með talin sú grein sem segir til um varðhald án dóms og laga og því var fallist á lögbannskröfu sjö- menninganna sem fögnuðu nið- urstöðunni ákaflega. Birgitta sagði í samtali við vefinn The Sparrow Project að niðurstað- ann væri sigur fyrir allan almenn- ing og að hún styrkti tjáning- arfrelsi um allan heim. Vann mál gegn bandarískum stjórnvöldum Brigitta Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.