Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Segja má aðekki séseinna
vænna að hér á
landi taki til starfa
samtök skatt-
greiðenda, en frá
því var greint í Morgun-
blaðinu á laugardag að slík
samtök hefðu verið stofnuð.
Skafti Harðarson, einn for-
svarsmanna Samtaka skatt-
greiðenda, segir að ætlunin sé
að samtökin beiti sér fyrir
„betri ráðstöfun ríkisfjár,
lægri skattheimtu, sann-
gjarnari og gegnsærri skatt-
heimtu og síðast en ekki síst
að beita okkur gegn reglu-
gerðarveldi ríkisins“.
Félagsskapur af þessu tagi
er starfandi víða um heim og
veitir hinu opinbera mikilvægt
aðhald. Um þessar mundir er
sérstaklega brýn þörf fyrir
slíkt félag hér á landi þegar
horft er til þess hvert viðhorf
ríkisvaldsins og flestra sveit-
arfélaganna er til skatt-
heimtu.
Sveitarfélögin gleymast
stundum í þessu sambandi, en
þau hafa orðið æ umsvifameiri
á undanförnum árum og taka
til að mynda til sín um helming
staðgreiðslu einstaklinga þeg-
ar tillit hefur verið tekið til
persónufrádráttarins. Mörg
þeirra hafa reist sér hurðarás
um öxl og setja útsvarið þess
vegna í efstu mörk og jafnvel
rúmlega það þau sem í mestar
ógöngur eru komin.
Önnur virðast telja sjálfsagt
að nýta sér allt það svigrúm
sem lög leyfa til að hækka
skatta í stað þess að líta á það
sem keppikefli að íbúarnir búi
við sem lægstar álögur. Það er
til að mynda af sem áður var
að Reykjavíkurborg hafi
skattlagningu sína við lægstu
leyfilegu mörk, það tímabil
leið undir lok þegar vinstri-
menn náðu völdum í borginni
og tókst að sitja þar óslitið í
nokkur kjörtímabil.
Sambærileg staða er nú
uppi hjá ríkinu. Eftir að
árangur hafði náðst í lækkun
skatta með því að
byrðum var létt af
almenningi og at-
vinnulífið gert
samkeppnishæf-
ara komust að
völdum þeir sem
telja að háir skattar séu í sjálf-
um sér æskilegir. Þeim er það
sérstakt kappsmál að inn-
heimta eins mikla skatta og
mögulegt er og vilja skilja eins
lítið eftir hjá fólki og fyrir-
tækjum og nokkur kostur er.
Almenningur finnur þetta
vel um hver mánaðamót og í
hverri ferð út í matvöruversl-
un eða á bensínstöð. Fjár-
festar og atvinnulíf finna þetta
einnig og svo finnur almenn-
ingur aftur fyrir því þegar at-
vinnulífið koðnar niður vegna
skattheimtu.
Ágætt dæmi um þetta við-
horf vinstrimanna til skatt-
heimtu birtist nú í umræðunni
um veiðigjöld, en þar er
keppst við að leggja svo mikl-
ar álögur á fyrirtækin að þau
rétt lifi af. Og ákafi stjórn-
valda í að hækka skatta er
meira að segja svo mikill að
skattheimtan á að vera mun
meiri en fyrirtækin þola með
þeim afleiðingum að stór hluti
þeirra er í mikilli hættu, með
tilheyrandi afleiðingum fyrir
almenning og þjóðfélagið allt.
Þessi afstaða vinstrimanna,
að best sé að hafa alla skatta
eins háa og mögulegt er, hefur
þær afleiðingar að hjól efna-
hagslífsins snúast hægar og
stærri hluti þess leitar undir
yfirborðið. Þess vegna verða
háu skattarnir gjarnan til þess
að minna innheimtist en með
lægri sköttum og allir verða
verr settir en áður.
En hugmyndin um háu
skattana er líka röng vegna
þess að hið opinbera á að leit-
ast við að gera það sem það
þarf að gera fyrir sem minnst
fé og skilja sem mest eftir hjá
almenningi. Hið opinbera á
ekki að taka skatta af fólki
komist það hjá því. Þetta er sú
einfalda staðreynd sem
vinstristjórnir átta sig ekki á.
Skattheimtuárátta
vinstrimanna hefur
lamandi áhrif um
allt þjóðfélagið}
Skattfé fólksins
Spánn er fjórðaevruríkið sem
þarf að þiggja sér-
staka neyðar-
aðstoð til að halda
sér á floti. Og
Spánn er fjórða
stærsta hagkerfið á evru-
svæðinu sem skýrir hvers
vegna svo miklu, 100 millj-
örðum evra, er nú varið í að
koma í veg fyrir fall banka-
kerfis landsins.
Örlög Spánar
ýta undir umræð-
ur um aukinn
efnahagslegan og
pólitískan sam-
runa innan Evr-
ópusambandsins. Þar eru
menn sannfærðir um að ekk-
ert annað geti bjargað evr-
unni, sem nú er óspart notuð
til að ná fram samrunanum.
Ekkert er meira rætt
í Evrópu en aukinn
efnahagslegur og
pólitískur samruni}
Fjórða evruríkið fallið
L
imran er lævís bragarháttur sem
læðist aftan að lesandanum. Öf-
ugt við ferskeytluna, sem hefur
röklega uppbyggingu, þá víkur
hún rökvísinni til hliðar í fimmtu
línunni, sem hún hefur fram yfir ferskeytl-
una. Auðvitað er ekkert algilt í þeim efnum,
bæði eru til absúrd ferskeytlur og röklegar
limrur. Þjóðfleyg varð vísa Ísleifs Gíslasonar:
Detta úr lofti dropar stórir,
dignar um í sveitinni.
2x2 eru 4,
taktu í horn á geitinni.
Þegar best tekst til er limran absúrd og
hreinn skáldskapur. Ég rakst á skemmtilegt
limruskáld á dögunum, Gelett Burgess.
Hann hafði óþrjótandi hugmyndaflug og
auðgaði enska tungu með orðum á borð við „blurb“ og
„bromide“. Gertrude Stein orti: „As a Wife has a Cow:
A Love Story“. En Burgess varð kunnastur fyrir vís-
una:
I never saw a purple cow.
I never hope to see one.
But I can tell you anyhow
I’d rather see than be one.
Ljóðið varð fleygt og fjölmargar stælingar gerðar á
því, sem varð til þess að Burgess fékk sig fullsaddan af
því. Fáeinum árum síðar orti hann ljóð sem birtist í
tímariti hans The Lark, 1. apríl árið 1897, undir yf-
irskriftinni „Confession: and a Portrait Too,
Upon a Background that I Rue“:
Ah, yes, I wrote the „Purple Cow“—
I’m Sorry, now, I wrote it;
But I can tell you Anyhow
I’ll Kill you if you Quote it!
Með þennan kveðskap í huga þarf engan
að undra að Burgess skyldi líka limruformið:
I wish that my room had a floor;
I don‘t care so much for a door;
But this walking around
Without touching the ground
Is getting to be quite a bore.
Morris Bishop orti sígilda limru á sínum
tíma:
Said old Peeping Tom of Fort Lee:
„Peeping ain’t what it’s cracked up to be;
I lose all my sleep,
And I peep and I peep
And I find’em all peeping at me!“
Það gæti útlagst svona á íslensku:
Sú reynsla nær reið mér á slig
er við reglurnar fór ég á svig;
við gluggann ég lá
og góndi þig á
og sá að þú mændir á mig!
pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Við gluggann ég lá
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Vargur á borð við refi ogminka er farinn að valdamörgum töluverðum bú-sifjum í landinu, hvort sem
það er í æðar- eða lundavarpi, í sauð-
fjárrækt eða bókhaldi sveitarfélag-
anna. Er þá ótalið tjónið sem flug-
vargur á borð við hrafna og máva
geta valdið.
Fjallað hefur verið um ástandið í
Borgarbyggð í blaðinu að undanförnu
en viðmælendur Morgunblaðsins
segja varginn valda vandræðum um
allt land.
Minkastofninn hefur verið í lægð
og ekki vitað nákvæmlega hvað hann
er stór. Nýjustu veiðitölur Umhverf-
isstofnunar eru frá 2009 en þá voru
tæplega 6.000 minkar veiddir. Sama
ár greiddu sveitarfélögin fyrir um
4.700 minka en þær tölur voru komn-
ar niður í um 3.800 í fyrra.
Á sama tíma hefur refastofninn
stækkað töluvert og er í kringum 11
þúsund dýr, samkvæmt upplýsingum
frá Melrakkasetrinu í Súðavík. Fyrir
10 árum stóð stofninn í um 5 þúsund
dýrum. Ester Rut Unnsteinsdóttir
hjá Melrakkasetri segir engin merki
þess að refnum sé að fækka, heldur
þvert á móti. Hlýnandi veðurfar hafi
m.a. gert það að verkum að tófan sé
vel haldin allt árið um kring, ekki síst
yfir veturinn, en Ester treystir sér
ekki til að fullyrða að aukið fjármagn
til veiða muni halda refnum í skefjum.
Til að fylgjast betur með framgangi
stofnsins sé nauðsynlegt að hið op-
inbera haldi áfram að greiða fyrir
veiðarnar til að halda þannig utan um
skráningu á dýrunum.
Mest hjá þeim minnstu
Sveitarfélög hafa úr minna fjár-
magni að spila til refa- og minkaveiða
eftir að ríkið hætti þátttöku í refa-
veiðum og greiðir aðeins hluta af
kostnaði við minkaveiðar. Þannig eru
aðeins 19,4 milljónir króna á fjár-
lögum þessa árs ætlaðar frá ríkinu til
minkaveiða.
Kostnaður sveitarfélaga af refa-
og minkaveiðum var rúmar 140 millj-
ónir króna bæði árin 2008 og 2009 en
fór niður í 120 milljónir árið 2010. Töl-
ur fyrir síðasta ár liggja ekki end-
anlega fyrir en talið að kostnaðurinn
hafi haldið áfram að minnka. Þetta er
einnig mjög mismunandi eftir
sveitarfélögum. Hlutfallslega er hann
langstærstur hjá minni sveitar-
félögunum, sem jafnframt geta verið
mjög landstór, eða um og yfir 20 þús-
und krónur á hvern íbúa niður í
nokkrar krónur á kjaft í stærstu
sveitarfélögunum á suðvesturhorni
landsins.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir það hafa haft verulega mikið að
segja þegar ríkið dró úr sinni kostn-
aðarhlutdeild í veiðunum. Þetta sé
ekki hvað síst erfiðast fyrir smærri
sveitarfélög sem hafi yfir miklu land-
flæmi að ráða. Þau ráði bara varla við
verkefnið að halda varginum niðri.
„Það þarf að taka á þessum mál-
um með samræmdari hætti. Sveitar-
félögin gætu svo sem séð um fram-
kvæmdina á þessu en þetta er í raun
ekki verkefni sem hentar þeim mjög
vel. Það ætti frekar að vera á höndum
ríkisins og fjármagnast með miðlæg-
um hætti,“ segir Halldór. Hann segir
svörin frá ríkinu hafa verið lítil sem
engin og helst á þá lund að engir pen-
ingar séu til í þennan málaflokk.
Samþykkt var á síðasta
landsþingi sambandsins að það
skyldi vinna að því á næstu ár-
um að ríkisvaldið bæri „eðli-
legan og sanngjarnan hlut“ í
kostnaði við refa- og minka-
veiðar. Hvort það mun bera
ávöxt á eftir að koma í ljós.
Vargur í véum í
öllum landshlutum
Morgunblaðið/Kristinn
Refir Vargur á borð við refi og minka er farinn að valda miklum usla í
dýraríkinu. Sveitarfélögin hafa ekki undan við að eyða varginum.
„Þetta er orðið ófremdarástand
hringinn í kringum landið, það
er í raun alveg sama hvar borið
er niður. Varginum mun fjölga
stjórnlaust ef ekki verður komið
böndum á hann,“ segir Halldór
Halldórsson, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga,
og bendir á að þessi málaflokk-
ur útheimti miklu meiri vinnu
og umræðu innan sveitarstjórn-
arstigsins en umfangið í krón-
um talið segi til um.
Koma veiðarnar þannig
til tals á hverjum ein-
asta fundi samráðs-
nefndar ríkis og sveit-
arfélaga, Jónsmessu-
nefndarinnar svo-
nefndu, þar sem
rætt er um hvað
betur megi fara í
samskiptum og
þeim málaflokk-
um sem sveit-
arfélögin hafa tek-
ið yfir frá ríkinu.
Ófremdar-
ástand víða
SVEITARFÉLÖGIN
Halldór Halldórsson