Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 ✝ Eybjörg Berg-ljót Hansdóttir fæddist að Sól- vangi, Hafnarfirði 25. júní 1966. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru Elínborg Björnsdóttir, f. 7.1. 1940 og Hans Georg Rödtang, f. 10.12. 1922, d. 14.4. 1992. Systkini Eybjarg- ar eru Sólrún Oddný hjúkrunarfræðingur, f. 1962, Stefán Már félagsfræðingur, f. 1964, Jens Valbjörn bóndi, f. 1965, Heiðrún Berglind skrif- stofutæknir, f. 1968, Trausti Kári húsasmíðameistari, f. 1969, Björn lögfræðingur, f. 1970. Eybjörg hóf sambúð með Ragnari Jónssyni, f. 1963, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Stefanía Sunna, f. 1990, unnusti hennar Sverrir Örn Einarsson, f. 1989, Sigrún Alda, f. 1993, unnusti hennar Sindri Andrésson, f. 1993, Kristján sem aðstoðarlæknir á Landspít- alanum, Rannsóknarstofu Há- skólans í meinafræði og Reykjalundi endurhæfing- ardeild. Kandidat við Sjúkra- hús Reykjavíkur á lyflækning- ardeild og slysadeild og síðar sem aðstoðarlæknir á skurð- deild og geðdeild. Aðstoðar- læknir á Landakoti barnadeild og geðdeild Landspítala. Hóf sérnám í bæklunar- skurðlækningum árið 1996 og starfaði sem deildarlæknir á bæklunar- og slysadeild Land- spítala. Starfaði á bæklunar- skurðdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 1998 og Senteralsykhuset Rogaland Stavanger sama ár og síðar það ár heilsugæslu- læknir í Ólafsvík. 1999 var hún deildarlæknir á kvennadeild Landspítala og hóf sérnám í heimilislækningum. Deild- arlæknir á lyflækningadeild Landspítala. Hóf störf á Heilsu- gæslunni Efstaleiti 2000 lauk þar svo sérnámi í heimilislækn- ingum 2002 og starfaði eftir það sem sérfræðingur í heim- ilislækningum við Heilsugæsl- una í Efra-Breiðholti til ársins 2006, en eftir það starfaði hún við Heilsugæsluna á Sólvangi. Eybjörg starfaði og var hlut- hafi í Læknavaktinni. Útför Eybjargar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 14. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Ingi, f. 1997, Brynjar Freyr, f. 1999. Sambýlis- maður Eybjargar er Einar Trausti Kristinsson bú- stjóri, þau eiga eina dóttur saman: Lilja Kristín, f. 2010. Dætur Ein- ars úr fyrri sam- búð eru Eva Dögg, f. 1986, Elín Krist- ín, f. 1989, Svanhildur Ýr, f. 1991. Eybjörg ólst upp í foreldra- húsum að Löngufit 6 í Garðabæ og gekk í Garðaskóla og byrj- aði ung að bera út blöð, var flokkstjóri hjá unglingavinunni í Garðabæ og á menntaskóla- árunum vann hún yfir sum- artímann hjá Hvaleyri í Hafn- arfirði, varð síðan stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ vorið 1985 og hóf nám í Lækna- deild Háskóla Íslands þá um haustið, útskrifaðist vorið 1993. Á námstímanum í læknisfræði vann hún við hjúkrunarstörf á Reykjalundi og Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð. Síðar Nú er elskuleg systir mín fall- in frá. Á hugann leita minningar um góða systur, móður og um- fram allt félaga sem var til stað- ar ef maður þurfti þess með. Maður minnist þess þegar maður var ungur að árum að læra að hjóla, þá voru góð ráð dýr. Ég fór með Eybjörgu upp götuna þar sem við áttum heima og hún setti mig á hjólið og kenndi mér allt um það hvernig ætti að hjóla nema hvernig átti að bremsa. Svo ýtti hún mér af stað og ég fór hratt, mjög hratt niður göt- una og ekki kunni ég að bremsa og ég endaði uppi í tré í bók- staflegri merkingu og þá var gott að eiga systur sem hlúði vel að manni. Eybjörg var gædd góðum gáfum og naut hún þess að læra enda fékk hún alltaf hæstu ein- kunn í öllum þeim fögum sem hún lærði til. Það var auðvelt að leita til Eybjargar þegar maður þurfti þess með er varðar lær- dóminn. Mér er minnisstætt þeg- ar ég var að læra fyrir efnafræði 203 og gekk ekki vel í æfinga- prófum þá settist hún niður með mér og fór í gegnum jöfnurnar og viti menn ég fékk 9 á næsta æfingaprófi þökk sé henni. Ey- björg kynntist fyrri sambýlis- manni sínum þegar hún var að læra læknisfræði og eignaðist með honum fjögur yndisleg börn, ásamt því að koma þaki yfir höf- uð fjölskyldunnar þá seinkaðist námið ekki því Eybjörg naut lífs- ins við það sem hjarta hennar var næst að læra til læknis og eiga fjölskyldu. Ég hef alltaf ver- ið stoltur af að eiga Eybjörgu að sem systur og getað leitað til hennar með börnin mín sem og mig sjálfan ef eitthvað bjátaði á. Eybjörg var kletturinn. Ég veit að Eybjörg vakir yfir börnunum sínum fimm og ég veit að þau hugsa mikið til hennar og munu gera það sem eftir er. Guð varðveiti þig systir góð, þú fórst alltof snemma frá okkur, þinn bróðir. Björn. Í dag kveðjum við okkar kæru Eybjörgu með söknuði, en jafn- framt þakklæti fyrir þær góðu minningar sem við eigum um hana. Eybjörg kom inn í fjöl- skyldu okkar sem unnusta Ragn- ars sonar okkar fyrir rúmum 23 árum og í sinni sambúð eignuð- ust þau fjögur yndisleg börn. Við minnumst margra skemmtilegra stunda sem við áttum saman, bæði heima, í sumarbústað og á ferðalögum. Fyrir það þökkum við nú af heilum hug. Eybjörg barðist við sinn erfiða sjúkdóm af mikilli hetjulund og bjartsýni, en varð undir í þeirri baráttu. Á þessari stundu er hugur okkar hjá börnunum hennar, missir þeirra er mikill. Elsku Stefanía, Sigrún, Krist- ján, Brynjar og litla Lilja, Einar, Elínborg og aðrir ástvinir Ey- bjargar, við biðjum algóðan Guð að vernda ykkur og styrkja í þessari miklu sorg og söknuði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Eybjörg, við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Hvíl þú í friði. Alda og Jón Ingi. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og á það erum við rækilega minnt við lát Eybjargar elsku- legrar vinkonu minnar. Við Eybjörg kynntumst, sum- arið 1985. Við unnum saman í Garðakaup sem þá var matvöru- verslun í Garðabænum. Ég tók eftir þessari hæglátu, feimnu stelpu og gaf mig á tal við hana. Uppfrá því urðum við vinkonur. Árin á eftir fóru í leik og störf. Við hittumst oft. Fórum á rúnt- inn, böll og fleira og höfðum gaman eins og gengur og gerist hjá ungu fólki. Svo tók alvaran við. Við fórum báðar í sambúð og börnin fædd- ust eitt af öðru. Ég dáðist oft að dugnaði hennar og þolinmæði þegar hún kom þreytt heim eftir langan skóla og vinnudag. Hún sinnti störfum sínum af alúð bæði heima og að heiman og kvartaði aldrei. Árin liðu og alltaf var nóg að gera. Tíminn varð minni fyrir reglulegar heimsóknir en við lét- um okkur þó ekki vanta í barna- afmælum hjá hvor annarri, skírnum og síðar fermingum. Ég flutti síðan erlendis og því miður urðu samskipti okkar minni eftir það. Ég hitti Ey- björgu síðast fyrir nokkrum ár- um þegar ég kíkti til hennar á Álftanesið. Eins og alltaf hafði hún nóg að gera. Bæði í vinnu og með heimilið og börnin sem þá voru fjögur. Hún sagði mér frá nýja kærastanum sínum og ljóm- inn sem lýsti í augum hennar og skemmtilega hvelli hláturinn sýndi hvað hún var ánægð. Eftir það voru jólakort og sms á afmælisdaginn sem giltu. Á fa- cebook sá ég að yndisleg lítil stelpa hafði bæst í systkinahóp- inn og það var gaman að geta skoðað myndir og fylgjast með. Það er sárt að hugsa til þess að Eybjörg fékk ekki að njóta lífsins lengur í faðmi fjölskyld- unnar. Hugur minn leitar til barna hennar sem kveðja nú móður sína. Sorgin er sár og söknuðurinn mikill. Það verður án efa erfitt að takast á við amstur dagsins en minningin um yndislega móður, dugnað hennar og hugrekki mun fylgja ykkur. Mamma ykkar var hörkutól og gafst aldrei upp og öruggt að þann viljastyrk hefur hún viljað eftirláta ykkur. Ég sendi Einari, börnum og fósturbörnum Eybjargar, móður hennar, systkinum og öðrum ást- vinum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Minning Eybjargar mun varð- veitast í hjörtum okkar sem hana þekktum. Blessuð sé minning hennar. Elma Ósk Óskarsdóttir. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Ofangreindar ljóðlínur koma upp í hugann þegar ég rita minn- ingarorð um Eybjörgu Hans- dóttur. Eybjörg lést nýlega langt um aldur fram frá stórum barna- hópi. Í blóma lífsins er henni kippt burt og eftirlifendur velta fyrir sér tilgangi lífsins og öðrum þræði mikilvægi þess að njóta þess tíma sem hverjum og einum er ætlaður, ekki ósvipað og Bragi gerir í þessu fallega kvæði. Eybjörg hóf störf sem heim- ilislæknir hjá okkur á Heilsu- gæslunni Sólvangi árið 2006 og starfaði með okkur allt til dauða- dags. Hún var hörkudugleg og náði strax góðu sambandi við sjúklinga og samstarfsfólk. Það leyndi sér ekki að þar fór faglega sterkur læknir sem gat veitt okkur hinum gott liðsinni í fag- legri umræðu. Hún hafði marga góða eiginleika en það var ekki síst hláturinn sem var hennar besti. Það var alltaf stuttu í hlát- ur hjá henni og hláturinn hennar var bráðsmitandi. Hún var því mikill gleðigjafi á kaffistofunni og tók jafnan virkan þátt í fé- lagslífi stöðvarinnar. Síðustu ár- in barðist Eybjörg hetjulega við illvígan sjúkdóm. Við hlið hennar stóð Einar eins og klettur og saman tókust þau á við baráttu sem gaf þeim ákveðinn tíma saman en fyrir nokkru var þó fyrirséð að þessari baráttu gat aðeins lokið á einn veg. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd samstarfsfólks á Sólvangi votta Einari, börnum og fjöl- skyldu allri okkar dýpstu samúð. Emil L. Sigurðsson yfirlæknir. Það er með sorg í hjarta sem ég rita þessar línur til minningar um Eybjörgu. Þó að ég hafi vitað í hvað stefndi þá er erfitt að sætta sig við það að ung kona sé tekin frá maka og börnum í blóma lífsins. Hún kom inn í líf okkar starfsmanna heilsugæsl- unnar í Efstaleiti árið 2000 og var þá að byrja sérnám í heim- ilislækningum. Hún hafði verið erlendis að nema bæklunarlækn- ingar en snerist hugur og ákvað að leggja fyrir sig heimilislækn- ingar sem ég tel að hafi verið rétt ákvörðun. Hún kom svo hóg- vær, ljúf og góð inn á stöðina okkar. Með rauðleita hárið og freknurnar og smitandi hlátur- inn og svolítið feimin. Ég var hennar leiðbeinandi þau ár sem hún var í starfsnámi hjá okkur í Efstaleitinu og hafði við hana ná- in samskipti. Það var aðdáunar- vert að fylgjast með því hvernig henni tókst að hugsa um börnin sín en samt sinna sínu sérnámi eins vel og hún gerði. Síðan eru liðin 10 ár og því miður sáum við í Efstaleitinu minna af henni Ey- björgu eftir að hún útskrifaðist úr sérnáminu frá okkur þar sem hún fór til starfa á öðrum heilsu- gæslustöðvum. Eybjörg var góður læknir og sinnti sjúklingum sínum af alúð. Hún skipti aldrei skapi og var Eybjörg Bergljót Hansdóttir SJÁ SÍÐU 28 HINSTA KVEÐJA Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku hjartans Stefanía, Sigrún, Kristján, Brynjar, Lilja litla, Einar, Elínborg og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erf- iða tíma. Guð blessi minningu yndislegrar móður. Inga og Linda. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMANN TOBÍASSON, Hólavegi 9, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks mánudaginn 4. júní. Útförin verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 16. júní kl. 14.00. Marsibil Þórðardóttir, Kristín Guðmannsdóttir, Eiríkur Ingi Björnsson, Guðbjörg Guðmannsdóttir, Böðvar Hreinn Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, KRISTVEIG SKÚLADÓTTIR, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, lést á heimili sínu föstudaginn 8. júní. Steinþóra Vilhelmsdóttir, Ágúst Vilhelmsson, Jakobína Vilhelmsdóttir, Auður Vilhelmsdóttir. ✝ Útför ástkærrar móður okkar, ÖNNU SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Hvammi, heimili aldraðra, Húsavík, fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 15. júní kl. 11.00. Elín Sigtryggsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Albert Sigtryggsson, Bjarni Sveinsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg systir okkar, frænka og mágkona, ÓLAFÍA KRISTÍN HANNESDÓTTIR, Drekavöllum 26, Hafnarfirði, áður Bólstaðarhlíð 33, Reykjavík, andaðist í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 10. júní. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Auðlín Hanna Hannesdóttir, Þorsteinn Óli Hannesson. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR SOLHEIM Kopervik, Noregi, lést á Skudenes bo- og behandlingshjem aðfaranótt mánudagsins 11. júní. Jóhanna Guðmundsdóttir, Guðmundur Solheim, Edgar Solheim, Björg Solheim, Hulda Jónsdóttir, Þorbjörg Stella Axelsdóttir, Jóhann Björn Adamsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.