Morgunblaðið - 11.06.2012, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012
Fornbílar Glæsilegar bifreiðar úr fornbílaklúbbnum Imperial Rally voru til sýnis í miðborg Reykjavíkur á laugardaginn og vöktu að vonum mikla athygli meðal vegfarenda.
Sigurgeir S.
Hingað komu
gestir í gær. Þeir
komu víða að af land-
inu, á bátum og bíl-
um af öllum stærð-
um og gerðum. Þetta
var látlaust fólk, sem
veifaði brosandi si-
nastæltum vinnu-
höndum til vina og
kunningja á leið
sinni í miðbæinn.
Engin köpuryrði féllu því af
vörum, en það svaraði glaðlega, ef
á það var yrt.
Þetta fólk átti ekki erindi við
Reykvíkinga, heldur Alþing sitt og
ríkisstjórn, sem hefur aðsetur sitt
á þessum útnára siðmenning-
arinnar, en þegar það ætlaði að
bera upp erindi sitt sótti að því
hópur innfæddra, með ópum,
hrópum og svívirðingum. Greini-
lega var tilgangurinn sá, að svipta
þetta aðkomufólk tjáningarfrelsi
sínu, og rétti þess til að kynna Al-
þingi á málefnalegan hátt mótmæli
sín.
Ég er ekki víðförull maður, og
ég hef aldrei séð tekið svona á
móti gestum áður, en þó rekur mig
minni til þess að hafa séð viðlíka
viðburð einu sinni, en þá var ég í
Afríku, og sá hóp bavíana villast
inn á heimasvæði annars hóps, en
þó að tungumálið væri annað, þá
voru viðbrögð og hljóð heimahóp-
anna svipuð.
Þá má einnig minnast þess, þeg-
ar íslensk kona kom fram á tyrk-
neskri sjónvarpsstö, og leitaði
réttar síns til að fá dætur sínar
heim, þá komu fram margir í þætt-
inum, sem andmæltu þeim rétti
hennar, og var þáttarstjórinn einn
af þeim. En ef einhver andmæl-
endanna talaði óvirðulega til henn-
ar, þá reiddist þáttarstjórinn, og
skipaði þeim hinum sama að gæta
orða sinna, því hún væri gestur í
Tyrklandi, og gestum bæri að sýna
virðingu. En þetta
var nú menning-
arþjóðin Tyrkir, og
við getum jú ekki
lært allt á einni nóttu.
Viðbrögð þing-
manna finnst mér
merkileg. Rík-
isútvarpið útlistaði
þau í sínu rómaða
hlutleysi, með því að
senda út ræður
tveggja herkerlinga,
sem rómuðu fram-
göngu gestgjafanna í hvívetna, og
sögðu þá hafa varið málstaðinn og
stefnuna með þeim ágætum, að
lýðræðinu, og stefnu ríkisstjórn-
arinnar hefði verið lyft á þá dýrð-
legu braut, sem lofgjörð og til-
beiðslu nýtur.
Önnur þeirra sagði jafnframt,
að þarna hefði þjóðin sigrað. Það
setti mig í svolítinn vanda. Voru
gestgjafarnir sigurreifu þessi þjóð,
sem allir eru að tala um, en enginn
hefur til þessa getað sagt hvað
væri, en aftur á móti lýst á margan
hátt hvað gæti verið? Kannske var
þetta rétt hjá henni, eða var þetta
bara eins og þegar hún birti mynd-
ina af galdraþulunni í Mogganum,
og svo kom í ljós að þetta var bara
gamalt dagatal. En Ríkisútvarpið
birti líka hluta úr ræðu eins and-
mælenda þeirra, en svo „óheppi-
lega“ vildi til , að það heyrðist ekk-
ert í honum, vegna þess að
þingforsetinn hristi höfuðið svo
hátt fyrir aftan hann.
Eftir Kristján
Hall
» Greinilega var til-
gangurinn sá, að
svipta þetta aðkomu-
fólk tjáningarfrelsi
sínu, og rétti til mót-
mæla
Kristján Hall
Höfundur er Reykvíkingur
og fv. atvinnurekandi.
Gefendur
heilir, gestur er
inn kominn
Mikil umræða um
sjávarútvegsmál fer nú
fram í þjóðfélaginu,
ekki síst í netmiðlum.
Þar láta margir „spek-
ingar“ ljós sitt skína.
Ég er í hópi starfsfólks
í sjávarútvegi og er
stolt af því.
Ég vinn hjá vel
reknu sjávar-
útvegsfyrirtæki sem
hefur keypt allar þær
veiðiheimildir sem það ræður yfir.
Ég fæ alls ekki skilið hvernig
stjórnarþingmenn og aðrir geta tal-
að um að frumvörpin, sem nú eru til
afgreiðslu á Alþingi, hafi ekki áhrif
á fólk sem við sjávarútveg starfar.
Í fyrra setti Alþingi lög um að
flytja aflaheimildir frá útgerðum,
sem þær höfðu áður keypt, í ein-
hvern pott sem ráðstafað er til
strandveiðibáta og fleira. Strax þá
varð breyting á kjörum sjómanna,
að þar sem sjávarútvegsfyrirtækin
sem þeir unnu hjá máttu ekki veiða
umræddan afla, lækkuðu laun
þeirra. Þessi afli var ekki unninn í
landi og þá minnkaði að sama skapi
vinna hjá landverkafólki.
Núna á að taka enn meira af út-
gerðunum og færa aflaheimildir í
potta sem ráðherra sjávarútvegs út-
hlutar síðan úr til hinna ýmsu aðila.
Við þá aðgerð skerðist afli sem sjó-
menn, t.d. í því fyrirtæki sem ég
vinn hjá, geta veitt. Þar með lækka
launin þeirra og laun landverkafólks
sömuleiðis. Yfirlýsingar ráðherra,
um að áformuð breyting hafi ekki
áhrif á launafólk, eru að mínu mati
bæði kolrangar og stórhættulegar.
Ég fæ engan veginn skilið hvers
vegna er í lagi að skattleggja eina
starfsgrein langt umfram aðrar,
enda eru veiðigjöld ekkert annað en
skattlagning. Fiskurinn í sjónum er
eign þjóðarinnar og þá hljóta vötnin,
árnar og jarðhitinn að vera eign
þjóðarinnar. Við hljótum þá líka að
heimta gjöld af þeim sem nýta
þessar auðlindir eða hvað?
Í því fyrirtæki sem ég vinn hjá
hefur miklum fjármunum verið var-
ið á undanförnum árum
til kaupa á aflaheim-
ildum og einnig hafa
aflahlutdeildir félagsins
verið auknar með sam-
runa við aðrar útgerðir.
Hvernig er hægt að
taka af fyrirtækjum
eitthvað sem þau hafa
þurft að greiða fyrir?
Hvernig er hægt að
segja að slíkt hafi ekki
áhrif á tekjur starfs-
fólks félagsins?
Við starfsmennirnir
erum uggandi um okkar
hag. Það er alveg ljóst að vegna
þessa veiðigjalds og vegna kvóta-
tilfærslna verða einhver skip félags-
ins örugglega seld og nýjustu skipin
hljóta að fara fyrst. Einhverjir sjó-
menn munu missa vinnuna og
starfsfólk í landi líka. Þeim sem
missa vinnuna fylgja fjölskyldur.
Tekjur tapast, skuldir heimila
aukast og atvinnuleysi eykst. Er allt
í lagi að sjómenn og annað starfs-
fólk sjávarútvegsfyrirtækja verði at-
vinnulaust? Er réttlæti í því að taka
aflaheimildir á einum stað og færa
annað með lagaboði?
Velgengni sjávarútvegsfyrirtækja
helst í hendur við velgengni starfs-
manna þeirra. Þegar t.d. verslun
selur vel þarf oft að bæta við starfs-
manni og jafnvel fjölga líka vinnu-
stundum þeirra sem fyrir eru.
Launatekjur aukast þar með. Að
sama skapi helst velgengni sjávar-
útvegsfyrirtækja og starfsmanna
þeirra í hendur. Erum við starfs-
menn sjávarútvegsfyrirtækja ann-
ars flokks borgarar? Eigum við ekki
rétt á að vinna hjá þeim aðilum sem
við treystum? Er allt í lagi að starfs-
mönnum verði sagt upp þegar kvóti
fyrirtækjanna skerðist? Eigum við
ekki rétt á samskonar starfsöryggi
og annað launafólk í landinu? Þessi
frumvörp koma ekki bara við sjávar-
útvegsfyrirtækin heldur að sjálf-
sögðu við starfsmenn þeirra líka.
Veiðistjórnunarkerfið má vissu-
lega bæta en að kollvarpa því svona
algerlega og taka allan arð út úr fé-
lögunum og meira til, er algjört
rugl. Hvernig geta stjórnarþing-
menn hunsað greinagerðir allra
þeirra aðila sem kannað hafa áhrif
þessara frumvarpa á atvinnulífið í
landinu? Það er ekki bara sjávar-
útvegurinn sem tapar þegar engir
peningar verða eftir í sjávarútvegs-
fyrirtækjum. Það verður ekki farið í
nýbyggingar og öllum endurbótum
verður haldið í lágmarki. Við það
tapast mörg afleidd störf. Það er
sem sagt ekki bara verið að taka frá
hinum svokölluðu „kvótakóngum“
eða útgerðarfélögum heldur frá hin-
um ýmsu þjónustufyrirtækjum og
starfsmönnum þeirra. Ég get ekki
betur séð en að með þessu muni at-
vinnuleysi aukast og það svo um
munar. Viljum við það?
Ég er enginn sérfræðingur í þess-
um málum en svo vill til að ég
treysti betur útreikningum hinna
ýmissa hagfræðinga, sem hafa verið
fengnir til að meta áhrif þessara
laga, og þeirra manna sem starfa við
sjávarútveg en niðurstöðu þeirra
sem reikna fyrir ríkisstjórnina.
Vinna við sjávarútvegsfrumvörpin
er hroðvirknisleg og slíkt á ekki að
þekkjast á Alþingi. Maður hefur á
tilfinningunni að ríkisstjórnin ætli
að knýja frumvörpin í gegnum þing-
ið, sama hvað það kostar. Það segir
sína sögu að Jóhanna forsætisráð-
herra talar aldrei um útgerðarmenn
nema uppnefna þá. Allir eru þeir
„kvótakóngar“ eða „sægreifar“ og
eiga ekkert gott skilið. Það eru
fyrirtæki, eins og það sem ég vinn
hjá, sem halda atvinnulífi gangandi
á landsbyggðinni og að verulegum
hluta líka á höfuðborgarsvæðinu
líka. Er yfirleitt í lagi að þeir sem
landinu stýra tali stöðugt niður til
sjávarútvegsins, fyrirtækja í
greininni og starfsfólks þeirra?
Eftir Ingibjörgu
Finnbogadóttur » Frumvörp stjórnar-
flokkanna um fisk-
veiðistjórnun og veiði-
gjöld. Eigum við ekki
rétt á samskonar starfs-
öryggi og aðrir launþeg-
ar í landinu?
Ingibjörg
Finnbogadóttir
Höfundur starfar við sjávarútveg.
Er bara allt í lagi að reka
okkur út á gaddinn?