Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 26
Ljósmynd/GummiThor Leikskáldin Eva Björk Kaaber, Jón Atli Jónasson, Vilborg Ólafsdóttir, Eva Rún Snorradóttir, Sigtryggur Magnason og Hrafnhildur Hagalín eru höfundar fjögurra nýrra leikrita sem frum- sýnd verða á Listahátíð í dag og á næstu dögum í óvenjulegum leikrýmum. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Fjögur splunkuný leikrit frá óvæntum sjónarhornum verða frumflutt í dag og næstu daga á Listahátíð í Reykjavík. Um er að ræða verkin Trans eftir Sigtrygg Magna- son í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar sem frumflutt verður í Strawberries í Lækj- argötu í kvöld kl. 19, Viskí Tangó eftir Jón Atla Jónasson í leikstjórn Jón Páls Eyjólfs- sonar sem frumflutt verður í fornbókabúð- inni Bókinni á Klapparstíg annað kvöld kl. 20, Tókstu eftir himninum í morgun? eftir sviðslistahópinn Kviss Búmm Bang, sem skipaður er þeim Evu Björk Kaaber, Evu Rún Snorradóttur og Vilborgu Ólafsdóttur, í leikstjórn hópsins sem frumflutt verður í Laugum Spa á Sundlaugarveginum á mið- vikudag kl. 20, og Opið hús eftir Hrafnhildi Hagalín í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur sem frumflutt verður á Hverfisgötu 52 á fimmtudag kl. 20. Verkin verða öll endurflutt á laugardaginn kemur. Um verður að ræða leikræna leiklestra sem teknir verða upp fyrir útvarp og fluttir í sinni hráu mynd meðan á Listahátíð stendur, en á sýningunum fá gestir að sjá það sem út- varpshlustendum er venjulega hulið. Í fram- haldinu verða verkin þróuð fyrir Útvarps- leikhúsið og flutt þar næsta vetur. Blaðamaður lagði þrjár spurningar fyrir leikskáldin og má sjá svör þeirra hér að neð- an. Í fyrsta lagi var spurt um hvað verkið væri, í öðru lagi hver hefði verið kveikjan að því og í þriðja lagi hvort leikritið hefði verið sérstaklega skrifað sem hljóðverk og með hvaða hætti það birtist í verkinu. Fjögur splunkuný leikrit  Samstarf Listahátíðar í Reykjavík og Útvarpsleikhússins gefur af sér fjögur ný leikverk  Verkin sviðsett á stöðum sem falla að innihaldinu en hafa ekki áður verið notuð sem leikhús 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 1. Trans fjallar um Lovísu, unga konu með typpi sem hefur það að atvinnu að dansa fyrir gesti á kampavíns- klúbbi. Verkið lýsir samskiptum hennar við föður sinn; Adam, manninn sem segist elska hana, og Önnu Frank sem hefur verið trúnaðarvinkona hennar frá barnæsku. 2. Upphaflega kviknaði hugmyndin að verkinu út frá kynjaumræðunni. Mig langaði að fjalla um kynin út frá því að þau væru aðeins flóknara fyrirbæri en bara karl og kona. Manneskjan er flókin í eðli sínu og gráu svæðin töluvert víðfeðmari en þau svörtu og hvítu. Áð- ur en ég byrjaði að skrifa var ég búinn að ákveða kraftana, persónurnar og staðinn sem verkið gerðist á. Þegar skriftirnar hófust þá gerðist það venjulega að samtölin tóku völdin og persónurnar og átök þeirra leiddu verkið í áttir sem að sumu leyti komu mér á óvart en snúast í raun um það að við erum öll gerð úr sömu hráefnum: holdi, blóði og „dashi“af tilfinningum. 3. Útvarpsleikhúsið er afskaplega skemmtilegt form sem býður upp á óendanlega möguleika. Útvarpsleik- húsið er að mínu mati mikilvægasta leikhúsið fyrir ung leikskáld á Íslandi í dag. Þar fá þau tækifæri til að gera tilraunir og vaxa. Ég er þannig gerður sem höfundur að þegar ég skrifa sé ég persónurnar sjaldnast fyrir mér heldur heyri ég samtöl þeirra og tilfinningar þeirra og átökin fara fram í gegnum texta. Í þeim uppsetningum sem hafa verið gerðar af verkum mínum hef ég verið ein- staklega heppinn með samstarfsfólk sem hefur náð að holdgera þessar tilfinningar og texta. Það er líka að gerast núna. Sigtryggur Magnason Kynjaumræðan var hvatinn Leikstjórinn Ridley Scott hyggst gera framhald hinnar marglofuðu kvik- myndar sinnar Blade Runner frá árinu 1982 og verður kona í aðal- hlutverki að þessu sinni. Scott segir framhaldssöguna hefjast nokkrum árum eftir að hinni lauk og að hann hafi átt í viðræðum við fyrirtækið Alcon, sem á höfundarréttinn að Blade Runner, um framhaldsmyndina. Alcon hefur greint frá því að handritshöfundur Blade Runner, Hampton Fancher, muni skrifa handrit framhaldsmyndarinnar. Handrit Blade Runner var unnið upp úr hluta skáldsögu Philips K. Dick, Do Androids Dream of Electric Sheep? Ridley Scott tjáir sig um framhald Blade Runner Framhald Úr kvikmyndinni Blade Runner frá árinu 1982. 1. Viskí tangó fjallar um mann og konu sem eru að hlusta á stuttbylgjuútsendingar og reyna að ráða í þær. Inn samtöl þeirra fléttast svo önnur frásögn manns sem gengur um Reykjavík sem hefur lagst í eyði. 2. Ég byrjaði að fikta við að skrifa þetta verk í hruninu. 3. Útvarpsmiðillinn hentar verkinu afar vel vegna þess að ég hafði átt í erfiðleikum með að sviðsetja það. Jón Atli Jónasson Hóf að vinna verkið í hruninu Kviss Búmm Bang Vangaveltur um tímann 1. Tókstu eftir himninum í morgun? fjallar um viðhorf okkar í vestræna heiminum til tímans. Með verkinu viljum við spyrja spurninga eins og: Hvers vegna högum við tíma okkar dags daglega eins og við gerum? Er- um við sjálf við stjórnvölinn hvað skipulagningu hvers dags og jafnvel lífs okkar varðar? Hvaða reglur höf- um við sett okkur í hversdeginum og hvaða reglum lútum við án þess að spyrja okkur af hverju? Hvað gerist þegar við finnum tímann líða? 2. Kveikjan að verkinu átti sér stað í öðru verki okkar, að nafni Hótel Keflavík, sem var unnið út frá vanga- veltum um tímann. Okkur langaði til að halda áfram að vinna með þessar pælingar í útvarpsverkinu okkar, pælingar um hraðann í nútíma- samfélagi, hvernig við erum alltaf að reyna að vera við stjórnvölinn í ein- hverju lífsgæðakapphlaupskerfi sem segja má að sé að mörgu leyti búið að taka yfirhöndina. Við göngum út frá þeirri forsendu að fólk sé hálf- uppgefið af því að flýta sér að ná markmiðum framtíðarinnar, flýta sér frá því sem er bara hér og nú. Það er næstum eins og núið geti aldrei verið nóg. Og það er eins og við sjálf, bara eins og við erum hér og nú, getum aldrei verið nóg. Okkur skortir alltaf eitthvað (rétt eins og auglýsingar eru duglegar að benda okkur á) og líf okkar gengur jafnvel bara út á að verða okkur úti um þetta eitthvað. En til að bugast ekki alveg munum við sum hver eftir því að við þurfum að slaka á inni á milli, eins og segir í kynningartexta verksins okkar: „Þú hefur 40 mínútur til afslöppunar. Nýttu þær vel, drífðu í því að slaka eins vel á og þú mögulega getur.“ 3. Það er ekki svo langt síðan að við uppgötvuðum hvað útvarpið er spennandi og skemmtilegur miðill sem býður upp á ótal leiðir til að vinna list út frá hljóði. Við erum meðvitaðar um hvað það er gjöfult að nánast allir landsmenn hafi tækifæri til þess að upplifa verkið okkar. Undirbúningur eða sköpun verka okkar fer yfirleitt í gang vegna þess að eitthvað brennur á okkur. Venjulega snúast spurningar okkar um hvort við gætum e.t.v. haft það betra, og þá hvernig. Og hvað er þá betra en að geta útvarpað þess- háttar vangaveltum til landsmanna? Við vonum bara að sem flestir gefi sér tíma til að halla aftur höfði, slaka vel á líkamanum, loka augunum og hlusta. 1. Opið hús fjallar um fólk sem kemur að skoða hús, með ólíkar væntingar, þarfir, drauma, þörf fyrir breytingar í lífinu, ótta og o.s.frv. Húsið fer svo að hafa áhrif, m.a. í gegnum hljóðheim sinn, á upplifun persónanna og verður til þess að þau fara öll í nokkurs konar persónulegt ferðalag. 2. Mér hefur alltaf þótt heillandi að skoða hús og íbúðir. Maður gengur inn í líf ókunnugs fólks og það er ýmislegt á sveimi í húsum. Andrúmsloft í húsum finnst oft um leið og gengið er inn í þau, sem sagt hús hafa sál. Ég átti drög að verki um opið hús og þegar þess var farið á leit við mig af Listahátíð og Útvarps- leikhúsinu að skrifa hljóðverk þá datt mér í hug að þetta efni gæti verið tilvalið, mér fannst að það gæti sameinað hugmynd- ina um spennandi hljóðheim og einhvern stað sem fólk gæti líka komið á og orðið eins og hluti af verkinu, eins konar „site- specific.“ 3. Verkið er algerlega hugsað sem hljóðverk. Ég hugsaði um hljóðheim húsa og hvernig hann hefur áhrif á fólk. Í verkinu kallast á ólíkar raddir, minningar blandast saman við hugsanir. Þetta er hugsað eins og hálfgerð músík, kakófónía af röddum. Hrafnhildur Hagalín Verkið er kakófónía af röddum Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL 4 VERÐ Á UMGJÖRÐUM 19.900 14.900 9.900 4.900 Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Sjónmælingar á staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.