Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Allt útlit er fyrir að fjármögnun Vaðlaheiðarganga verði samþykkt á Alþingi fyrir þinglok á föstudag. Efnisgreinar frumvarpsins voru samþykktar með öruggum meiri- hluta á Alþingi eftir 2. umræðu í gær og málinu vísað til fjárlaganefndar. Nefndin afgreiddi málið strax í gærkvöldi og gerir Sigríður I. Inga- dóttir, formaður nefndarinnar, ráð fyrir að málið verði á dagskrá þings- ins til lokaumræðu í dag enda stuðn- ingur við það innan allra flokka. Slæmt fordæmi Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir slæmt að margir þingmenn sem hafi verið hlynntir verkefninu hafi ekki getað greitt atkvæði með því vegna þess hvernig að því var staðið. Það sé slæmt fordæmi að augljós fjárfest- ing hins opinbera sé kölluð lán og verkefnið sé tekið framhjá sam- gönguáætlun. „Það er mjög vont að verið sé að stilla mönnum upp á milli þess að standa vörð um fyrirkomulagið á þessum hlutum í þinginu eða að styðja þessa samgöngubót. Ég sagði nei því ég tel að þetta eigi að fara sína leið,“ segir Illugi. Öruggur meirihluti Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og starfandi for- maður umhverfis- og samgöngu- nefndar, hefur verið ósátt við með- ferðina á málinu í þinginu. Hún stóð ásamt fimm öðrum nefndarmönnum að bókun þar sem lagst var gegn því að framkvæmdir við Vaðlaheiðar- göng hæfust á undan Dýrafjarðar- göngum og Norðfjarðargöngum. Hún sat hjá í atkvæðagreiðslunum. „Ég tel að framkvæmdin sjálf geti átt fullan rétt á sér á réttum tíma og í réttu samhengi og sá þess vegna ekki ástæðu til þess að kjósa gegn henni. Ég gat hins vegar ekki stutt málið í þeim búningi sem það bar að í þinginu,“ segir Ólína. Hún segir enga pressu hafa verið á stjórnarþingmönnum að kjósa ekki gegn frumvarpinu. Þá hefði það engu breytt þó að þeir sem sátu hjá hefðu greitt atkvæði gegn því. „Mér sýnist það alveg ljóst að það sé öruggur þingmeirihluti fyrir þessu máli. Vilji þingsins verður auð- vitað alltaf fram að ganga. Það gerð- ist í þessu máli og það er þá bara nið- urstaða sem fengin er eftir réttum leiðum,“ segir Ólína. Meirihluti fyrir Vaðlaheiðargöngum  Formaður fjárlaganefndar býst við að málið verði á dagskrá þingsins í dag  Enginn þrýstingur á stjórnarþingmenn að kjósa ekki gegn frumvarpinu Ólína Þorvarðardóttir Illugi Gunnarsson „Það er voða lítil úrkoma í spánum næstu daga, það verða bara einhverjar smásíðdegisskúrir áfram. Al- vöruúrkomu má ekki vænta fyrr en hugsanlega seint í næstu viku en þetta er allt mjög óljóst ennþá,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Mikill þurrkur hefur verið á Suðvestur- og Vest- urlandi það sem af er sumri og langt síðan úrkoma hef- ur mælst minni. Mælingar sýna, samkvæmt netfærslum veðurfræðingsins Trausta Jónssonar, að í maímánuði rigndi aðeins 19,4 mm í Reykjavík og hingað til hefur lítið sem ekkert rignt í júní. Ef þurrkur helst áfram er ljóst að sumarbyrjunin í ár verður ein sú þurrasta frá upphafi mælinga. Snorri Zophoníasson jarðfræðingur segir ár þó vera vatnsmiklar ennþá. „Það kom töluverður snjór seint í vetur og það er ennþá snjóbráð og leysing þannig að almennt eru ár ekki orðnar neitt afbrigðilega litlar. Það var mjög mik- ið rennsli núna um mánaðamótin, sérstaklega í ám sem koma af hálendinu, vegna mikilla leysinga. Vatns- magnið hefur samt farið hratt minnkandi síðan þá en er ekki komið í neitt lágmark. Það er búist við þurrum mánuði nú í júní þannig að árnar gætu þornað mjög hratt,“ segir Snorri og bætir við að grunnvatnsstaða í Heiðmörk sé svipuð og í fyrra. davidmar@mbl.is Langt síðan úrkoma var minni Þurrkur Haukadalsá í Dölum hefur oft orðið vatnslítil eftir þurrka. Ástand hennar er þó sem stendur eðlilegt.  Snjóþungi seint í vor kem- ur í veg fyrir vatnslitlar ár Morgunblaðið/Einar Falur „Við tryggjum að þeir umgangist ekki aðra fanga næstu mánuði til að byrja með. Svo verða næstu skref metin í framhaldinu,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar, um þá ákvörðun að skilja Annþór Karlsson og Börk Birgisson frá öðrum föngum á Litla-Hrauni. Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur var ekki framlengt en þeir eru grunaðir um að hafa orðið sam- fanga sínum að bana. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins sýnir upptaka úr örygg- ismyndavél að Annþór og Börkur voru þeir einu sem fóru inn í klefa fangans áður en hann sýndi sjúk- dómsmerki og dó af innvortis blæð- ingum. Reynist grunurinn réttur er um fyrsta manndrápsmálið í ís- lensku fangelsi að ræða. Eiga eftir að afplána nokkur ár Annþór og Börkur eiga báðir eftir að afplána nokkur ár af fangelsis- dómum sínum. Að sögn Páls Winkel er þetta í fyrsta sinn sem fangar eru skildir frá samföngum sínum á þenn- an hátt. Skildir frá öðrum föngum  Tveir fangar einir á gangi á Litla-Hrauni Landhelgisgæslan og Fiskistofa hafa verið í vor í samstarfi með eftirliti með veiðum skipa á Breiðafirði. Smábátum sem stunda veiðar á Breiðafirði hefur fjölgað mikið með tilkomu strandveiða og mun meiri sókn er á grá- sleppuveiðar. Á undanförnum dögum hafa tug- ir báta verið á sjó og því vilja eftirlitsaðilar fylgjast með að allt fari eftir settum reglum. Eftirlitið er hefðbundið. Hjá grásleppubátum er verið að kanna netafjölda, sem má vera 100 net á hvern lögskráðan skipverja um borð, réttindi manna í áhöfn og svo hvort lögskrán- ing sé í lagi. Eftirlit með strandveiðibátum felst í því að fylgjast með lögskráningu og aflasamsetningu. Það sem vekur athygli er nýr bátur sem not- aður er til eftirlitsins. Um er að ræða tilrauna- bát sem Landhelgisgæslan er að prófa og er ís- lensk framleiðsla frá OK huls í Kópavogi og ber nafnið Flóki. Gæslan hefur siglt bátnum við alls konar aðstæður frá í vetur og hefur hann reynst vel. Þetta er í fyrsta sinn sem notaður er sér- stakur bátur í eftirlitsstörf á Breiðafirði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Aukið eftirlit með bátum á Breiðafirði eftir Þorstein Mar „Manni leiddist aldrei á meðan lestrinum stóð.“ JKG, Nörd Norðursins „Hin fínasta lesning, frjó hugmyndagleði einkennir hana.“ BHÓ, Skorningar Að lokinni 2. umræðu um frum- varpið voru greidd atkvæði um efnisgreinar þess. Við fyrstu grein sagði 31 þingmaður já en 18 nei. Sami fjöldi samþykkti 2. og 3. grein þess en 17 voru á móti. Málinu var síðan vísað til fjárlaganefndar. Af þeim þingmönnum sem samþykktu frumvarpið voru 15 samfylkingarþingmenn, átta þingmenn VG, fjórir framsókn- armenn og þrír sjálfstæðismenn auk Guðmundar Steingríms- sonar. Stuðningur þvert á flokka ATKVÆÐAGREIÐSLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.