Morgunblaðið - 11.06.2012, Síða 32

Morgunblaðið - 11.06.2012, Síða 32
MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Vann 73 milljónir í lottó 2. Hollendingar í rugli og … 3. Hrikalega stoltur 4. Margir ósjálfbjarga sökum … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrstu skrefin í gerð minningar- lundar vegna voðaverkanna í Noregi í fyrra verða tekin við Norræna húsið á miðvikudaginn kl. 17. Gróðursett verða átta stór reynitré sem tákna Norð- urlöndin ásamt Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. Eftir gróðursetn- inguna verður bókin „Ég er á lífi pabbi“ eftir feðginin Erik H. Sønstelie og Siri Marie Sønstelie kynnt. Morgunblaðið/Sverrir Gróðursetja tré í minningarlundi  Evrópumeist- aramótið í knatt- spyrnu hófst fyrir helgi í Póllandi og Úkraínu, bolta- áhugafólki til mik- illar gleði. Vert er að benda á að dag- lega verða leikir sýndir í hágæðum í Kamesinu á 5. hæð Borgarbóka- safnsins í Tryggvagötu á afgreiðslu- tíma safnsins. Í leiðinni er hægt að lesa sér til um þátttökuþjóðirnar. Sýnt frá EM á Borgarbókasafninu  Snorri Helgason, Mr. Silla og Hug- leikur Dagsson fara hringinn í kring- um landið með skemmtunina Veislu- fjör 2012. Mr. Silla leika lög af væntanlegri plötu, Snorri leikur safn laga af sóló- plötum sínum auk nýrra efnis og Hugleikur Dagsson fer með gam- anmál. Skemmt verður í sjö bæjarfélögum á jafnmörgum dögum seinni- part júní. Veislufjör 2012 haldið víðsvegar um landið Á þriðjudag og miðvikudag Hæg breytileg átt og léttskýjað, en sums staðar skýjað með ströndinni. Líkur á stöku síðdegisskúrum á sunnanverðu landinu. Hiti víða 7 til 15 stig, hlýjast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri víðast hvar eða hafgola, skýjað austanlands og með suðurströndinni, en bjartviðri víðast annars staðar. Hiti 4 til 17 stig, hlýjast vestanlands. VEÐUR Ísland getur bókað sæti í úrslitakeppni heimsmeist- aramóts karla í hand- knattleik í janúar 2013 eftir fjórtán marka sigur á Hollendingum í Laug- ardalshöllinni í gær- kvöld. Íslenska liðið skoraði 20 mörk á síð- ustu 20 mínútum leiks- ins. Þar með er seinni leikur liðanna í Hollandi um næstu helgi nánast orðinn að formsatriði. »4-5 Gerðu seinni leik- inn að formsatriði Einar Daði Lárusson náði magnaðri tugþraut í Tékklandi um helgina þar sem hann var fimmti í baráttu við fræga kappa, sló Íslandsmet 22 ára og yngri rækilega og var örskammt frá ólympíu- lágmarkinu. „Þetta eru miklu fleiri stig en maður hefur fengið hingað til þannig að maður er kominn á ann- an stall,“ sagði Einar Daði við Morg- unblaðið. »1 Einar Daði á annan stall eftir þraut í Tékklandi Króatar eru efstir í C-riðli Evr- ópukeppninnar í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Írum í gærkvöld, 3:1, og eiga nú fyrir höndum bar- áttu við stórveldin Spán og Ítalíu um að komast í átta liða úrslitin. Þau gerðu jafntefli, 1:1, í gær og þar vöktu Spánverjar athygli fyrir að stilla ekki upp neinum framherja í byrjunarliði sínu. »3 Króatar slást við stór- veldin í C-riðlinum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Jón H. Sigurmundsson jon@olfus.is „Ég er nú búinn að standa í þessu jafn lengi og Elísabet Englands- drottning. Ég fæ að vísu enga tón- leika en heiðurshjónin í Hafnarnesi héldu mér veglega lokaveislu á sjó- mannadaginn og ég fékk viðurkenningarskjal og hvað eina,“ segir Gísli Anton Guðmundsson, netagerðarmeistari í Þorlákshöfn, sem lét af störfum nýlega eftir 60 ára starf í greininni. Gísli er fæddur þann 8. ágúst 1936 að Bræðraborg á Stokkseyri. Þrett- án ára gamall byrjaði hann fyrst að vinna í netum hjá Karli Karlssyni, skipstjóra á mb. Ægi á Stokkseyri. Þar vann hann við það að fella net og gera að fiski. Árið 1950 fór Gísli með föður sínum, Guðmundi Gestssyni, til Þorlákshafnar til að skoða að- stæður en þá hafði Guðmundur unn- ið hjá Meitlinum frá því hann var stofnaður 1949. Fjölskyldan flutti þá til Þorlákshafnar og byggði þar hús að A-götu 10. Sjálfur byggði Gísli sér síðan hús þegar hann stofnaði fjölskyldu, að A-götu 28. Gísli vann í 20 ár hjá Meitlinum og var með allt upp í sex manns í vinnu hjá sér á netaverkstæðinu. Þegar Karl Karls- son flutti til Þorlákshafnar vildi hann endilega fá Gísla sem neta- mann til sín og vann Gísli hjá honum eftir vinnu hjá Meitlinum, oft ekki fyrr en eftir klukkan 10 og 11 á kvöldin og allt til klukkan tvö á nóttunni og svo um helgar. Lærði hjá Reykdal Gísli lærði hjá Reykdal í Kópavogi og fór með troll frá Meitlinum og vann þau þar. Reykdal flutti síðan niður á Granda. „Ég setti upp mitt fyrsta troll þegar ég vann hjá Meitl- inum, það var humartroll og var kallað Skjóna sökum þess að það var svo skrautlegt á litinn. Ég bað svo Jón Ólafsson, sem þá var skipstjóri hjá Meitlinum, að prufukeyra trollið. Jón kom einum degi of snemma úr róðrinum og var ég þá skíthræddur um að eitthvað væri að. Ég spurði Jón hvort ég ætti ekki að taka trollið og hvað væri að því. Hann sagði: „Nei, takk, góði minn, trollið færðu aldrei. Þetta er besta humartroll sem ég hef fengið.“ Eftir það varð ég að breyta öllum trollum á flota Meitilsins.“ Gísli hannaði og smíðaði sjálfur fyrsta fellingarstólinn sem var not- aður hér á landi svo vitað sé. Áður höfðu menn staðið við að fella netin. Stóllinn er geymdur á Byggðasafni Þorlákshafnar. Í dag eru komnar vélar sem notaðar eru við fellinguna og gera þær alla vinnu mikið þægilegri. Fékk enga kveðjutónleika  Lætur af störf- um eftir 60 ár í netagerðinni Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Starfslok Gísli Guðmundsson netagerðarmaður og kona hans, Helga Kristinsdóttir, á milli hjónanna Hannesar Sigurðssonar og Þórhildar Ólafsdóttur, eigenda Hafnarness, en þau héldu Gísla veislu á sjómannadaginn. Þegar halla fór undan fæti hjá Meitlinum og erfiðlega gekk að fá útborgað stofnaði Gísli sitt eigið netaverkstæði og vann sjálfstætt í nokkur ár, var með verkefni víða að, bæði frá Vest- mannaeyjum og Austfjörðum. Það var svo 1980 að Guð- mundur Friðriksson skipstjóri og eigandi Hafnarness kom til hans og vildi fá hann í vinnu til sín. „Ég spurði hvað hann vildi borga og það var þvílíkt gylliboð að ég gat ekki hafnað því. Þegar Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir keyptu Hafnarnes buðu þau mér að halda áfram hjá sér og það er nú meðal annars ástæða þess hvað ég hef haldið lengi áfram í þessu. Þetta eru þvílík öndveg- ishjón að það hefur tekið mig langan tíma að hætta,“ segir Gísli. Tók langan tíma að hætta HEFUR UNNIÐ HJÁ ÖNDVEGISHJÓNUM SÍÐUSTU ÁRIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.