Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Björgun Um tuttugu björgunarmenn, auk sjúkraflutninga- og lögreglumanna, fluttu í gær mann sem slasaðist á Hafrafelli þegar hann brotlenti þar í sviffallhlíf. Maðurinn mun hafa fótbrotnað. Árni Sæberg Mikilvægi og gildi mennt- unar er sem betur fer al- mennt viðurkennt. Almennt er rætt um nauðsyn og mik- ilvægi þess að fjárfesta í menntun, hvort heldur er í opinberri umræðu, á þingi, meðal embættismanna, fag- fólks, skólafólks eða ann- arra sem láta sig mennta- mál varða. Sé litið á þær breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi með tilliti til áherslu á aukna menntun hafa þær orðið umtalsverðar á síðustu tíu árum. Fjórfalt fleiri stunda nám við Há- skóla Íslands en gerðu um síðustu aldamót. Háskólinn í Reykjavík hefur vaxið hröð- um skrefum og útskrifar ár hvert fjölda nemenda. Listaháskóli Íslands hefur sótt í sig veðrið svo eftir er tekið og sama má segja um Háskólann á Bifröst. Háum fjárhæðum úr sam- eiginlegum sjóðum lands- manna er varið til mennta- og heilbrigðismála. En um- ræðan gengur gjarnan sín í hvora áttina. Talað er um fjárfestingu í menntun en útgjöld til heilbrigðismála. Ef brugðið er ljósi á það hvaða markmiðum reynt er að ná með fjárfestingunni, má spyrja hvaða arði fjárfestingin skilar fyrir þjóð- arbúið og samfélagið í heild. Mennt er máttur Eitt meginmarkmið stjórnvalda með því að veita aukið fé til menntamála er að stuðla að fjölþættara atvinnulífi. Meg- inatvinnuvegur Íslendinga hefur löngum verið sjávarútvegur, ekki síst frá öndverðri 20. öldinni þegar vélvæðing fiskveiðiflotans hófst. Á undanförnum árum hefur vilji stjórnvalda verið í þá átt að skjóta traust- ari stoðum undir fjölbreyttara atvinnulíf til að standa undir rekstri og tryggja áfram- haldandi uppbyggingu þjóðarbúsins í heild. Fyrir þessu liggja nokkrar ástæður. Ein er sú að með því að fjölga lykilatvinnuvegum aukum við tekjustofna þjóðarbúsins, lands- mönnum til hagsbótar. Þær atvinnugreinar sem einkum hefur verið litið til undanfarin ár eru ferðaþjónusta, nýting jarðhita og orku og líftækni. Til þess að byggja þessar atvinnugreinar upp – og stuðla að vexti þeirra og viðhaldi í síkvikum heimi sem einkennist af aukinni samkeppni og tækninýjungum – þurfum við menntað og hæfileikaríkt fólk sem getur tryggt samkeppn- ishæfi landsins. Eru útgjöld til heilbrigð- ismála aldrei þjóðhagslega hagkvæm? Þegar talið berst að útgjöldum til heilbrigðismála, er almennt átt við rekstur heilbrigðiskerf- isins í heild sinni. Með því er m.a. átt við launakostnað, fjölda starfsmanna, lyfjakaup stofn- ananna, endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar og fasteigna, ný- framkvæmdir, aðgengi að er- lendum sérfræðingum og að lok- um ef sjúklingar eru sendir til útlanda í aðgerðir. Séu þessi mál skoðuð í heild þarf að gera sér grein fyrir því að það kemur þjóðfélaginu öllu til góða að heil- brigðiskerfið búi að góðum tækjakosti, hafi yfir að ráða fær- um læknum og hjúkrunarfræð- ingum og njóti aðgangs að nýj- um lyfjum. Þetta eru allt lykilþættir í því að stuðla að skjótari lækningu sjúklinga, eða stuðla að langvarandi bata í þeim tilgangi að þeir komist sem fyrst aftur út á vinnumarkaðinn. Enda ein af frumskyldum heil- brigðiskerfisins að lækna þá veiku og hlúa að, svo þeim auðn- ist að halda áfram virkri þátt- töku á vinnumarkaði og leggja áfram sitt af mörkum til þjóðarbúsins. Útgjöld til málaflokksins hafa verið til umræðu undanfarin misseri í ljósi þess að fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga hefur leitað erlendis í tryggara starfsöryggi og meiri kaupmátt. Þá fer vaxandi sá hópur sem er í framhaldsnámi erlendis og kýs að ílendast. Haldi þessi þróun áfram get- ur skapast ófremdarástand. Það er því rangt að tala um heilbrigðiskerfið og út- gjöld til þess sem bagga á þjóðfélaginu. Förum sem best með þá fjármuni sem við notum í heilbrigðiskerfið en viðurkennum um leið nauðsyn þess – og meira að segja – jafnvel fjárhagslegan ávinning. Sam- mælumst um að eðlilegra sé að tala um fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu líkt og þegar rætt er um að fjárfesta í mennta- kerfinu. Frekar en agnúast á neikvæðan hátt út í útgjöld til heilbrigðismála færi betur á að tala á jákvæðan hátt um fjár- festingu í heilbrigðiskerfinu – að tala um fjárfestingu í heilsu. Eftir Jakob Fal Garðarsson »Rangt er að tala um heil- brigðiskerfið og útgjöld til þess sem bagga á þjóðfélaginu. Sammælumst um að eðlilegra sé að tala um fjárfestingu í heilbrigðiskerf- inu líkt og þegar rætt er um að fjárfesta í menntakerfinu. Jakob Falur Garðarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka. Að fjárfesta í heilbrigðiskerfinu Æði oft hefur verið fjallað um ástand löggæslu- mála á Íslandi í fjölmiðlum landsins. Hinir ýmsu grein- arhöfundar, allt frá hinum almenna borgara upp í háttvirta alþingismenn þjóðarinnar, hafa haft á málaflokknum sínar skoð- anir. Ráðherrar löggæslu- mála, hverju sinni og sama úr hvaða flokki þeir hafa komið, hafa verið drjúgir við að mæra löggæslu á Íslandi sem eina hinu bestu á byggðu bóli. Mjög margt er til í þeim lofsyrðum enda hefur íslensk lögregla yfir að ráða afar vönduðu starfsliði í hvívetna. Hrós, lof og prís dugar hinsvegar skammt þegar svo naumt er skammtað til verkanna að lögreglumenn eru farnir að ganga á það sem hægt væri að kalla eðlilegan tíma til að sinna fjölskyldu sinni utan vinnu sinnar. Þannig er einmitt málum háttað nú! Allt frá árinu 2007 – já fyrir hrun! – hefur lögreglumönnum farið fækkandi á Íslandi. Heildarverkefnum lögreglu hefur hinsvegar ekki fækkað sem aftur segir okkur það einfaldlega að það eru færri hendur að sinna sömu verkefnum og áður. Þetta er alls ekki eitthvað sem eingöngu á við löggæslumál á Íslandi því eins og alþjóð veit þá hefur sá nið- urskurður, sem orðið hefur á fjárframlögum til hverskyns opinbers reksturs undanfarin ár orð- ið þess valdandi að fækkun hefur orðið á starfs- liði hins opinbera á mjög víðum grunni. Fyrir ekki margt löngu lét innanrík- isráðherra hafa eftir sér að hann teldi að lög- gæsla á Íslandi væri ekki komin að „þolmörk- um“! Nokkuð stór orð, svo ekki sé meira sagt, þar sem staðreyndin er einfaldlega sú að lög- gæsla á Íslandi er komin undir „þolmörk“ og það fyrir alllöngu síðan að mati Landsambands lögreglumanna! Það er að vísu einn galli á gjöf Njarðar í þessum efnum en hann er sá að stjórnvöld hafa aldrei haft dug í sér til að skil- greina eitt eða neitt er viðkemur lágmarks- löggæsluþörf Íslendinga! Nú liggur fyrir Al- þingi Íslendinga þingsályktunartillaga þess efnis að Alþingi skilgreini löggæsluþarfir lands- ins. Þingsályktunartillaga þessi var lögð fram af Gunnari Braga Sveinssyni o.fl. þingmönnum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þann 4. október s.l. Þingsályktunartillagan er nú til síðari umræðu á Alþingi Íslendinga. Það er mat Landssambands lögreglumanna að úti- lokað sé að kveða á um löggæsluþarfir landsins án þess að fyrir liggi skilgreiningar þær sem kveðið er á um í áðurnefndri þingsályktun- artillögu. Fyrir þessu máli hefur Lands- samband lögreglumanna talað a.m.k. allt frá árinu 2008! Hér þarf einnig að horfa til þeirrar staðreyndar að á Íslandi er hvorki her né þjóð- varðlið sem hægt er að grípa til á ögurstundu til varna landi og þjóð líkt og er í löndum þeim sem við gjarnan viljum miða okkur við. Það vill segja að íslensk lögregla er eini „varnaraðilinn“ í okk- ar samfélagi sem hægt er að kalla til þegar vá er fyrir dyrum! Þessi staðreynd leiðir okkur aftur að þeim veruleika sem við blasir í dag að íslensk lögregla hefur, líkt og margar aðrar stofnanir hins op- inbera, þurft að sæta talsverðum nið- urskurði fjárframlaga frá hinu svokall- aða bankahruni. Ef vel hefði átt að vera, öfugt við það sem gert var, hefðu stjórn- völd átt að láta fjárframlög til löggæslu óhreyfð þar sem ljóst var, í kjölfar bankahrunsins, að í þjóðfélaginu yrði ákveðin upplausn líkt og mannkyns- sagan hefur sýnt okkur. Það var hins- vegar ekki gert og ákveðið að skera nið- ur fjárveitingar til löggæslumála líkt og annarra þátta opinberrar þjónustu. Sá niðurskurður sem orðið hefur á öðrum þáttum þjónustu hins opinbera, t.a.m. í heilbrigðisgeiranum, hefur aftur orðið til þess að verkefni lögreglu hafa aukist. Þetta eru hvorki ný sannindi né flókin! Á þessu hefur lögreglan þurft að taka með minna fjármagni og umtalsvert færri lögreglumönnum sem aftur hefur stóraukið það álag, sem áður var umtalsvert, á þá lögreglumenn sem enn eru við störf. Íslensk lögregla er ekki komin að „þolmörk- um“! Íslensk lögregla er komin langt undir það sem hægt er að kalla „þolmörk“! Það vill hins- vegar svo vel til að íslensk lögregla hefur yfir að ráða afar vönduðu starfsfólki sem sinnir starfi sínu í hvívetna afar vel. Starfsfólki sem, því mið- ur, þarf að ganga á frítíma sinn og fjölskyldu sinnar til að sinna auknum störfum sínum í þágu lands og þjóðar, vegna þess ástands sem nú ríkir í löggæslumálum þjóðarinnar! Ofan í allt það sem að ofan greinir hanga yfir lögreglumönnum sífelldar skipulagsbreytingar sem ætlað er að auka, efla og styrkja löggæslu á Íslandi. Skipulagsbreytingar án raunverulegra innistæðna þar sem stjórnvöld hafa ekki haft dug í sér, líkt og áður hefur verið drepið á, til að skilgreina löggæsluþarfir þjóðarinnar. Allt ofangreint hefur orðið þess valdandi að á meðal lögreglumanna ríkir ákveðin breytinga- þreyta, -leiði og -reiði enda ekkert sem sýnir fram á þarfir til breytinga að einu eða neinu leyti annað en einhver vegferð sem hafin var með skýrslu- gerðum árin 2003 – 2005 og reyndar mætti í raun, í þessu sambandi, fara allt aftur til áranna 1994 – 1996. Þetta hljómar í raun í eyrum lögreglumanna eins og „breytum breytinganna vegna“. Þolmörk? Eftir Snorra Magnússon Snorri Magnússon Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Þolmörk » Íslensk lögregla er komin langt undir það sem hægt er að kalla „þolmörk“! Það vill hinsvegar svo vel til að íslensk lögregla hefur yfir að ráða afar vönduðu starfsfólki sem sinnir starfi sínu í hvívetna afar vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.