Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Dansmeyjar á eynni Bali í Indónesíu sýna listir sínar á 34. listahátíðinni í borginni Denpasar í gær. Hátíðin stendur í mánuð. Hver viðburð- urinn rekur annan, sýndur er margvíslegur handunninn varningur og kynnt menningarstarf til þess að ýta undir áhuga ferðamanna. Fjöldi hótela og annarra dvalarstaða er á eynni sem er einstaklega gróðursæl og hefur oft verið lýst sem fegurstu eyju í heimi. Þokkafullur dans í Denpasar AFP Listahátíð á hitabeltiseynni Bali í Indónesíu Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hörð átök hafa verið milli búddista og múslíma í sambandsríkinu Rak- hine í vesturhluta Búrma undan- farna daga og hefur 21 fallið auk þess sem kveikt hefur verið í hundr- uðum húsa. Vijay Nambiar, sendi- maður Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, heimsótti héraðið í gær en samtökin ákváðu nýlega að flytja á brott starfsmenn sína á svæðinu þar sem óttast var um öryggi þeirra. Átökin hófust þegar kona úr röð- um búddista var myrt í borginni Maungdaw og var í kjölfarið ráðist á strætisvagn sem flutti múslíma. Breiddust óeirðirnar síðan út til hér- aðshöfuðborgarinnar Sittwe. Forseti Búrma, Thein Sein, lýsti yfir neyðar- ástandi á svæðinu á sunnudag. „Við erum hér til að kanna málið og meta hvernig við getum haldið áfram að veita Rakhine aðstoð,“ sagði Nambiar. Með honum í för eru trúarleiðtogar múslíma frá stærstu borg Búrma, Rangoon, en einnig ráðherra landamæramála, Thein Htay hershöfðingi. Múslímarnir sem ráðist hefur verið á eru af þjóðerni Rohingya í Rakhine og hafa stjórn- völd neitað þeim um ríkisborgara- rétt. Segja þau að um sé að ræða ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Fjöldi Rohingyamanna hefur reynt að flýja til Bangladess undan- farna daga en talið er að um 1.500 hafi verið snúið við af landamæra- vörðum Bangladess. Fullyrt er að þeir hafi skotið einn flóttamannanna til bana. Fulltrúar SÞ hvetja Bangla- dess til að opna landamærin. Mannskæð átök í Búrma Trúarofsóknir » Um 4% af 60 milljónum íbúa Búrma eru múslímar, margir þeirra búa í Rakhine. Múslímar og kristnir, sem eru álíka margir, hafa lengi verið ofsóttir af hálfu stjórnvalda. » Um 300 þúsund múslímar af þjóðerni Rohingya hafa flúið land og búa í Bangladess. Barack Obama Bandaríkja- forseti hringdi í gær í Herman Van Rompuy, forseta ráðherra- ráðs Evrópusam- bandsins, til að leita upplýsinga um stöðu mála á evrusvæðinu. François Hol- lande, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, voru einnig í símasambandi við Von Rompuy í gær. Talsmaður hans sagði að samtölin tengdust undirbúningi fyrir fund G-20 ríkjanna svonefndu í Mexíkó í byrjun næstu viku en þar verður skuldakreppan á evrusvæðinu og viðbrögð við henni ofarlega á baugi. gummi@mbl.is Obama hringdi í Van Rompuy Herman Van Rompuy  Leiðtogar G20 und- irbúa fund í Mexíkó Þrír fjórðu hlutar hvalkjöts, sem féll til í umdeildum veiðum Japana í Suðurhöfum á síðasta ári, seldust ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að finna kaupendur. AFP-fréttastofan segir að um sé að ræða um 900 tonn af hvalkjöti, aðallega hrefnukjöti, en alls voru afurðirnar um 1.200 tonn. Uppboð á kjötinu voru haldin reglulega milli nóvember á síðasta ári fram til mars í ár án árangurs. Talsverð eftirspurn er eftir hval- kjöti frá japönskum strand- veiðimönnum í Japan. Það kjöt er selt ferskt en aflinn úr stórveiðinni í fyrra var frystur og seldur frosinn í stærri skömmtum. gummi@mbl.is Um 900 tonn af hvalkjöti enn óseld Óeirðir brutust út í Varsjá, höf- uðborg Póllands í tengslum við leik Pólverja og Rússa í Evrópumótinu í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. Lögregla beitti gúmmíkúlum og vatnsbyssum gegn óeirðaseggj- unum. Átökin brutust út þegar tugþús- undir rússneskra stuðningsmanna rússneska landsliðsins gengu að leikvanginum. Að sögn blaðsins Russia Today réðist stór hópur pólskra ungmenna á Rússana og þegar lögregla ætlaði að skerast í leikinn var bensínsprengjum og grjóti kastað að lögreglumönn- unum. Lögreglan skaut viðvör- unarskotum og beitti vatnsbyssum. Að sögn pólsku lögreglunnar voru að minnsta kosti 130 manns handteknir. Tíu voru fluttir á sjúkrahús, margir þeirra með höf- uðáverka en enginn slasaðist lífs- hættulega. gummi@mbl.is Óeirðir eftir knattspyrnuleik  Tíu slösuðust í átökum í Varsjá AFP Átök Pólsk óeirðalögregla berst við rússneska óeirðaseggi í Varsjá þar sem Rússar og Pólverjar áttust við í EM í knattspyrnu. Leikurinn fór 1:1. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Allt fyrir gluggana á einum stað Úrval - gæði - þjónusta Mælum, sérsmíðum og setjum upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.