Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Þýska sópransöngkonan Christine
Schäfer kemur fram undir stjórn
Ilans Volkovs á lokatónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands á þessu
starfsári í Eldborg í kvöld kl. 19:30.
Á efnisskránni verða aríur eftir
W.A. Mozart auk þess sem Schäfer
mun flytja lagaflokk Albans Bergs
við ljóð eftir Peter Altenberg sem
aldrei áður hefur hljómað hér á
landi.
Ferill Christine Schäfer spannar
um tvo áratugi, en hún nam á sín-
um tíma söng hjá m.a. Dietrich
Fischer-Dieskau. Hún hefur sungið
í öllum helstu óperuhúsum heims,
m.a. sungið öll stóru Mozarthlut-
verkin á Salzburgar-hátíðinni, söng
nýverið hlutverk Sophie í Rosenka-
valier í Metropolitan-óperunni þar
sem hún þurfti að verjast ágengni
Kristins Sigmundssonar í hlutverki
Ochs baróns, hlutverk Víólettu í La
Traviata við Garnier-óperuna í Par-
ís og Konstönsu í Brottnáminu úr
kvennabúrinu við Berlínaróperuna.
Schäfer hlaut Gramophone-
verðlaunin fyrir hljómdisk sinn með
sönglögum Schumanns, en meðal
nýjustu diska hennar eru aríur
Bachs fyrir Deutsche Grammop-
hon, þar sem hún kemur fram
ásamt fiðluleikaranum Hilary
Hahn.
Á tónleikunum í kvöld hljóma
jafnframt tvö hljómsveitarverk.
Annars vegar Adagio eftir Jón
Nordal, sem frumflutt var á Sinfón-
íutónleikum árið 1966 og verið hef-
ur í uppáhaldi hjá aðalstjórnanda
Sinfóníuhljómsveitarinnar sem ósk-
aði sérstaklega eftir því fá að
stjórna því á fyrsta ári sínu við
stjórnvölinn. Hins vegar Ófullgerða
sinfónía Franz Schuberts sem ekki
var frumflutt fyrr en árið 1865,
heilum 37 árum eftir að tónskáldið
féll frá.
Schäfer
syngur
Mozart
Ilan Volkov
stjórnar í kvöld
Reynd Christine Schäfer sópran.
Rokkkarlakórinn Stormsveitin
heldur tónleika í Hlégarði á
laugardag. Stormsveitina
skipa fjórradda karlakór og
fimm manna rokkhljómsveit,
en stofnandi hennar, Sigurður
Hansson, smalaði saman í
sveitina í október sl. og fyrstu
tónleikar sveitarinnar voru á
þorrablóti Aftureldingar. Á
dagskrá tónleikanna eru hefð-
bundin karlakórslög í rokk-
útsetningum ásamt lögum frá Metallica, Queen,
U2 og fleirum.
Gestasöngvari á tónleikunum verður Birgir
Haraldsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Tónlist
Rokkkarlakórinn
Stormsveitin
Sigurður Hansson
stormsveitarbóndi.
Rakel Steinarsdóttir
myndlistarmaður sýnir mynd-
röð í sjö hlutum í Fjöruhúsinu
á Hellnum í júnímánuði.
Grunnþema myndraðarinnar
er uppruni og örlög ólíkra gler-
glasa, eins og því er lýst í til-
kynningu. Verkið nefnir hún
Meðhöndlist af gætni og er það
unnið með blandaðri tækni þar
sem texti og mynd kallast á.
Rakel stundaði framhalds-
nám í myndlist við Ecolé supérieure des arts dé-
coratifs de Strasbourg í Frakklandi og lauk síðar
meistaranámi frá Edinburgh College of Art í
Skotlandi. Sýningin stendur út júní.
Myndlist
Uppruni og örlög
ólíkra glerglasa
Rakel
Steinarsdóttir
Sýningar hófust í gær í Bíó
Paradís á frönsku kvikmynd-
inni Un amour de jeunesse eft-
ir Miu Hansen-Löve sem á vef-
síðu kvikmyndahússins er sögð
einn áhugaverðasti leikstjóri
Frakka af yngri kynslóðinni.
Myndin er frá árinu 2011 og
segir í henni af Camillu, ákveð-
inni og alvörugefinni 15 ára
stúlku sem er ástfangin af sér
eldri dreng, Sullivan. Hann
heldur til S-Ameríku og er Camilla eyðilögð yfir
því. Sullivan snýr síðan aftur átta árum síðar. Í
aðalhlutverkum eru Lola Créton, Sebastian
Urzendowsky og Magne-Håvard Brekke.
Kvikmyndir
Ástarsorg í
Bíó Paradís
Leikkonan
Lola Créton
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Á sunnudag hefst í Hörpu tónlist-
arhátíðin Reykjavík Midsummer
Music, sem haldin er í fyrsta sinn.
Listrænn stjórnandi hátíðarinnar
er Víkingur Heiðar Ólafsson píanó-
leikari sem kemur fram ásamt
fjölda tónlistarmanna á fernum tón-
leikum hátíðarinnar frá 17. til 19.
júní.
Hátíðin hefst í Norðurljósasal 17.
júní kl. 20 með tónleikum þar sem
flutt verða verk eftir Maurice Ravel
og Jóhannes Brahms, 18. júní verða
tvennir tónleikar í Norðurljósasal,
annars vegar hádegistónleikar kl.
12.15 helgaðir verkum Jóns Nordal
og Þorkels Sigurbjörnssonar og
hins vegar kvöldtónleikar kl. 20 þar
sem flutt verða verk eftir Þórð
Magnússon, Olivier Messiaen og
Thomas Adés og loks verða tón-
leikar í Eldborgarsal 19. júní kl. 21
þar sem flutt verða verk eftir Ser-
gei Prokofiev, Daníel Bjarnason og
György Ligeti og Megas flytur eig-
in lög við undirleik Víkings Heiðars
og í útsetningum Þórðar sonar hans
fyrir strengjakvintett.
Á hátíðinni koma fram auk Vík-
ings og Megasar þau Ástríður Alda
Sigurðardóttir, Einar Jóhannesson,
Stefán Jón Bernharðsson, Sigrún
Eðvaldsdóttir, Ari Þór Vilhjálms-
son, Þórunn Ósk Marinósdóttir,
Bryndís Halla Gylfadóttir, Sig-
urgeir Agnarsson og Hávarður
Tryggvason.
Víkingur segir að sig hafi lengi
dreymt um að geta haldið tónlistar-
hátíð þar sem hann fengi að vera
listrænn stjórnandi og þegar hann
lék undir hjá Kristni Sigmundssyni
í Eldborgarsal Hörpu fyrir rétt
tæpu ári fannst honum sem loks
væri kominn staður til að halda
slíka hátíð. „Mér fannst ég þyrfti að
grípa þessa hugmynd áður en ein-
hver annar myndi gera það og þeg-
ar ég fékk styrk úr Styrktarsjóði
Samtaka um tónlistarhús (SUT) og
Ruthar Hermanns þá varð þetta að
veruleika,“ segir Víkingur, en af
orðum hans er ljóst að Reykjavík
Midsummer Music er nú haldin í
fyrsta sinn af mörgum, því hún á að
verða árleg.
Reykjavík Midsummer Music
snýst um kammertónlist þetta árið,
en Víkingur segir að það sé ekki
vísbending um að svo verði fram-
vegis. „Mér fannst kammertónlist
passa svo vel inn í Hörpu af því hún
nýtur sín svo vel í góðum hljómi, en
það segir samt ekki að kamm-
ertónlist verði líka í aðalhlutverki á
næstu hátíð. Við viljum hafa það
opið, viljum helst að allar hátíðirnar
verði ólíkar.“
Eitt verkanna sem flutt verða á
hátíðinni er frá nítjándu öld, en hin
öll frá þeirri tuttugustu og segja
má að þau spanni hana. Víkingur
segist hafa valið verkin með það í
huga að úr yrðu dínamískir tón-
leikar og litríkir, þar sem teflt væri
saman andstæðum sem hafi þó
sameiginlegan þráð.
Þó að Víkingur sé listrænn
stjórnandi hátíðarinnar leggur hann
áherslu á að allir leggi mikið af
mörkum og þá miklu meira en
hægt sé að lýsa í stuttu máli. Lista-
menn og aðstandendur hafi allir
farið alla leið með allt, þetta sé ekki
venjuleg hátíð heldur séu lista-
mennirnir allir með í hátíðinni, en
ekki bara í vinnunni. „Við höfum
líka skráð allt mjög vel, tekið viðtöl
við tónlistarmennina og skrásett
undirbúninginn og munum líka
skrásetja eftirleikinn,“ segir Vík-
ingur og bendir á vefsetrið reykja-
víkmidsummermusic.com, og Face-
book-síðuna facebook.com/-
ReykjavikMidsummerMusic.
Litrík tónlistarhátíð í Hörpu
Reykjavík Mid-
summer Music
haldin í Hörpu
Morgunblaðið/Kristinn
Litrík Víkingur Heiðar Ólafsson er listrænn stjórnandi Reykjavík Midsummer Music sem hefst í Hörpu á sunnudag.
Nú stendur yfir í
Ráðhúsi Reykja-
víkur sýning á
ljósmyndum
Helga Skúlason-
ar. Hann fór að
taka fuglamynd-
ir tíu ára gamall
og tók síðan
myndir á náms-
árunum, en
fékkst síðan ekki
við ljósmyndun að ráði fyrr en um
mitt ár 2009 að hann tók upp þráð-
inn að nýju. Hann hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum og unnið til verðlauna í
samkeppnum blaða og ljósmynd-
ara. Hann hefur lagt áherslu á það
sem hann kallar „öðruvísi fugla-
myndir“. Meginþema sýning-
arinnar er stemningar af Tjörninni
á myndum af fuglum og fólki.
Fuglar og
fólk
Ljósmyndarinn
Helgi Skúlason.
við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
og lauk píanókennara- og einleik-
araprófi árið 1993 frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og naut þar
leiðsagnar Jónasar Ingimund-
arsonar. Ingunn hefur sótt einka-
tíma og námskeið erlendis. Hún
kennir við Tónlistarskóla Kópa-
vogs, Tónlistarskólann í Reykja-
vík og Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar og tekur virkan þátt í
íslensku tónlistarlífi og hefur m.a.
leikið með Camerarctica, Sinfón-
íuhljómsveit áhugamanna, komið
fram í tónleikaröðinni 15:15 og
tekið þátt í tónleikum Kammer-
sveitar Reykjavíkur. Ingunn er
meðlimur í Notus-tríóinu og leik-
ur reglulega með Gretu Guðna-
dóttur fiðluleikara.
Stofutónleikaröð Gljúfrasteins
hófst í byrjun mánaðarins og
stendur út ágúst. Á næstu tón-
leikum, sem haldnir verða sunnu-
daginn 17. júní klukkan 16, flytja
Hanna Björk Guðjónsdóttir og
Ingunn H. Hauksdóttir sönglög í
djassútgáfu.
Hanna Björk útskrifaðist frá
Söngskólanum í Reykjavík vorið
1992, stundaði síðan framhalds-
nám í Lundúnum og var tvo vetur
í námi við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Hún hefur komið víða
fram sem einsöngvari, þó einkum
við kirkjulegar athafnir og sem
einsöngvari með kórum. Hún hef-
ur jafnframt verið fastameðlimur
í Kór Íslensku óperunnar.
Ingunn Hildur nam píanóleik
Djössuð sönglög á stofutónleikum
Hanna Björk Guðjónsdóttir og Ingunn H. Hauksdóttir koma fram á Gljúfrasteini
Stofutónleikar Hanna Björk Guðjónsdóttir og Ingunn H. Hauksdóttir.