Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 Þjónustum allar gerðir ferðavagna Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Opnunartími verslunar í sumar: 8–18 virka daga, 10-14 á lau. Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Neyslu rafgeymir fyrir ferðavagna 33.900 kr. Umboðsaðilar fyrir Truma & Alde hitakerfi á Mover undir hjólhýsi 249.900 kr. Tilboð Tilboð áTruma E-2400 Gasmiðstöð 159.900 kr. Tilboð Truma Ultraheat - 220V Rafhitun íTruma ofna 54.900 kr. Mikið úrval vara- og aukahluta! Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Stjórnvöld á Spáni óskuðu á laug- ardag eftir neyðaraðstoð til að koma bankakerfi landsins til bjarg- ar. Með þessu verður Spánn fjórða ríkið á evrusvæðinu sem leita þarf aðstoðar til að rétta af veiklað fjár- málakerfi. Fjármálaráðherra Spánverja, Luis de Guindos, segir landið þurfa allt að 100 milljarða evra aðstoð frá Evrópusambandinu, eða sem jafn- gildir yfir 16.000 milljörðum króna. Sett í samhengi við íbúafjölda Spánar nemur fjárþörfin um 2.100 evrum á hvern íbúa, sem er nálægt 340.000 kr. Orðrómur hafði verið á kreiki fyrir helgi, um að drægi til tíðinda áður en ný vika hæfist. Viðráðanlegur vandi? Wall Street Journal hefur eftir Guindos að ekki sé um „björgun“ að ræða. Segir hann mikla spennu á mörkuðum en kveðst þess jafn- framt fullviss að stuðningur við banka landsins muni draga úr vantrú markaða á bönkum Spánar. Vitnaði hann í skýrslu frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, AGS, sem gaf til kynna að þarfir spænska banka- kerfisins væru „viðráðanlegar“. Skýrsla AGS sem birt var á föstudag áætlar að spænska bankakerfið þurfi um 40 milljarða evra til að uppfylla alþjóðlega staðla, komi til frekari efnahags- áfalla. Mælingar AGS bentu til þess að stærstu bankar Spánar væru vel fjármagnaðir en aðrir hlutar fjármálageirans stæðu verr að vígi. Forstjóri framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso og Olli Rehn efnahagsmálastjóri fram- kvæmdastjórnar ESB fögnuðu ákvörðun spænskra stjórnvalda. Sögðu þeir neyðaraðstoð við bankakerfið til þess fallna að auka tiltrú markaðarins á spænsku efna- hagslífi og skilyrði mundu skapast fyrir vöxt og atvinnusköpun. Fjármálaráðherrar Frakklands, Bandaríkjanna og framkvæmda- stjóri AGS brugðust einnig á já- kvæðan hátt við fréttunum frá Spáni. Þann 21. júni n.k. eiga spænsk stjórnvöld von á sjálfstæðri úttekt á stöðu banka landsins, sem talið er að muni varpa skýrara ljósi á fjárþörf fjármálageirans. Reuters spáir því að bandaríski hlutabréfamarkaðurinn muni verða jákvæður á mánudag. Um vegleg- an björgunarpakka sé að ræða sem ætti að létta einhverju af þeim böl- sýnisdrunga sem verið hefur á evr- ópskum mörkuðum. Hefur fréta- veitan eftir bandarískum sérfræðingum að aðgerðir Spán- verja dragi úr óróleika fjárfesta til skemmri tíma. Þarf Spánn 100 milljarða?  Stjórnendur ESB, AGS og Bandarík- in fagna ákvörðun Spánverja  Von á að bandarískir markaðir bregðist vel AFP Flotholt Luis de Guindos, fjármálaráðherra Spánar, á fundi með blaðamönnum. Skýrsla AGS segir stærstu banka landsins vel fjármagnaða en aðrir kimar fjármálageirans þurfi á stuðningi að halda. Vonir standa til að íslenska leikjafyr- irtækið CCP sendi frá sér leikinn DUST 514 í haust. Ef marka má við- tökur á E3 leikjaráðstefnunni gæti leikurinn gert mikla lukku. E3 ráðstefnan fór fram í liðinni viku í Los Angeles og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Leiddu þar saman hesta sína allir helstu jöfr- ar tölvuleikjaiðnaðarins. Í ljósi þess hvað samkeppnin er hörð verður það að teljast góðs viti að leikjaritið Pla- yStation Official Magazine valdi DUST 514 sem einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum ráð- stefnunnar. Í tilkynningu frá CCP segir að dómnefnd leikjatímaritsins hafi verið skipuð ritstjórum margra af stærstu fjölmiðlum leikjageirans. Ekki er þá allt upptalið því leikja- vefurinn vinsæli IGN, sá stærsti á vefnum í dag, valdi DUST 514 einn af bestu skotleikjum ráðstefnunnar. Lenti leikurinn þar í hópi með út- gáfum á borð við Call of Duty Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4 en búist er við að sá síðastnefndi verði einn af stærstu tölvuleikjum ársins. Hluti af kynningarstarfi „Við erum vitaskuld mjög ánægð með þessa viðurkenningu og hún hef- ur heilmikið að segja. Verðlaun af þessum toga eru alls engin trygging fyrir velgengni á markaði en er engu að síður viðurkenning sem skiptir miklu máli,“ segir Eldar Ástþórsson, verkefnisstjóri markaðsdeildar CCP. „Þetta er einn af mörgum liðum í löngu ferli sem miðar að því að kynna og markaðssetja leikinn, og afla hon- um þeirrar athygli sem þarf til að gangi vel á alþjóðamarkaði.“ CCP hefur opnað fyrir prufuað- gang að DUST 514 og gengur vel. „Áhugasamir geta sótt um að taka þátt í prófuninni en þar hleypum við inn takmörkuðu fjölda spilara bæði til að prófa leikinn og eins reyna að kom- ast að því hvort sníða þurfi af ein- hverja vankanta, breyta og bæta,“ segir Eldar. „Viðbrögð spilara hafa verið mjög góð heilt á litið, og við finn- um að leikjaheimurinn bíður DUST 514 með mikilli eftirvæntingu.“ Tekjur með sölu viðbóta DUST 415 verður fáanlegur ókeyp- is á PlayStation 3 leikjavélum Sony og er um að ræða n.k. framlengingu á þeim spilunarheimi sem CCP hefur skapað í fjölspilunarleiknum EVE Online. Leikmenn berjast um land- svæði, áhrif og auðlindir. Tekna verð- ur aflað með sölu á varningi og við- bótum í leiknum. Fjölspilunarleikurinn EVE Online hefur nú verið í gangi í 9 ár og áskrif- endur að leiknum yfir 360.000 talsins. Skilaði leikurinn tekjum upp á 66 milljónir dala á síðasta ári eða sem jafngildir um 8,5 milljörðum króna. Yfir líftíma leiksins til þessa er áætlað að EVE hafi halað inn um 300 millj- ónir dala, tæpa 39 milljarða króna. EVE Online sker sig frá öðrum sambærilegum fjölspilunarleikjum að því leyti að leikmannafjöldinn hefur vaxið með hverju árinu og gert er ráð fyrir að vöxturinn muni halda áfram í ár. Hjá CCP starfa um 500 manns, þar af u.þ.b. 300 í Reykjavik. Fyrirtækið er einnig með stórar starfsstöðvar í Shanghaí, Atlanta, og um 40 manna teymi í Newcastle. DUST 514 hefur að stærstum hluta verið smíðaður af teyminu í Shanghai. ai@mbl.is CCP gerir lukku vestra  Leikurinn DUST 514 frá CCP fær byr undir báða vængi  Í honum er barist um landsvæði, áhrif og auðlindir Hasar Prufuspilanir á DUST 514 hafa farið vel af stað. Samkeppniseftirlit Evrópusam- bandsins mun gefa leitarvélarisan- um Google frest fram í júlí til að sýna fram á hvernig fyrirtækið mun breyta viðskiptaaðferðum sín- um, og þannig loka rannsókn sem snúist hefur um meinta misnotkun á markaðsaðstöðu. Reuters hefur eftir sérlegum samkeppnisverði ESB, Joaquin Almunia, að hann vilji gefa fyr- irtækinu tækifæri til að leggja fram tillögur sem komið gætu í veg fyrir langdregin málaferli. „Í byrjun júlí ætlast ég til þess að fá skýr merki frá Google um að fyrirtækið vilji skoða þessa lausn,“ sagði hann. „Ég trú því innilega að bæði neyt- endur og keppinautar muni hagnast best á að málið fái skjóta lausn.“ Almunia sendi Google erindi 21. maí s.l. þar sem teknar voru saman helstu niðurstöður 18 mánaða rann- sóknar á viðskiptaháttum fyrirtæk- isins. Meðal þess sem ESB finnur Google til foráttu er að hafa í leitarniðurstöðum hampað eigin vörum umfram lausnir keppinaut- anna. Google hefur staðfastlega neitað ásökunum um að brjóta evrópsk samkeppnislög. ai@mbl.is ESB vill sjá breytingar hjá Google  Fá frest fram í júlí til að leggja fram tillögur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.