Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012
✝ Björgvin Her-mannsson
fæddist í Reykjavík
27. júní 1938. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 24. maí 2012.
Foreldrar Björg-
vins voru Hermann
Stefán Björg-
vinsson brunavörð-
ur, f. 9. nóv. 1919, d.
23. ágúst 2000, og
Ragna Ágústsdóttir húsfreyja, f
2. maí 1921, d. 27. maí 2005. Al-
bróðir Björgvins var Sigurður
Ágúst Hermannsson, f. 16. jan.
1940, d. 15. des. 1988. Börn
Björgvins Hermannsson og
Kristínar Fjólu Þorbergsdóttur,
eru Katrín Hermannsdóttir, f.
19. júní 1943, Unnur Her-
mannsdóttir, f. 6. okt. 1945,
Stella Hermannsdóttir, f. 7. ág.
1951, Sigurrós Hermannsdóttir,
f. 19. nóv. 1958. Börn Rögnu
Ágústsdóttur eru Anna Krist-
jana Ívarsdóttir, f. 12. ág. 1942,
Jón Ívarsson, f. 3. des. 1944,
Hilmar Ívarsson, f. 31. júlí 1946,
Þorsteinn Eyþór Gunnarsson, f.
26. apr. 1951, Sigríður Kristín
Gunnarsdóttir, f. 20. mars 1953,
Ágúst Gunnarsson, f. 10. júlí
1956.
Synir Björgvins eru Vil-
hjálmur Pétur Björgvinsson, f. 7.
okt. 1964, móðir hans er Krist-
jana Vilhjálmsdóttir, f. 3. júní
1941. Vilhjálmur var giftur
Dröfn Gústafsdóttur, f. 22. des.
1965, d. 22. jan. 2010, börn þeirra
eru Kristjana Björg Vilhjálms-
dóttir, f. 23. júní 1986, gift Guð-
mundi Magnússyni, börn þeirra
eru Magnús Máni Guðmundsson,
f. 28. feb. 2009, Katla Dröfn Guð-
mundsdóttir, f. 15. sept. 2011.
Daníel Valur Vil-
hjálmsson, f. 9. apr.
1989, Elva Ósk Vil-
hjálmsdóttir, f. 25.
ág. 1995.
Eiginkona Björg-
vins var Sigríður
Jóhannsdóttir, f. 17.
ág. 1943, þau slitu
samvistum, sonur
þeirra er Hermann
Björgvinsson, f. 13.
nóv. 1964, fyrrum
eiginkona hans er Guðlaug
Bjarnadóttir, f. 27. júlí 1965,
börn þeirra eru Björgvin Her-
mannsson, f. 28. maí 1988, Guð-
rún Hermannsdóttir, f. 22. júlí
1992, Eyjólfur Hermannsson, f.
9. maí 2000.
Björgvin ólst upp hjá föðurafa
sínum og ömmu, þeim Björgvini
Hermannssyni húsgagnasmíða-
meistara og Sigurrósu Böðvars-
dóttur húsfreyju, Hverfisgötu
34b og síðan að Óðinsgötu 5,
Reykjavík. Björgvin gekk í Mið-
bæjarskóla, síðan í Lindargötu-
skóla og Iðnskólann og lærði
húsgagnasmíði hjá Friðriki Þor-
steinssyni. Árið 1968 stofnaði
Björgvin sitt eigið fyrirtæki, hús-
gagnaverkstæði við Síðumúla, á
sama stað setti bróðir hans á
stofn sitt bólstrunarverkstæði og
höfðu þeir mikla samvinnu, þeir
bræður voru nánir vinir og fé-
lagar. Síðar starfaði Björgvin við
iðngrein sína hjá GKS og síðar
hjá Pennanum. Björgvin fór ung-
ur í Val og æfði og spilaði með
þeim sem markvörður og starf-
aði fyrir Val um árabil að ýmsum
störfum.
Útför Björgvins Her-
mannssonar verður gerð frá Há-
teigskirkju í dag, 11. júní 2012,
kl. 13.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Vilhjálmur Pétur
Björgvinsson.
Björgvin
Hermannsson
✝ Sigurjón ÁrdalAntonsson
fæddist á Ytri-á,
Kleifum í Ólafsfirði
23. október 1939.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 4. júní
2012.
Foreldrar Sig-
urjóns voru Guðrún
Anna Sigurjóns-
dóttir, f. 1. apríl
1905, d. 28. mars 1988, og Anton
Baldvin Björnsson, f. 17. febrúar
1893, d. 9. apríl 1975. Systkini
Sigurjóns eru: Ármann, kvæntur
Önnu Jónsdóttur, Konráð,
kvæntur Brynhildi Einarsdóttur,
Helgi, kvæntur Júlíu Hann-
esdóttur, Kristín (látin), var gift
Jóhanni Alexanderssyni, Sig-
urjón (látinn), Gísli, kvæntur
Guðrúnu Hann-
esdóttur, Matt-
hildur, gift Jóni Sig-
urðssyni, Ingibjörg,
gift Ingimari Núma-
syni, og Hilmar,
kvæntur Helgu
Guðnadóttur.
Hinn 31. desem-
ber 1983 kvæntist
Sigurjón eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Sesselju Friðriks-
dóttur, f. 18. mars 1939. Synir
Sesselju eru: Friðrik Örn Eg-
ilsson, í sambúð með Helgu Björk
Bragadóttur, Þráinn Vigfússon,
kvæntur Svövu Liv Edgars-
dóttur, og Hannes Hlífar Stef-
ánsson. Barnabörnin eru fjögur.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 11. júní
2012, kl. 13.
Elsku Sigurjón minn, ég sakna
þín. Margs er að minnast. Sjóferð-
anna á Þverfelli, útileganna á
tjaldvagninum og alls hins.
Ég þakka þér samleiðina.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Þín eina sanna,
Sesselja.
Elsku afi, þrátt fyrir að hafa
horft upp á veikindi þín á ég erfitt
með að trúa að þú sért farinn.
Ég minnist mest morgunstund-
anna okkar þegar ég bjó á Haga-
melnum. Þá passaðir þú mig fyrir
hádegi á Seilugrandanum. Þar
brölluðum við margt skemmtilegt
saman og horfðum á alla seríuna
af sjóarans mikla Stjána bláa, eld-
uðum okkur dýrindis hádegisverð
og svo fylgdir þú mér í skólann.
Ég man eftir nokkrum útilegu-
og sumarbústaðaferðum þar sem
þú sagðir mér spennandi sjóara-
sögur og veiðiferðirnar á Ytri-Á
voru ógleymanlegar.
Reglulega gaukaðir þú að mér
nammipening sem var vel þeginn.
Hvíldu í friði,
Ivan.
Það var sárt að heyra að afi
minn Sigurjón væri látinn. Við átt-
um margar góðar stundir saman
en ég var mikið hjá afa þegar ég
var lítill. Það var svo skemmtilegt
að spjalla við hann. Hann hlustaði
með athygli og hafði margar góð-
ar sögur að segja. Þær fjölluðu
mikið um sjómennskuna sem var
hans ævi og yndi. Bestu minning-
arnar eru frá Ólafsfirði en ég
hlakkaði alltaf mikið til að fara
norður með ömmu og afa á sumr-
in. Þar brölluðum við margt
skemmtilegt, veiddum ýsu á
bryggjunni og nældum okkur í lax
og silung í net sem við reum út í á
bátnum hans afa. Einnig kynntist
ég þar fjölskyldu hans fyrir norð-
an sem var mjög góð við mig.
Elsku afi, ég á eftir að sakna
þín mikið og hugsa mikið um sæl-
ar minningar okkar.
Edgar.
Sigurjón Árdal
Antonsson
✝ Kristín Gests-dóttir fæddist á
Kálfhóli á Skeiðum
8. júlí 1915. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Mörk 24. maí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Val-
gerður Auð-
unsdóttir, f. 1885, d.
1945 og Gestur
Ólafsson, f. 1884, d.
1972, bændur á
Kálfhóli. Systkini Kristínar voru
Auðunn, Guðmunda, Þórður og
Björgvin. Guðmunda er ein eftir
á lífi.
Eiginmaður Kristínar var Sig-
urður Þórðarson, vörubifreiðar-
stjóri, f. 30. júní 1910, d. 26. júlí
1992. Foreldrar hans voru hjónin
Katrín Guðlaugsdóttir, f. 1871, d.
1918 og Þórður
Gíslason verkamað-
ur, f. 1870, d. 1928.
Þau voru búsett í
Reykjavík. Systkini
Sigurðar voru Guð-
mundur, Gísli, Guð-
laugur, Guðrún og
Soffía. Þau eru öll
látin. Börn Krist-
ínar og Sigurðar
eru: 1) Valborg Sig-
urardóttir, maður
hennar er Svavar Sölvason, off-
setprentari. Þeirra sonur er Sig-
urður Sölvi Svavarsson, sjúkra-
þjálfari, í sambúð með Margréti
Huld Einarsdóttur, hjúkr-
unarfræðingi. Fyrir átti Svavar
Leif Örn, Þrúði Örnu og Gunnar
Örn. 2) Gestur Þór Sigurðsson,
framhaldsskólakennari, kona
hans er Vilborg Ólafsdóttir, líf-
eindafræðingur. Þeirra börn eru
Sigurður Óli Gestsson, verkfræð-
ingur, kona hans er Alda Áskels-
dóttir, kennari, sonur þeirra er
Hrafn Steinar. Fyrir átti Alda
Unu Katrínu og Fannar Stein.
Kristín Gestsdóttir, kennari,
hennar maður er Ingólfur Þór
Ágústsson, verkfræðingur, dótt-
ir þeirra er Embla Björg. Fyrir
átti Sigurður Evu Sigurð-
ardóttur, hennar maður er
Hreiðar Pálmason, sonur þeirra
er Pálmi Rafn.
Kristín ólst upp á Kálfhóli en
flutti til Reykjavíkur ung að ár-
um. Í Reykjavík lærði hún kjóla-
saum og vann við það þar til hún
gifti sig. Á efri árum vann hún
hjá Álafossi. Kristín og Sigurður
bjuggu allan sinn búskap á
Flókagötu 4 í Reykjavík.
Kristín verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
11. júní 2012, kl. 11.
Tengdamóðir mín, Kristín
Gestsdóttir, hefur lokið sínu ævi-
skeiði, 96 ára að aldri. Hana vant-
aði aðeins rúman mánuð í 97 árin
þegar hún lést.
Ég kynntist Kristínu fyrir 34
árum þegar Valborg, konan mín,
kynnti mig fyrst fyrir foreldrum
sínum. Ég gleymi því aldrei hve
vel þau tóku á móti mér. Sigurður
Þórðarson, tengdafaðir minn, var
mikill sómamaður, duglegur og
með gömlu gildin á hreinu. Að-
eins 32 ára að aldri var hann bú-
inn að byggja þriggja hæða hús á
Flókagötu 4. Það var mikið afrek
af svo ungum manni með engan
bakhjarl. Útsjónarsemi og dugn-
aður voru hans einkenni. Þau
hjónin bjuggu á Flókagötunni all-
an sinn búskap og ólu upp sín tvö
börn. Tengdafaðir minn lést árið
1992.
Kristín var fyrirmyndarhús-
móðir og að mínu mati á undan
sinni samtíð hvað varðar matar-
gerð. Að vera boðið í mat til
þeirra hjóna var ævintýri líkast,
því Kristín lagði svo mikla natni
og alúð í hvert smáatriði: diskar,
hnífapör, bollar og annar borð-
búnaður, þetta var allt svo
smekklegt og maturinn sem fram
var borinn svo bragðgóður og
rausnarlegur. Kristín var líka
mikil hannyrðakona og var alltaf
að.
Kristín var einstaklega vönduð
kona og orðvör. Henni varð einu
sinni að orði: „Betra er að borða
yfir sig en tala yfir sig.“ Þessi orð
segja heilmikið um hana.
Það fór einstaklega vel á með
okkur Kristínu og það bar aldrei
skugga á okkar samband. Við átt-
um svo mörg sameiginleg áhuga-
mál og má þar nefna matargerð. Í
sumum tilfellum þurftum við að
borða tvö saman úti á palli, því að
sigin grásleppa var í miklu uppá-
haldi hjá okkur en ekki endilega
hjá öðrum fjölskyldumeðlimum.
Kristín fór með okkur hjónum
í ferðalög – bæði stutt og löng.
Þetta voru ánægjulegar stundir
og án allra tengdamömmuvanda-
mála.
Sumardagurinn fyrsti var einn
af uppáhaldsdögum Kristínar. Þá
klæddi hún sig í sitt fínasta púss
og það geislaði af henni þar sem
hún gekk um hnarreist eins og
drottning með bláa hattinn sinn
(blár var hennar uppáhaldslitur),
enda kallaði ég hana alltaf
„drottninguna“.
Kristín var mikil fjölskyldu-
manneskja og umvafði alla sem
hún umgekkst með ást og hlýju.
Með þessum fáu orðum kveð
ég tengdamóður mína, drottn-
inguna, með söknuði og mun allt-
af minnast hennar sem einnar
bestu manneskju sem ég hef
kynnst.
Svavar Sölvason.
Nú hefur Kristín Gestsdóttir,
amma Stína eins og hún var alltaf
kölluð á mínu heimili, kvatt okkur
að sinni. Hún er nú í sólskins-
landinu og það er gott til þess að
hugsa því hún elskaði vorið, sum-
arið og birtuna.
Ég kynntist ömmu Stínu fyrir
rúmum 10 árum þegar sonarson-
ur hennar, Sigurður Óli Gests-
son, kynnti konuefnið sitt fyrir
henni. Ég var dálítið kvíðin þeirri
stund enda ekki allra að taka
opnum örmum konu með tvö
börn af fyrra sambandi. En
áhyggjurnar voru óþarfar – það
var ekkert hik á ömmu Stínu.
Hún umvafði mig gæsku sinni frá
fyrsta degi. Ekki tók hún síður
vel á móti börnunum mínum,
þeim Unu og Fannari. Hún var
þeim, á meðan heilsan leyfði, eins
og besta amma. Sýndi þeim
áhuga og gaukaði að þeim gjöfum
og góðgæti og prjónaði á þau ull-
arsokka og -vettlinga. Þegar son-
ur okkar Sigga, Hrafn Steinar,
fæddist ljómaði hún af gleði og
var með þeim fyrstu sem komu
upp á fæðingardeild og að sjálf-
sögðu var hún búin að hekla
handa honum fallegt teppi þrátt
fyrir að hún væri komin á tíræð-
isaldur og þeir voru svo ófáir ull-
arsokkarnir sem fylgdu í kjölfar-
ið.
Þegar ég hugsa nú um ömmu
Stínu kemur fyrst upp í hugann
góðmennska – hún var svo góð
manneskja og frá henni stafaði
mikil hlýja. Hún mátti ekkert
aumt sjá og velferð annarra
skipti hana svo sannarlega miklu
máli.
Okkar kynni voru stutt en
maðurinn minn og systir hans
hafa sagt mér margar fallegar
sögur af ömmu sinni, sögur sem
allar lýsa hjartahlýrri konu sem
elskaði fjölskylduna sína og gaf
sér alltaf tíma til að sinna henni.
Nú er það okkar að halda minn-
ingu hennar á lofti og sjá til þess
að börnin okkar fái að kynnast
langömmu sinni þrátt fyrir að
hún sé farin.
Mig langar að ljúka fátæklegri
kveðju minni með ljóði, ljóði sem
mér finnst hljóma þannig að
halda mætti að það hafi verið
samið um ömmu Stínu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Alda Áskelsdóttir.
Kristín Gestsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Gestsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
MAGNÚS JÓNSSON,
fyrrverandi skólastjóri,
lést miðvikudaginn 6. júní.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn
12. júní kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningasjóð Grundar,
s. 530 6100.
Sigrún Jónsdóttir,
Gyða Magnúsdóttir, Ársæll Jónsson,
Jón Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN JÓNA JÓHANNSDÓTTIR,
Boðahlein 8,
Garðabæ,
sem lést sunnudaginn 3. júní, verður
jarðsungin frá Vídalínskirkju mánudaginn
11. júní kl. 13.00.
Símon Þór Waagfjörð,
Kristín Sigríður Vogfjörð,
Jónína Waagfjörð, Gunnar S. Sigurðsson,
Jóhanna Waagfjörð, Páll K. Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
KLÖRU GUÐBRANDSDÓTTUR
frá Laugardælum,
til heimilis að Bláskógum 13,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilisins
Áss í Hveragerði.
Guðbrandur Einarsson, Sigurlína J. Gunnarsdóttir,
Katrín Einarsdóttir, Geir Jónsson,
Einar Smári Einarsson,
Ægir Einarsson,
Sigurður Einarsson, Gíslína Jensdóttir,
Sverrir Einarsson, Sigrún Helga Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ARNDÍS JÖRUNDSDÓTTIR
áður til heimilis að Dalseli 6,
Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
miðvikudaginn 30. maí.
Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn
12. júní kl. 13.00
Emil Óskar Þorbjörnsson, Hrönn Valgarðsdóttir,
María Steinunn Þorbjörnsdóttir, Þórir Haraldsson,
Sigfús Kristinn Þorbjörnsson, Hrönn Héðinsdóttir,
Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir, Steinþór Bragason,
barnabörn og barnabarnabörn.