Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú reynir verulega á forystuhæfileika þína. Reyndu að tala ekki stanslaust og ef þú vilt frið skaltu biðja um hann hreint út. Aðrir geta ekki annað en fylgt þér að málum. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að fara vandlega ofan í saumana á hverju máli, því minnstu mistök geta reynst þér heldur betur dýrkeypt. Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa og sýndu skilning og ást. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur svo margt á þinni könnu að þú þarft að gæta þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Gerðu samt ekkert vanhugsað í þeim efnum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhverjir vilja pranga inn á þig hlut- um sem þú hefur í raun og veru enga þörf fyrir. Mundu að allir hafa eitthvað til síns ágætis. Vertu viss um að hafa tíma til þess að lyfta þér upp. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver verður á vegi þínum sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Leyfðu öðrum að njóta þíns góða skaps og þú munt ekki sjá eftir því heldur þvert á móti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur ákaflega sterka eðlisávísun til þess að fara eftir. Hafðu vakandi auga með fjármálunum. Láttu það ekki fara í skapið á þér þótt allt gangi ekki eins og þú óskir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu með markmiðin á hreinu til að koma í veg fyrir að fólk ýti þér inn á rangar brautir. Láttu samt ekki glepjast af óþarfa heldur sýndu fyrirhyggju og ráðdeild. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Líflegar samræður við vini og ættingja eru líklegar til þess að eiga sér stað í dag. Mundu að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt valkostir þínir séu margir skiptir bara ein ákvörðun máli núna. Sá rétti er hvorki augljós né auðveldur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður dagur til að ræða við yfirmann þinn eða annan yfirboðara. Með þínu skrefi fram á við ertu að breyta miklu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki hafa áhyggjur af öllu því sem þú hefur komið af stað. Láttu samt ekki hug- fallast en mundu að hver er sinnar gæfu smiður og flas er ekki til fagnaðar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samstarfsmennirnir eru glaðir í bragði og þú kemur miklu til leiðar, einkum vegna þess að allir vinna saman. Reyndu að orða hlutina þannig að allir skilji þig. Yfirskrift Vísnahorns á laug-ardaginn var „áðan duttu átján mýs ofan af Súlnatindi“ og varð mér heldur betur á í messunni að fara með vísupartinn eins og ég lærði hann en ekki eins og hann stendur í Nýjum kvöldvökum, en Gylfi Pálsson hefur bent mér á að þar stendur „af Súlutindi“. Súlu- tindur er á Ytri-Súlum. „Hann er fallegur úr glugganum hjá mér í glaðasólskini, skjóttur eins og vilj- ugur hestur“, sagði gamall vinur, Sverrir Pálsson, þegar ég hringdi í hann í gær. Guðmundur landlæknir orti um Snæbjörn í Hergilsey: Í þrautum reynir manninn mest. Margur er stundarvoðinn. Snæbjörn stýrir bragna best, Breiðfirðingagoðinn. Þegar yfir skeflir skafl, skaflinn fárs og nauða, hann við Ægi teflir tafl, taflið lífs og dauða. Því er þetta rifjað upp, að uppskeruhátíð Skákakademíu Reykjavíkur var í Ráðhúsinu í gær. Persónugervingur hennar Hrafn Jökulsson efndi þá til „skákuppboðs aldarinnar“ þar sem ýmsir munir voru boðnir upp, þám. tvö taflsett, sem Friðrík Ólafsson lagði til, en hann fékk þau að gjöf þegar hann tefldi á hinu firnasterka Piati- gorski-móti árið 1963 og var annað þeirra slegið á 80 þús. kr. Allur ágóði rennur til styrktar æskulýðs- starfi Skákakademíunnar. Þar lagði uppboðshaldarinn, Jóhannes Krist- jánsson, þessa vísu í minn munn: Fallega spillir frillan skollans öllu, frúin sú, sem þú hefur nú að snúa, heiman læmist hamin í slæmu skrumi, hrók óklókan krókótt tók úr flóka, riddarinn staddur, reiddur, leiddur, hræddur reiður veður með ógeð að peði biskups háskínn blöskrar nískum húska við bekkinn gekk svo hrekkinn þekkir ekki. Ég var spurður um þessa vísu. Tvö elstu handritin eigna hana Stef- áni Ólafssyni á Vallanesi, þótt aðrar yngri heimildir telji Guðmund Bergþórsson höfundinn. Hún á auðsjáanlega að telja upp skákliðið og hvað hver af því geri. Jóhannes Friðlaugsson kennari frá Hafralæk orti: Ég hata náð, því náð er ekkert afl, sem auðgar, græðir sálarlöndin mín, og aleinn kýs að leika lífsins tafl, því lönd ég eygi þar sem sólin skín.. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Súlutindur er skjóttur eins og viljugur hestur Víkverji hefur fyrir margt að þakkaí sínu lífi. Til dæmis góða heilsu, yndislega fjölskyldu og fullnýtta yf- irdráttarheimild. Og svo auðvitað íslensk mannrétt- indi. x x x Við gleymum því stundum, því viðerum of upptekin við að bölsót- ast út í allt og ekkert, að Íslendingar njóta ýmissa mannréttinda sem þegnar annarra þjóða eru reiðubúnir að láta lífið fyrir. Við veltum okkur upp úr því hvort kona með kornungt barn valdi emb- ætti forseta Íslands og hvort það sé ekki rándýrt fyrir ríkið að borga henni fæðingarorlof. Í Egyptalandi var hins vegar gengið til forsetakosn- inga fyrir skemmstu, í fyrsta skipti í sögu landsins. Aldrei áður höfðu Egyptar upplifað annað eins frelsi og það að geta valið á lýðræðislegan hátt hver yrði forseti landsins. Ætli þeim þætti kosningaumræðan á Ís- landi ekki heldur léttvæg? x x x Víkverji þarf ekki að minna les-endur á búsáhaldabyltinguna sem skilaði okkur núverandi rík- isstjórn. Þó að það séu ekki allir ánægðir með afraksturinn eigum við að vera ánægð með réttinn til að mót- mæla. Í Rússlandi voru í síðustu viku samþykkt lög sem heimila yfirvöld- um að sekta þegnana um jafngildi rúmlega tveggja milljóna króna fyrir að skipuleggja mótmæli. Þátttak- endur í mótmælum sleppa betur, með rúma milljón í sekt. Ætli það hefðu margir mætt á Austurvöll með slíkt hangandi yfir sér? x x x Ekki er það ætlun Víkverja að geralítið úr þeim vanda sem steðjar að íslensku þjóðinni. Honum finnst hins vegar Íslendingar þurfa að kunna betur að meta það sem þeir þó hafa. Því það er gott að vera Íslend- ingur. Hér má mótmæla, hér mega allir gifta sig, mennta sig og kjósa. Hér mega nýbakaðar mæður bjóða sig fram til forseta, svo fremi þær hafi náð 35 ára aldri, hafi óflekkað mannorð … og séu ekki hæstarétt- ardómarar. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Þegar sál mín örmagn- aðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín, í þitt heilaga musteri. (Jónas 2, 8.) Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL 4 VERÐ Á UMGJÖRÐUM 19.900 14.900 9.900 4.900 Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Sjónmælingar á staðnum G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d ÉG ER BÚINN AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ AÐ ÉG ER EKKI LENGUR LÚÐI ÉG Á KÆRUSTU, GÆLUDÝR... ...OG ALVEG STÓRKOSTLEGT SOKKASAFN LÚÐI ÉG Á ALLTAF SÍÐASTA „BLEAH-IД ÉG SAGÐI VISSULEGA AÐ HVER SÁ SEM HEFÐI LÖGMÆTA AFSÖKUN MÆTTI SLEPPA ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT Í ORUSTUNNI... ...EN „ÉG MYNDI FREKAR VILJA VERA HEIMA MEÐ KÆRUSTUNNI MINNI EN AÐ BERJAST” ER EKKI LÖGMÆT AFSÖKUN NEI TAKK, ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ VOTTA MINN JEHOVAH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.