Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 ✝ ArnheiðurHalldórsdóttir fæddist á Hlíð- arenda, Eskifirði, 15. október 1926. Hún lést á hjarta- deild Landspít- alans við Hring- braut 31. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Halldór Árnason útgerð- armaður frá Hlíðarenda, Eski- firði, f. 11. apríl 1887, d. 16. mars 1953 og Sólveig Þorleifs- dóttir frá Svínhólum í Lóni, f. 13. nóvember 1901, d. 8. mars 1945. Arnheiður var næstelst í röð átta systkina; Áslaug H. Remöy, f. 27. ágúst 1923. Rósa Geirþrúður, f. 14. október 1928, d. 13. október 2009. Guðný, f. 1. september 1930, d. 11. mars 1944. Árni, f. 3. októ- ber 1933. Ragnar, f. 1. mars 1935. Guðrún, f. 6. apríl 1938. Georg, f. 31. maí 1941. Arnheiður giftist 6. apríl 1957 Agli Karlssyni, f. 22. júní 1920, d. 25. mars 1994. Þau stofnuðu heimili að Jaðri, 22. júlí 1981. Sara Hrönn, f. 4. nóvember 1985. Birkir Örn, f. 13. apríl 1988. 3) Atli Börkur Egilsson, f. 16. ágúst 1960, giftur Beu Meyer, börn þeirra eru Íris Hannah, f. 25. maí 1989, Pétur Aron, f. 15. júlí 1993. 4) Kolbrún Brynja Egils- dóttir, f. 2. nóvember 1962, gift Bernhard Nils Bogasyni. Börn þeirra, Elsa Ýr, f. 7. maí 1987, Gauti Nils, f. 12. septem- ber 1992, Nökkvi Nils, f. 13. janúar 1998. 5) Karl Ingvar Egilsson, f. 15. október 1963, giftur Kristínu Kristinsdóttur. Synir þeirra eru Egill, f. 18. mars 1991 og Kristinn, f. 29. nóvember 1994. 6) Guðbjörg María Egilsdóttir, f. 1. maí 1968. Í sambúð með Sayd Mechiat, þau eiga saman dótt- urina Yasmín, f. 12. október 1998. Guðbjörg átti fyrir dótt- urina Valgerði Kristjáns- dóttur, f. 25. júní 1990. Adda, eins og hún var oftast kölluð, ólst upp á Eskifirði. Hún byrjaði ung að vinna úti og vann til dæmis á Hótelinu á Reyðarfirði og síðar á Hótel Borg í Reykjavík. Eftir að Adda og Egill giftu sig vann hún við hlið manns síns í fyrir- tæki þeirra, Sporði hf., sam- hliða húsmóðurstarfinu. Arnheiður verður jarð- sungin frá Eskifjarðarkirkju í dag, 11. júní 2012 kl. 14. Eskifirði. For- eldrar Egils voru Karl Jónasson útgerðarmaður, f. 4. apríl 1886, d. 5. desember 1956 og Augústa Meyer Jónasson, f. 24. júlí 1887 í Stav- anger, Noregi, d. 7.október 1966. Egill var einn af fjórum systkinum sem öll eru látin. Börn Arnheiðar: 1) Sólveig Halla Kristmannsdóttir, f. 20.6. 1949, maki Árni Þórhall- ur Helgason, börn þeirra: Arn- heiður, f. 5. apríl 1969, í sam- búð með Runólfi Birgi Leifssyni. Egill Helgi, f. 16. mars 1977, giftur Guðrúnu Rúnarsdóttur, þau eiga börnin Evu, Ara og Nóa. Tinna, f. 17. júlí 1984, í sambúð með Stefáni Jóni Bernharðssyni. 2) Ágústa Egilsdóttir, f. 3. október 1956, d. 8. febrúar 2002. Gift Hauki Björnssyni, börn þeirra: Agla Heiður, f. 12. ágúst 1978, gift Hlyni Ársælssyni, sonur þeirra er Ísar Tandri. Björn Ívar, f. Arnheiður Halldórsdóttir, Adda, tengdamóðir mín, var hæfi- leikarík kona, listræn með mikla sköpunargáfu. Ég hef stundum velt fyrir mér hvað hefði orðið ef hún hefði fengið sömu tækifæri og fólk hefur í dag til starfa og menntunar á listasviðinu. Adda hafði ekki þessi tækifæri, missti móður sína ung og gekk í raun fjórum yngri systkinum sínum í móðurstað. Hún stofnaði síðan eigin fjölskyldu með Agli Kalla og var alltaf meginstoðin á stóru heimili. Adda stóð auk þess þétt við bak Egils í harðfiskvinnsl- unni, Sporði hf., sem var stofnuð árið 1952 og starfar enn, 60 árum síðar, sem fjölskyldufyrirtæki, rekið af Atla Berki syni þeirra. Adda brallaði heilmargt til að veita list- og sköpunarþörf sinni útrás. Hún var lengst af heilsu- hraust en fékk sykursýki sem leiddi til þess að sjón hennar hrakaði verulega. Af þeim sökum átti hún erfitt með að sinna hugð- arefnum sínum og var það henni vafalaust þungbært. Adda bar sig samt aldrei illa og kvartaði aldrei. Adda tók mér í upphafi opnum örmum. Þannig tók hún í raun á móti öllum þótt hún væri svolítið feimin að eðlisfari. Ömmubörnin leituðu alla tíð mikið til hennar og átti hún gott og innilegt samband við þau öll og fylgdist grannt með þeim í leik, námi og starfi. Fjöl- skylda Öddu stendur þétt saman, er afar samheldin, og ég veit að hún á hvað stærstan þátt í því. Adda hafði gaman af því að glettast, hún tók oft hressilega til orða og hafði skoðanir á mönnum og málefnum þótt hún flíkaði þeim ekki. Hún var íhaldssöm á sumum sviðum og staðföst. Hlíð- arendaþverskan fór henni vel og þvældist aldrei alvarlega fyrir henni Adda elskaði Eskifjörð, aðal- lega útbæinn að sjálfsögðu og fór helst ekki í miðbæinn eða innbæ- inn að óþörfu. Hún var þó aldrei kyrrsetukona, hafði gaman af ferðalögum, fjallgöngum, bíltúr- um og var alltaf til í rúnt. Eina skiptið sem ég hef ferðast um Vestfirði var með þeim Agli og Öddu, Kolbrúnu og Elsu Ýri í mjög skemmtilegri ferð fyrir um tuttugu árum. Egill fékk bara að hafa útvarpið á yfir háfréttatím- ann, annars sungu þær Adda og Elsa Ýr eiginlega alla ferðina. Hætt er við að nú við fráfall Öddu versni veðrið töluvert á Eskifirði, að minnsta kosti verður því aldrei lýst aftur með sama hætti og hún gerði. Jákvæðni Öddu kom alltaf mjög berlega í ljós þegar maður bar saman veð- urfréttir Veðurstofunnar og veð- urlýsingar hennar frá Eskifirði. Ég þakka Öddu ljúfa samfylgd og fyrir það sem hún gerði fyrir mig og mína. Bernhard Nils Bogason. Ég get fullyrt að þó Öddu hafi ekki litist allt of vel á tilvonandi tengdason sinn í upphafi, þá urð- um við miklir vinir. Aðspurð hvernig henni litist á kauða, eftir að ég kom í mína fyrstu heimsókn á Eskifjörð, svaraði hún af sinni hógværð: „hann lætur ekki hafa margt eftir sér“ og þar með var það mál útrætt. Hún var mikill steinasafnari og hljóp upp um fjöll í leit að þeim. Adda var ótrúlega nösk að sjá út fallega steina, þó aðrir sæju kannski ekkert sérstakt við þá við fyrstu sýn. Listamaður var hún mikill í sér, föndraði t.d. með sápur, klemmur, var mjög góður teikn- ari, prjónaði mikið og heklaði. „Fýlupúkarnir“ sem hún heklaði eru t.d. til á mörgum heimilum á landinu og dúkkurnar sem eftir hana liggja eru óteljandi. Adda var Eskfirðingur og vildi helst að allt hennar fólk byggi þar og þá helst úti í bæ, einnig var hún alltaf mikill sjálfstæðismað- ur. Hún fór nokkuð oft með okkur Sólveigu keyrandi til Reykjavík- ur og sögðum við henni oft heiti sveitabæjanna sem við keyrðum framhjá. Þá gat hún sagt okkur einhver deili á flestum bæjanna, aðallega á suðurfjörðunum og í Skaftafellssýslunum og oftar en ekki gat hún rakið ættir ein- hverra Eskfirðinga til þeirra. Í janúar 2011 datt hún á eld- húsgólfinu heima hjá sér og sat þar í nokkurn tíma áður en að var komið og sýndi þá enn og aftur hversu hörð hún gat verið af sér. Hún var flutt á FSN og kom þá í ljós að hún var lærbrotin, þaðan var hún flutt á FSA þar sem gert var að brotinu, og síðan aftur á FSN. Í lok febrúarmánaðar kom hún í Hulduhlíð þar sem hún var á meðan hún var að fá meiri styrk. Þar, eins og annarsstaðar hjá henni, var mikill gestagangur, frá ættingjum og vinum utan úr bæ og einnig frá íbúum og starfs- mönnum Hulduhlíðar sem sóttust eftir samvistum við þessa ljúfu og jákvæðu konu. Heim fór hún svo í júlílok. Að búa ein, orðin nánast blind, hefðu nú ekki margir á sig lagt en á Jaðri vildi hún vera og hvergi annarsstaðar, þar var hennar heimili. Að sjálfsögðu fékk hún mikla aðstoð frá Fjarða- byggð og Heilsugæslunni, frá börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum og frá öðrum ætt- ingjum og vinum, því allir voru boðnir og búnir að hjálpa. Það eru ekki allir eldri borgarar sem eru svona lánsamir eins og hún að eiga stóran og hjálpfúsan hóp ættingja og vina sem rétta hjálp- arhönd þegar hennar er þörf. Það var notalegt, (stundum kannski heldur heitt), að sitja í bláa, vel skreytta eldhúsinu hjá henni og spjalla. Hún var alveg ótrúlega minnug á menn og mál- efni, þekkti og talaði í síma við svo marga og margir komu í heim- sókn. Það munu margir sakna hennar eins og ég. Að lokum Adda mín vil ég þakka þér fyrir rúmlega fjörutíu ára ánægjuleg kynni og vona að þú sjáir nú aftur fjörðinn þinn fagra og Hólmatind. Þinn vinur og tengdasonur, Árni Helgason. Það er rétt sem sagt er, „eng- inn ræður sínum næturstað“. Það kom berlega í ljós fimmtudaginn 31. júní sl. þegar ástkær tengda- móðir mín Arnheiður Halldórs- dóttir eða Adda eins og hún var kölluð lést á hjartadeild Land- spítalans eftir skyndileg veikindi en hún hefði heldur viljað deyja heima hjá sér á Eskifirði. En eitt- hvert erindi átti hún hingað suður og við höldum að það hafi verið til þess að kveðja okkur hérna fyrir sunnan. Það verða tuttugu og sex ár núna í sumar síðan ég kynntist þeim hjónum Öddu og Agli fyrst en þá fór ég að vera með Kalla syni þeirra. Mér var einstaklega vel tekið af þeim hjónum og er ég afskaplega þakklát þeim fyrir það. Við Adda kynntumst smátt og smátt er við sátum og spjöll- uðum um heima og geima í bláa eldhúsinu hennar að Jaðri en þar var hjarta hússins og hún fyllti það með hlýju sinni, frásögnum og hlátri. Hún sat yfirleitt í horn- inu sínu og vann handavinnu eða sýndi mér eitthvað skemmtilegt og áhugavert sem var geymt í skápunum hennar og þar kenndi sko ýmissa grasa. Adda var mikil listakona og hafði yndi af því að hekla skemmtilegu og fallegu dúkkurn- ar sínar sem eru til á fjöldamörg- um heimilum hér á landi sem og annars staðar enda voru þær mjög eftirsóttar. Garðurinn var hennar stolt og þær voru ófáar stundirnar sem hún vann í honum til þess að gera hann enn fallegri enda var oft straumurinn af bílum og fólki sem Arnheiður Halldórsdóttir✝ Þuríður Gísla-dóttir fæddist á Hnappavöllum í Öræfum 2. desem- ber 1919. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 30. maí 2012. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson, bóndi á Hnappavöll- um, f. 5. janúar 1885, d. 2. október 1963 og Guðný Páls- dóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1889, d. 29. júní 1973. Systkini Þuríðar eru Jón, f. 1918, d. 2003, Guðný, f. 1918, d. 2010, Páll, f. 1924, d. 1924 og Guðrún, f. 1926, d. 2011. Þuríður giftist þann 16. júlí 1949 Elíasi Halldórssyni frá Hafnarfirði, f. 6. október 1922, d. 18. september 1990. Foreldrar hans voru Halldór Teitsson, f. 1886, d. 1967 og Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 1891, d. 1954. Þuríður og Elías eignuðust fimm börn: 1) Jónína Guðrún, f. 1949, gift Bengt Hamré, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Linda Marie, f. 1979, b) Andreas, f. 1982, c) Magnus, f. 1982, í sambúð með Catrin, f. 1984, sonur þeirra Mille Elias, f. 2011. 2) Gísli Þórður, f. 1951, kvæntur A. Þóreyju Ólafsdóttur, f. 1949. 3) Ingibjörg Hall- dóra, f. 1954, gift Árna G. Sigurðs- syni, f. 1949. Börn hennar af fyrra hjónabandi með Ru- dolf Adolfssyni, f. 1951: a) Örvar, f. 1975 kvæntur Kötlu Stefánsdóttur, f. 1975, börn þeirra Sunna Dís, f. 2001 og Dag- ur, f. 2007, b) Hildur, f. 1981. Börn Árna: a) Gunnar Pétur, f. 1969, kvæntur Freydísi Björns- dóttir, f. 1970, dætur þeirra Tinna, f. 1991, Bríet, f. 2000 og Glóey, f. 2003, b) Anna Sigríður, f. 1980, sambýlismaður hennar er Daniel Malmberg, f. 1982. 4) Guðni Kristinn, f. 1956, kvæntur Valgerði Sveinbjörnsdóttur, f. 1958. Synir þeirra: a) Elías Már, f. 1980, í sambúð með Kristjönu Mjöll J. Hjörvar, f. 1980, dætur hennar Birgitta Rut, f. 2001 og Margrét Júlía, f. 2003, b) Atli, f. 1984, í sambúð með Ágústu Guð- jónsdóttur, f. 1989, c) Árni Freyr, f. 1986, í sambúð með Eygló Önnu Magnúsdóttur, f. 1990. 5) Sig- urbjörn, f. 1960, kvæntur Brynju Jónsdóttur, f. 1963. Börn þeirra eru Jón Halldór, f. 1995 og Þur- íður Ósk, f. 1997. Þuríður fæddist og ólst upp á Hnappavöllum í Öræfum. Hún fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og vann þar við ýmis störf á vet- urna en var heima í Öræfum á sumrin. Þuríður og Elías bjuggu alltaf í Hafnarfirði, lengst í Græ- nukinn 11. Eftir lát Elíasar flutti hún að Sólvangsvegi 1 en bjó síð- ustu árin á Hrafnistu. Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði Þur- íður við ýmis störf, lengst af við aðhlynningu á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi. Hún hafði gaman af útiveru, gönguferðum og skóg- rækt. Saman tóku þau Elías hraunskika ofan við Hafnarfjörð í fóstur og stunduðu þar skógrækt. Hún hafði ánægju af söng og var í Skaftfellingakórnum um tíma. Uppvaxtarárin, umhverfið og náttúruöflin höfðu mikil áhrif og hún var alla tíð bundin sveitinni sinni sterkum böndum. Ásamt ungmennum úr Ungmennafélag- inu gekk hún á Hvannadalshnúk árið 1937. Stúlkurnar í ferðinni eru taldar vera fyrstu konurnar sem þangað komu. Útför Þuríðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í dag, 11. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma og tengda- mamma. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Gísli og Þórey. Látin er á Hrafnistu í Hafn- arfirði Þuríður Gísladóttir frá Hnappavöllum í Öræfum. Kynni okkar Þuríðar, eða Þuru eins og hún var alltaf kölluð, hófust fyrir 20 árum þegar ég kynntist yngsta syni hennar, Sibba (Sig- urbirni), og við urðum par. Fljót- lega var mér boðið í Grænukinn 11 þar sem Þura bjó ásamt syni sínum en hún var þá orðin ekkja tveimur árum áður. Sonurinn kynnti mig fyrir verðandi tengdamóður og sagði: Mamma, þetta er hún Brynja mín. Þú þarft ekki að strauja skyrturnar mínar lengur, og hló mikið. Þura þekkti nú sitt heimafólk og var fljót að segja drengnum að hann gæti nú vel straujað sjálfur og sagði við mig að hann mundi bara læra það. Þura tók mér opnum örmum frá fyrsta degi og mikið leið mér vel í hennar návist. Hún var glaðvær, heiðarleg og góð mann- eskja. Hún var ófeimin við að láta skoðun sína í ljós og alltaf var stutt í hláturinn. Þegar börnin okkar fæddust, Jón Halldór og Þuríður Ósk, var hún ákaflega ánægð með þau. Hún var dugleg við að segja þeim sögur úr sveitinni frá Hnappavöllum og lék við þau eins og unglingur enda hændust þau mjög að ömmu sinni. Það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja ömmu Þuru og ekki spillti það gleðinni þegar hún var búin að baka handa þeim vöfflur. Hún bað okkur að láta börnin okkar alltaf vita ef við þyrftum að fara frá þeim um tíma því að hún sagði að þau skildu og skynjuðu meira en við héldum þó lítil væru. Við hlustuðum á þessa leiðsögn og fórum eftir henni. Þura var búin að biðja okkur um að fara nú ekki að skíra í höfuðið á sér þar sem henni fannst nafnið sitt vera óþjált og svo væri það líka algjör óþarfi. En hún fékk ekki að stjórna því og litla daman okkar var skírð Þuríður Ósk og ég held að Þura hafi verið mjög sátt með þá ákvörðun þegar hún hélt nöfnu sinni undir skírn. Elsku Þura mín, ég vil þakka þér fyrir allar þær dýrmætu og góðu stundir sem við áttum sam- an. Blessuð sé minning þín. Brynja. Þuríður Gísladóttir  Fleiri minningargreinar um Þuríði Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, HJALTI GUÐMUNDSSON meindýraeyðirHuldugili 6, Akureyri Lést fimmtudaginn 7. júní. Guðný Ósk Agnarsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Heiður Hjaltadóttir, Arnar Már Sigurðsson, Gígja Hjaltadóttir, Agnar Kári Sævarsson, Heiðrún Georgsdóttir, Sigurlaug Sævarsdóttir, Hilmar Þór Ívarsson, afabörn og aðrir ættingjar. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR, Mýrarvegi 111, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 8. júní. Elsa Jónasdóttir, Sigursteinn Kristinsson, Gylfi Jónasson, Guðný Kr. Kristjánsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.