Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 11
Gamla góða Hún verður æ vinsælli, gamla góða aðferðin við að hella upp á kaffi í gegnum trekt með poka. innan síns fyrirtækis. Þannig er ferlið frá baun til ilmandi bolla allt- af að styttast.“ Mikill metnaður hjá kaffibarþjónum Hrönn segir að góður kaffibar- þjónn þurfi að aðsjálfsögðu að vita hvernig best er að hantera hráefnið sem hann er með í höndunum og að hann þurfi alltaf að vera á tánum við að prófa sig áfram. „Það er mik- ill metnaður innan þessarar stéttar og haldnar eru veglegar kaffibar- þjónakeppnir bæði hérlendis og er- lendis. Þá er meðal annars keppt í mjólkurlist sem gengur út að gera munstur í mjólkina efst í kaffiboll- anum. Einnig er keppt í flokki um kaffi í góðum vínanda en þá er áfengi og kaffi blandað saman eftir kúnstarinnar reglum. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt í kaffi og góð- ur kaffibarþjónn þarf stöðugt að vera að uppfæra sig í fræðunum.“ Mannlegi þátturinn Hrönn segir að það sem hafi helst breyst undanfarin ár í kaffi- menningu Íslendinga sé að mjólkur- kaffidrykkirnir latte og cappucino sem voru hvað vinsælastir, séu að víkja fyrir svörtu kaffi. „Sumum finnst mjólkin skemma hið hreina kaffibragð. Sjálf vil ég hafa mitt kaffi svart. Mér finnst mikilvægt að ég eigi kvörn heima hjá mér svo ég geti alltaf drukkið kaffi sem gert er úr nýmöluðum baunum og heima við er ég pressukönnuaðdáandi. Mér finnst mjög gaman að prófa misjafnar baunir. Handlagað kaffi er alltaf besta kaffið, snerting mannshandar og næmi skiptir máli. App-menningin er að ryðja sér til rúms í kaffimenningunni úti í heimi og þá getur fólk pantað sér kaffi í gegnum appið í símanum og svo þegar það kemur á kaffihúsið er drykkurinn tilbúinn og búið að borga fyrir hann í gegnum símann. En þá eru þessi tengsl á milli við- skiptavinar og kaffibarþjóns rofin, sem mér finnst ekki góð þróun, því þar liggur mannlegi þátturinn og öll samskiptin, svo ekki sé talað um gæðin sem liggja í handlöguðu kaffi. Ást og umhyggja skipta máli þegar kaffi er lagað, rétt eins og í matar- gerð.“ Kaffi Á málþinginu var hellt upp á í gríð og erg og gestir fengu að smakka. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Hártískan getur verið skemmtileg og skrýtin. Þetta sást vel á hársýn- ingu í Shanghai í Kína á dögunum þar sem fyrirsæturnar skörtuðu heldur óvenjulegum hárgreiðslum. Það er sjálfsagt ekki sérlega þægi- legt fyrir þá sem ekki hafa hág- reiðslumann til taks hvern dag til að lagfæra greiðsluna að viðhalda einni slíkri. Greiðslurnar voru þó sannarlega veisla fyrir augað, en líklegast ekki alveg jafn þægilegar fyrir fyrirsæturnar og vonandi ekki alfarið það sem koma skal í hár- tísku sumarsins. Alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt og óvenjulegt í hártískunni, þó best væri að hugsa sig tvisvar um áður en farið væri út í slíkar breytingar sem þessar enda nokkuð drastískar. Hártíska AFP Dulúð Þessi fyrirsæta var með mikið hár og strítt og huldi andlit sitt. Skraut fyrir augað í hártískunni AFP Vængur Þessi gæti svifið á hárinu. AFP Loftnet Þessi vill ná sambandi. kransæðastíflu, til þátttöku í klínískri lyfjarannsókn á fyrirbyggjandi meðferð gegn hjarta- og æðaáföllum. Megintilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort rannsóknarlyfið canakinumab hafi betri verkun en lyfleysa til að draga úr hjarta- og æðatengdum áföllum, eða nýmyndun á sykursýki af tegund 2, hjá sjúklingum sem hafa fengið kransæðastíflu, eru í stöðugu ástandi en með hækkað hsCRP. Aðalrannsakendur eru Axel F. Sigurðsson, Karl K. Andersen og Torfi F. Jónasson, allir sérfræðingar í lyf- og hjartalækningum. Rannsóknin verður framkvæmd á eftir- farandi stöðum:  Hjartamiðstöðinni, Holtasmára 1, 201 Kópavogi  Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut, 101 Reykjavík  Læknasetrinu Þönglabakka 1 og 6, 109 Reykjavík Um 17.200 einstaklingar munu taka þátt í rannsókninni víðs vegar um heiminn, þar af allt að 300 hér á landi. Þátttaka varir að hámarki í 6 ár. Rannsóknin er slembiröðuð samanburðarrannsókn við lyfleysu. Það þýðir að þátt- takendur fá annað hvort rannsóknarlyfið canakinumab eða lyfleysu. Lyfleysa er notuð í klínískum rannsóknum til að koma í veg fyrir að tilviljun eða væntingar hafi áhrif á niðurstöður. Líkurnar á að þátttakandi fái rannsóknarlyfið eru 3 af 4 og líkurnar á að fá lyfleysu eru 1 af 4. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái lang- varandi bata af meðferð með rannsóknarlyfinu. Ekki verður greitt fyrir þátttöku en læknisskoðun, rannsóknir og eftirlit verður þátttakendum að kostnaðarlausu. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunar- fræðinga rannsóknarinnar á eftirfarandi rannsóknarsetrum  Hjartamiðstöðin í síma  Landspítali-háskólasjúkrahús í síma Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa ekki skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfja- stofnunar. Óskað er eftir sjálfboðaliðum, einstaklingum sem fengið hafa Hvað felur rannsóknin í sér? Frekari upplýsingar milli kl. 8.30 og 16.00 550 3040 825 3581 Hefur þú fengið kransæðastíflu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.