Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 1. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  117. tölublað  100. árgangur  UMHYGGJA OG ÁST SKIPTIR MIKLU MÁLI FJÖGUR GLÆNÝ LEIKRIT DATT EN NÁÐI SAMT ÞRIÐJA SÆTINU SVIÐSETT Í ÓVENJULEGUM LEIKRÝMUM 26 KÁRI STEINN ÍÞRÓTTIRHANDLAGAÐ KAFFI BEST 10 Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fiska Grásleppukarlar í Stykkishólmi að gera klárt fyrir vertíðina í gærmorgun.  Grásleppukarlar eru nú í fyrsta skipti skyldugir að koma með fisk- inn að landi, ekki aðeins hrognin, og áætlað er að aflaverðmæti grá- sleppunnar geti orðið rúmlega 300 milljónir króna á vertíðinni, að sögn Arnar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Þessi verðmæti skipta grásleppukarla verulegu máli og ljóst er að á þennan hátt fá þeir fyrir olíu á bátana og rúmlega það. »16 Fá olíu á bátana fyrir grásleppuna Útlendingar í fangelsum » Tíu Íslendingar afplána nú dóma eða eru í gæsluvarðhaldi í útlöndum, m.a. í Perú, Bras- ilíu og Taílandi. » Hér á landi afplána 16 út- lendingar dóma og níu eru í gæsluvarðhaldi. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Íslendingur sem afplánaði refsingu í S-Ameríku lýsir í viðtali við Morg- unblaðið hörmulegum aðstæðum í fangelsunum sem honum var haldið í. Ofbeldi var mikið, óþrifnaðurinn yfirþyrmandi og maturinn af mjög skornum skammti og afar ólystugur. Í einu fangelsanna lak þvag og saur út í þröngan fangasalinn þar sem 25 mönnum var haldið. Maður- inn var síðan færður í annað fangelsi þar sem 80 fangar voru í sama fanga- salnum. Einu sinni á dag var mat- urinn borinn inn, lítið box sem inni- hélt nautakjöt – en þó aðallega sinar og bein – og kjötið varð að sjóða í um þrjá tíma til að það yrði ætt. Mað- urinn reiddi sig á matvæli úr fangels- isversluninni sem hann keypti fyrir fé sem hann fékk sent frá Íslandi. Maðurinn slapp við árásir af hálfu samfanga en varð á hinn bóginn fyrir hrottalegri árás fangavarða eftir að hann hafði kvartað yfir vatnsleysi í fangasalnum. „Ég var dreginn inn á gang þar sem er engin eftirlits- myndavél og þar voru högg og spörk látin dynja á mér,“ segir hann. Maðurinn, sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál, þjáist enn af afleiðingum árásarinnar. MEldraun í erlendu fangelsi »12-13 Verðirnir létu höggin dynja  Hörmulegar aðstæður í fangelsi í S-Ameríku þar sem Íslendingur afplánaði  Ofbeldi og mikill óþrifnaður  Maturinn afar ólystugur og af skornum skammti Ljósmynd/Jón Arnar Sigurþórsson Fall Um 30 til 40 metrar eru niður að sjó frá syllunni þar sem maðurinn lenti. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er vel hægt að síga í einföldu bandi en hann ákvað að vera öruggur og síga í tvöföldu bandi. Hann var kominn svolítið áleiðis niður 12-15 metra stál í stapanum þegar bandið slitnaði og féll í frjálsu falli, á að giska sex til átta metra og lenti milli tveggja steina á syllu,“ segir Viðar Konráðs- son, tannlæknir á Ísafirði, um tildrög slyss í Stapa við Aðalvík á fjórða tím- anum síðdegis í gær. „Trúlega hefur bandið verið sól- bakað, skemmt af sól. Hann var með svonefnda eggjahvippu með 150 eggj- um í um sig miðjan eins og bjarg- hring. Það getur hafa tekið eitthvað af högginu,“ segir Viðar um félaga sinn sem er á sextugsaldri og þaulvanur bjargmaður. Hinn slasaði var fluttur mjaðmagrindarbrotinn til Reykjavík- ur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var með kunningja sín- um, þaulvönum bjargmanni á sjö- tugsaldri, þegar slysið varð og horfðu Viðar og fjórði maðurinn í hópnum á félagann hrapa niður þar sem þeir biðu í báti fyrir neðan. Ólýsanlegt augnablik „Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það er að sjá vin sinn falla í Stapanum. Hann var hreyfing- arlaus fyrst, líklega í nokkrar sekúnd- ur. Þær voru lengi að líða,“ segir Við- ar sem slasaðist sjálfur alvarlega við eggjatöku í Hornbjargi fyrir 9 árum. Viðar hringdi eftir hjálp og leið ekki langur tími þar til hópur manna sem voru á ferðalagi á bát skammt frá, þar með talinn bráðatæknir, komu á vettvang og hlúðu að hinum slasaða. Tugir björgunarsveitamanna fluttu manninn í björgunarskip þang- að sem þyrla Gæslunnar sótti hann. Hrapaði þegar bandið slitnaði  Þaulvanur bjargmaður mjaðmagrindarbrotnaði við fall í Stapa við Aðalvík  Tvöfalt band gaf sig  Lá hreyfingarlaus eftir fallið  Félagi hans horfði á slysið  Sekúndurnar „voru lengi að líða“ Slys í Aðalvík Loftmyndir ehf. Aðalvík Fljótavík Stapi Félagar í Hestamannafélaginu Sleipni fóru á laugardag með hestana sína í árlegan baðtúr. Riðið var frá Selfossi til strandarinnar vestan við Stokkseyri þar sem hross og menn böðuðu sig vel og vandlega. Síðan var riðið til baka upp með Ölfusá. Að sögn Magnúsar Ólasonar, varaformanns hestamannafélagsins, hefur verið farið í sund- reið árlega frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Hrossin fengu sína árlegu baðferð Ljósmynd/Olgeir Andrésson  „Ef sjávar- útvegsfrum- vörpin verða samþykkt í óbreyttri mynd hefði það mikil áhrif á Lands- bankann. Þau draga úr virði bankans og þar með verðmæti eignarhluta ríkisins,“ segir Stein- þór Pálsson, bankastjóri Lands- bankans. Stjórnvöld hyggjast fjár- magna nýja fjárfestingaráætlun með sölu á eignarhluta í bönkum. Steinþór kallar eftir framtíðarsýn vegna sölu Landsbankans. »4 Veiðigjöldin myndu rýra eign ríkisins Steinþór Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.