Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Skömmu eftir bankahrunið haustið 2008 stöðv- uðust framkvæmdir við ráðstefnu- og tónlistar- húsið, er síðar fékk nafnið Harpa sem kunnugt er. Hörpu hefur verið vel tekið og aðsóknin ver- ið framar björtustu vonum, gestir hússins komnir yfir eina milljón síðan í maí í fyrra. Er það að mörgu leyti áhugavert í ljósi þess að eftir hrunið kom sá möguleiki til alvarlegrar skoð- unar hjá hinu opinbera, m.a. innan ráðuneyta og hjá fjárlaganefnd Alþingis, að hætta alfarið framkvæmdum og láta hreinlega rífa húsið. Aðrir möguleikar voru að halda áfram eða að loka byggingunni þannig að hægt yrði að hefja framkvæmdir síðar, þegar kreppan væri af- staðin. Eftir nokkra krísufundi, þar sem listamenn voru m.a. fengnir til að sannfæra embættis- og bankamenn um þýðingu og hlutverk hússins fyrir menningarlíf þjóðarinnar, ákváðu ríki og borg að halda framkvæmdum áfram. Útreikn- ingar sýndu að hagkvæmara væri að stoppa ekki en þá var spurningin hvernig staðið yrði að fjármögnun þar sem Portus, félagið sem átti að byggja og reka húsið, var komið í þrot. Mikil óvissa uppi Beiðni um lán kom á síðustu stundu inn í fjárlagaumræðu á Alþingi í desember 2008 og þar á bæ ríkti ekki einhugur um að ríkið legði aukið fé til verksins. Þetta var í miðri búsá- haldabyltingu og óvissa mikil í stjórnmálum. Með ríkisstjórnarskiptunum í byrjun febrúar 2009 minnkaði ekki óvissan um framtíð tónlist- arhússins. Framkvæmdir höfðu þá legið niðri síðan fyrir jól. Bakvið tjöldin var róið að því öll- um árum að koma í veg fyrir að verkefnið stöðv- aðist og að húsið yrði jafnvel rifið. Haft var eftir hönnuði glerhjúpsins, Ólafi Elíassyni, í Morg- unblaðinu í lok janúar 2009 að mikil óvissa væri um framhaldið. „Í fyrsta sinn er raunveruleg hætta á því að samningaviðræður um áfram- haldandi byggingu hússins fari út um þúfur. Ég óttast að það leiði til þess að við sitjum uppi með rúst í miðborginni,“ sagði Ólafur. En hann og aðrir aðstandendur hússins gátu í febrúarmánuði andað léttar þrátt fyrir stjórnarskiptin. Það kom í hlut nýs mennta- málaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, að und- irrita viljayfirlýsingu með þáverandi borg- arstjóra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, í lok febrúar um áframhaldandi byggingu tónlistar- húss og ráðstefnumiðstöðvar. Nýju bankarnir, sem reistir voru á rústum þeirra gömlu, tóku að sér fjármögnunina en hvorki ríki né borg lögðu meira fjármagn til hússins en þau höfðu áður skuldbundið sig til að gera. Í febrúar 2009 var talið að það kostaði 13,3 milljarða að ljúka verk- inu, auk vaxta á samningstíma, en á núvirði eru það tæpir 16 milljarðar. Heildarkostnaður við Hörpu er í dag talinn vera 17-18 milljarðar króna, en þar mætti bæta við um 10 milljörðum sem voru afskrifaðir í hruninu vegna þrots Por- tusar, sem var í eigu gamla Landsbankans og Nýsis. Austurhöfn, sem er að 54% hluta í eigu ríkisins og 46% í eigu Reykjavíkurborgar, tók Portus yfir og systurfélögin Totus og Situs fylgdu með í kaupunum, auk fleiri félaga. Nýtt lán til 35 ára var tekið hjá nýja Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka sem ríki og borg greiða af, en lánið er á breytilegum vöxtum. Unnið er í dag að endurfjármögnun lánsins með skuldabréfaútboði á föstum vöxt- um. Búist er við að lífeyrissjóðirnir verði helstu eigendur þeirra skuldabréfa. Flókið vandamál Illugi Gunnarsson þingmaður átti sæti í stjórn Austurhafnar, sem fulltrúi ríkisins, þegar hrunið varð. Hann segir að vissulega hafi það verið einn af möguleikunum í stöðunni að hætta framkvæmdum alfarið og láta rífa húsið, en fljótlega hafi komið í ljós að það væri ekki fýsilegur kostur. Ofan á kostn- að við húsrifið hefði bæst við annar kostnaður vegna bindandi samninga sem búið var að gera við verktaka. „Þetta var gríðarlega flókið vanda- mál en maður hafði alltaf sannfær- ingu fyrir því að best væri að halda áfram. Framkvæmdir voru líka komnar það langt. Ef þetta hefði stöðvast hefði það verið mjög vond niðurstaða fyrir alla. Enda hefur Harpa sannað gildi sitt svo sannarlega, þarna hefur gríðarlegur fjöldi fólks farið í gegn og almenn ánægja ríkir með húsið,“ segir Illugi. Mun dýrara að hætta Stefán Hermannsson er nýlega hættur sem framkvæmdastjóri Austurhafnar. Þó að það geti vel hafa verið rætt innan stjórnsýsl- unnar eða bankanna að rífa húsið segir Stefán félagið aldrei hafa reiknað kostnað við þá leið, hún hafi að þeirra mati verið fjarlægur mögu- leiki. Að sögn Stefáns lét Austurhöfn hins vegar reikna út þrjá valmöguleika. Í fyrsta lagi að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist, en þá var kostnaður við að klára dæmið metinn rúmar 13 milljarðar. Í öðru lagi að pakka „mjúklega saman“, þannig að verktakar færu ekki á haus- inn, og fresta framkvæmdum tímabundið. Það var talið kosta sex milljörðum meira. Þriðji kosturinn, sem Stefán segir hafa ver- ið talinn verstan, var að stöðva verkið end- anlega. Það var talið kosta 10 milljörðum meira en að halda áfram. Stefán segir þetta hafa getað þýtt gjaldþrot ÍAV, aðalverktakans, sem ekki hefði getað greitt sínum undirverktökum. Er- lendir verktakar voru með gilda samninga og Stefán segir þá mundu hafa getað gengið á sín- ar verktryggingar. „Ég held að menn sjái ekk- ert eftir þeirri ákvörðun í dag að hafa haldið áfram með húsið,“ segir Stefán. Rætt í alvöru innan stjórnsýsl- unnar að láta rífa tónlistarhúsið  Eftir krísufundi og óvissu var talið hagkvæmara að halda áfram  10 milljörðum dýrara að hætta Morgunblaðið/Júlíus Tónlistarhúsið Í desember 2008 stöðvuðust framkvæmdir við tónlistarhúsið og um tíma ríkti mikil óvissa um hvort haldið yrði áfram. Stjórnendur Hörpu prísa sig sæla yfir því að ákveðið var að halda áfram byggingu tónlistarhússins. Pétur J. Eiríksson er einn þeirra en hann kom til starfa við verkefnið árið 2009, eftir að búið var að ákveða að halda áfram. Pétur segir aðsóknina í Hörpu sýna og sanna réttmæti þess að hafa ekki látið verkið stöðvast. Ekki hafi heldur staðið til annað en að halda áfram, þó að einhverjir kunni vafalaust að hafa frekar viljað rífa húsið á sínum tíma. Vel yfir milljón gestir hafa komið í Hörpu frá því að húsið var opnað almenn- ingi í maí í fyrra. Er áhuginn ekki aðeins bundinn við Ísland þar sem fjölmargir er- lendir ferðamenn og tónleikagestir koma. Þannig voru nærri 100 miðar settir í sölu í Stokkhólmi á Töfraflautuna og seldust þeir upp á tveimur dögum. Einnig komu fjölmargir útlendingar á tónleikana með Brian Ferry. „Við höfum náð að koma okkur inn í tónlistartúrismann,“ segir Pétur. Til allrar hamingju var haldið áfram STJÓRNARFORMAÐUR Í HÖRPU Pétur J. Eiríksson Hinn árlegi blómadagur Skólavörðustígsins var hald- inn á laugardaginn. Auk margvíslegra skemmtiatriða voru vegfarendum afhent blóm og ávextir og er óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla ánægju. Morgunblaðið/Júlíus Kölluðu fram bros með blómum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.