Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 11
Kvenlegt Hér gefur að líta sýnishorn frá nýju línunni hjá MÝR design. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Litagleðin ráðandi Helga Björg, hönnuður MÝR design, vill liti í fötin og kvenlega þætti eins og pífur og blúndur. efni sem heilla mig.“ Helga Björg fer einnig reglulega til Lúx- emborgar og heldur sölusýningar en það land þekkir hún einnig vel eftir að hafa verið þar mörg sumur sem barn. Um þessar mundir er Helga Björg að sýna sumarlínu sína, sem er litskrúðug í meira lagi og hefur fallið konum vel í geð í veðurblíðunni sem ríkt hefur undanfarið. Hún sagðist hafa fallið fyrir þessu efni þegar hún sá það og þurfti að hafa sig alla við til að hemja litagleðina. Manni dettur í hug gömlu Hag- kaupsslopparnir þegar maður lítur yfir hönnunina. „Já, þetta eru áhrif frá sloppunum. Það var sérstök menning í kringum þessa sloppa, konur notuðu þá yfir dagklæðnað sinn til að vernda fötin við vinnuna heimavið og vasarnir voru drjúg geymsla.“ Helga Björg minnist ömmu sinnar í svona slopp, en auð- vitað eru kjólar MÝR design fágaðri en slopparnir góðu og hverjum þeirra fylgir undirkjóll. „Ég er líka mjög hrifin af tísku eftirstríðs- áranna, þannig að sumarhönnun mín er einnig undir þeim áhrifum.“ Hönnunarskoðunarferðir Fyrir viku blésu Heklan, At- vinnuþróunarfélag Suðurnesja, Menningarráð Suðurnesja og SKASS, Samtök kraftmikilla alvöru skapandi Suðurnesjakvenna, til við- burðar í þróunarsetrinu Eldey, þar sem hönnuðir og frumkvöðlar sýndu vörur sínar á Heklugosi. Meiningin er að gera Heklugos að árlegum við- burði, hvort sem nafnið muni halda sér eða ekki, enda tókst það vel og aðstandendur voru himinlifandi. Helga Björg var ein af þeim, enda með vinnustofu í Eldey. „Við vorum búin að ræða það okkar á milli að við yrðum ofurglöð ef við fengjum 300 gesti. Þeir reyndust yfir 500 þannig að við erum himinlifandi.“ Helga Björg er ekki síður sæl yfir þeim nýja vinkli sem hönnunar- þróunin hefur fengið. Fyrirtækið Reykjavík Concierge býður upp á hönnunarskoðunarferðir fyrir er- lenda ferðamenn og segist Helga Björg taka á móti þremur til fjórum rútum í hverri viku. „Þetta eru mjög skemmtilegar heimsóknir og skipta mig miklu máli. Fólk er mjög áhuga- samt um það sem verið er að hanna hér og mér finnst þetta mikil lyfti- stöng fyrir svæðið. Hér er líka svo margt skemmtilegt í gangi sem vert er að vekja athygli á.“ Vinsæll Þessi jakki frá MÝR design er vinsæll og kemur alltaf í nýjum lit. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 www.myrdesign.net Ljósmynd/Anna Ósk Erlings Ljósmynd/Anna Ósk Erlings Sólskálar -sælureitur innan seilingar Glæsilegir sólskálar lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Gluggar og garðhús Nánari upplýsingar á www.solskalar .is Viðhaldsfríir gluggar og hurðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.