Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Botnleðja hefur legið í
dvala í ein sjö ár, aðdáendum sínum
til ónota en snýr nú loks aftur og
heldur tónleika á Gamla Gauknum á
föstudaginn, 15. júní, kl. 23 og á
laugardaginn, 16. júní, kl. 21. Hljóm-
sveitina skipa þeir Heiðar Örn
Kristjánsson, Ragnar Páll Steinsson
og Haraldur Freyr Gíslason en þeir
Heiðar og Haraldur eru einnig í
hljómsveitinni Pollapönk sem glatt
hefur börn og foreldra í ein sex ár
með hressilegum slögurum, líflegri
sviðsframkomu og skemmtilegum
skífum.
Neistinn kviknaði á XMAS 2011
Blaðamaður ræddi við Heiðar í
gær og spurði hann hver ástæðan
væri fyrir endurkomu Botnleðju.
„Við vorum beðnir að spila á styrkt-
artónleikum í fyrra fyrir Hermann
Fannar Valgarðsson sem lést fyrir
aldur fram, mikill vinur okkar og
þáðum það. Þá kviknaði bara á ein-
hverjum neista og menn fóru að
hugsa þetta aðeins lengra,“ segir
Heiðar. Tónleikarnir báru yfirskrift-
ina XMAS 2011 og rann allur ágóði
af miðasölu í sjóð sem stofnaður var
í minningu Hermanns.
-Þið höfðuð þá ekki æft í mörg ár?
„Ekki neitt, ekki nokkurn skap-
aðan hlut,“ svarar Heiðar. Þeir Har-
aldur hafi þó „pollast“ heilmikið með
Pollapönki, haldið sér þannig við.
-Aðdáendur ykkar hafa greinilega
beðið eftir þessu, það seldist hratt
upp á tónleikana á laugardagskvöld-
inu og aukatónleikum var í snarhasti
bætt við.
„Já, ég hef alveg fundið fyrir
áhuga og pressu síðastliðin ár, við
verið beðnir um að spila og svona en
við höfum alltaf sagt hart nei við því
öllu saman.“
Spurður að því hvort hljómsveitin
muni flytja einhver ný lög á tónleik-
unum segir Heiðar svo ekki vera.
„Þetta verður bara „best of“, við för-
um yfir plöturnar okkar fimm og
tökum bestu lögin af þeim öllum,“
segir Heiðar. Þeir Haraldur og
Ragnar séu búnir að æfa stíft fyrir
tónleikana. „Við erum ekkert að
djóka með þetta, það á að gera þetta
eins vel og hægt er.“
-En er á áætlun hjá ykkur að
semja lög eða taka upp plötu?
„Nei, það hefur ekkert verið rætt
og ekkert verið ákveðið,“ segir Heið-
ar. Þó sé ekki hægt að útiloka neitt.
Mynddiskur með Pollapönki?
-Hvað er að frétta af Pollapönki?
„Það er mestmegnis mikið spilerí
en við ætlum að halda áfram, gera
eitthvað skemmtilegt en það er ekk-
ert búið að negla það niður. Þetta er
svona að skýrast, hvert verður
næsta skref hjá Pollapönki. Það
verður eitthvað stórskemmtilegt.“
-Kannski platan Enn og aftur meira
Pollapönk?
„Já, eða hugsanlega mynddiskur.
Menn eru að viðra ýmsar hugmynd-
ir.“
-Hvers konar mynddiskur?
„Bara svona músík, ég veit það
ekki,“ segir Heiðar leyndardóms-
fullur að lokum.
„Við erum ekkert að
djóka með þetta“
Hljómsveitin Botnleðja heldur tónleika eftir áralangt hlé
Morgunblaðið/Ásdís
Hressir Botnleðja árið 2000 þegar fjórða hljómplata hennar, Douglas
Dakota, kom út. Síðasta platan, Iceland National Park, kom út árið 2003.
Söngleikurinn Company verður
sýndur í Háskólabíói í kvöld kl. 20.
Company er eftir Stephen Sond-
heim og hefur unnið til bandarísku
leiklistarverðlaunanna Tony. Með
aðalhlutverk fara þekktir leikarar
úr bandarískum sjónvarpsþáttum:
Neil Patrick Harris úr gamanþátt-
unum How I Meet Your Mother,
Christina Hendricks úr Mad Men,
Jon Cryer úr Two And A Half Men,
Patti LuPone úr 30 Rock, Martha
Plimpton úr The Good Wife og
Stephen Colbert, stjarna grín-
fréttaþátta á Comedy Central sem
heita eftir honum.
Í Company segir af Robert,
piparsveini sem vill ekki skuld-
binda sig, fimm vinahjónum hans
og þremur kærustum. Söngleik-
urinn er framleiddur af New York
fílharmóníunni og fluttur í Avery
Fisher Hall í New York. Hann var
fyrst settur á svið á Broadway árið
1970. Hann verður sýndur í þetta
eina skipti í Háskólabíói.
Söngleikurinn
Company sýndur
í Háskólabíói
Sjónvarpsstjarna Neil Patrick Harris.
AFP
www.falkinn.is
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fös 15/6 kl. 19:30 Mið 20/6 kl. 19:30 AUKASÝN. Fös 22/6 kl. 19:30
Lau 16/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 23. júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Lau 16/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní.
Afmælisveislan (Kassinn)
Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30
Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu.
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Fim 14/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30
Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012
Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins
(Kassinn)
Fös 22/6 kl. 19:30
Aeðins þessi eina sýning!
Vesalingarnir HHHHH og 9 grímutilnefningar
- SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Örfá sæti laus
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » 528 5050
Tónleikakynning í dag fim. 14.06. kl. 18.30 í Eldborg
Árni Heimir Ingólfsson kynnir verkin á
tónleikum kvöldsins í tali og tónum.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Stjórnandi: Ilan Volkov
Einsöngvari: Christine Schäfer
Jón Nordal: Adagio
Alban Berg: Altenberg-Lieder
W.A. Mozart: Non mi dir, úr Don Giovanni og
Misera, dove son, K. 369
Franz Schubert: Ófullgerða sinfónían
Mozart og Schäfer Í kvöld fim. 14.06. kl. 19:30
Forsala á alla viðburði í Eymundsson
Græni Hatturinn Akureyri
sími 461 4646 / 864 5758
Fimmtudagur 14.júní
Cheek Mountain Thief
Tónleikar kl. 21:00
Föstudagur 15.júní
Langi Seli og Skuggarnir
Tónleikar kl. 22:00
Laugardagur 16.júní
Helgi og Hljóðfæraleikararnir
Tónleikar kl. 23:00