Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HAFSTEINS GUÐMUNDSSONAR, Suðurgötu 8, Keflavík. Hugheilar þakkir sendum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hlévangs fyrir góða umönnun og hlýhug. Jóhanna Guðjónsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Haukur Hafsteinsson, Þóra G. Gísladóttir, Svala Hafsteinsdóttir, Magnús Björn Magnússon, Brynja Hafsteinsdóttir, Skúli Jónsson, Sigrún Hafsteinsdóttir, Björn Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, GUNNHILDUR ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu þriðjudaginn 15. maí. Útför fer fram frá Digraneskirkju þriðju- daginn 22. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Hermann Georg Gunnlaugsson, Fanny Ósk Mellbin, Saga Jóhanna Inger Mellbin og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SELMA BÖÐVARSDÓTTIR, áður til heimilis Hjallabraut 33, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði sunnudaginn 13. maí, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 24. maí kl. 13.00. Sigríður Björgvinsdóttir, Guðný Björgvinsdóttir, Stefán Björgvinsson, Hulda Karen Ólafsdóttir, Anna Nína Stefnisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KEN C. AMIN, Árni Árnason, Kópavogsbraut 47, Kópavogi, er látinn. Útför hans verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Jónsdóttir, Aron Árnason, Sigríður Elín Þorkelsdóttir, Ervin Árnason, Dagbjört Sigfinnsdóttir, Anita Árnadóttir, Sigurjón Páll Kolbeins, Örn Árnason, Margrét Þóra Einarsdóttir, Orri Árnason, Fanney Elín Ásgeirsdóttir. ✝ Sigurður HelgiJónsson fædd- ist í Merkinesi í Höfnum 2. ágúst 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Kefla- víkur 12. maí sl. Foreldrar hans voru Jón Björgvin Sigurðsson verka- maður, f. 19.12. 1893, d. 26.3. 1977, og Margrét Helga- dóttir húsmóðir, f. 24.11. 1898, d. 28.10. 1981. Sigurður átti tvær systur samfeðra, Guðnýju Jónu, f. 1919, og Sigþóru, f. 1925. Albróðir Sigurðar er Ragnar, f. 1935. Árið 1950 kynntist Sigurður verðandi eig- inkonu sinni, Filippíu El- ínborgu Jónsdóttur, f. 18.9. 1934, og gengu þau í hjóna- band 12. júní 1954. Foreldrar hennar voru Jón Indriði Halldórsson sjó- maður, f. 13.6. 1909, d. 1.3. 1989, og Geirný Tóm- asdóttir húsmóðir, f. 1.9. 1912, d. 29.7. 1995. Börn Sig- urðar og Elínborg- ar eru: 1) Jón, f. 5.9. 1951, kvæntur Auði Sigurðardóttur, f. 4.1. 1954, og eiga þau fjögur börn. 2) Margrét, f. 1.1. 1954, hún á tvær dætur með Kristni J. Gíslasyni, f. 22.6. 1952, og tvær dætur með Sigurði Friðriks- syni, f. 19.4. 1948. 3) Drengur sem lést strax eftir fæðingu. 4) Geir f. 20.1. 1957, kvæntur Gunnhildi Ásu Sigurðardóttur, f. 26.4. 1962. Geir á tvö börn og eina fósturdóttur með fv. eig- inkonu sinni, Hafdísi Karls- dóttur, f. 7.11. 1957. 5) Ragn- heiður, f. 7.7. 1959, hún á tvo syni með fv. eiginmanni sínum, Inga E. Erlingssyni, f. 8.5. 1963, og eina dóttur átti hún áður. 6) Geirný, f. 4.12. 1967, gift Eyjólfi Orra Sverrissyni, f. 7.7. 1965, og eiga þau þrjú börn. Fyrri hlutann af búskaparár- um sínum bjuggu Sigurður og Elínborg í Reykjavík en fyrir u.þ.b. 20 árum fluttust þau til Keflavíkur þar sem þau m.a. ráku Þvottahöllina um 10 ára skeið. Ævistarf Sigurðar var fyrst og fremst tengt sjó- mennsku, en auk þess stundaði hann sendibílaakstur og bygg- ingarvinnu og þá einkum járna- bindingar. Afkomendahópur þeirra hjóna telur nú auk fram- angreindra barna 16 barna- börn og 22 barnabarnabörn. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. maí 2012, kl. 13. Komin er nú kveðjustund eftir liðlega 60 ára samfylgd með Sigurði Helga Jónssyni mági mínum. Vel man ég þegar hún Elínborg systir mín kom með þennan góða dreng heim í Laufholt um miðja síðustu öld. Í ljós kom að þar fór íþrótta- maður góður sem unnið hafði til verðlauna í frjálsum íþróttum. Það var ekki lítils virði fyrir mig, unga drenginn, að fá me- dalíurnar lánaðar til að sýna æskufélögunum og hækkaði ég talsvert í áliti hjá þeim við að mægjast slíkum afreksmanni. Einnig lýsa minningarnar þeg- ar hann bauð okkur í bíltúra í „Litlu gulu hænunni“ sem var Fordson-sendibíll sem Siggi átti. Í þá daga taldist það meiri háttar viðburður að vera boðið í bíltúr. Einhvern veginn voru Siggi og Ella ávallt í næsta nágrenni í æsku minni. Fyrst á loftinu í Laufholti þar sem þau hófu sinn búskap, síðan í litlu húsi sem þau byggðu á Laufholtslóð- inni og þar næst í nýja húsinu á Dragavegi 4 sem pabbi og Siggi byggðu að mestu með eigin höndum. Ekki fór hjá því að slík nálægð skapaði sérstaka vináttu. Sú vinátta efldist enn frekar á unglingsárunum þegar ég hóf störf hjá Halldóri múr- arameistara, föðurbróður mín- um. Þar vann Siggi sem verk- stjóri í járnabindingum í Háskólabíói og vann ég þar með honum í tvö sumur. Siggi var einstakur verkstjóri sem ávallt tókst að laða fram það besta í samverkamönnum sín- um. Á það reyndi þegar verklok nálguðust og að íslenskum sið allt var á síðustu stundu, þá blómstraði Siggi í sinni verk- stjórn. Á þessum sumrum lærði ég að vinna og er ég mági mín- um ávallt þakklátur fyrir hans handleiðslu. Atvinnusögu Sigga má í gróf- um dráttum skipta í þrennt, þ.e. sjómennsku, sendibílaakst- ur og byggingavinnu. Um margra ára skeið var hann á sjó og var þá oftar en ekki sam- skipa pabba. Mér eru minnis- stæð árin í kringum 1958-60 er þeir voru saman á Ásgeiri RE-281 með afburðafisknum skipstjóra. Þá þótti ungum manni gaman að taka á móti þeim á bryggjunni og forvitnast um aflabrögð. Einnig voru þeir saman við beitningar, m.a. í Grindavík, og af því úthaldi voru sagðar margar sögur í gegnum tíðina. Ekki má gleyma sumarútil- egum stórfjölskyldunnar sem farnar eru ár hvert með sí- stækkandi barnahópa, framan af í Kjósina þar sem Siggi hélt m.a. 50 ára afmæli sitt. Þar var Siggi hið drífandi afl. Ekki dró hann af sér í hinni hefðbundnu fimmtarþraut og oftar en ekki hljómaði hans fagra tenórrödd í laginu „Kvöldið er fagurt“. Síð- ast var hann með okkur í úti- legu sumarið 2010, þá áttræður. Hin síðari ár hrakaði heilsu mágs míns mjög og þrátt fyrir einstaka umönnun og hlýju systur minnar þurfti hann æ oftar á spítalavist að halda. Sú síðasta var nú í maíbyrjun og þar sofnaði minn elskulegi mág- ur átakalaust inn í himininn. Eftir situr elskuleg eiginkona ásamt niðjum þeirra hjóna sem öll trega nú elskulegan eigin- mann, föður, afa og langafa. Megi algóður Guð milda þeim sorgina og blessa þeim allar fal- legu minningar um þennan góða dreng. Við Laufholts- systkinin og makar þökkum mági okkar og svila gefandi samfylgd og biðjum Guð að varðveita okkur minningu hans. Hafþór Jónsson. Við höfum þekkt Sigurð og Elínborgu í aldarfjórðung eða frá því að Geirný dóttir þeirra varð hluti af okkar fjölskyldu en hún er gift Eyjólfi Orra syni okkar. Við hjónin og Ella og Sigurður tengjumst þeim sterk- um böndum með því að eiga þrjú yndisleg barnabörn saman, Andra Geir, Sigurjón og Rakel. Samskiptin milli fjölskyldnanna hafa alltaf verið elskuleg og hlý. Þegar Sigurður kom í fyrsta sinn heim til okkar hjóna fannst honum gaman að sjá að við bjuggum í húsinu sem hann vann hjá verktaka við að byggja þegar hann var að byrja á vinnumarkaði aðeins sautján ára gamall. Sigurður hafði skoðanir á sinni samtíð. Hann var pólitískur og vildi byggja gott og réttlátt samfélag. Alveg til hins síðasta fylgdist hann með og lét sig varða framvindu landsmálanna. Sigurður var vinnusamur maður alla tíð. Hann var lengst af til sjós en sendibílstjóri um tíma. Alltaf heillaði sjómennskan og á full- orðinsárum keypti hann smábát sem hann réri á um tíma. Þau hjónin bjuggu lengst af í Reykjavík en það voru atvinnu- mál sem í tvígang leiddu þau hjón til Reykjanesbæjar þar sem þau hafa nú búið í um tvo áratugi. Þar bjó líka helmingur barnanna þeirra og Ella, elsta barnabarnið sem ólst upp hjá þeim hjónum. Í Reykjanesbæ unnu þau saman því þar ráku þau fyrst þvottahús og seinna efnalaug. Siggi og Ella voru samhent hjón. Það reyndi líka á það síðustu árin þegar heilsa Sigurðar hafði bilað og hann var inn og út af sjúkrahúsum en bjó samt heima alveg þar til yfir lauk. Ég nefndi það við Ellu eftir lát Sigurðar hvað hún hefði verið sterk að vera með hann svona veikan heima ár eft- ir ár en hún svaraði því til að það hefði ekki verið svo erfitt því hann hefði alltaf verið svo góður. Það var fallegt svar og verður minnisstætt. Ella og Siggi áttu fimm börn og afkom- endahópurinn er farinn að skipta tugum. Þau byrjuðu kornung saman, hún bara 17 ára og hann innan við tvítugt. Þau fengu saman sextíu og eitt ár sem urðu mjög farsæl en nú er komið að kveðjustundinni. Við hjónin, Sigurjóna og Krist- ján, Jón Einar og Rannveig, flytjum Elínborgu og allri fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúð við fráfall Sigurðar. Við leiðarlok þökkum við dreng góðum hin ljúfu áralöngu kynni. Rannveig og Sverrir. Sigurður Helgi Jónsson ✝ Bragi Þór Jó-hannsson fæddist í Litladal í Blönduhlíð, Skaga- firði, 24. júní 1936. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 9. maí 2012. Foreldrar hans voru Jón Jóhann Jónsson, f. 2. ágúst 1908, d. 14. maí 1965, og Sesselja Ólafsdóttir, f. 27. janúar 1909, d. 27. febrúar 2005. Systkini Braga Þórs eru Guðný Jóhannsdóttir, f. 23. september 1939, Jón Jóhanns- son, f. 23. nóvember 1940, d. 3. mars 1941, María Jóhanns- dóttir, f. 30. maí 1943, og Sig- ríður Jóhannsdóttir, f. 19. októ- ber 1945, d. 30. desember 2000. Bragi Þór ólst upp í Litladal fram til 11 ára aldurs en þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni að Daðastöðum á Reykjaströnd. Eftir fráfall föður síns flutti Bragi Þór ásamt móður sinni á Skagfirð- ingabraut 39 á Sauðárkróki þar sem hann bjó allt til dauðadags. Bragi Þór kvæntist 22. apríl 1971 eftirlifandi eig- inkonu sinni Guðríði Vestmann f. 26. september 1946. Dóttir þeirra er Guðný María Braga- dóttir, f. 19. janúar 1980. Bragi Þór fór snemma að vinna, m.a. í Grindavík, en lengst af starfaði hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Útför Braga Þórs fór fram frá Sauðárkrókskirkju 19. maí 2012. Elsku pabbi minn. Margar minningar koma upp í hugann er ég hugsa til þeirra stunda sem við áttum saman. Guli lyftarinn er órjúfanlegur hluti af barnæsku minni enda ófáar ferðirnar sem ég fékk að fara með þér í honum. Ég var heldur ekki há í loftinu þegar þú tókst mig fyrst með þér í kart- öflugarðinn til að aðstoða í kart- öfluræktuninni enda fannst mér alltaf jafn gaman að koma heim og segja frá hvað við höfðum ver- ið dugleg að setja niður eða að taka upp allt eftir hvað við átti. Þegar ég óx úr grasi hvattir þú mig til að ganga menntaveginn og stolt þitt var ósvikið þegar ég útskrifaðist sem stúdent og síðar leikskólakennari. Þú vannst mik- ið alla þína tíð en kenndir mér jafnframt að meta það að hafa at- vinnu og að maður ætti að sinna sínum störfum vel. Sl. haust skein gleðin úr andliti þínu þegar þú og mamma heim- sóttuð mig í nýju íbúðina mína. Í þessari heimsókn veiktist þú hins vegar og eyddir síðustu mánuð- um á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki þar sem þú naust framúrskarandi umönnunar. Það er sárt að kveðja þig, elsku pabbi minn. Mamma sakn- ar þín líkt og ég ákaflega mikið en við vitum að nú líður þér vel og að móttökurnar hinum megin hafa verið höfðinglegar. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Ég kveð þig núna, elsku pabbi minn. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Guðný María. Bragi Þór Jóhannsson Á þrettán árum hef ég misst tvær af mínum bestu æskuvin- konum. Elsku Sóley! Helst vildi ég hafa þig hérna við hliðina á mér svo við gætum hlegið og rifjað upp ýmislegt, sem við upplifðum saman. Barnaskólaár- in voru skemmtileg. Minnisstætt er sundnámskeið á Eiðum. Einnig allar ferðirnar, þar sem ég heimsótti þig að Ásbrún, að- eins til að hlusta á Radio Lux- embourg. Líka þegar við horfð- um á pabba þinn koma siglandi á Kóp SU inn fjörðinn. Þá ákvað ég að fara ekki heim fyrr en mamma þín var búin að bjóða mér í súpu og silung, sem var veiddur inni í Stöðvará. Ingunn Sóley Jónsdóttir ✝ Ingunn SóleyJónsdóttir fæddist í Ásbrún á Stöðvarfirði 10. ágúst 1949. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 7. maí 2012. Útför Sóleyjar fór fram frá Árbæj- arkirkju 14. maí 2012. Eftir að við urð- um eldri kemur eitt atvik mjög oft upp í huga minn. En það var þegar Halla systir mín kom upp um okkur þegar við stálum uppþornuð- um Chesterfield- sígarettum frá pabba, til að reykja. Síldarárin voru yndislegur tími. „Taka tunnu, tóma tunnu, salt!“ Mikið unnið, lítið sofið, böll í brælu og flottir strákar! (Árni og Viðar). Eftir að við festum ráð okkar með ofangreindum piltum voru ófáar stundirnar, þar sem við sátum saman í litla eldhúsinu á heimili þínu í Vesturbrún, og drukkum „gott“ kaffi. Þegar þú komst í heimsókn til mín fékk ég „falleinkunn“ í kaffigerð hjá þér, en kleinurnar og bláberja- sultan bættu það upp. Besta vinkona. Ég kveð þig með söknuði. Elsku Árni og fjölskylda: Við Viðar sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Arnlaug Heiðdís (Dista.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.