Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur lokað á sköpunarhæfileika
þína um tíma svo nú verður ekki lengur við
unað. Notaðu tækifærið og miðlaðu öðrum af
þinni eigin reynslu sem getur komið þeim vel.
20. apríl - 20. maí
Naut Það verða hvörf í framvindu einkalífs-
ins. Tryggðu þér sæti í fremstu röð, þar sem
menn veita þér og þínum málum nægilega at-
hygli.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert á milli steins og sleggju.
Gættu þess bara að missa ekki sjónar á loka-
takmarkinu og láttu ekki aðfinnslur annarra
skemma fyrir þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert með hugann við allt of margt
og þarft að geta verið í næði til að koma jafn-
vægi á hlutina. Láttu ekki undir höfuð leggj-
ast að ljúka skylduverkum þínum áður en þú
lyftir þér upp.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er þung byrði að þurfa að gera alla
hluti kórrétt. Það sem kemur sér best fyrir
þig núna og veitir þér ánægju er góð hvíld.
Kúrðu og gerðu ekkert í kvöld.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er auðveldara að yfirvinna hindr-
anir í peningamálum ef maður fer ekki á
taugum. Reyndu að sýna þínum nánustu
skilning og stuðning.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhver vandkvæði koma upp á vinnu-
stað þínum en þú tekur ekki þátt í því.
Reyndu að forðast allt slíkt og mundu að
fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt verkið virðist erfitt, skaltu
ekki bakka. Allt endurmat kallar á aðgerðir.
Nú er kominn tími til þess að tala út um hlut-
ina við sína nánustu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er bara að sýna dirfsku og
staðfestu og sigla málunum í örugga höfn.
Haltu þér í góðu formi líkamlega.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú munt fá tækifæri til að fræðast
af þeim sem eru þér vísari. Eitthvað kann að
setja allt úr skorðum hjá þér í dag. Þú skalt
sýna sveigjanleika og takta breytingum
fagnandi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vatnsberanum finnst sem hann sé
bundinn af áætlunum annarra, og þannig
virðist það svo sannarlega vera. Að öðrum
kosti – vandræði!
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er of auðvelt að væla bara þegar
maður er óánægður. Vertu ekki of hastur í
máli er þú svarar fyrir þig.
Það er erfitt að henda reiður áþví, hver sé höfundur vísu.
Eftir uppskeruhátíð Skákakadem-
íu Reykjavíkur fletti ég upp í
Vísnavef Skagfirðinga, þar sem
Guðmundur landlæknir var talinn
höfundur eftirfarandi vísna, sem
er rangt. Höfundurinn er Guð-
mundur Björnsson sýslumaður
þeirra Barðstrendinga:
Í þrautum reynir manninn mest;
margur er stundar voðinn.
Snæbjörn stýrir bragna best,
Breiðfirðingagoðinn.
Þegar yfir skeflir skafl,
skaflinn fárs og nauða,
hann við Ægi teflir tafl,
taflið lífs og dauða.
Því endurtek ég þessar stökur
að þeir voru vinir Snæbjörn og
Guðmundur sýslumaður og urðu
fyrir þeirri lífsreynslu, að enskur
botnvörpungur, sem flóabátur
Breiðfirðinga hitti að veiðum inn-
an landhelgi á Breiðafirði, strauk
með þá báða til hafs, hreppstjór-
ann og sýslumanninn. Þetta var í
október 1911. Ýmsu var spáð um
örlög þeirra, en nokkrum dögum
síðar fréttist af þeim í Hull. Sag-
an segir, að Snæbjörn hafi gripið
melspíru um leið og hann kom um
borð í togarann og ekki sleppt
henni fyrr en þangað var komið,
vildi geta varið hendur sínar.
Þeir höfðu lítið traust af stjórn-
völdum er mér sagt, en Thor Jen-
sen hafi skotið undir þá togara til
Íslands.
Vísur Guðmundar sýslumanns
til Snæbjarnar eru fimm:
Sjái ég fagra fjörðinn minn
finnst mér eins og hlýni
og gamli vinargeislinn þinn
á götu mína skíni.
Gleði ungum gafst́onum,
geð og hjartavarminn;
þetta fastast fylgdı́onum
fram á grafarbarminn.
Ég bið ekki að lukkan þig leiði,
lukkan er hverful að dyggð,
en sjálfur þér götu hann þér greiði
sem gæddi þig manndóm og tryggð.
Við athugun kom í ljós, að af
þeim 26 vísum, sem í Vísnavef
Skagfirðinga eru taldar eftir
Guðmund landlækni Björnsson
eru 13 vísur í Ljóðmælum Guð-
mundar sýslumanns. Skýringin er
vitaskuld sú, að þeir heita sama
nafni og ekki mikill aldursmunur
milli þeirra; báðir vel skáldmælt-
ir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gamli vinargeislinn
þinn á götu mína skíni
G
æ
sa
m
am
m
a
o
g
G
rí
m
ur
G
re
tt
ir
S
m
áf
ól
k
H
ró
lf
ur
hr
æ
ði
le
gi
F
er
di
n
an
d
BRJÁNN, ÞAÐ ERU BARA
ÞRJÁR SEKÚNDUR ÞANGAÐ TIL
AÐ SPRENGJAN SPRINGUR!
KLIPPTU
RAUÐAVÍRINN,
EKKI ÞANN
GRÆNA!
BIRNA, ÞAÐ
ER SVOLÍTIÐ
SEM MIG HEFUR
ALLTAF LANGAÐ
TIL AÐ SEGJA
ÞÉR...
HVAÐ? ÉG ER
LIT-
BLINDUR
BLESS,
BLESS,
BRJÁNN OG
BIRNA
ÞÚ
ERT VERSTI
LITLI BRÓÐIR
Í HEIMI!
EF ÉG HEFÐI GETAÐ VALIÐ MÉR
BRÓÐUR ÞÁ HEFÐIR ÞÚ VERIÐ SÁ
SÍÐASTI SEM ÉG HEFÐI VALIÐ
EFTIR ÞRJÁTÍU ÁR ÁTTU
EFTIR AÐ ELSKA MIG!
STÓRAR SYSTUR
ELSKA ALLTAF BRÆÐUR
SÍNA EFTIR ÞRJÁTÍU ÁR
ÞÚ BAÐST RÍKIÐ UM
GREIÐSLUFREST OG ÉG ER
HINGAÐ KOMINN TIL AÐ FÆRA
ÞÉR SVARIÐ...
FRÁBÆRT!
„GREIÐSLUFRESTUR
ÞINN RENNUR ÚT DAGINN
SEM ÞETTA BRÉF BERST
ÞÉR”
ÞAÐ ER
AUGLJÓST AÐ
HÚN HEFUR
FARIÐ Í
FITUSOG
LÉTT &
LAGGOTT
SM
JÖ
R
Víkverji brá sér um daginn í kvik-myndahús að sjá myndina
Mjallhvít og veiðimaðurinn. Þar er á
ferðinni ágætis ævintýramynd, þar
sem höfundarnir fara nokkuð frjáls-
lega með söguna, en halda sig þó við
meginþætti hennar. Þýðing mynd-
arinnar er þó tilefni þess að Víkverji
sér sig knúinn til þess að fjalla um
hana hér. Eins og lög gera ráð fyrir
stillir vonda drottningin sér upp fyr-
ir framan spegilinn í höll sinni og
spyr hvort hún sé ekki fegurst allra í
konungsdæminu. Og fer vitlaust
með. Í myndinni er drottningin látin
fara með setninguna:
Spegill, spegill, herm þú mér
hver á landi fegurst er.
Rétt er þetta hins vegar svona:
Spegill, spegill herm þú hver
hér á landi fegurst er.
Fyrri útgáfan gengur augljóslega
ekki upp vegna stuðlasetning-
arinnar. Hún virðist hins vegar hafa
náð yfirhöndinni. Það sést til dæmis
þegar leitað er á leitarvélum. Þar
hefur fyrri útgáfan algerlega náð
yfirhöndinni. Þetta finnst Víkverja
miður og vill því halda uppi vörnum
fyrir þá síðari í þeirri von að hún
haldi velli.
x x x
Það getur verið lýjandi að hafaáhuga á íþróttum og þessi júní
ætlar að verða sérlega grimmur.
Víkverji hefur ekki getað stillt sig
um að fylgjast með Evrópumeist-
aramóti karla í knattspyrnu, sem fer
þokkalega af stað, þótt ekki rigni
mörkunum. Hann hefur einnig legið
yfir úrslitakeppninni í bandaríska
körfuboltanum, NBA, þar sem menn
hafa þann undarlega sið að leika um
miðjar nætur. Þegar leikið er bæði í
EM og NBA er um að ræða næstum
því sjö tíma pensúm. Það er vel í lagt
þegar einnig þarf að sinna fullri
vinnu og jafnvel að eiga einhverjar
stundir aflögu fyrir fjölskylduna.
Víkverji setur vitaskuld undir sig
höfuðið og brýst í gegnum þennan
skafl, en ekki er laust við að hann
velti stundum fyrir sér af hverju í
ósköpunum hann hafi áhuga á
íþróttum. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu
þjáningar þessa tíma neitt í saman-
burði við þá dýrð, sem oss mun opin-
berast. (Rm. 8, 18.)
HVERFISGATA 52 · 101 RVK
SJADU.IS · SÍMI 561 0075
Þar sem unga fólkið verslar...er þér óhætt
KOMDU OG SJÁÐU