Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er tíminn til þess hafa samband við vini og vandamenn, einkum þá, sem þú hefur ekki séð lengi. Einfaldleikinn er best- ur. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kynnist mörgum í starfi þínu og þarft að muna að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Þú ert til í að leggja ýmislegt á þig fyrir ástina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu það ekki slá þig út af laginu, þótt einhverjir vilji fara hraðar í hlutina, en þú telur við hæfi. Þú ert á þeim stað í lífinu að þig þyrstir í ævintýri. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Listrænar hugmyndir fanga athygli þína í seinni tíð. Fátt jafnast á við lestur góðrar bókar þegar hvíldar skal njóta. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur yndi af skáldsögum og lætur þig dreyma um að skrifa eina sjálf/ur. Sinntu skáldagyðjunni í þér. Þú hefur engu að tapa? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óvæntir atburðir á fjármálasviðinu koma þér á óvart en þú getur gefið þér tíma til að gera þér mat úr stöðunni. Not- aðu tækifærið til að skella þér í fjallgöngu ef veður leyfir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur mikla þörf fyrir vináttu. Ein- hver á eftir að sýna raunverulegan styrk sinn í erfiðu máli. Mundu að borða reglu- lega, ekki bara á kvöldin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er alltaf auðveldara, þegar einhver eða einhverjir halda um hlutina með manni. Magn er ekki sama og gæði. Vand- aðu orðaval þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Valdabarátta getur gert það að verkum að þú finnir til máttleysis í dag. Kannaðu fjárhaginn og sjáðu hvað er á þínu færi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Vertu bara þakklát/ur og mundu að sönn vinátta snýst um það að gefa og þiggja. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í dag viltu vera umvafinn fólki sem gerir ekki rellu út af smámunum. Dag- draumar þínir gætu hlaupið með þig í ógöngur, hugsaðu áður en þú framkvæmir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur reynst þér heilladrjúgt að eiga góða trúnaðarvini. Sýndu skoðunum annarra virðingu þótt þú sért ósammála þeim. Einhver slær þig út af laginu í stutta stund í dag. ÍLögbergi birtust árið 1937 vísureftir Konráð Gíslason. Þar er vitnað í dr. Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörð þar sem hann segir að Konráð hafi verið meira skáld en margur hver, sem fyllti dagblöðin með kvæðum eða léti eftir sig heilar ljóðabækur – en hann orti sjaldan og þá einungis í kátínu á yngri ár- um, þegar hann var í sínum hóp. Er því margt af vísum hans, þótt þær séu vel gerðar, svo lagað að þær eru ekki ætlaðar til að verða prent- aðar. Dr. Jón telur óþarft að láta vísur Konráðs niður falla með öllu. Fyrsta vísan er um Shiesby skóara og kann ég engin deili á honum: Ef þú djöflast upp á mig með eitraðan skollafingur sjálfur fjandinn sæki þig Shiesby skó-gyðingur. Síðan segir: „Árið 1833 lögðu þeir Jón Sigurðsson (forseti d. 1879) og Skafti Timotheus Stef- ánsson (d. 1836) frá Íslandi til Kaupmannahafnarháskóla um Mikjálsmessuskeið og tóku sér far með Flensborgarskipi. Þeir fengu útivist langa og náðu ekki til Kaup- mannahafnar fyrri en undir jól um veturinn. Voru menn þá farnir að telja þá af fyrir löngu og héldu að skipið mundi hafa farist. Um það kvað Konráð: Á sjávarbotni sitja tveir seggir í andarslitrum aldrei komast aftur þeir upp úr hrogna-kytrum. Sjávarbylgjur belja oft, bragnar niðri hljóða, aldrei sjá þeir efra loft ellegar ljósið góða.“ Skafti Timotheus Stefánsson var aðeins 27 ára gamall þegar hann drukknaði í Holmens kanal 8. apríl 1836 – „og hefir Ísland ekki nýlega misst betra eður efnilegra son í blóma aldurs síns“, skrifaði Tómas Sæmundsson í Fjölni. Í skýringum með Saknaðarljóði Jónasar Hall- grímssonar segir í útgáfu „Svarts á hvítu“, að þeir Skafti hafi verið bræðrasynir og að þessi atburður hafi valdið því, að Jónas yrkir kvæð- ið; bæði er mannlýsing Skafta þungamiðja kvæðisins og af 4. er- indi má ráða að við fráfall Skafta hefur hugmyndin að kvæðinu kvikn- að þegar Jónasi verður hugsað til allra þessara efnismanna sem Ísland hefur misst. Þetta er 9. erindið: Það man ég yndi öðru meira er við Skafta skilning þreyttum eður á vænum vinafundi góða, geðspakur, á gleði jók. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á sjávarbotni sitja tveir G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d HVAÐ HELDURÐU AÐ HAFI KOMIÐ FYRIR MIG? LÁTTU MIG ÞEKKJA ÞAÐ HENNI LÍKAR VEL VIÐ MIG! HENNI LÍKAR VEL VIÐ MIG! HÚRRA! GÓÐA NÓTT GÓÐA NÓTT GÓÐA NÓTT ÉG HEF BÆTT Á MIG 30 KÍLÓUM Á TVEIMUR MÁNUÐUM ÉG ER ANDSTUTTUR... MIG SVIMAR OG FÖTIN MÍN PASSA EKKI LENGUR Á MIG VERTU ALVEG HREINSKILINN VIÐ MIG LÆKNIR ÆTTI ÉG AÐ FARA Í MEGRUN? VIÐ ERUM VILLT, MATARLAUS OG ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA HVENÆR JÓLASVEINNINN FINNUR OKKUR. EITTHVERT OKKAR VERÐUR AÐ FÓRNA SÉR SVO VIÐ GETUM LIFAÐ AF EFTIR UPPHEFÐ RÚDÓLFS ÞÁ URÐU HREINDÝRIN AÐ FINNA SÉR EINHVERN ANNAN TIL AÐ LEGGJA Í EINELTI GÓÐA NÓTT Tími garðeigandans er að rennaupp. Byggingavöruverslanir og blómaræktendur keppast um að auglýsa allt fyrir garðinn og inn um lúguna hrynja allskonar bæklingar og auglýsingar. Víkverji var einmitt að glugga í slíkt auglýsingaefni um daginn og fylltist valkvíða því á hverri síðu var eitthvað sem hann taldi sig bráðvanta, allt frá laufhrífu til útisófasetta. x x x Bestu stundirnar á Víkverji í garð-inum sínum, með fingurna á kafi í mold eða með hönd á hrífu. Fátt gefur meiri hugarró, að mati Víkverja, en að koma sér vel fyrir úti í beði og reyta illgresi eða róta í mold með fingrunum. En nú er höggormur kominn í Paradís. Hin síðari ár hefur geit- ungum fjölgað verulega. Víkverja er ekkert sérlega uppsigað við geit- ungana en það er ekki gagnkvæmt. Tók svo steininn úr í fyrra þegar þeir gerðu sér bú á stærð við hand- bolta í áhaldakofa sem stendur í einu horni garðsins. Efninu í búið stálu þessi óargadýr úr grindverki í garði Víkverja og í kyrrlátu veðri mátti heyra skrapið í þeim við verknaðinn. Búið var hins vegar mikil listasmíð. Umferðin til og frá búinu var gífurleg og enginn fjöl- skyldumeðlimur vogaði sér í það horn garðsins. Kallaður var til mein- dýraeyðir sem fölnaði upp þegar hann leit herlegheitin og sagði að þarna væri líklega um að ræða holu- geitunga og þeir væru skaðræð- iskvikindi. Þeir væru árásargjarnir og stungur þeirra væru sársauka- fullar. Fóru leikar svo að búinu var eytt. x x x Víkverji hafði bundið vonir við aðkrossmessuhretið hefði kannski gengið af þessum kvikindum dauð- um, en líklega hefur honum ekki orðið að þeirri ósk sinni því nú þeg- ar hafa nokkrir geitungar sýnt sig. Baráttunni um yfirráðin í garðinum er því líklega ekki lokið. En nú mætir Víkverji betur búinn til leiks en áður því hann fjárfesti í endurhlaðanlegum rafmagnsflugna- spaða svo nú mega geitungarnir fara að vara sig. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) NÝ www.avon.is Glæsileg heimasíða og vefverslun Frábær opnunartilboð Skráðu þig á póstlista www.avon.is Þú gætir dottið í lukkupottinn og unnið Avon Gjafabréf að verðmæti 10.000 kr. Nýjir sölufulltrúar velkomnir! Þær sem gerast sölufulltrúar fyrir 11. maí fá glæsilegar gjafir. Sjá nánar á www.avon.is Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Baðolían frá AVON er komin aftur. Baðolían sem beðið hefur verið eftir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.