Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Michael E. Mann varð hugfanginn
af vísindum sem barn og ætlaði að
gera kennilega eðlisfræði að ævi-
starfi sínu. Á endanum vildi hann þó
finna sér svið þar sem hann gæti
nýtt sér þekkingu sína á hagnýtan
hátt: „Ég datt eiginlega óvænt í
loftslagsvísindi. Ég ímyndaði mér
aldrei að ég myndi lenda í miðjunni
á jafnumdeildu máli,“ segir Mann,
en hann er hvað þekktastur fyrir að
vera einn af höfundum rannsóknar,
þar sem hitabreytingar 1000 ár aft-
ur í tímann voru reiknaðar út, en
lögun grafsins sem fylgdi greininni
þótti minna á hokkíkylfu. Hefur ver-
ið vísað margoft í grafið síðan, t.d. í
kvikmynd Al Gore, An Inconvenient
Truth.
Mann hélt í gær fyrirlestur í
Odda um nýútkomna bók sína, sem
heitir The Hockey Stick and the
Climate Wars: Dispatches from the
Front Lines, sem útleggst á ís-
lensku sem Hokkíkylfan og lofts-
lagsstríð, skeytasendingar frá víg-
línunni. Í henni segir Mann frá sinni
hlið í einu heitasta deilumáli síðustu
ára: „Ég vildi koma reynslu minni á
framfæri, og taldi að í gegnum sögu
mína væri hægt að skoða stærri
málin sem eru undirliggjandi í
umræðunni.“
Grafið sýndi einfalda mynd
Undirtitill bókarinnar ber með
sér að deilan um loftslagsbreytingar
eru orðnar að hálfgerðu „stríði“, og
má segja að hokkíkylfan sé einn
helsti vígvöllurinn. Aðspurður um
þá gagnrýni sem grafið hefur fengið
á sig segir Mann að á þeim rúmlega
tíu árum síðan rannsóknin var birt
hafi margar aðrar rannsóknir með
ýmiss konar aðferðafræði rennt
stoðum undir niðurstöður hennar:
„Hokkíkylfan var aldrei sá burðarás
kenningarinnar á hlýnun jarðar af
mannavöldum sem andstæðingar
hennar vildu meina, skilningur
okkar á hnatthlýnun byggir á mörg-
um mismunandi sönnunargögnum
sem benda í sömu átt.“ Mann skilur
ekki hvers vegna enn sé verið að
gagnrýna grafið: „Ég held að það sé
vegna þeirrar einföldu myndar sem
grafið sýndi, það sagði mjög ein-
falda sögu og þú þarft ekki há-
skólagráðu í eðlisfræði til að átta þig
á henni. Það hreyfði við fólki sem
fannst það óþægileg tilhugsun að
gjörðir okkar hefðu áhrif á hlýnun
jarðar.“
Mann segir varðandi gagnrýnina
að það verði að gera greinarmun á
heiðarlegri rökræðu sem eigi sér
stað innan vísindaheimsins og mikið
af þeirri utanaðkomandi gagnrýni
sem eigi sér pólitískar rætur: „Inn-
an vísindaheimsins höfum við rök-
rætt fram og til baka um hvaða
leiðir séu bestar til að rannsaka
þessa þætti, hvaða tölfræðiaðferðir
gefi raunsannasta mynd, hvaða
gögn á að nota, hvernig á að meta
óvissu o.s.frv. Ég tel að sú rökræða
hafi gert það að verkum að rökin að
baki loftslagsvísindum eru sterkari
núna en fyrir áratug, eins og þau
ættu að vera. Síðan ertu með gagn-
rýnendur af öðrum meiði, utan vís-
indaheimsins, sem reyna í raun að
afvegaleiða fólk með því að ráðast á
vísindamennina og láta líta svo út að
loftslagsbreytingar af mannavöldum
séu umdeildara hugtak í vís-
indaheiminum en þær eru í raun og
veru.“
Flokkspólitískt mál
Loftslagsmálin hafa nýlega orðið
að flokkspólitísku bitbeini í Banda-
ríkjunum. Mann segir að þetta sé
þróun sem honum þyki miður, því
repúblikanar hafi löngum verið
miklir umhverfisverndarsinnar.
Málin séu þó ekki svo einföld að
menn séu algjörlega með og á móti
eftir flokkslínum: „Ég á marga vini í
báðum flokkum og öllum er jafn-
umhugað um framtíð barna sinna og
þeirri arfleifð sem við munum skilja
eftir handa þeim.“
Mann segir útblástur kolefnis
helsta áhyggjuefnið í náinni framtíð,
ekki sé mikill tími til þess að ná tök-
um á vandanum: „Ég vil þó frekar
vera bjartsýnismaður: Of margir
segja að allt sé orðið um seinan og
það sé ekkert sem hægt er að gera,
en það er enn nægur tími til stefnu
til þess að afstýra hörmungum. Hins
vegar þarf að hefjast fljótt handa.“
„Verðum að hefjast handa bráðum“
Michael E. Mann, einn helsti loftslagsvísindamaður heims, á Íslandi Einn af höfundum „hokkí-
kylfunnar“ Rökin fyrir því að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum sterkari nú en fyrir tíu árum
Morgunblaðið/RAX
Fróðlegur fyrirlestur Michael E. Mann hélt fyrirlestur um nýútkomna bók sína í gær. Í bakgrunni má sjá Keeling-
kúrfuna svonefndu sem sýnir aukningu koltvísýrings í andrúmslofti jarðar.
Tilgangur heimsóknar Manns til
Íslands er sá að sækja hér ráð-
stefnu á Selfossi um eldfjöll.
„Það er ekki til betri staður til
þess að rannsaka eldfjöll en hér
á Íslandi,“ segir Mann. Eitt af
því sem enn er deilt um í lofts-
lagsfræðum er hversu víðtæk
áhrif eldgosa eru á loftslagið.
Til dæmis séu ennþá deildar
meiningar um það hvort eld-
gosið í Lakagígum 1783 hafi
haft áhrif á veðurfar víðar en
hér á landi: „Eldgos í hitabelt-
inu í Kyrrahafinu eiga greiða
leið í heiðhvolfið og askan úr
þeim dreifist því jafnan yfir
mestallan hnöttinn. Eldgos ut-
an þess svæðis eiga hins vegar
erfiðara um vik að ná svo hátt
og hafa því jafnan ekki náð út-
breiðslu um allan heiminn.“
Hlýskeiðið á miðöldum
svæðisbundið
Mann segir að meðal þess sem
hann hafi rannsakað mest séu
áhrif sólarinnar á veðurfar
langt aftur í aldir. Þar verði að
gera greinarmun á svæð-
isbundnum breytingum og
breytingum sem nái yfir allan
hnöttinn. T.d. hafi verið mikið
hlýskeið á miðöldum á Íslandi
og Grænlandi, og hugsanlega
var hlýrra þá en nú, en þegar
menn hafi skoðað veðurfar ann-
ars staðar á hnettinum á sama
tíma hafi komið í ljós að þar
hafi veðurfar ef eitthvað var
verið kaldara en í venjulegu ár-
ferði.
Óvíst hver
áhrif Skaft-
árelda voru
VEÐURFAR Í EVRÓPU
Ful l búð af fal legum fatnaði
á alla fjölskylduna!
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200
„Það var hárrétt ákvörðun hjá fyrr-
verandi fjármálaráðherra að fara
eftir tillögu Bankasýslu ríkisins og
sameina rekstur SpKef Landsbank-
anum,“ sagði Oddný G. Harðardóttir
fjármálaráðherra í sérstakri um-
ræðu um uppgjör SpKef og Lands-
bankans á Alþingi í gærmorgun.
Reikningurinn sorgarsögu síðustu
ára Sparisjóðsins í Keflavík myndi
lenda á kunnuglegum stað, hjá skatt-
greiðendum, sagði hún.
Málshefjandi var Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins. „Eftir að tekið hefur verið
tillit til fjármögnunarkostnaðar rík-
isins, að ríkið mun á endanum þurfa
að leggja til 25 milljarða vegna
SpKef. Það er þá reikningur sem
lendir á okkur öllum,“ sagði Bjarni.
Málið hafi verið kynnt þannig að
það yrði án kostnaðar fyrir ríkið. Síð-
an hafi mál þróast á annan veg.
„Reikningur vegna þess – sem ég vil
nefna einkaskuldir – lendir hjá
skattgreiðendum á endanum. Það er
hið alvarlega í þessu máli,“ sagði
Bjarni ennfremur.
Steingrímur J. Sigfússon, efna-
hags- og viðskiptaráðherra, sagði að
saga Sparisjóðsins í Keflavík væri
harmsaga.
„Aðkoma ríkisins sem slíks og
fjármálaráðuneytisins að málefnum
Sparisjóðsins í Keflavík, og síðar
SpKef, er algjörlega í samræmi við
neyðarlögin og þá aðferðafræði sem
var mótuð haustið 2008. Byggist á
þeim lögheimildum og pólitísku yf-
irlýsingum sem þá voru gefnar um
að allar innistæður í bönkum og
sparisjóðum yrðu tryggðar og varð-
ar,“ sagði Steingrímur.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að
aðgerð Steingríms hefði ekki verið í
samræmi við neyðarlögin. „Neyðar-
lögin voru sett fram haustið 2008 í
neyð. Þessar aðgerðir sem hér eru
gerðar voru ekki í neinni neyð,“
sagði hann. Guðlaugur segir um-
ræðuna snúast um hvað hafi verið
gert eftir hrun. „Það voru augljós-
lega gerð stór mistök og kostnaður-
inn lendir á skattgreiðendum. Þetta
eru tvenn og hálf Vaðlaheiðargöng
sem fara í kostnaðinn við þetta.“
jonpetur@mbl.is
Reikningurinn lendir
á skattgreiðendum
Dyggði fyrir 2 ½ Vaðlaheiðargöngum