Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Sigyn Jónsdóttir
sigyn@mbl.is
Tónlistarkonan Kristín Björk
Kristjánsdóttir, betur þekkt sem
Kira Kira, gaf á dögunum út breið-
skífuna Feathermagnetik. „Þegar
þessi plata fór að krauma með mér
var mjög skýrt fyrir mér hvað ég
vildi heyra,“ segir Kristín um tilurð
plötunnar. „Það fyrsta sem kom til
mín var að mig langaði til að gera
tónlist sem væri hlaðin sprengi-
krafti og brothætt um leið, odd-
hvöss og hugrökk en líka mjög fín-
gerð,“ útskýrir hún en tónlistin á
Feathermagnetik er einmitt fín-
gerð og kraftmikil í senn.
Sólskini böðuð fjöður
Á plötunni má finna lagið
„Fjaðurmagnea“ sem kemst
kannski næst því að vera titillag
hennar. Aðspurð segir Kristín ekki
hafa skapað ákveðna persónu með
þessu nafni en útilokar ekkert í
þeim efnum. „Kannski er ég Fjað-
urmagnea, kannski er Gyða Valtýs-
dóttir Fjaðurmagnea,“ segir Krist-
ín og á þá við sellóleikarann Gyðu
Valtýsdóttur sem spilar á plötunni.
„Hún er mjög fjaðurmögnuð,“
útskýrir Kristín. „Þegar ég hafði
samband við hana til að spila á
selló í laginu „Fjaðurmagnea“
hlustaði hún á það sem komið var
og sagði: „Þetta er mjög fallegt,
það eina sem vantar er pínulítill
sólargeisli sem skín í gegnum fjöð-
ur. Það ætla ég að gera.“ Það var
nákvæmlega það sem hún gerði,“
segir Kristín og lofar sellóleik
Gyðu. „Annars er verk Elínar
Hansdóttur sem prýðir plötu-
umslagið einn stóri innblásturinn
að titli plötunnar.“
Hyggur ekki á dúndurbíltúr
Kira Kira hyggst fylgja Feather-
magnetik eftir með tónleika-
ferðalagi með stuttum pásum. „Ég
fór í ansi brattar tónleikaferðir í
kjölfar síðustu plötu minnar. Svo
langaði mig að komast út úr því
tempói, staldra aðeins við og hætta
flækingnum. Þá fór Feathermagne-
tik að verða til,“ segir hún og bætir
við að það eigi ekki vel við sig að
fara í langar tónleikaferðir. „Ég
hef prófað að spila á 30 tónleikum í
röð og slíkt passar mér ekkert sér-
staklega vel. Núna ætla ég að
kynna plötuna með hoppum hingað
og þangað. Þetta eru mörg víðfeðm
og fjaðurmögnuð ferðalög frekar
en einn dúndurbíltúr,“ segir Krist-
ín en framundan eru til dæmis tón-
leikar í New York og Belgíu. „Ef
maður hefur kost á því að gera
þetta í styttri skreppitúrum þá
finnst mér það koma út í fallegri
tónlist og því að maður hefur meira
að gefa. “
„Sólargeisli sem skín
í gegnum fjöður“
Kira Kira gefur út breiðskífuna Feathermagnetik
Ljósmynd/Antje Taiga Jandrig
Skýrt „Þegar þessi plata fór að krauma með mér var mjög skýrt fyrir mér
hvað ég vildi heyra,“ segir Kira Kira, um breiðskífuna Feathermagnetik.
Hreyfing Umslag Feathermagnetik.
kirakira.is
Það er ánægjulegt þegar nýirrithöfundar stíga fram ogjafn fullmótaðir og SólveigPálsdóttir er í þessari
glæpasögu.
Í Leikaranum snýst sögurásin um
dauðsfall eins ástsælasta leikara
þjóðarinnar. Hann hnígur niður þeg-
ar verið er að taka upp lokaatriði
kvikmyndar og tökuliðið í kringum
hann getur ekkert að gert. Í ljós
kemur að andlát
leikarans ber
ekki að með eðli-
legum hætti. Þá
hefst spennandi
atburðarás þar
sem grafið er upp
ýmislegt um fjöl-
skyldulíf leik-
arans sem virðist
tengjast andláti
hans. Alda, ung kona sem sér um
leikmunina í myndinni, er ein aðal-
persóna sögunnar enda eitt lykil-
vitna. Alda er mjög heillandi per-
sóna, sterk og raunsæ. Hún fær
lesandann strax með sér í lið eins og
lögreglumennina Guðgeir og Andr-
és. Tvær hefðbundnar íslenskar
löggur sem gaman væri að frétta
meira af síðar.
Persónusköpun Sólveigar er ein-
staklega góð, persónurnar, stórar
sem smáar, eru sannfærandi og
gætu allar búið meðal okkar í sam-
félaginu. Sólveig skrifar líka mjög
góðan texta sem rennur auðveldlega
ofan í lesandann.
Sögufléttan er vel úthugsuð og
ágætlega fersk af svona formúlu-
glæpasögubókmenntum að vera.
Tvennt skaut þó skökku við að mín-
um dómi: óljós heimsókn lögreglu-
manns til spákonu sem hefur þó
mikla þýðingu í þræðinum og hvern-
ig úrlausn fléttunnar var sett fram.
Það stakk svolítið í stúf miðað við
það sem á undan kom og lyktaði af
því að höfundur hafi átt erfitt með að
ljúka sögunni. En hvað sem því líður
er Leikarinn vel gerð glæpasaga
sem hélt mér spenntri alla leið til
loka.
Það er gaman að fá nýjan og
ferskan höfund inn í íslensku glæpa-
sagnakreðsuna og það ætti enginn
að verða svikinn af því að lesa þetta
fyrsta verk Sólveigar Pálsdóttur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Frumraun Glæpasagan Leikarinn
er fyrsta skáldsaga Sólveigar.
Lipur lesning
Skáldsaga
Leikarinn bbbnn
Eftir Sólveigu Pálsdóttur.
Forlagið 2012.
INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
BÆKUR
ÚRVAL FATNAÐAR OG GJAFAVÖRU
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-15
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE
EMPIRE
SPRENGHLÆGILEGMYND.
„Scott ... tekst að skapa rafmagnaða
stemningu í Prometheus“
-V.J.V., Svarthofdi.is
- Roger Ebert
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND
MILEY CYRUS DEMI MOORE
EGILSHÖLL
12
12
12
12
10
12
10
16
16
16
16
VIP
12
12
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
ÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 3:30 - 4 3D
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 4 - 6 2D
PROMETHEUS KL. 5:30 - 8 - 10:30 3D
PROMETHEUS KL. 10 2D
MADAGASCAR3 ENSTAL KL. 6 - 8 2D
SNOWWHITE KL. 8 - 10:40 2D
UNDRALAND IBBA ÍSLTALKL. 3:30 2D
THEAVENGERS KL. 5:20 3D
THERAVEN KL. 8 - 10:20 3D
12
L
L
L
AKUREYRI
16
16
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 6 3D
MADAGASCAR3 ENSTAL ÓTEXTUÐ KL. 8 3D
RAVEN KL. 10 2D
UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10 2D
12
16
16
KEFLAVÍK
LMADAGASCAR3 ENSTAL ÓTEXTUÐ KL. 8 3D
PROMETHEUS KL. 10 2D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10 2D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D
MADAGASCAR3 ÓTEXTUÐM/ENSKU.TALIKL. 8 - 10:103D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D
MADAGASCAR3M/ENSKU.TALIKL. 4 - 8 2D
SNOWWHITE KL. 8 - 10:10 2D
SNOWWHITE LUXUSVIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D
LOL KL. 3:40 - 5:50 - 8 2D
THERAVEN KL. 10:40 2D
THEDICTATOR KL. 6 - 8 - 10:10 2D
THEAVENGERS KL. 10:10 2D
UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 3:30 2D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 - 8 3D
MADAGASCAR3 ÓTXTM/ENSKU.TALIKL. 8 - 10:10 3D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
LOL KL. 10:10 2D
THE LUCKYONE KL. 5:50 - 8 2D
DARKSHADOWS KL. 10:10 2D
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á