Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er í
dag en tilgangurinn með honum er
að vekja athygli á blóðgjöfum og
hve nauðsynlegar þær eru fyrir
samfélagið.
Á Íslandi verður dagurinn hald-
inn hátíðlegur fyrir utan Blóðbank-
ann, Snorrabraut 60, í Reykjavík.
Þar verður boðið uppá grillaðar
pylsur og þeir sem gefa blóð þenn-
an dag fá rauða rós frá Blóma-
bændum. Síðdegis verður haldin
skemmtun og grillveisla og mun
Ingó í Veðurguðunum m.a. spila og
syngja klukkan 17.
Í Blóðbankanum á Akureyri fá
blóðgjafar rauða rós í tilefni dags-
ins og gott með kaffinu. Þar verður
opið til kl. 14.
Alþjóðlegur
blóðgjafadagur
Önnur fimmtudagsganga sumars-
ins á Þingvöllum verður í kvöld.
Þar mun Ragnar Arnalds rithöf-
undur ræða um Stóradóm og upp-
haf drekkinga á Þingvöllum.
Ragnar segir frá tildrögum þess
að fyrstu konunni var drekkt í
Drekkingarhyl. Hún hét Þórdís en
mál hennar olli hörðum átökum
æðstu valdamanna.
Gönguferðin hefst við Valhallar-
reitinn klukkan 20 og tekur um 2
stundir.
Sögustund við
Drekkingarhyl
Árlega er haldið
upp á sameigin-
legan dag villtra
blóma á Norð-
urlöndunum. Í
tilefni af því
standa samtökin
Flóruvinir fyrir
plöntuskoð-
unarferðum víða
um land sunnu-
daginn 17. júní.
Í Reykjavík býður Grasagarður-
inn upp á kvöldgöngu um Laug-
arnesfjöru klukkan 20. Gengið
verður um ósnortna fjöruna á
Laugarnestanga en þar er gróð-
urfar fjölbreytt.
Plöntur verða greindar til teg-
unda, fjallað um gróður svæðisins
og starfsemi Flóruvina kynnt.
Dagur villtra blóma
á sunnudaginn
Holtasóley.
STUTT
Árlegt kvennahlaup ÍSÍ fer fram á
laugardag.
Um er að ræða einn stærsta
íþróttaviðburð ársins en hlaupið
verður á 80 stöðum hérlendis og á 20
stöðum erlendis. Undanfarin ár hafa
þátttakendur verið í kringum 15
þúsund.
Safna brjóstahöldum
Konur sem taka þátt í Kvenna-
hlaupinu eru hvattar til þess að taka
með sér gömul brjóstahöld í hlaupið
en sérstakir móttökugámar fyrir
fatnaðinn verða við öll rásmörk
hlaupsins.
Reynsla Rauða krossins er sú að
brjóstahöld og önnur nærföt skila
sér sjaldan í hefðbundnum fatasöfn-
unum en mikil eftirspurn er eftir
slíkum fatnaði víða um heim.
Upplýsingar um hlaupastaði,
tímasetningar og vegalengdir er að
finna á vef Sjóvár, www.sjova.is.
Þátttökugjaldið er 1.250 kr. en
innifalið í því er bolur, sem er rauður
í ár, og verðlaunapeningur þegar
komið er í mark.
Morgunblaðið/Eggert
Hitað upp Þátttakendur hita upp fyrir kvennahlaup ÍSÍ.
Árlegt kvennahlaup
ÍSÍ á laugardag
Heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík í
apríl og maí varð 1.877 frjó/m3 sem
er vel yfir meðallagi (661 frjó/m3).
Asparfrjó voru í loftinu frá 21. apríl
fram í miðjan maí. Þau urðu tæplega
500 og hafa aðeins einu sinni verið
fleiri en það var í fyrra þegar 551
frjó/m3 mældist. Þetta kemur fram í
samantekt Náttúrufræðistofnunar
Íslands.
Birkitíminn í Reykjavík hefur
staðið yfir í tvær vikur eða frá 22.
maí. Heildarfjöldi birkifrjóa er orð-
inn 1.400 frjó/m3 sem er vel yfir
meðallagi (640 frjó/m3). Frjótalan
hefur sex sinnum farið yfir 100 það
sem af er birkitímanum.
Örfá grasfrjó mældust í Reykjavík
í maí, en frá 2. júní hafa þau mælst
hvern dag. Súrufrjó eru líka farin að
mælast. Í báðum hópum, þ.e. meðal
tegunda af grasætt og af súruætt-
kvísl, er að finna tegundir sem valda
ofnæmi.
Einnig bar töluvert á frjókornum
af víðiættkvísl og greni í maímánuði
í ár en hvor tveggja valda ofnæmi.
Frjókornafjöldi yfir
meðaltali í borginni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ofnæmi Asparfrjó hafa stundum
verið áberandi í miðborginni.