Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi* Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul og Grímsvötn var farin á dögunum. Tilgangur ferðarinnar var að rannsaka aðstæður í Gríms- vötnum og framkvæma marg- víslegar mælingar á Vatnajökli. „Í ár eyddum við mestum tíma í að rann- saka gíginn sem myndaðist í gosinu í fyrra, sem var stærsta gos Gríms- vatna að minnsta kosti síðan 1873,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, fararstjóri ferðarinnar og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Kortlögðu svæðið Aðstæður til rannsókna í Gríms- vötnum hafa batnað frá því sem var í fyrra. „Við komumst í fyrsta skipti niður í gíginn. Hann hefur verið und- ir vatni alveg frá gosi og nú hefur vatnsborðið loks lækkað þannig að gígsvæðið var að mestu leyti á þurru,“ segir Magnús. Aðstæður til rannsókna á útbreiðslu gjóskulags voru mjög erfiðar í fyrra. Í þessari ferð voru frekari upplýsingar sóttar. ,,Í þessu gosi sjáum við í fyrsta skipti stórt öskulag sem dreifist um jökulinn og þekur um fjórðung hans. Askan kemur víða upp úr jöklinum og fýkur á snjóinn. Bráðnun eykst og við reiknum með mjög mikilli bráðnun á vestanverðum Vatnajökli í sumar,“ segir Magnús Tumi. Stóraukið öskufok verður þar að auki á Austurlandi, í Fljótshverfi og hálendinu en einnig Skeiðarársandi og Skeiðarárjökli. Í þurrkatíð yrði töluvert öskufok í sumar og jafnvel lengur. Áhrifin vara lengi „Við verðum til að mynda vör við þetta í Reykjavík, fólk tekur eftir að bílarnir eru gjarnan rykugir stuttu eftir að þeir eru þvegnir. Þá er um að ræða ösku úr Grímsvötnum og Eyjafjallajökli. Þessi áhrif munu minnka með tímanum, en munu verða einhver ár að hverfa,“ segir Magnús. Tilgangur ferðarinnar var margþættur, en einnig var sett upp sjálfvirk veðurstöð í Kverkfjöllum. „Tilgangur hennar er að fólk geti vitað hvernig veður er þar uppi, en oft er þar mjög hvasst. Fjöllin eru vinsæll ferða- mannastaður og eykur veð- urstöðin öryggi ferða- manna á svæðinu.“ Öskufokinu er hvergi nærri lokið  Loks hægt að rannsaka gíginn í Vatnajökli eftir Grímsvatnagosið í fyrra  Mikil bráðnun í sumar  Langvarandi áhrif gossins  Öskufok talið minnka með tímanum en tekur einhver ár að hverfa Ljósmynd/Magnús Tumi Guðmundsson Drungi Austurhluti lónsins á gosstöðvunum í Grímsvötnum. Bátur sigldi með dýptarmæli um lónið og var mesta dýpi tæplega 40 metrar. „Í þessari ferð er blanda af vís- indamönnum og sjálfboðaliðum úr Jöklarannsóknafélaginu. Með þessum ferðum næst hámarks- árangur fyrir sem minnst- an tilkostnað,“ segir Magnús Tumi um vorferð- ina sem farin er árlega. ,,Þetta er mjög áhugavert fræðilega en líka bráð- nauðsynlegt út frá al- mannavarnarsjón- armiði að þekkja alltaf stöðuna á þessu svæði.“ Landsvirkjun og Vegagerðin styðja við leiðangurinn. Almanna- varnir VORFERÐ JÖKLARANN- SÓKNAFÉLAGSINS Magnús Tumi Guðmundsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is ,,Ég er rosalega ánægð með mótið í heild sinni og stolt af því hvað allir hlutir gengu vel. Sjálf- boðaliðarnir sem koma að mótinu unnu gott starf sem og íbúarnir sjálfir. Framkvæmd UMSK á mótinu var því til sóma. Ánægjan skein úr hverju andliti og veðrið lék við okkur alla keppnisdagana. Öll dagskráin gekk upp og það var gaman að sjá stórglæsileg dansatriði sem settu skemmtilegan svip á mótið,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ung- mennafélags Íslands. 2. Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri lauk í Mosfellsbæ í gær og er það mál manna að vel hafi tekist til og ljóst að þetta mót á bjarta framtíð fyrir sér. Þátttakendum fjölgaði tölu- vert milli ára en um 800 keppendur sóttu mótið í Mosfellsbæ um helgina. Ljóst er nú þegar að fjölmörg önnur sveitarfélög hafa áhuga á að sækja um að halda næsta mót. Ákvörðun um það verður tilkynnt á unglingalandsmótinu sem haldið verður á Selfossi um versl- unarmannahelgina. Pönnukökubakstur og fjallahlaup Á mótinu var keppt í 13 greinum sem voru jafn mismunandi og þær voru margar. Þar má nefna sprettþraut sem samanstóð af sundi, hlaupi og hjólreiðum, þá var einnig keppt í pönnukökubakstri og 37 km sjö tinda hlaupi ásamt fleiri greinum. „Fólk naut þess að vera á mótinu sem hófst á föstudag og er ljóst að mótið er mikil hvatning fyrir fólk á miðjum aldri til að hreyfa sig. Á mótinu fær það tækifæri til að keppa við jafnaldra sína, hittast og eiga góða stund sam- an. Þessi mót eru orðin föst í sessi,“ segir Jón Kristján Sigurðsson, kynningarfulltrúi UMFÍ. 800 keppendur tóku þátt í 13 greinum  Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri lauk í gær í blíðskaparveðri  Mótið er orðið fast í sessi  Hvatning fyrir fólk á miðjum aldri að hreyfa sig  Margir staðir hafa áhuga á að halda næsta mót 7 tinda hlaupið Fjölmargir tóku þátt og var hlaupið 37 km að lengd. Ljósmyndir/Jón Kristján Sigurðsson Pönnukökur Jóna Halldóra Tryggvadóttir sigraði í pönnukökubakstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.