Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 ✝ Erla IngibjörgSigurðardóttir, húsmóðir og verka- kona, fæddist í Fljótum í Skaga- firði 18. september 1938. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í Rang- árþingi eystra 31. maí 2012. Foreldrar Erlu voru Sigurður Páls- son, f. 19. nóvember í Fljótum í Skagafirði 1908, d. 12. mars 1994 í Reykjavík og Kristín Snorradóttir, f. 6. október 1917 á Hólum í Fljótum, Skag., d. 22. maí 2002 í Reykjavík. Bræður Erlu eru Jóhannes Sigurðsson, f. á Siglufirði 1946, kvæntur Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, f. 1948 og Sigurður Sigurðsson, f. 1964 í Reykjavík, kvæntur Sveinlaugu Atladóttur, f. 1967. Eiginmaður Erlu var Ingi Einar Vilhjálmsson, vörubíl- stjóri, f. 30. júlí 1936 í Reykjavík, d. 14. febrúar 2009 á Selfossi. Elsta dóttir Erlu er María Gröndal, f. 15. janúar 1957, bú- sett í Reykjavík, faðir Maríu var Maríus Aðalbjörn Gröndal, f. á Akureyri 23. jan- úar 1937, d. 21. október 1980. Börn Erlu og Inga: Sig- urður Ingason, f. 4. janúar 1960, d. 2. september 1983 á Selfossi og Guð- laug Helga Inga- dóttir söngkona og leirlistakona, f. 1. marz 1961 í Reykjavík. Eig- inmaður hennar er Þór Sveins- son, leirkerasmiður og hönn- uður, f. 30. júní 1947 í Reykjavík. Þau eru búsett á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Börn Þórs og G. Helgu eru Kort Þórsson, f. 23. júlí 1997 og Magdalena Eld- ey Þórsdóttir, f. 17. nóvember 1999. Elsta barn G. Helgu er Sig- urður Ingi Einarsson, f. 22. jnú- ar 1985, kvæntur Maritzu Sol- ange Japke Sepulveda, f. 1983, faðir Sigurðar er Einar Ingi Jónsson, f. 1957. Erla bjó lengst af í Reykjavík og síðan á Selfossi í u.þ.b. 30 ár á sama stað. Útför Erlu fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 11. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 13.30. Mamma mín, hún var yndisleg kona. Hafði alltaf trú á mér og vildi mér og mínum vel. Hún var félagslynd og var vinsæl þar sem hún starfaði. Hún vann ýmis störf, fyrir utan það að vera afbragðs húsmóðir. Lengi vel var hún í Kaupfélags-bakaríinu á Selfossi, áður en það brann, en síðustu árin sem hún var á vinnumarkaðinum, vann hún við ræstingar á Lög- reglustöðinni á Selfossi. Ég veit að vinnufélögum hennar var mjög hlýtt til hennar, enda dekraði hún við þá og pússaði allt í hólf og gólf í kring um strákana, eins og hún kallaði þá. Mamma var vel lesin og hafði mikinn áhuga á sögu, var ýmislegt sem leyndist í kollinum á henni og hægt var að fletta upp, ef spurt var. Hún var líka mjög músíkölsk og hafði mjög gaman af að syngja og tralla. Hafði fallega og þíða dökka rödd, sem notalegt var að hlusta á. Mamma var hæfileika- kona á svo margan hátt, saumaði flíkur og rúmfatnað, var nýtin með afbrigðum og sat við prjónaskap, sauma eða lestur. Einnig fannst henni gaman að skrifa ljóð og vís- ur. Hún talaði oft um fyrstu upp- vaxtarárin sín, hlýjar og góðar minningar. Ég fann hér vísur eftir mömmu í stílabók sem að hún skrifaði til minningar um árin í Hvammi í Fljótunum. Í æskunnar ljúfum ljóma í túni ég lék mér hér, og sögur í huganum óma sem sagðar voru mér. Í Hvammi ég lærði að prjóna Ömmu höndum hjá, og legg sem ég kallaði Skjóna slíkan átti þá. Tileinkað Gili í Fljótum: Oft var gaman að skoppa götuna Gili að. Á þúfnabörðum að hoppa, heilsa og koma í hlað. Hún var einstaklega dugleg og þrjósk er óhætt að segja, því ekki var hún á því að gefast upp þó lífið væri henni mjög erfitt. Ég veit þó að hún fyrirvarð sig og skamm- aðist sín fyrir hvernig pabbi hegð- aði sér oft á tíðum. Henni leið illa og var með stöðuga sektarkennd, að vera aðstandandi geðsjúks ein- staklings er þung byrði að bera og oftar en ekki óbærileg kvöl. Mamma var því mjög illa farinn aðstandandi þegar pabbi lést snemma árs 2009 og var þá sjálf orðin mjög sjúk á sál og líkama. Hún barðist við krabbamein og lést af völdum þess. Ég vil þakka öllu hjúkrunar- og starfsfólki, sem og læknum á Kirkjuhvoli, fyrir umönnun þeirra á móður minni. Það var sérlega vel um hana hugs- að og sérstaklega þegar að líkn- andi meðferð tók við núna í maí og mun ég alla tíð vera þakklát þeim fyrir það. Ég vil líka þakka mann- inum mínum og börnum, sem hjálpuðu mér við að hugsa um mömmu, eftir að hún flutti hingað austur til okkar. Ég heiðra minn- ingu mömmu sérstaklega og þakka fyrir allt sem að hún var mér og mun verða um ókomna tíð. Megi hún hvíla í friði í faðmi hins lifandi Guðs, sem að segir; „Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi um alla eilífð“. Guðlaug Helga Ingadóttir. Erla Ingibjörg Sigurðardóttir ✝ Ingi Einar Vil-hjálmsson fæddist 30. júlí 1936. Hann lést á á Heilbrigðistofnun Suðurlands á Selfossi 14. febrúar 2009. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Jón Þórarinsson, f. í Reykjavík 11. september 1897, d. 22. apríl 1970, bifreiðarstjóri á Þrótti og Guðlaug Jónsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 17. september 1901, d. 1. mars 1981. Systkini Inga voru/eru sam- feðra: Hörður Vilhjálmsson, f. 1929, d. 1997, Grétar Þórarinn Vilhjálmsson, f. 1932, d. 1999, Brynjólfur Vilhjálmsson, f. 1934, d. 2010, Vilhjálmur Þór- arinn Vilhjálmsson, f. 1940, Martha Vilhjálmsdóttir, f. 1942. Hálfbræður Inga voru: Magnús Vilhjálmsson, f. 1918, d. 1986, Kristinn Vilhjálmsson f. 1928, d. 1958. Eiginkona Inga var Erla Ingi- björg Sigurðardóttir húsmóðir og verkakona, f. 18. september 1938, d. 31. maí 2012. Börn Inga voru/eru Sig- urður Ingason, f. 4. janúar 1960, d. 2. september 1983 og Guðlaug Helga Ingadóttir söng- kona og leir- listakona, f. 1. marz 1961 í Reykjavík, eiginmaður Þór Sveinsson, leirkerasmiður og hönnuður, f. 30. júní 1947 í Reykjavík. Þau eru búsett á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Börn Þórs og G. Helgu eru Kort Þórsson, f. 23. júlí 1997 og Magdalena Eldey Þórsdóttir, f. 17. nóvember 1999. Elsta barn G. Helgu er Siguður Ingi Ein- arsson, f. 22. janúar 1985, kvæntur Maritzu Solange Japke Sepulveda, f. 1983. Faðir Sig- urðar er Einar Ingi Jónsson, f. 28. desember 1957. Ingi Einar starfaði sem bifreiðarstjóri á Þrótti og víðar. Hann lést eftir mikil veikindi, bæði líkamleg og andleg. Einhvern veginn leita á mig minningar um þau öll, móður mína, föður og bróður. Þau eru nú öll farin og í mínum huga á betri stað, þar sem engir sjúkdómar, böl eða kvöl er til. Það er ekki auð- velt að skrifa þessi orð, þar sem minningargreinar eru einhvern veginn þannig að manni finnst að allt eigi að vera fallegt og hnökra- laust, en sannleikurinn setur okk- ur frjáls. Ég er eftirlifandi og vil halda áfram, ekki lifa í lyginni. Ég elskaði þau öll, föður minn af sársauka og meðaumkun, en móður mína og bróður með djúpri ást og var ég mikið tengd þeim. Eftir á finn ég jú mikið til með pabba, þar sem hann var fastur í þeim fjötrum sem engin lausn virtist vera til við, í fjötrum geð- veikinnar. Geðsýkin hlífir engum, hvorki þeim sjúka, né þeim er næstir honum standa. Pabbi var alla tíð veikur, fékk aldrei meðhöndlun, en honum versnaði mikið með árunum og einangraði sig og mömmu með, lokaði á alla, líka sína eigin af- komendur. Það var sárt, en sárara var þó að hjálpina virtist hvergi vera að finna í mannlegu samfélagi. Pabbi var myndarlegur maður og duglegur þegar hann tók til hendinni. Hann var vörubílstjóri á Þrótti lengi vel í Reykjavík, en starfaði við Steypubílastöð Sel- foss eftir að mamma og hann fluttu þangað. Hann hætti að geta unnið tveimur árum eftir að Siggi bróðir dó. Hann jafnaði sig aldrei á sonarmissinum. Að upplagi var hann félagslyndur og átti sem ungur maður marga félaga. Suma átti hann alla tíð, flestir týndu þó tölunni þegar að árin liðu og sjúk- dómurinn tók völdin. Þegar hann féll frá voru engin minningarorð skrifuð og trúlega vegna þess að þau skorti. Hvað á að segja til minningar um slíkan mann, sem að hafði þann kross að bera sem geðveikin er. Hann hvarf sjálfum sér og sínum inn í veröld myrkurs og einmanaleika, ótta og depurð- ar. Hvað á að segja? En ég vil heiðra hans minningu, hann var ekki án saka en samt saklaus, hann var veikur. Nú hefur hann fengið sína hvíld og Drottinn blessi minningu hans. Það er ekki heimska, viljaleysi eða aumingjaskapur að elska geð- sjúkan einstakling. Ég fyrirverð mig ekki fyrir fjölskyldu mína, ég elskaði þau og vil heiðra minningu þeirra með því að segja satt. Án ásakana og án fordóma. Pabbi var kvalinn á sál og líkama, ófær orð- inn um að meðtaka kærleika og sýna kærleika. Hann dó einmana, kvalinn og hræddur. Það var sárt að horfa upp á það, öll þessi ár far- in í súginn. Mín bæn er að sam- félagið vakni til vitundar um að allir geti brotnað og orðið sjúkir á geði. Sýnum geðsjúkum þá virð- ingu að skapa aðstöðu til hjálpar þeim sem þjást og fullt tækifæri til afturbata inn í samfélag án for- dóma. Guðlaug Helga Ingadóttir. Ingi Einar Vilhjálmsson Siggi bróðir er jarðsettur við hlið foreldra minna í Selfoss- kirkjugarði. Hann lést fyrir eigin hendi hinn 2. september 1983 og var hans aldrei minnst vegna þessa. Til að heiðra minningu bróð- ur míns er hans einnig sérstaklega getið hér og birt af honum mynd. Ef einhver af hans samferðamönn- um og vinum vildu minnast hans nú væri ég þakklát. Hann var yndis- legur bróðir og sérlega duglegur námsmaður og einnig mikill Sigurður Ingason ✝ Sigurður Inga-son fæddist 4. janúar 1960. Hann lést á Selfossi 2. september 1983. Foreldrar Sigurðar voru Ingi Einar Vil- hjálmsson, f. 30. júlí 1936, d. 14. febrúar 2009, og Erla Ingibjörg Sig- urðardóttir, f. 18. september 1938, d. 31. maí 2012. Alsystir Sigurðar er Guðlaug Helga Ingadóttir, f. 1. mars 1961, og hálfsystir Sig- urðar úr móðurætt er María Gröndal, f. 15. janúar 1957. íþróttamaður. Hann var þó frekar ein- rænn og dulur á margan hátt. Gat ver- ið mjög skapmikill og óvæginn. En á rauna- stundum var hann mér alltaf mikil stoð og stytta. Hann var örlátur, oft mjög hjálpsamur. Við vor- um miklir félagar, enda bara eitt ár á milli okkar systkinanna. Þegar hann féll frá var sem stór hluti af mér hefði verið höggvinn burt, í hjartanu var stórt gapandi sár og því blæddi og blæddi. Þvílík sóun á fallegu lífi. Mér fannst sem honum hefði verið rænt og aldrei skilað aft- ur. Af hverju er ég að segja frá þessu á þennan hátt. Ég talaði um það við mömmu, þessa síðustu mánuði sem hún lifði, að mig lang- aði til að skrifa um þau öll, hve hjálpin virtist vera fjarri og engin leið út. Segja frá og vekja sam- félagið til ábyrgðar og til breytinga. Það þarf að gera betur, því miður hefur ekki mikið breyst á þessu tæpum 30 árum frá því að bróðir minn lést. Ég hef farið í fimm aðrar sjálfsvígsjarðarfarir síðan bróðir minn dó, allt ungt fólk. Þvílík sóun. Mamma var búin að gera alveg ótrúlega mikið upp, hafði tekið á móti frelsara sínum og tilbúin að fara til hans. Hún vildi að sannleik- urinn yrði sagður, að allt kæmi fram í ljósið til að vekja fólk til vit- undar um að engin virtist vera hjálpin. Það var allavega hennar upplifun og reynsla. Við getum engu breytt um fortíðina, ekki vak- ið neinn upp frá dauðum, en hvað eru margir í dag sem þjást sökum geðrænna sjúkdóma, hve mörg börn sem ekki geta varið sig sjálf, sem alast upp við slíkar aðstæður? Maðurinn er meira en líkaminn, hann er líka andi og sál. Sálin getur veikst og í sálinni er lífslöngunin. Ef við missum löngunina til að lifa, þá er sálin mikið veik. Hversu margir deyja hér án þess að fá hjálp við slíkum sálarkvölum? Sigga verður alltaf saknað, oft kemur upp í huga minn hvernig allt hefði orðið ef hann hefði lifað. Hann var svo duglegur, hafði margt að bjóða. En ég trúi því að miskunn Guðs sé mikil, meiri kærleik á eng- inn en Drottinn sjálfur sem allt skilur. Siggi er hjá honum og þar fær hann frið og huggun, kærleika og fögnuð í faðmi Almættisins. Guðlaug Helga Ingadóttir. ✝ Elín Jóna Jó-hannsdóttir fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1926. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. júní 2012. Foreldrar hennar voru Jóhann Páls- son trésmiður frá Hrífunesi í Skaft- ártungu, f. 6.10. 1887, d. 12.7. 1978 og Þórunn Sigríður Árnadóttir, húsfreyja frá Pétursey í Mýrdal, f. 17.5. 1893, d. 4.2. 1937. Systkini hennar voru Þórörn, f. 28.7. 1922, d. 5.7. 1991 og Elísabet, f. 28.3. 1930, d. 1.2. 2008. Elín giftist 4. janúar 1953 Sím- oni Waagfjörð, bakara frá Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Jón Vigfússon Waag- fjörð málara- og bakarameistari í Vestmannaeyjum, f. 15.10. 1882, d. 2.3. 1969 og Kristín Jónsdóttir húsfreyja frá Jómsborg í Vest- mannaeyjum, f. 7.8. 1890, d. 21.11. 1968. Elín og Símon eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Símon Þór, vélfræðingur og kennari, f. 11.9. 1953. Börn hans með Kol- brúnu Hjörleifsdóttur eru: a) Katrín, íþróttakennari, f. 17.2. 1980. Sambýlismaður hennar er Atli R. Hróbjartsson, bóndi, f. oni. Í fyrstu sinnti Elín húsmóð- urstörfum, en vann síðar utan heimilisins, m.a. við afgreiðslu í „Vogsabakaríi“ og á skrifstofu Ís- félagsins fram að eldgosinu 1973. Elín og Símon fluttu ekki aftur út til Eyja eftir gos, heldur settust að á Hörpulundi í Garðabæ og bjuggu þar í 32 ár, til ársins 2006 er þau fluttu í eldriborgarahverfið á Boðahlein. Fljótlega eftir kom- una upp á land hóf Elín störf í Landsbankanum og starfaði þar fram að eftirlaunaaldri. Elín var virk í félagsstarfi. Hún var í kven- félaginu Heimaey og tók þátt í starfi eldri borgara í Garðabæ. El- ín gekk í Oddfellowregluna í Vest- mannaeyjum árið 1965 og starfaði í henni í 45 ár. Gegndi hún þar ýmsum ábyrgðarstörfum og var Oddfellowreglan henni alltaf mjög hugleikin. Í Eyjum var Elín í Rebekkustúku nr. 3 Vilborgu. Í Reykjavík tók hún þátt í stofnun Rb. stúku nr. 7 Þorgerðar, árið 1977 og síðar Rb. stúku nr. 12, Barböru í Hafnarfirði, árið 1999. Hún gekk í Rebekkubúðir nr. 1 Þórhildi árið 1982 og var ein af stofnendum Rebekkubúða nr. 2 Þórunnar árið 2006. Útför Elínar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 11. júní 2012 og hefst athöfnin kl. 13. 30.12. 1975, synir þeirra eru Egill, f. 21.8.2006 og Ing- ólfur, f. 15.2.2011. b) Hjörleifur Þór, nemi, f. 14.10. 1990. 2) Kristín Sigríður, jarðskjálftafræð- ingur, f. 24.4. 1956. 3) Jónína, sjúkra- þjálfari, f. 13.10. 1958. Maður hennar er Gunnar S. Sig- urðsson, viðskiptafræðingur, f. 9.11. 1969. Börn þeirra eru Frið- rik Þór, f. 25.5. 1992 og Jakob Þór, f. 24.8. 1996. 4) Jóhanna, þjóðhagfræðingur, f. 13.10. 1958. Sambýlismaður hennar er Páll K. Pálsson, bankastarfsmaður, f. 18.4. 1958. Elín ólst upp í Reykjavík. Hún missti móður sína aðeins 11 ára gömul og dvaldi eftir það flest sumur unglingsáranna í Hrífunesi hjá móðursystur sinni Elínu og föðurbróður Jóni. Hún fór í Hús- mæðraskólann á Laugalandi vet- urinn 1945-46 og eftir það starfaði hún í Reykjavík við skrif- stofustörf. Árið 1952 hélt hún til London þar sem hún stundaði eins árs nám í fatahönnun í Barrett Street Technical College. Þegar heim kom fluttist hún til Eyja og hóf búskap með manni sínum Sím- Mamma dó á bjartri sumarnótt og söngur vellandi spóa barst inn um gluggann. Við, börnin hennar fjögur sátum öll við rúmið hennar á Hrafnistu í Hafnarfirði á meðan hún leið hægt í burtu frá okkur. Ég hélt í höndina hennar og reyndi að festa í minni seinustu samveru- stundina með þessari smávöxnu en stóru persónu, sem hefur haft svo mikil áhrif á líf okkar allra, stutt okkur og leiðbeint í gegnum allt okkar líf. Mamma átti langa og gjöfula ævi sem stundum var erfið, en hún hafði dug til að gefast aldrei upp fyrir erfiðleikunum, fann alltaf ráð til að gera sitt besta, bjarga sér og standa sig. Hún missti móður sína aðeins ellefu ára gömul og var sá missir henni mikið áfall og mótaði allt hennar líf. Barnæskunni var skyndilega lokið og við tók mikil ábyrgð og vinna við að halda heim- ili með afa og systkinum sínum. En hún átti líka góða að sem að- stoðuðu eftir megni og ættingja fyrir austan, þar sem hún var í sveit á sumrin. Hún var alltaf ákaf- lega stolt af skaftfellskum upp- runa sínum, lá í Ættum Skaftfell- inga tímunum saman og þuldi svo yfir okkur hvernig við vorum skyld hinum og þessum. Þó mömmu langaði í mennta- skóla leyfðu aðstæður það ekki, en hún var alla ævina að læra eitthvað og fór til náms í fatahönnun í London árið 1952. Á unglingsárum byrjaði hún þýskunám og hélt því áfram síðar á ævinni með leshópi úr Landsbankanum þar sem hún starfaði. Hún var mjög listfeng og í eldri borgara starfi, málaði hún og gerði glerverk og muni alveg fram á það síðasta, muni sem við börnin hennar erum stoltir eigendur að. Í gegnum tíðina saumaði mamma kjóla, jakka og kápur á alla fjöl- skylduna, en hún átti eftir að læra að sauma skautbúning og áttræð dreif hún sig á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu, svo son- ardóttirin Kata gæti gift sig í ein- um slíkum. Meðan hún hafði getu rembdist hún við að klára útsaum- inn á pilsinu. Það tókst og búning- urinn bíður. Vináttu rækti mamma við vin- konur sínar alla ævi og var ennþá að skrifast á við vinkonur frá námsárinu í London, en þær voru í upphafi dreifðar um Evrópu og Afríku. Hún gat ekki lengur skrif- að sjálf en var mikið í mun að halda sambandinu við. Mamma hafði sigrast á krabba- meini á miðjum aldri, en lét loks í lægra haldi fyrir elli og Alzheimer. Sjúkdómurinn lagðist á getu henn- ar til að muna orð og tala. Mamma, sem alltaf hafði svo margt að segja, hugsaði nánast upphátt, gat undir lokin ekki lengur tjáð sig. Í byrjun barðist hún á móti með krossgátuæfingum, en hægt og bítandi vann sjúkdómurinn á. Hún hélt þó enn góðum skerf af skyn- semi og gat því, með dyggri aðstoð heimahjúkrunar Garðabæjar og ljúflingsins hennar Halldóru í dægradvöl á Hrafnistu, verið heima á Boðahlein alveg fram í lok mars síðastliðins. „Þú ert alveg eins og mamma þín,“ hefur klingt í eyrum mér síð- an ég var tólf ára. Sem unglingi fannst mér ekki sérlega spennandi að líta út eins og einvers konar af- rit af öðrum, en eftir því sem ég eldist hefur mér skilist hve mikið hól þetta er og nú orðið svara ég með sjálfri mér „I should be so lucky“. Kristín Sigríður. Elín Jóna Jóhannsdóttir  Fleiri minningargreinar um Elínu Jónu Jóhannsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.