Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Vel yfir 400 þúsund krónur söfnuðust fyrir starf- semi Skákakademíu Reykjavíkur á uppskeru- hátíð í Ráðhúsinu í gær. Safnað var áheitum í skákmaraþoni þar sem ungir skákmenn tefldu við stórmeistara, forsetaframbjóðendur og fleiri. Síðan fór fram uppboð á ýmsum skákmunum í eigu Friðriks Ólafssonar og fleiri stórmeistara. Jóhannes Kristjánsson eftirherma stjórnaði upp- boðinu af mikilli röggsemi. Yfir 400 þúsund krónur söfnuðust Morgunblaðið/Sigurgeir S. Slegist um muni á „skákuppboði aldarinnar“ í Ráðhúsinu í gær Skúli Hansen skulih@mbl.is „Nei, ekkert sem hefur komið neinni hreyfingu á hlutina,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, aðspurður hvort einhverj- ar viðræður séu á milli manna um þinglok. Bjarni segir óhætt að segja að sjávarútvegsmálin og rammaáætl- unin séu mestu ágreiningsmálin í þinginu. „Þau hafa kosið að hafa veiðigjöldin á dagskrá núna í viku og hafa ekki viljað ræða neitt annað. Það sýnist mér hafa þjónað afskap- lega litlum tilgangi svona upp á það til að gera að ljúka þingstörfunum,“ segir Bjarni og bætir við: „Aðalvand- inn er sá að þessi mál koma illa unn- in, og seint, inn í þingið og þess vegna er þessi staða uppi núna, það er kominn 10. júní og stjórn fiskveiða er ennþá inni í nefnd.“ Spurður hvort hann hafi rætt við formenn ríkisstjórnarflokkanna um hugsanleg þinglok segir Bjarni: „Undanfarna daga höfum við átt samtöl, formennirnir, og við höfum lagt fram okkar hugmyndir um það hvernig hægt væri að ljúka þessu þingi. Það myndi t.d. þýða að þessi mál myndu ekki öll ná fram að ganga en það er nú stundum þannig að þeg- ar menn koma svona seint með mál fram og þau eru jafngölluð og hefur komið á daginn þá kannski er það niðurstaðan.“ Hann segist ekki trúa öðru en að það takist samkomulag um að fara að ljúka þessu þingi á ein- hverjum skynsamlegum nótum. Vill ljúka þingi en ekki fresta „Nei, ekki að fresta því. Það er frekar verið að reyna að tala saman um það hvort við gætum ekki fundið leiðir til þess að það lyki störfum með einhverri lágmarksreisn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og formaður VG. Hann segir þetta ekki snúast um að ná samkomulagi um að senda þingið heim eða gefast upp og láta öll málin bara liggja óafgreidd. „Það verður auðvitað gríðarlegt tjón og sóun ef Alþingi kemst ekki í þær stellingar að ljúka afgreiðslu fjöl- margra mála sem þar bíða og verða margir saklausir þolendur þess ef þau ósköp ætluðu að fara að gerast,“ segir Steingrímur og bætir við að hann trúi því og treysti að vilji sé fyr- ir hendi til þess a.m.k. að lágmarka tjónið og afgreiða allt sem mögulegt er. „Auðvitað reyna menn að vera í sambandi og við stungum saman nefjum, þeir sem voru í þinghúsinu eftir að fundi lauk á laugardag,“ seg- ir Steingrímur aðspurður hvort menn ættu í formlegum viðræðum um þinglok. Aðspurður segist hann ekki hafa stórar áhyggjur af því að Alþingi sé að funda svona nálægt forsetakosningunum, né að slíkt hafi áhrif á athygli kjósenda. Engin hreyfing á viðræðum  Formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki trúa öðru en að það takist samkomu- lag um þinglok  Steingrímur J. Sigfússon segir menn hafa stungið saman nefjum Bjarni Benediktsson Steingrímur J. Sigfússon „Það virðist vera meira líf í varpinu en í fyrra,“ segir Freydís Vigfúsdóttir, doktorsnemi í dýravistfræði við University of East Anglia á Englandi. Hún hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við Háskólasetur Snæfells- ness og Náttúrufræðistofnun Íslands rannsakað kríu- varp á Íslandi síðustu sumur. „Ástandið í fyrra var verulega slæmt því þá fór varp- ið þremur vikum seinna af stað en venja er. Svo veltur það á því hvernig varpið gengur hvort nóg fæða verður til staðar þegar ungarnir klekjast út,“ segir Freydís. ,,Ungarnir ættu að klekjast út um næstu mánaðamót og þá kemur í raun fyrst í ljós hvort árangur verður af varpinu. Oft hefur varp farið ágætlega af stað en eng- inn árangur síðan verið vegna fæðuskorts þar sem ung- arnir drápust úr hor.“ Kríustofninn var metinn á níunda áratugnum og voru þá talin vera á milli 250 til 500 þúsund kríupör á Íslandi. Kríustofninn hefur ekki verið metinn síðan. aslaug@mbl.is Kríuvarp er hafið og lítur betur út núna en í fyrra Morgunblaðið/Ómar Kríuvarp Ungar hafa verið að drepast úr hor vegna skorts á fæðu sem líklega tengist breytingum í lífríkinu.  Veltur allt á hvort næg fæða verður fyrir ungana „Staðan er mjög góð og á svæðinu er allt á fullu,“ segir Haraldur Örn Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Landsmóts hestamanna, sem hefst eftir tvær vikur, hinn 25. júní, í Víðidal í Reykjavík. „Framkvæmdir eru á áætlun og í gær var verið að setja upp markaðs- tjaldið við reiðhöllina. Næst á dag- skrá er að setja upp þúsund manna stúku, stjórnstöðvar, gólf í reiðhöll- ina og girðingu utan um svæðið.“ Búist er við 12-16 þúsund manns á svæðið, um þúsund hross keppa á mótinu og tæplega sex hundruð knapar. „Nú er lokaundirbúningur hafinn, en undirbúningur hefur stað- ið í tvö ár. Það eru bara loka- handtökin eftir og mótssvæðið er orðið hið glæsilegasta hjá Fáks- mönnum,“ segir Haraldur Örn. aslaug@mbl.is Landsmót hefst eftir tvær vikur Hópreið Frá lands- mótinu 2011. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu um helgina. Á höfuðborg- arsvæðinu voru sveitir kallaðar út tvisvar í gær, fyrst vegna konu sem slasaðist í Helgafelli. Var hún sótt með þyrlu. Síðan kom útkall vegna skemmtibáts sem var í vandræðum með vélina skammt frá Kjalarnesi. Í gærmorgun aðstoðaði Björg- unarfélag Hornafjarðar við að losa rútu úr sandi við Stokknesvita. Á laugardag aðstoðaði Hjálparsveit skáta í Hveragerði konu sem komst ekki af sjálfsdáðum niður úr göngu- ferð í Gufudal. Annríki hjá björg- unarsveitunum Þrír slösuðust í bílveltu á Snæfells- nesi um sjöleytið í gærkvöldi. Bílstjóri og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Slysið átti sér stað á Útnesvegi á Snæfellsnesi, nálægt Hellnum. Öll þrjú sem voru í bílnum slösuðust, en mismikið. Tvö þeirra köstuðust út úr bílnum. Ekki er vitað um orsök slyssins, en malbikaður vegur er á þessum stað og veður var gott. Þrír slösuðust og fluttir með þyrlu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.