Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 Sjósýni voru tekin í Hvalfirði í lok síðustu viku til greiningar á eitr- uðum þörungum. Í ljós kom að svo- nefndir Dynophysis þörungar, sem geta valdið DSP eitrun, voru yfir viðmiðunarmörkum. Mat- vælastofnun varar því við neyslu á krækling sem safnað er í Hvalfirði. Fram kemur á vef MAST, að einnig sé varað við neyslu á kræk- ling úr Eyjafirði. Alexandrium þör- ungar sem valdi PSP eitrun hafi verið yfir viðmiðunarmörkum í sjó- sýni sem tekið var 3. júní s.l. við Hrísey. PSP eitur í kræklingi var einnig yfir viðmiðunarmörkum og því er varasamt að neyta kræklings frá svæðinu. Óhætt í Breiðafirði Óhætt er hins vegar að neyta kræklings úr Breiðafirði þar sem greiningar á sjósýnum og krækling sem tekin voru við Kiðey í Breiða- firði sýna að engin hætta er á þör- ungaeitri í krækling þaðan. Varasamur kræklingur við landið  Eitraðir þörungar í Hval- og Eyjafirði Ljósmynd/Anok margmiðlun Kræklingur Neyslan varasöm úr Hvalfirði og Eyjafirði. Fimmtán námsmönnum var úthlut- að námsstyrkjum úr Samfélagssjóði Landsbankans. Styrkirnir voru veittir í 23. sinn en aldrei áður hafa borist jafn margar umsóknir, eða 1.250 talsins. Dómnefnd valdi úr um- sóknum og var ákveðið að fjölga styrkflokkum um einn og bæta við styrkjum til nemenda í iðn- og verk- námi. Heildarupphæð námsstyrkja var einnig hækkuð, eða í 5,4 milljónir króna, sem Landsbankinn segir í til- kynningu að sé hæsti styrkur sem banki veitir af þessu tagi hér á landi. Styrkflokkarnir eru fimm, eða til framhaldsskólanema, háskólanema, háskólanema í framhaldsnámi, list- nema og iðn- og verknema. Dómnefndina skipuðu Runólfur Smári Steinþórsson, formaður, Kol- brún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna, Ragnhildur Geirsdóttir, athafna- kona, og Baldur G. Jónsson og El- ínborg V. Kvaran frá Landsbankan- um. 5,4 milljónir í styrki úr samfélagssjóði Styrkþegar Námsmennirnir sem fengu styrkina frá Landsbankanum, ásamt Steinþóri Pálssyni bankastjóra og Runólfi Smára Steinþórssyni, prófessor við Háskóla Íslands og formanni dómnefndarinnar. Oddný G. Harð- ardóttir, fjár- málaráðherra og starfandi iðn- aðarráðherra, og Janne Sigurðs- son, forstjóri Al- coa Fjarðaáls, opnuðu formlega nýja kersmiðju Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði á laugardag að viðstöddum þingmönn- um, sveitarstjórnarmönnum og fleiri góðum gestum. Í kjölfarið hóf smiðj- an starfsemi og lauk þar með end- anlega byggingu álversins, sem hófst árið 2004. Kostnaður við nýju kersmiðjuna nemur 36 milljónum dollara, eða sem svarar 4,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi í dag. Fyrsta skóflustungan var tekin að bygging- unni í nóvember árið 2010 og var hún eitt og hálft ár í byggingu. 4,6 milljarða kersmiðja á Reyðarfirði Janne og Oddný vígja kersmiðjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.