Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Fossvegur 2, Svf. Árborg, fnr. 227-3426, þingl. eig. Lilja Richardsdóttir,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 21. júní 2012 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
13. júní 2012,
Ólafur Helgi Kjartansson.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Karfavogur 27, 202-2670, Reykjavík, þingl. eig. Atli Már Helenuson,
gerðarbeiðendur Hilda hf og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 19. júní
2012 kl. 11:30.
Njörvasund 34, 202-0723, Reykjavík, þingl. eig. Sif Sigurðardóttir og
Rafn Rafnsson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjavíkur-
borg, þriðjudaginn 19. júní 2012 kl. 10:30.
Torfufell 34, 205-3139, Reykjavík, þingl. eig. Birna Dís Benediktsdóttir,
gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, þriðjudaginn 19. júní 2012 kl. 14:00.
Tunguvegur 98, 203-6309, Reykjavík, þingl. eig. Pétur Stefán
Kristjánsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg,Tollstjóri,Tunguvegur
84-100,húsfélag og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 19. júní
2012 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
13. júní 2012.
Félagsstarf eldri borgara
!"
# $ %
&
"#
' (&
& ) # * !%
+
, % !"
# $ -
.// % 00-12 00$ 02
3
10 ) /& "
4
" *
!" !
#
$ 5
#
06 #
% 4
#% $
#
%
$&# ' %
$
( ) $
% 4
26 #%
-6 #
#
*& '+, !
6 7
*& 8 9:
; !& # - '
<
7
3
=
$$
*" ,-(,. ,7
4 / >2 !
,7
6 #7 ,"
6 #%
/
& '
$0 !
&
;
!" * !"
#"/
0 & 1
# ? 0
@ )
$
0 #
%
/ 6 *
6
/
Jói
Jói í kjallaranum.
Jói heimiliskötturinn okkar.
Svo viðkvæmur.
Svo erfitt.
Erfitt að
Erfitt
Ég þekkti þig ekki,
Jóhann Þór
Guðmundsson
✝ Jóhann ÞórGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
11. febrúar 1961.
Hann lést á heimili
sínu, Fannarfelli 12
í Reykjavík, 16. maí
2012.
Jarðarför Jó-
hanns fór fram í
kyrrþey.
og þó þekkti ég þig.
Fallega brosið þitt,
hlýjuna í þér.
Brosið fyrir börnin mín,
og brosið fyrir mig.
Úti að skemmta sér.
Bíðið þið aðeins,
ég ætla aðeins að rugla
Það var Jói.
Leitaði
og fann ekki.
Alltaf til staðar
og þó í burtu.
Nú fórstu burtu
og ég vona
að þér líði vel núna,
því það áttu
svo margfaldlega skilið.
Takk fyrir allt.
Drífa Leonsdóttir.
Tengdamóðir mín, Arnheiður
Halldórsdóttir var einstök kona.
Það var mér ljóst strax og mér
var tekið opnum örmum á heim-
ili hennar og Egils Karlssonar
þegar ég og Ágústa dóttir þeirra
vorum að stíga okkar fyrstu
skref í okkar sambúð er hófst í
kjallaranum að Jaðri á Eskifirði.
Allar götur síðan hef ég talið
það mitt forgangsverkefni að
kíkja í eldhúsið til Öddu og fá að
upplifa hennar jákvæðni, bjart-
sýni og jafnaðargeð sem maður
fann alltaf svo vel fyrir hjá
henni.
Adda var ekki mikið gefin fyr-
ir heimsins prjál, hennar
skemmtistaðir voru heimilið,
garðurinn og fjöllin kringum
Arnheiður
Halldórsdóttir
✝ ArnheiðurHalldórsdóttir
fæddist á Hlíð-
arenda, Eskifirði,
15. október 1926.
Hún lést á hjarta-
deild Landspítalans
við Hringbraut 31.
maí 2012.
Arnheiður var
jarðsungin frá
Eskifjarðarkirkju
11. júní 2012.
Eskifjörð þar sem
hún safnaði steinum
árum saman og átti
mikið og fallegt
steinasafn sem
margir hafa dáðst
að enda var ávallt
mikill gestagangur
á heimili Öddu þar
sem allir voru vel-
komnir.
Þær munu aldrei
líða mér úr minni
hinar frábæru móttökur sem ég
fékk hjá Öddu þegar ég kom
inná heimili hennar með konu
sem ég hafði kynnst eftir að
Ágústa hafði farist í hörmulegu
slysi árið 2002, slíkt viðmót er
ekki sjálfgefið en hjá Öddu var
það sjálfsagt.
Fjölskylda Öddu er samhent
og sterk, börnin og barnabörnin
hafa alltaf fundið fyrir því nota-
lega andrúmslofti sem ríkti á
heimili Öddu og því ávallt sótt í
að koma til hennar. Því miður
mun hennar ekki lengur njóta
við en minningin er falleg og
Öddu verður ávallt minnst með
hlýhug og virðingu allra þeirra
sem voru svo heppnir að fá að
kynnast henni.
Haukur Björnsson.
✝ Kolbrún Jak-obsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 8.
apríl 1938. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 24. maí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jakob
Björnsson bóndi og
síðar lög-
regluþjónn í
Reykjavík, fæddur
í Haga í Aðaldal 15. ágúst 1895,
d. 13. apríl 1969 og Eggþóra
Kristjánsdóttir fædd á Bolla-
stöðum í Hraungerðishreppi
þann 13. janúar 1893 og dáin
þann 5. desember 1964. Kolbrún
var yngst níu alsystkina og síð-
an ólu Jakob og Eggþóra einnig
upp tvö dótturbörn sín þannig
að systkinin voru 11 talsins.
Systkini Kolbrúnar eru Óðinn
Björn, f. 4. mars 1925, látinn,
Ásdís, f. 21. nóvember 1926,
11. júlí 1993. 2) Margrét, f. 1.
mars 1965, húsmóðir, maður
hennar er Gunnar Örn Ástþórs-
son bifreiðastjóri, f. 23. október
1964. Synir þeirra eru: Ástþór
Ísak, f. 30. júlí 1993, Andrés Ív-
ar, f. 21. júní 1996 og Arnar
Ingi, f. 17. júní 2000.
Kolbrún ólst upp í Reykjavík
og bjó þar allt sitt líf. Eftir að
skólagöngu lauk fór hún að
vinna hjá sælgætisgerðinni Vík-
ing og vann þar, þar til hún
eignaðist sitt fyrsta barn og
eitthvað líka eftir að barnið
fæddist þegar álagstímar voru í
páskaeggjagerð eða öðru. Ann-
ars var hún heima að hugsa um
börn og bú, þar sem Mikkjal var
mikið í burtu vegna sjómennsk-
unnar. Þegar dæturnar urðu
eldri fór Kolbrún svo aftur út á
vinnumarkaðinn og vann um
nokkurra ára skeið hjá Póst &
síma og síðar hjá leik- og grunn-
skólum Reykjavíkurborgar.
Kolbrún hætti að vinna og fór á
eftirlaun við 67 ára aldurinn og
þegar Mikkjal var einnig búinn
að ná þeim aldri fóru þau að
dvelja meira í Færeyjum.
Útför Kolbrúnar hefur farið
fram í kyrrþey.
Auður, f. 14. febr-
úar 1928 látin,
Hulda, f. 5. júní
1929, Þór, f. 2. júní
1930, látinn,
Freyja, f. 5. desem-
ber 1932, Iðunn, f.
11. júní 1934, látin,
Njörður, f. 28. júlí
1935, látinn, Að-
alsteinn, f. 30. des-
ember 1944 og
Þóra Guðrún, f. 11.
maí 1948.
Kolbrún giftist 2. júní 1963
Mikkjali Andreasi Davidsen sjó-
manni frá Kvívík í Færeyjum, f.
4. desember 1941. Dætur Kol-
brúnar og Mikkjals eru 1) Ásdís
Þóra, f. 23. janúar 1963, fulltrúi
hjá Þjóðskrá Íslands, maður
hennar er Þór Agnarsson prent-
ari, f. 16. ágúst 1960. Börn
þeirra eru: Mikkjal Agnar, f. 18.
maí 1982, Kolbrún Freyja, f. 12.
febrúar 1987 og Þóra Laufey, f.
Elsku mamma mín, nú ert þú
farin frá okkur. Ég get ekki lýst
því hvernig mér líður, það er eins
og ég sé með farg á öxlunum og
kökk í hjartanu og tilhugsunin
um að geta aldrei sagt mamma
aftur og heyrt þig svara mér er
ólýsanleg. Þú hefur alltaf verið
kletturinn í mínu lífi, stutt mig í
einu og öllu sem ég hef tekið mér
fyrir hendur og hjálpað mér, já
þú og pabbi.
Eins og þegar frumburðurinn
minn kom í heiminn þá varst þú
að sjálfsögðu með mér og tókst á
móti honum. Það var stolt amma
sem sat við rúmið mitt með
prinsinn sinn í fanginu þessa
nótt. Já , elsku mamma mín, það
er stórt skarð höggvið í fjöl-
skylduna við fráhvarf þitt. Við
brölluðum svo margt skemmti-
legt saman, fórum svo oft í sum-
arbústað, bæði bústaðinn ykkar
á Þingvöllum og í Færeyjum og
þá krakkarnir mínir oftast með,
þau elskuðu öll að vera hjá
ömmu og afa. Föstudagskvöld í
Kópavoginum, þá koma amma
og afi, er það ekki, ef klukkan
var orðin níu og þið pabbi ekki
komin þá brást það ekki að eitt-
hvert af börnunum mínum kom
og sagði „Mamma, hvar eru
amma og afi, eru þau ekki á leið-
inni?“ Þá hló ég og sagði við þau
„ég veit það ekki, hringdu bara í
þau“, en þá komuð þið yfirleitt
keyrandi inn á planið.
Að missa bæði þig og Freyju
ömmu í sömu vikunni er stór biti
fyrir okkur.
Já, elsku mamma mín, það er
mikill söknuður hjá öllum barna-
börnunum þínum sex sem alltaf
gátu leitað til ömmu með allt og
fyrir pabba. Þið pabbi voruð svo
náin og gerðuð allt saman, ég
lofa að hugsa vel um pabba. Og
við Þór erum ekki bara að missa
móður og tengdamóður heldur
líka einn besta vin sem nokkur
getur átt. Ég veit að nú líður þér
betur, laus undan öllum þrautum
og komin á betri stað og ég er
viss um að fjölskyldan og vinir
hafa tekið vel á móti þér.
Að lokum vil ég þakka starfs-
fólki líknardeildarinnar í Kópa-
vogi fyrir góða umönnun og hlý-
hug í okkar garð.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa.)
Hvíl í friði, elsku mamma mín.
Ásdís Þóra.
Yndislega amma mín og nafna
er nú fallin frá eftir erfiða bar-
áttu í veikindum sínum. Seinustu
dagar hafa verið okkur fjölskyld-
unni erfiðir því að missa báðar
ömmur sínar á einni viku er frek-
ar stór biti að kyngja. Amma, þú
varst svo yndisleg og ljúf og allt-
af tilbúin að gera allt fyrir mann.
Það verður skrýtið að eiga allt í
einu enga ömmu á lífi. Núna sit
ég og hugsa um allt það sem við
gerðum saman í gegnum tíðina.
Allar ferðirnar til Færeyja, þá
fyrstu þegar ég var 7 ára, þá fór
ég með þér og afa og við vorum
þrjú saman allt sumarið. Ég man
að ég grét nú pínu fyrst þegar
við vorum að leggja af stað en
mig minnir að ég hafi nú verið
búin að gleyma því þegar við
komum út á horn. Af sögunum
frá mömmu og pabba að dæma
þá munaði nú ekki miklu að ég
hefði gert útaf við ykkur, þig og
afa, annan eins villing höfðu
Færeyingar ekki séð held ég. En
það skipti ekki máli hvað ég
gerði af mér, alltaf tókst þú minn
málstað og stóðst með mér ef þér
fannst halla á mig. Það var ómet-
anlegt að hafa þig og afa alltaf í
næsta húsi á meðan ég var að
alast upp. Ég gat labbað til ykk-
ar þegar ég vildi og ég fékk að
gista þegar ég vildi. Ég man allt-
af eftir því eitt sumarið þegar þið
fóruð til Færeyja, þá rölti ég yfir
á hverjum einasta degi og dingl-
aði bjöllunni til að athuga hvort
þið væruð komin heim, þó
mamma væri búin að segja mér
að þið kæmuð ekki strax. Ég
man líka hvað ég var glöð daginn
sem ég rölti yfir og dinglaði og
þú svaraðir, þið voruð loksins
komin heim. Alla tíð þá hafið þið
afi verið í miklu uppáhaldi hjá
mér og ég vildi helst alltaf vera
hjá ykkur.
Já, það eru margar góðar
minningar sem við eigum, amma
mín, sem ég get verið þakklát
fyrir. En nú er komið að kveðju-
stund, elsku amma, þín verður
sko sárt saknað. Um leið og ég
kveð þig með sorg í hjarta þá
veit ég líka að núna líður þér bet-
ur. Þú þarft ekki að hafa áhyggj-
ur af afa, ég passa hann alveg
eins og ég lofaði þér. Við sjáumst
seinna, amma mín.
Kolbrún Freyja.
Elsku amma.
Þú varst jákvæðasta og ynd-
islegasta kona sem ég hef
kynnst. Ég er svo heppin að hafa
átt þig fyrir ömmu, fáar komast
með tærnar þar sem þú hafðir
hælana. Margar af mínum bestu
minningum innihalda þig. Þú
komst mér alltaf til að hlæja og
þá sérstaklega þegar orð þín
voru svo full af einlægni. Þú hef-
ur gengið í gegnum margt síð-
ustu árin, elsku amma mín, en nú
er lífi þínu á þessari jörð lokið.
Ég veit að þú munt halda áfram
að fylgjast með okkur. Ég vildi
að ég hafði verið duglegri að
heimsækja þig síðustu vikuna, en
það var mér ofviða að snúa aftur
eftir að Freyja amma lést, viku á
undan þér. Nú fylgist þið báðar
með okkur. Ég held fast í þær
minningar sem við eigum saman.
Ég elska þig, amma mín, og mun
alltaf gera.
Hún með sinni ömmu átti
ótal margar gleðistund.
Góðvildin og gæska hennar
geislum stráði í barnsins lund.
Og að leysa lífsins gátur
lærðist oft við þeirra fund.
(Helga Erlendsdóttir)
Þóra Laufey Þórsdóttir
Davidsen.
Kolbrún
Jakobsdóttir
Við vestanverðan Ólafsfjörð
stendur lítil byggð sem heitir
Kleifar. Þar er ekki lengur föst
búseta – en á páskum og á sumrin
fyllast húsin lífi er fólkið sem á
rætur sínar hér kemur til að njóta
dvalar í heimabyggðinni, dytta að
húsum, róa til fiskjar og gleðjast
með ættingjum og vinum.
Í fámennu samfélagi Kleifa-
fólksins er samheldnin mikil og
sárari harmurinn með hverjum
þeim sem hverfur úr hópnum.
Sigurjón Árdal Antonsson
fæddist á Ytri Gunnólfsá á Kleif-
um 23. október 1939. Foreldrar
hans, Guðrún Anna Sigurjóns-
dóttir og Anton Baldvin Björns-
son eignuðust 10 börn og eru nú
þrjú þeirra látin.
Jónsi á Ytri-á er fyrstur til að
kveðja, úr hópi 4 fermingarsystk-
ina frá Kleifum sem öll fæddust í
október og nóvember 1939.
Hann hneigðist snemma til sjó-
mennsku, líkt og aðrir ungir
menn í Ólafsfirði; var háseti á tog-
veiði og síldarskipum, m.a. með
þeim kunna aflaskipstjóra Egg-
erti Gíslasyni. Árið 1972 lét Jónsi
svo smíða fyrir sig 8 tonna trébát,
Þverfell, og stundaði sjó á þeim
Sigurjón Árdal
Antonsson
✝ Sigurjón ÁrdalAntonsson
fæddist á Ytri-á,
Kleifum í Ólafsfirði
23. október 1939.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 4. júní
2012.
Útför Sigurjóns
fór fram frá Bú-
staðakirkju 11. júní
2012.
báti til ársins 1989,
er hann sökk í róðri
á Faxaflóa.
Við kveðjum
Jónsa með ljóðinu
Eintal eftir Jón
Árnason á Syðri-
Gunnólfsá;
Þar sem ymja öldufalla
ærslaleikir dag og nótt
hef ég lifað ævi alla
afl og líf í djúpið sótt.
Reynt að standa á verði virkum
vinnu til ei sparað afl,
höndum tekið stýrið – styrkum
stór þótt risi brimsins skafl.
Ég hef séð úr sævi rísa
sól á vori, mána um haust.
Stjörnur himins veg mér vísa
vastir breiðar, endalaust.
Bylgjur hafs við bláa sanda
blika og leika undurþýtt,
brimsog yfir byltast granda,
björg og hleinar – þungt og strítt.
Út um heiminn oft nam líða
ævintýr við glys og víf.
Munablíðum – milli stríða
mælt var – stundum skammvinnt líf.
En þótt víða leið mín legið
löngum hafi um sollinn ver
þú hefur land mitt laðað, dregið,
loks var snúið stafni að þér.
Líður senn að lífsins kveldi,
langt er siglt og komið haust,
og í sólar síðsta eldi
sett er skipið upp í naust.
Nú eru seglin björtu bundin,
brugðið stýri hjörum frá,
bíð ég einn við ystu sundin
eftir fari - og nýjum sjá.
Katrín og Ingi Viðar
frá Syðri-Á.