Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Smith & Norland hefur útvegað Íslendingum gæða-heimilistæki í 80 ár. Við seljum vandaðar vörur og kunnum okkar fag. Skiptið við traust og rótgróið fyrirtæki. Verið ávallt velkomin í verslun okkar, því að sjón er sögu ríkari. Umboðsmenn um land allt. Ryksuga VS Z3XTRM12 Mjög kraftmikil 1800 W ryksuga með „Compressor“-tækni. Skilar hámarks-sogkrafti með lágmarks-orkunotkun. 4 lítra slitsterkur poki. Vinnuradíus 10 metrar. Tilboðsverð: 29.900 kr. stgr. (fullt verð: 37.900 kr.) Þvottavél WM 14A163DN Einstaklega góð kaup. Tekur mest 5,5 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+. Íslenskt stjórnborð. Tilboðsverð: 89.900 kr. stgr. (fullt verð: 114.900 kr.) Þvottavél WM 14E262DN Tekur mest 6 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. Tilboðsverð: 119.900 kr. stgr. (fullt verð: 149.900 kr.) Þvottavél WM 14S464DN Tekur mest 8 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. iQdrive: Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. Tilboðsverð: 163.900 kr. stgr. (fullt verð: 199.900 kr.) Þurrkari WT 46E364DN Góður þurrkari sem tekur mest 7 kg. Skjár sem sýnir afgangstíma. Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. Tilboðsverð: 129.900 kr. stgr. (fullt verð: 159.900 kr.) Þurrkari WT 46E305DN Glæsilegur þurrkari sem tekur mest 8 kg. Sérkerfi: Ull 6 mín., blandaður þvottur, útifatnaður, heitt 20 mín. og 40 mín. hrað- kerfi. Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. Tilboðsverð: 139.900 kr. stgr. (fullt verð: 169.900 kr.) Uppþvottavél SE 45E234SK Hvít, 12 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 48 dB (re 1 pW). Tilboðsverð: 99.900 kr. stgr. (fullt verð: 119.900 kr.) Uppþvottavélar SN 45M205SK (hvít) SN 45M505SK (stál) Glæsilegar 13 manna uppþvottavélar. Fimm kerfi. Sérlega hljóðlátar: 44 dB (re 1 pW). Tímastytting þvottakerfa („varioSpeed“). Íslenskur leiðarvísir. Tilboðsverð: 139.900 kr. stgr. (hvít) (fullt verð: 169.900 kr.) Tilboðsverð: 159.900 kr. stgr. (stál) (fullt verð: 189.900 kr.) Gæða-heimilistæki í 80 ár Ryksuga VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar. Tilboðsverð: 23.900 kr. stgr. (fullt verð: 28.900 kr.) Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum. Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að umhverf- is- og héraðsnefnd muni fjalla um ástand slóða á Fljótsdalsheiði og víðar á hálendinu norðan Vatnajök- uls í vikunni og ræða um mögulegar lausnir á þessu ástandi. Eins og Morgunblaðið greindi frá á föstudag eru miklar skemmdir á hálendinu vegna utanvegaaksturs og vegna þess að ökumenn búa til nýjar slóðir þegar þær eldri verða ófærar. Víða eru ljót sár í grónum jarðvegi. „Ég hafði nú ekki heyrt mikið af þessari umræðu en það er gott að hún sé komin af stað og mikilvægt er að finna lausnir á þessu,“ segir Björn. Framhald af Kárahnjúkavegi Honum finnst líklegast að rætt verði við hagsmunaaðila til þess að skoða hvað hægt sé að gera til þess að sporna við utanvegaakstri. Einn- ig segir Björn að ýmsar hugmyndir um hvernig sé hægt að sporna við vandanum sem hafa verið skoðaðar gegnum tíðina verði ígrundaðar. Til að mynda hafi margir bent á að ef almennilegur þjóðvegur verður lagður norðan Vatnajökuls í beinu framhaldi af Kárahnjúkaveginum þá geti það komið í veg fyrir ut- anvegaakstur. „Það var einmitt ágætis fundur á Hótel Héraði á uppstigningardag þar sem rykið var dustað af hug- myndum sem hafa annað slagið komið upp. En þar kom einmitt fram að ef þessi þjóðvegur yrði lagður norðan Vatnajökuls þá væri fólk ekki að skjótast yfir þessa slóða sem eru engum færir nema menn séu á réttu bílunum, útbúnir réttu tækjunum,“ segir Björn. „Það verður ekkert aðhafst í þessu fyrr en umhverfis- og héraðs- nefnd hefur farið yfir þetta og met- ið hvort og hvernig sé hægt að tak- ast á við vandann. En einnig er líklegt að það verði farið á staðinn og gerð úttekt með þeim sem þekkja vel til þessara mála. Myndir sem maður hefur séð af þessu líta mjög illa út og það þarf að skoða þessi mál rækilega.“ Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Hálendið Vegaslóðar hafa skilið eft- ir sig ljót sár í jarðvegi á hálendinu. Þjóðvegur norðan jökulsins gæti létt á slóðum  Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs mun fjalla um utanvegaakstur í vikunni Norðurhlíð Skálafells er enn þakin snjó þrátt fyrir að maímánuður sé senn á enda. Á laugardaginn síðastliðinn fór hópur fólks sem hafði unnið í Skála- felli í vetur og kannaði aðstæður í norðurhlíð fjallsins en þar er nægur snjór og gott skíðafæri að sögn Önnu Laufeyjar Sigurðardóttur, formanns skíðadeildar KR. „Við buðum þeim sem höfðu kom- ið að opnun Skálafells í þessa ferð til þess að þakka þeim fyrir hjálp- ina. Fyrst vorum við dregin upp á fjallið á vélsleðum sem öllum fannst náttúrlega hrikalega spennandi. Síðan var grillað á staðnum og krakkarnir renndu sér niður brekk- urnar og við hættum ekki fyrr en allir voru farnir að kvarta undan þreytu í lærum og höndum,“ segir Anna en hún segir að færðin hafi minnt á fyrirheitna landið. „Það er náttúrlega draumurinn að í framtíðinni verði gert almenni- legt skíðasvæði þarna í norðurhlíð- inni. Þarna er snjórinn kominn í október, nóvember og heldur sér svona lengi eins og raun ber vitni,“ segir Anna. Skálafell Hér sjást þeir Róbert Þór Sigurðsson, sex ára, og Guðjón Guð- mundsson, sjö ára. Fyrirheitna landið fundið í Skálafelli  Nóg er af snjó í norðurhlíð Skálafells Ráðstefna um framtíð lífeyrismála á Íslandi verður haldin mánudag- inn 21. maí á Grand Hótel í Reykja- vík. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og stendur til 16.00. Hún er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Fjallað verður um uppbyggingu íslenska lífeyrissjóðakerfisins og hlutverk þess í íslensku samfélagi, m.a. með hliðsjón af samspili þess við almannatryggingakerfið. „Á ráðstefnunni verður leitast við að varpa ljósi á stöðu lífeyr- ismála, þær áskoranir sem kerfið stendur frammi fyrir og fjalla á uppbyggilegan hátt um markmið og leiðir í þeim efnum,“ segir í til- kynningu. Fjallað um framtíð lífeyrissjóðakerfis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.