Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Rótgróið hreingerningarfyrirtæki með 40 starfsmenn. Ársvelta 150 mkr. og hefur vaxið með hverju árinu. Góð EBIDTA. • Glæsilegt íbúðahótel með 20 íbúðum. Góð afkoma. • Heildverslun með vinsælar snyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Góð afkoma. • Rótgróið gólfefnafyrirtæki í mjög góðum rekstri. Ársvelta 200 mkr. EBITDA 20 mkr. • Heildverslun með prjónagarn. Selur einnig mikið í gegnum heimasíðu á netinu. Vandaðar og vinsælar vörur. Auðveld kaup. • Stórt þvottahús og efnalaug. EBITDA 12 mkr. Hentugt fyrir dugleg og samhent hjón. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með matvörur. Ársvelta 330 mkr. • Stálsmiðja sem framleiðir staðlaðar vörur fyrir sjávarútveg. Stöðug velta og vel tækjum búið. Hægt að flytja hvert á land sem er og hentar vel sem viðbót við starfandi vélsmiðju. • Öflugt hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík. • Rótgróið bakarí með nokkrar verslanir. • Verslun í Kringlunni með vinsælar sérvörur. Góð afkoma. SUMARGLEÐI Hefst í dag mánudag FIMM LITIR VERÐ 93.800.- NÆSTA SENDING 119.600.- OPIÐ: MAN-FÖS 11-18 Sumarverð 75.000.- Madríd. AFP. | „Ég er mjög ánægður og tel okkur hafa tekið mjög mikil- vægt skref. Í gær (laugardag) var sigurdagur trúverðugleika evrunnar, framtíðar hennar og ESB. Það var enginn utanaðkomandi þrýstingur, ég veit ekki hvort ég ætti að segja frá því en það var ég sem þrýsti á um lán- ið,“ sagði Mariano Rajoy, spænski forsætisráðherrann, í kjölfar þess að ESB samþykkti beiðni Spánverja um fjárhagsaðstoð. Rajoy hafði fram að því ávallt neitað að Spánverjar þyrftu aðstoð ESB við að ráða fram úr efna- hagserfiðleikum í landinu. Rajoy tekur undir orð spænska fjármálaráðherrans Guindos og ítrekar að ekki sé um björgunarað- gerðir að ræða, aðeins lán. Spænska ríkisstjórnin hefur einnig lýst því yfir að lánið bindi ekki hendur hennar, engin ný skilyrt niðurskurðaráform felist í samkomulaginu við ESB. Samt sem áður segja fjármálaráð- herrar evruríkjanna í sameiginlegri yfirlýsingu að fylgst verði vel með ástandinu og árangur samkomulags- ins skoðaður reglulega. Einnig segir í yfirlýsingunni að evruríkin séu þess fullviss að Spánverjar muni standa við skuldbindingar sínar er varða minnkandi halla og enduruppbygg- ingu. Rajoy sagði að lánið staðfesti trú ESB á áætlunum spænsku ríkis- stjórnarinnar og tók fram að það væri einmitt vegna aðgerða ríkis- stjórnarinnar undanfarna mánuði sem aðeins væri um lán frá ESB að ræða en ekki allsherjar neyðarinn- grip. Skammgóður vermir? „Hér er um nýja nálgun að ræða. Væga neyðaraðstoð (e. „lite bailout“) sem takmarkar ekki fullveldi viðkom- andi ríkis heldur aðeins bankakerf- isins. Hinsvegar er þetta ekki fram- tíðarlausn, aðeins varnaraðgerð sem miðar að því að halda bankakerfinu á floti frekar en virkilega stuðla að vexti,“ segir Charles Diebel, hag- fræðingur hjá Lloyds Banking Gro- up. „Ný leið í Brussel: Dregið úr kröfum um niðurskurð í fyrsta skipti,“ segir í spænska dagblaðinu La Repubblica sem leggur áherslu á að ESB hafi sýnt sveigjanleika, ekki krafist allsherjarinngrips sem hefði falið í sér kröfur um harðari niður- skurðaráform. Ekki er útséð með frekari þörf Spánverja á aðstoð að mati Edward Hugh, óháðs stjórnmálaskýranda í Barcelona. Að hans sögn gætu spænsk stjórnvöld þurft að sækja í frekara skjól ESB með haustinu þeg- ar þarlend stjórnvöld þurfa að taka á skuldavanda borga og sveitarfélaga. Rajoy skipti um skoðun og þrýsti sjálfur á ESB um lán  Neitar að hafa verið undir utanaðkomandi þrýstingi AFP Umskipti Mariano Rajoy spænski forsætisráðherrann neitar að hafa látið undan þrýstingi ráðamanna innan ESB og fjármálamarkaða. Að minnsta kosti tveir létust og 41 slasaðist í sjálfs- morðsárás á kirkju í nígerísku borginni Jos í gær. Í annarri árás réðust byssumenn inn í kirkju, myrtu einn og særðu tugi. Íslömsku öfgasamtökin Boko Haram hafa lýst ódæðunum á hendur sér. Talið er að samtökin hafi myrt meira en þúsund einstaklinga síðan vopnuð barátta þeirra hófst um mitt ár 2009. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær segir að árásir á nígeríska ríkið og kirkjur þess muni halda áfram þar til takmark- ið um stofnun íslamsks ríkis náist. Liðsmenn íslömsku öfgasamtakanna Boko Haram ráðast á kirkjur Áframhaldandi átök trúarhópa í Nígeríu AFP Eftir óeirðir á föstudag og laugardag þar sem sjö fórust og kveikt var í heimilum hundraða hefur forseti Búrma, Thein Sein, lýst yfir neyðar- ástandi í Rakhine-ríki. Alda hefndaraðgerða hef- ur gengið yfir Rakhine eftir að múslimar nauðg- uðu og myrtu konu í lok síðasta mánaðar. Búdd- istar hefndu í síðustu viku með því að ráðast inn í strætisvagn og berja tíu múslima til bana. Rík- isstjórn landsins hefur að undanförnu reynt að ganga til samninga við uppreisnarmenn eftir áratuga ófrið í landinu. BÚRMA Lýsa yfir neyðarástandi Thein Sein Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta og bandamenn hans í Græn- ingjaflokknum ná meiri- hluta í neðri deild franska þingsins ef marka má útgönguspár sem gefnar voru út þeg- ar kjörstöðum lokaði í gærkvöldi. Ef út- gönguspár standast mun það auðvelda Hollande að koma fyrirhuguðum breytingum í skattamálum í framkvæmd. Kosn- ingaþátttaka var mjög döpur, aðeins rúmlega helm- ingur kjósenda mætti á kjörstað. Seinni umferð þingkosninganna fer fram eftir helgi. FRAKKLAND Sósíalistar að ná meirihluta? Francois Hollande

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.