Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 10
Ljósmyndir/Oddgeir Karlsson Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is U m miðjan maí tóku 34 erlendir listamenn að streyma til landsins til að taka þátt í Fersk- um vindum, sem stendur nú sem hæst. Tíu þeirra eru íslenskir. Nokkrir þessara 44 lista- manna tóku þátt í listaveislunni veturinn 2010-2011 þar sem þemað var norðurljósin. Nú eru það hins vegar hinar björtu nætur sem eru til viðfangs, enda Garðurinn m.a. þekkt- ur fyrir fallegt sólarlag við Garð- skaga. Markmið Ferskra vinda er að auðga andann, bæði þeirra lista- manna sem koma að verkefninu en ekki síður þeirra sem njóta. „Þátt- taka í verkefni eins og þessu er mjög nærandi fyrir listamenn og hér fæð- ast margar hugmyndir. Þessi sam- vinna er ekki síður mikilvæg fyrir tengslanet listafólksins sem tekur þátt hverju sinni og það lærir hvað af öðru. Þetta verkefni á eftir að skilja eftir öðruvísi vinda í hug fólks og hjarta,“ sagði Mireya Samper, verk- efnisstjóri og einn þátttakenda í Ferskum vindum. Ég og við í samfélaginu Íbúar í Garði og nærsveitum hafa undanfarna daga getað notið listviðburða sem bornir hafa verið fram í listaveislunni en henni lýkur með hátíð sem opnuð verður form- lega á laugardag. Þá verður afrakst- urinn sýndur víðsvegar um sveitarfé- lagið, en mörg listaverkanna eru varanleg og eru því gefin af lista- mönnunum til samfélagsins. Eitt þessara verkefna er listaverkatjald- stæði sem garðarkitektinn Stanislas Bohic hannaði og ellefu listamenn setja nú svip sinn á með listaverkum úr steinum, bæði skúlptúrum og lág- myndum, en einnig teikningum á steina. Öll verkin eru sprottin af upp- lifun listafólksins af landi og þjóð og úr efnivið sem finna má í Garði eða næsta nágrenni. Ástarsaga á tjald- stæði bjartra nátta Um Garðinn blása ekki bara ferskir vindar heldur sækja 44 listamenn þangað innblástur til listsköpunar sem bæjarfélagið verður auðugra af. Alþjóðlega lista- veislan Ferskir vindar í Garði er nú haldin í annað sinn. Þemað er bjartar nætur. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Indland er sannarlega skemmtilegt land til að heimsækja og margar leið- ir til að njóta þess. Ein leið er að fara inn á heimasíðuna indoroutes.com, en hjá því fyrirtæki er ýmist hægt að láta skipuleggja fyrir sig ferðir á Ind- landi eða kaupa svokallaðar pakka- ferðir. Fyritækið er staðsett í héraði sem heitir Rajasthan og er á Norður- Indlandi og því skal engan undra að það einbeitir sér að ferðum á því svæði. Til dæmis er hægt að kaupa ferð sem kallast Gullni þríhyrningur- inn, en þá er farið frá Delhi til Agra þar sem ástarhöllina Taj Mahal er að finna, og svo þaðan til Jaipur og síð- an aftur til Delhi. Einnig er hægt að kaupa hjá þessu fyrirtæki safariferðir um Rajasthan-hérað, heimsækja tígr- isdýr og ferðast á úlfaldabaki. Eða fara í nokkurra daga siglingu á báti. Nú eða fara í sérstaka jógaferð til að íhuga og stunda aðra andlega iðkun. Vefsíðan www.indoroutes.com AP Indland Er forvitnilegt heim að sækja og ótalmargt er þar hægt að gera. Fyrir þá sem vilja til Indlands Styrktarfélagið Göngum saman, sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini, fagnar 5 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni ætlar Guðný Aradóttir, einn stofnenda félagsins, einkaþjálfari og stafgönguleiðbeinandi, að vaka eina sumar- nótt og ganga frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Hún safnar áheitum og býður jafnframt gestum að ganga með sér gegn því að þeir greiði 100 krónur fyrir hvern kílómetra sem lagður verður að baki. Þátttakendur hittast við World Class Laugum, á morgun, föstudag, kl. 19. Þaðan verður ekið að Vinaskógi þar sem gangan hefst kl. 20. Endilega... ...gangið með Guðnýju Morgunblaðið/Golli Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 14. - 16. júní verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði.......... 1.598 1.598 1.198 kr. kg Nautafille úr kjötborði ................ 2.898 3.598 2.898 kr. kg Hamborgarar, 4x80 g m/brauði .. 620 720 620 kr. pk. KF lúxus lambalæri .................... 1.398 1.498 1.398 kr. kg Fallalambs lambalærisn. þurrkr. .. 2.598 3.259 2.598 kr. kg Fjallalambs skyndigrill þurrkrydd . 2.455 3.069 2.455 kr. kg SS grill læri kryddlegið ............... 1.832 2.291 1.832 kr. kg Hagkaup Gildir 14. - 18. júní verð nú áður mælie. verð SS kryddlegnar lambatvírifjur ...... 2.249 2.998 2.249 kr. kg Íslandsnaut kryddl. kótilettur....... 2.249 2.999 2.249 kr. kg Nautaat Entrecote ..................... 2.797 3.995 2.797 kr. kg Íslandsnaut piparsteik................ 2.491 3.559 2.491 kr. kg Holta kjúklingabringur mariner. ... 1.998 2.854 1.998 kr. kg Holta buffalóvængir, 800 g ......... 449 697 449 kr. pk. Daloon vorrúllur, 3 teg., 600 g .... 559 699 559 kr. pk. Kjarval Gildir 14. - 17. júní verð nú áður mælie. verð SS grískar grísahnakkasneiðar .... 1.998 2.498 1.998 kr. kg SS CajP’s lærissneiðar ............... 2.718 3.398 2.718 kr. kg Eðal bleikjubitar, 800 g .............. 1.679 1.868 1.679 kr. ltr Fersk jarðarber, 250 g................ 299 479 299 kr. pk. Veronabrauð nýbakað ................ 399 479 399 kr. kg Maryland kex, 4 teg. .................. 149 169 149 kr. stk. Emmess hnetu- og daimtoppar... 659 1098 659 kr. pk. Krónan Gildir 14. - 17. júní verð nú áður mælie. verð Lambafille m/fitur. krydd/ ókrydd. ..................................... 3.498 3.898 3.498 kr. kg SS amerískar pylsur m/epl/kanil 299 359 299 kr. pk. SS mexíkó grísakótilettur ............ 1.868 2.198 1.868 kr. kg Eðalf. laxabitar hvítlauks ............ 1.756 2.198 1.756 kr. kg Náttúru bökunarkartöflur ............ 296 329 296 kr. kg Ísl. konfekt tómatar, 250 g ......... 270 338 270 kr. pk. Ísl. kirsuberjatómatar, 250 g....... 270 338 270 kr. pk. Nóatún Gildir 14. - 17. júní verð nú áður mælie. verð Lamba Rank m/rifjum úr kjötb. ... 3.698 4.198 3.698 kr. kg Lambakótilettur úr kjötborði........ 1.898 2.298 1.898 kr. kg Grísakótilettur úr kjötborði .......... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Ungnautahamborgari, 90 g ........ 169 185 169 kr. stk. ÍM kjúklingabringur .................... 2.338 2.598 2.338 kr. kg Blálöngusteik m/sítr.smjöri ......... 1.598 1.798 1.598 kr. kg Stjörnu hrásalat, 350 g .............. 229 289 229 kr. pk. Þín Verslun Gildir 14. - 17. júní verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði .............. 1.998 2.698 1.998 kr. kg Lambainnralærisvöðvi úr kjötb. ... 2.998 3.598 2.998 kr. kg Ísfugls hvítlauksvængir ............... 379 598 379 kr. kg Coke light, 2 ltr .......................... 239 298 120 kr. ltr Egils Mix, 2 ltr............................ 249 298 125 kr. kg Chicago Town pitsa, 340 g.......... 589 795 1.733 kr. kg Ballerina kremkex, 190 g............ 229 275 1.206 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Golli Ég og við Manou vill skilja eftir hluta af sjálfum sér í samfélaginu í Garði. Völundarhús Saulius Valius Listamennirnir sem eiga listaverk á svæðinu. Heilsueldhúsið heilsurettir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.